Fló á skinni.....þvílík snilld!!!

Fórum í leikhúsið í gær, og óvænt fékk Soffía 2 miða í gærdag, greinilega 2 síðustu því það var uppselt. Ég var búinn að panta borð fyrir okkur Axel á Kringlukránna (jájá hlæjið bara) bara afþví það er í næsta húsi og svo er bara mjög fínn matur þarna. En það er nú bara alltaf sem manni dettur í hug þegar maður heyrir Kringlukráin-hverfispöbb og fyllerý. Soffía var nú heldur ekkert að drepast úr spenningi LoL en svo var þetta bara mjög gott. Við semsagt drógum hana og Halla með okkur á kránna góðuLoL

En leikritið JESÚS minn eini, ég hef ALDREI hlegið eins mikið á ævinni, þið sem ekki hafið séð þetta eruð skyldug til að sjá þetta verk. Við gjörsamlega grétum úr hlátri, og um leið og leikritið var búið þá vildi ég fara og kaupa mér miða og fara aftur. Aðalleikarinn Guðjón Davíð held ég að hann heiti, er algjörlega brilliant, og svo hann Halli mello vinur hennar Ástu held ég var alveg stórkostlegur sem holgóma maðurinn, ég liggur við pissaði á mig þegar hann opnaði munninn fyrst. Já og tælenska Tína, þessi stóðu alveg upp úr, já og líka sá sem lék pólska kallinn-sá sem var með í Strákunum man ekki hvað hann heitir.

Óvænt fóru öll börnin í pössun, Maggi hjá Lindu,Marín hjá ömmu og Viktor hjá mömmu og pabba. Svo það var sofið hér til 11.30, ekkert smá næs. Fórum svo í vöfflukaffi til ömmu og afa,náðum svo í Viktor og tókum okkur stóran labbitúr hér í hverfinu. Bara hinn besti dagur, var að borða og núna eru Axel og Maggi að ganga frá á meðan ég bloggaSmilehuggulegt. Svo fer ég og Maggi til Lindu að horfa á Dagvaktina og hlæja pínu meira.

Já og eitt sem ég verð nú að "leiðrétta" ef einhver hefur misskilið.....Ásta skrifaði í athugasemd eitthvað um að ég var spenntust í Kananum, man ekki nákvæmlega hvernig hún orðaði þetta en semsagt það er verið að tala um SPILIÐ kana en ekki Amerí-kana hahahaha......ég var mjög dugleg í spilamennskunniLoLen aldrei verið "með" Kana Ok híhí..

knús Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ mín kæra og takk fyrir síðast...jú jú maður var nú ekki með mikið álit á kránni, en hún kom á óvart.  Maður man bara eftir þessum stað sem svona sóðalegri krá þar sem konur og karlar með gráa fiðringinn fóru á til að hittast he he he.   Kannski það gerist eftir 12 hver veit.   En leikritið er náttúrulega alveg brill og getur bara ekki klikkað, nú hef ég séð það 2 x og fannst það jafn fyndið ef ekki fyndnara í 2 skiptið

út með gæruna

Soffía 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:29

2 identicon

Long time no sea....... 

Nákvæmlega ! Ætlaði einmitt að heyra í þér í gær og athuga hvernig þér fannst leikritið - Algjör snilld , væri sko til að sjá það aftur....

heyrumst fljótlega.....kv.Dóra vinkona....

Dóra (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 12:55

3 identicon

kvitt,kvitt.Ég á einmitt miða á Fló á skinni í október,hlakka mikið til að fara.

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 14:14

4 identicon

Á ekkert að fara að segja neinar fréttir af ykkur fólkinu í Grænlandsleiðinni

Kveðja Soffía

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband