Brúðkaupsafmæli....

Mín elskulegu amma Hanna og afi Geiri eiga 55.ára brúðkaupsafmæli í dag,það er sko ekkert smáSmilesept_2008_043.jpg Dagurinn fór nú bara óvænt þannig að við vorum mestöll fjölskyldan á Salatbarnum hjá mömmu. En það var búið að ákveða að bjóða ömmu og afa þangað í hádeginu, og þetta endaði með að við vorum þarna 13 saman held ég bara. Amma og afi,ég og Axel,Linda og Mummi,Anna og Heimir,Góga og Svali,Helena og Ásta og Halldóra...já semsagt 13. Þetta var alveg æðislegt og alltaf gaman að hittast, já og svo má nú ekki gleyma litlu molunum, Valur Daði og Þóra Lind hvernig læt ég...já og mamma að vinna þarna auðvitað. Þá er þetta komið 16 takk fyrir!!

Við Linda fórum svo og keyptum konfekt handa gömlu hjónunum,kreppu útgáfan sem var ekkert innpökkuðLoL en við ætlum nú ekkert nánar út í þá vitleysu og leiðindi  hér að ætla að tala um kreppuna. Vona bara að sem flestir nái að komast heilir út úr þessari vitleysu sem er í gangi hér á landi. Ansi margir sem eru illa staddir. Ég held allavega enn í vonina að dollarinn fari að lækka í næstu viku, alveg sannfærð "hóst"...

Já og svo er bara kominn snjór og skítakuldi, en mér hefur alltaf fundist þessi tími æðislegur, kertaljós og kósýheit alveg yndislegtHeart

Á mánudaginn erum við að fara í mat til mömmu og pabba sem eiga þá 35ára brúðkaupsafmæli, en ég á þá líka brúðkaupsafmæli, þá eru kominn 7 ár hjá okkur hjónunum, og svo á ég líka 35 ára skírnarafmæliGrin en við erum semsagt að sigla inn í erfiðasta árið samkvæmt ég veit ekki hverju, en 7unda árið er víst eitt það erfiðasta segja þeir???? En við tökum það nú með stæl einsog öll önnurWink

Börnin óvenju góð hér á neðri hæðinni, leika og borða epli og hafa það gott, ekki slæmt, en ég sit hér og geyspa út í eitt.

Ætla nú að reyna að vera duglegri hér á þessu bloggi, finnst ég bara svo oft ekki hafa neitt skemmtilegt að segja frá Frown

Knús Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já takk fyrir daginn alltaf gaman að hitta alla fjölskylduna,og svo aftur á sunnudag ..........og mánudag ég held nú alveg að þið lifið af 7.ára krísuna elskurnarknús linda

Linda systir (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 22:47

2 identicon

Uss þið siglið í gegnum þessa krísu..enda svo óhagstætt að skilja í dag muhahahahahah

En úr einu í annað ég var að fara með bænirnar með bjarka í fyrrinótt og þegar við erum búin að segja þær þá segir Bjarki:Góði Guð passaðu alla sem við þekkjum og Dísu frænku...............bara sætt 

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 08:34

3 identicon

hæ hæ elsku vinkona mín,  og til hamingju með ömmu og afa, maður á kannski eftir að hittta ykkur einhverstaðar þegar þið hjónakornin eigið svona stór stór brúðkaupsafmæli .    Ég átti fimm ára brúðkaupsafmæli þann 6 sept og einu sem mundi eftir því voru þið elskulegu vinkonur mínar Dóra og Dísa, kallinum hefur ekki enn tekist að muna þetta... En ég sá að þetta var komið í minnið á símanum hans,hann var nefnilega alveg þokkalega skömmustulegur núna síðast þegar hann gleymdi .   Þannig að maður fær kannski eitthvað óvænt næst eða allavega til hamingju !    Ég þarf nú að fara að kíka í kaffi og kertaljós til þín og knúsa hana Möndlu vinkonu mína, ég er viss um að hún er farin að sakna guðmóður sinnar og fá að sitja í fanginu mínu þegar ég sötra kaffið, litla krúttið

Jæja elskurnar sjáumst fljótlega

Kveðja Soffía vinkona 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 10:41

4 identicon

hæ elsku vinir og til hamingju með daginn ykkar og til hamingju Þóra og Maggi með daginn

Kær kveðja Soffía 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 6.10.2008 kl. 21:27

5 identicon

Til hamingju elskurnar.   7 ár, bara flott...ekkert "hættulegri"  en önnur ár :-)

Sjáumst endilega fljótlega...

Luve....Dóra vinkona

Dóra (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 12:45

6 identicon

Til hamingju elskurnar.   7 ár, bara flott...ekkert "hættulegri"  en önnur ár :-)

Sjáumst endilega fljótlega...

Luve....Dóra vinkona

Dóra (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband