20.10.2008 | 13:02
Minneapolis...
Jæja ætli það sé nú ekki kominn tími á að láta vita af sér,held það nú. En við semsagt komum heim að morgni síðasta miðvikudags eftir alveg yndislega ferð. Verð nú bara að segja að við gátum ekki farið út á betri tíma,úff. Eftir öll lætin hérna þá var bara æðislegt að sjá ekki blöð eða netið í nærri 5 daga.
Ferðin út gekk bara vel, langt flug eða 6.20klst. En við gátum nú horft á einhverja þætti og leigt okkur myndir í nýju sætunum hjá Icelandair. Fannst sætin reyndar aðeins of hörð fyrir minn mjúka rass. Lentum úti um 6 leytið og þá fórum við beint á Hertz og náðum okkur í bílinn okkar. Verðrið var alveg meiriháttar, og við vorum á peysunni allan tímann, rigndi rétt hálfan dag hjá okkur. En við semsagt fórum beint í eitt Moll þar sem það lokaði klukkan níu og enginn ástæða til að fara beint upp á hótel og hanga þar. Löbbuðum aðeins um og skönnuðum svæðið og fengum okkur svo að borða á mínum uppáhalds Cheecekake Factory, ohh það er svo æðislegur matur þarna.
Vorum orðin þokkalega þreytt þegar við stauluðumst upp á hótel þegar klukkan var um hálf 3 á okkar tíma. Fengum æðislega fínt hótel, reyndar þurftum við að fá að skipta um herbergi þar sem við fengum 2 einbreið rúma. Ekki beint spennandi að sofa í sitthvorum rúminu í fríinu híhí... það var nú ekkert mál að fá að skipta og við sofnuðum á mettíma held ég bara rúmlega 10. En svo vorum við nú að vakna stanslaust alla nóttina, veit ekki hvað það var en ég vakanði um 2 leytið og hélt ég væri búinn að sofa í 8 tíma, fékk nett sjokk þegar ég sá hvað klukkan var. En svo um hálf sjö var mín sko glaðvöknuð, hnippti í Axel og spurði hvort ég mætti ekki kveikja á sjónvarpin. Hann var reyndar búinn að vera einsog ég,alltaf vaknandi, einhver spenna í manni.
Héldum af stað uppí Outlet og flottu veiðibúðina Cabelas. Þetta var ca 40 min keyrsla og allt umhverfið alveg ofsalega fallegt. Haustlitirnir í öllu sínu veldi, gul rauð og græn trén, alveg yndilsegt og hvergi drasl að sjá. Axel fílaði sig vel í Cabelas og skyndilega vantaði honum ýmsa hluti. Hann fékk sér ýmislegt og var voða sæll og glaður með þetta. Reyndar fann maður alveg fyrir að hlutirnir kosta meira, dollarinn var næstum helmingi lærri í fyrra!! Fórum svo í Outletið og þar dressaði Axel sig upp í Guess búðinni, og mér var nú ekki farið að standa á sama....mín ekki búinn að kaupa neitt og dagurinn langt liðinn haha....en einsog ég hafi þurft að hafa áhyggjur!!
Fengum okkur svaka fínar ferðatöskur, doppóttar og enginn hætta á að þær fari framhjá manni á flugvellinum . Fórum svo til baka bara upp úr 5 minnir mig, semsagt búinn að vera þarna og í veiðibúðinni í um 8 tíma. Ætluðum að koma við í Mall of America, en auðvitað voru þvílíkar vegaframkvæmdir og aðal vegurinn þangar lokaður og við þekktum auðvitað ekkert til þarna. Fórum því bara aftur í minna mollið og eyddum restinni að deginum þar.
Svo var bara pakkað afrakstri dagsins í nýju töskurnar, Axel hafði það nú heldur betur gott með alla NFL þættina og leikina í sjónvarpinu, lagðist svo í heitt bað og svo bara kúruðum við okkur uppí rúmi á kvöldin og horfðum á sjónvarpið. Yfirleitt sofnað á skikkanlegum tíma og vaknað snemma.
Komumst svo í Mall of America loksins, og ég verð nú að segja að það var ekkert eins yfirþyrmandi og ég hélt. Það sem gerir þetta auðvitað að stærst mollinu er tívolíið sem er ekkert smá flott, og allt barnasvæðið þarna, og svo er risa bíó líka og eitthvað underwater dæmi. Þetta er ekkert ruglingslegt einsog svo mörg önnur moll, aðallega bara 2 hæðir sem maður var á. Eyddum heilum degi þarna og borðuðum svo áður en við fórum upp á hótel. VIð þurftum aldrei að vera að halda á mikið af pokum þar sem Axel fór alltaf reglulega út í bíl og setti í skottið. Gat ekki verið þægilegra.
Við semsagt versluðum bara alveg ágætlega, náði eiginlega að klára allar jólagjafir, og svo keypti ég jólaföt á krakkana, gott að vera búinn að því. Ég fékk mér nokkra kjólaúlpu,skó og allskyns leggins. Guess tösku og úr m.a. En við fylltum nú "bara" 3 töskur, það hefur ekki gerst áður. Skildum gömlu lúnu töskuna eftir, enda var hún úrsér genginn greyið. Svo var ég bara með handfarangurs tösku, svo það var nú enginn yfirvigt hjá okkur.
Þetta var bara alveg æðisleg ferð, og við vorum sammála um að Minneapolis væri þægilegasti staðurinn sem við höfum farið á. Ekkert flókið að keyra, lennti aldrei í því að vera eitthvað smeyk einsog ég hef nú fundið fyrir nokkrum sinnum, ofsalega hreint og fínt allt þarna og snyrtilegt. Kannski líka bjóst maður ekki við miklu því oft hefur maður heyrt neikvætt um Minneapolis. En ég ælta sko að fara aftur þangað og helst með allavega Magga með. Væri nú ekki leiðinlegt að fara með hann á NFL leik, enda drengurinn orðinn þvílíkt klár á öllum reglum í þessu og mikill áhugi hjá honum, enda ekki langt að sækja það.
En svo að öðru, þá fórum við stórfjölskyldan í myndatöku um daginn. Við leigðum okkur studío og Þóra systir tók myndir. Gáfum mömmu og pabba þetta í brúðkaupsafmælis gjöf. Létum taka myndir af þeim með öllum barnabörnunum og ætlum svo að láta stækka af þeim. Svo tók Þóra auðvitað myndir af mér,Axel og krökkunum, jólamyndir af krökkunum fyrir jólakortið og svo af Lindu og familí líka, og svo tók Axel og Þóru og familí. Alveg meiriháttar og það voru teknar 460 myndir takk fyrir!!
En segjum þetta nú þokkalega gott í bili, loksins búinn að skrifa fyrir ykkur sem bíða alltaf spennt eftir bloggi múhahahaaaaaaaa... og eins gott fyrir ykkur að kvitta í staðinn.
Knús á ykkur öll....Dísa
Athugasemdir
Já yndisleg ferð hjá ykkur ,ekki leiðinlegt að fara svona 2 útSaknaði nú þín mikið geta ekki talað við þig í símann um morguninn og svo aftur nokkrum sinnum um daginn,já og fá þig ekki í heimsókn í 5 heila dagasjáumst á eftir knús LInda og Þóra Lind
Linda systir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 14:12
Hæ hæ, þakka pent fyrir að fá að kíkja á nýja færslu hjá þér mín kæra..
sjáumst
Kveðja Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:01
Kvitt,kvitt er ekki frá því að spennan hafi magnast aðeins hjá manni fyrir Boston ferðinni við að lesa þetta blogg,alltaf svo gaman að fara til útlanda.
knús,Þóra litla sys
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:57
Hæ! Frábært að sjá loksins fréttir! Oh það er svo yndislegt að fara svona 2 í ferð og slappa af.
Það er komin ný færsla á bloggið hjá mér (ótrúlegt en satt)
Linda P. Sigurðardóttir, 20.10.2008 kl. 20:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.