Hæ og hó....

Allt gott að frétta hér úr holtinu. Pössunin gekk einsog í sögu og litla dúllan svaf til rúmlega hálf tíu á sunnudagsmorgunin. Algjör engill þessi prinsessa og nú styttist í að dagmamman hefji störf, byrja á mánudaginn rétt rúmlega 8. Aldeilis að við frænkurnar eigum eftir að dúlla okkur saman. Reyndar var ég nú bara nokkuð feginn að losna við Gosa, hann er frekar hávær, og ansi mikill sóði. Hann er svo liðugur eða hvað það er, allavega nær hann að kúka langt út fyrir búrið sitt, geri aðrir betur!! Já páfakaukar eru ekki alveg mitt uppáhald verð ég að segja, en það er nú víst seint hægt að neita hjónunum um pössun á dýrinu, hef ekki alveg efni á því.

Annars er ég orðinn svo gleyminn að það er ágætt að hafa þetta blogg, ef ég þarf eitthvað að líta til baka og sjá hvað ég er að gera, reyndar les ég aldrei yfir bloggið mitt, né fletti upp á gömlu bloggi frá mér. Veit ekki hvað það er, eitthvað finnst mér asnalegt stundum að lesa hvað ég hef skrifað??? 

Við Soffía vorum boðnar til Dóru vinkonu í kreppukaffi einsog hún kallaði þaðSmile um daginn,svona í staðinn fyrir að fara á kaffihús. En það var nú bara mikið meira næs, skvísan búinn að baka handa okkur 2 kökur og alles, bara notalegt. Svo er bara allt á fullu í undirbúningi fyrir afmæli um helgina, en hún Anna Gyða bomba er að halda upp á 35.ára afmælið sitt, og sú er að gera okkur grikinn!!! Það er sko 8o´s tískan takk fyrir. Svo nú er maður búinn að vera að leggja höfuðið í bleyti að reyna að finna út hvernig maður getur farið ómæ..!!

Tengdamamma á svo afmæli á morgun, svo maður kíkir nú í kaffi til hennar, Maggi að fara svo í blóðprufu á morgun, er að taka þátt í einhverri ofnæmisrannsókn. 

Nú er hausinn alveg tómur, minnisleysið að há mér núna. Oft einsog það slokkni á mé og ég gleymi öllu þegar ég byrja að skrifa....svo við bara segjum þetta gott í bili.

Verið góð hvert við annað, knús Dísa

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt,kvitt og takk fyrir daginn í gær,alltaf gaman að taka einn Laugaveg.

 Hlakka til að sjá okkur allar í eitísfílíng á laugardaginn

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 18:55

2 identicon

Ómæ ég vissi að ég hafði gleymt einhverju!!!! Ég er ekki í lagi, þegar ég var að skrifa áðan mundi ég ekki hvað ég hafði gert í gær!! Ekki normalt er það???

Hanna Dísa (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 18:57

3 identicon

Kvitt kvitt... takk fyrir síðast

Kveðja Soffía vinkona 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 22:19

4 identicon

kvitt kvittjá nú fer að styttast að fara að passaknús Linda og Þóra

Linda Rós (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 08:48

5 identicon

ég er nákvæmlega eins,tel mig bara heppna ef ég man hvað ég gerði um morguninn,þetta er náttla bara klikk.

Knús á línuna

þóra Kolla (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 09:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband