30.10.2008 | 00:58
Blóðprufa og rómantík.....
Klukkan að ganga eitt og ég ennþá vakandi einsog vanalega!! Verð nú að fara að venja mig af þessu, er svo alltaf dauðþreytt á morgnana, og ekki einsog ég leyfi mér að fara upp í rúm aftur eftir að krakkarnir eru farin í skóla þá að ég sé heima. Nei sem betur fer hef ég ekki vanið mig á það. Er bara algjör næturhrafn því miður.
En sagan af gauksa heldur áfram, ég er semsagt með hann núna því ég er búin að selja dýrið fyrir mömmu og pabba. Já þau gáfust upp á honum, enda er hann uppáþrengjandi að þeirra sögn. Heyrist nú ansi hátt í honum, og ég var heinlega að verða brjáluð á honum í morgun, hann var alveg 4ði stjórnandinn í Zúber í morgun. Var að reyna að hlusta á útvarpið en hann gargaði alveg frá 7-10!! Svo skítur hanna út fyrir allt búrið sitt og mígur held ég, annar eins sóðaskapur af einu dýri sem er inní búri by the way. Ég get ekki skilið hvað fólk fær "út úr því" að eiga páfagauk,nei það er ofar mínum skilning sorry. Náði meira að segja að skíta á hendina á mér í dag, og hendin á mér var ekki inn í búri, hvernig er þetta hægt. En hann verður sóttur um helgina, og fær þá nýtt og gott heimili vonandi ásamt öðrum gaukum, vonandi að hann plummi sig nú vel innan um aðra gauksa.
Mandla er líka ansi forvitinn um þetta gargandi dýr, og tvisvar sinnum í dag kom ég að henni upp á borðstofuborði takk fyrir að kela við gauksa!!! Henni var nú hent niður med det samme!!!
Svo hélt dagurinn áfram að vera ja ekki nógu skemmtilegur, ég var að tala við Lindu í símann, og er að labba niður stigann hjá mér, þegar ég hreinlega flýg á bossann!!! Náði að setja vinstri höndina undir mig einhvern veginn, og er semsagt að drepast í hendinni síðan,shit hvað þetta var vont. Veit ekki hvða Linda hefur haldið því ég öskrðai og emjaði, og missti auðvitað símann í gólfið, og líka gemsann sem ég hélt á. Hann dó-semsagt gemsinn- í nokkrar mínútur en lifnaði svo fljótt við, því verr og miður,ég hélt að loksins væri ég kominn með góða ástaðu til að kaupa nýjan síma. Ekki lítið sem ég hef fengið að heyra hvað þessi sími er nú púkó (álit annarra). Hann þykir allaevega ekkert spes þessi samlokusími, en hann er nú búinn að lifa af ýmislegt greyið. Og mér er nú líka alveg sama, hef aldrei haft mikið snobb fyrir símum
Fórum í smá kaffi til tengdó þar sem tengdamamma átti afmæli í dag. Já og hmmmm hvað gerði ég annað í dag, hugsi hugs....jú ég fór með Magga minn í blóðprufuna í dag, en ég kvittaði einhvern tímann undir að hann gæti tekið þátt í fæðuofnæmis rannsókn, allt gert fyrir vísindin. Skemmst frá því að segja að drengurinn stóð sig með stakri prýði, átti alveg eins von á að það myndi líða yfir hann, enda dálítið viðkvæmur greyið. En konan sem tók blóðprufuna var svo þægileg og góð að hann tók varla eftir þvi þegar var verið að stinga hann. Hún spjallaði svo mikið við hann.
Svo þegar við vorum komin út í bíl þá segir hann allt í einu,"mamma þetta var nú bara eiginlega svona rómantískt þarna" ég frussaði nánast á bílrúðuna!!!! Það sem kemur upp úr honum, ég bara ha rómantískt?? Já þetta var svo rólegt og við spjölluðum svo mikið. Algjör sjamrör þessi drengur
Fórum svo og keyptum afmælisgjöf fyrir Önnu Gyðu, og svo kíkti ég aðeins til Lindu,ja eða Þóru Lindar . Bekkjarsystir Marínar kom svo aðeins í heimsókn, og svo kom Dóra frænka hingað óvænt, en hún fékk því miður ekki að stoppa lengi því miður, því við vorum á leið í afmæli.....færð meira kaffi næst Dóra mín
Axel og Maggi fóru svo á handbolta leikinn í kvöld eftir afmælið, og svo kíkti Þóra systir hérna aðeins við. Bakaði svo 2 marengsbotna þar sem ég á von á nokkrum skvísum sem unnu með mér í Austurbakka á föstudaginn í hádeginu. Þóra Lind ætlar líka að fá köku því Linda er að fara í klippingu svo frænka ætlar að passa.
Jæja ætli sé ekki best að koma sér í bólið núna, kominn tími á að sofna aðeins.
Knús á línuna, Dísa
Athugasemdir
hahahahah, það eru sum sé fleiri næturhrafnar en ég..., en því miður hef ég vanið mig á ósiðina.. leggja mig með Kára og svoleiðs.. En batnandi mönnum er best að lifa.., ekki satt.
Svolítið skrítið..., ég man ekki eftir því að hafa fengið boð til þín í hádeginu á föstudag...hummm .., samt var ég með þér í Austurbakka... hahahah, ofsa fyndin ég núna.
Hressandi að lesa bloggið þitt og takk fyrir kvittið mín megin..
Hann verður örugglega einhver sá allra rómantíski hann sonur þinn, ef honum finnst rómantískt í blóðprufu... allgjör snilld
éG bið að heilsa Austurbakkagellunum og vonandi sjáumst við nú síðar..,þótt síðar verði..........., svo skáldleg ég
Jenný (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 01:08
Blessuð Jenný mín, þú á fótum ennþá?? En já þú ert nú bara tolla gella, þetta eru einhverjar dagvöruskvísur sem eru að koma, annars ert þú auðvitað alltaf hjartanlega velkominn Væri nú ekki leiðinlegt að fá þig í kaffi einhvern daginn. Þyrftum að hafa góðan hitting fljótlega......kv Dísa
Hanna Dísa (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 01:18
Takk fyrir kókið í gær og ég vona að marensinn hafi heppnast vel
Sjáumst í kvöld í verslunargír
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 08:59
Já sæll það er bara eins og maður sé að lesa hjá Ástu mörtulengdin á blogginu hahaha ,já alltaf að passa fyrir mig..........veit ekki hvar ég væri á þín stóra systir knús Linda
Linda systir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 15:54
Kvitt kvitt
Kveðja Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 19:40
Hehe... voruð það ekki þið systur sem gáfuð mömmu ykkar og pabba ástargaukinn.. og hvað eru þau búin að þola hann lengi.. 2 ár. Ég kalla það nú bara gott :)
Bið að heilsa. knús frá Róm.
Helena Auður (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.