Dagmamman tekin til starfa....

Þá er litla rúsínan mætt til frænku sinnar, held hún sé bara nokkuð sátt við þaðSmile. Ég er búinn að vera að fjarlægja ýmsa hluti hér í stofunni,á meðan litla skvísan rúllar um í hlaupagrindinni. Eins gott að vera vel vakandi, búið að setja upp hlið svo hún rúlli nú ekki niður stigann. Öryggið á alls oddi hér á bæ, hún skal nú ekki slasa sig í umsjón hjá frænku, nei takk.

Annars góð helgi að baki, fórum í "diskó" partýið hjá Önnu Gyðu á laugardaginn. Á undan hittumst við heima hjá Þóru sys, og fengum þar dýrindis kjúklingasalat og hvítvín. Tjúttuðum aðeins þar og hlógum einsog vitleysingar af okkur í þessum líka svakalegu múnderingum sem við vorum í . Já það er óhætt að segja að við lögðum mikið á okkur til að líta út sem diskó skvísur. Mættum svo rúmlega 9 til Önnu Gyðu og óhætt að segja að það hafi runnið af okkur, ef eitthvað værum við farnar að kippa!! Já já Anna Gyða bara í þessum svaka fína og flotta kjól, sem þvílíka pæjan og bara með svaka flotta hárgreiðslu,ekkert smá flott!!! Restin af stelpunum fyrir utan 2 voru bara í flottum kjólum, en með diskó band um hausinn og kannski í fríkuðum leggings.....shit við vorum einsog asnar og vorum nú ekki alveg að fíla okkur, en við vöktum held ég bara mikla lukkuLoL Sem betur fer vorum við í kjólum-svörtum undir dressinu, nema Dóra vinkona og Þóra. Svo það var skutlað sér úr diskó gallanum og hárið sett niður áður en við fórum á ball. Dóra fékk lánaðan kjól hjá Önnu Gyða en Þóra skutlaðist heim í nýtt dress. 

Héldum á Players, þar var hið eina sanna Euroband að spila, vá hvað þau eru góð!!! Dönsuðum úr okkur allt vit, en vorum ekkert mikið að labba um. Enda svona hálf skrýtið lið þarna verð ég að segja.  Við skulum segja að maður færi ekki þarna ef maður væri single í makaleit!!! En þar sem við erum nú ekkert á þeim buxunum, enda allar harðgiftar manneskjur, skemmtum við okkur bara geggjað á dansgólfinu og fórum ekki heim fyrr en ballið var flautað af. Þvílíkt gaman. Takk kærlega fyrir okkur Annað Gyða mín, og svo var maður meira að segja leystur út með gjöfum frá henni, allar fengu pakka einsog afmælisbarnið. Eina sem vantaði upp á kvöldið var Soffía mín, hún var lasin heima greyið og komst bara alls ekki, þó að hún hafi ætlað að reyna.

Morgundagurinn var svo bara voða næs, Axel fór í bíó með Viktor, en Marín Rós var boðið í bíó á Mamma Mia með Ísabellu Daníu frænku sinni. Maggi úti að leika sér og ég bara heima í rólegheitunum.

Gosi fór svo á vit nýrra ævintýra á laugardagskvöldið, svo nú á ég bara eftir að selja fuglabúrið-vantar ekki einhverjum??

Jæja litla dúllan er í algjörum ham hérna á meðan ég skrifa, alveg að missa sig í blaðagrindinni og skríkir alveg. Ætli hún sé ekki orðin vel svört á höndunum enda öll blöð komin út á gólf. 

Knús Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir daginn í dag elsku dagmammaJá gaman að lesa um laugardaginn omg við vorum bara flottarSjáumst á morgun kv Linda og Þóra

Linda systir (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 19:01

2 identicon

Takk fyrir síðast,þetta var nú alveg svaka stuð þó svo að maður hafi verið hálfgerður trúður.

Knúsaðu nöfnu frá mér.

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 09:39

3 identicon

Hæ hæ...já hefði alveg viljað vera með ykkur á laugardaginn, það er alltaf svo gaman að hittast svona...sérstaklega á síðustu og verstu tímunum og maður vinaþurfi.  Í staðin lá ég bara undir sæng og hreyfði mig ekki úr sófanum.   En hvað um það þá er ég bara orðin nokkuð brött og farin að vinna allan dagin á leikskólanum...já já maður verður að redda sér, vona nú að þetta standi ekki lengi yfir, þessi óalda

sjáumst fljótlega

Kveðja Soffía

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:57

4 identicon

Enn og aftur takk fyrir frábært kvöld.  Vorum dállítið góðar með okkur.....skrýtin staður og skrýtið fólk en sv klárum við allt ballið og er sópað út.....ha.ha..ha.     Og til hamingju að vera komin með littlu snúllu, þægasta barn í heimi...eigið eftir að hafa það rosa gott saman frænkurnar.....Heyrumst. Luuuve - Dóra vinkona.

dóra (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:12

5 identicon

Getur maður sótt um pláss fyrir litlar sætar prinsessur hjá þér Dísa mín, snúllan mín er líka alveg rosalega góð:=)

En við gætum kannski druslast í göngutúr í næstu viku, sendu mér sms þegar þú ert í stuði og tökum stöðuna:)

Góða helgi það sem eftir er af henni.

Tobba

Tobba (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband