4.11.2008 | 23:04
Slysó....
Já við Þóra Lind vorum ekki fyrr mættar í Ikea í dag, en Axel hringdi og sagðist vera á leið með Marín upp á slysó. Hún datt svona illa á risa stein í skólanum í dag. Djúpur skurður á vinstri hliðinni á nebbanum svo það þurfti að saum 4 eða 5 spor. Við þóra Lind kláruðum það sem við þurftum að kaupa og hittum á Axel og Marín á slysó, en þau voru þá rétt kominn inn. Litla greyið þvílíkt bólginn á nefinu, og í algjörum ham greyið. Ætlaði bara að fara heim og vildi fá plástur á þetta.
Læknirinn tók það nú ekki alveg í mál, og þegar róandi stíllinn sem hún fékk átti að vera farin að virka var byrjað að deyfa hana, en jesús minn hvað er erfitt að horfa á barnið sitt svona. Hún var svo hrædd greyið og ekki skrýtið því hún var sprautuð nokkrum sinnum með deyfingu beint í sárið og á alla kanta. Úffff... og svo var ég auðvitað með Þóru litlu sem var nú ekkert of spennt fyrir að vera þarna greyið. Svo var saumað og þá fann hún auðvitað ekkert fyrir þessu, og orðinn ansi sljó, róandi stíllinn loksins farin að virka. Og að hlusta á hana, ljótt að segja frá því en við foreldrarnir áttum alveg erfitt með okkur. Hún var svona einsog mamma sín á 8 glasi hahaha....þvílíkt fyndin (sem mamman er kannski ekki híhí) svo vildi hún bara fá að halda á Þóru Lind og sagðist ekkert vera dofin, en hún stóð nú samt varla í lappirnar. Algjör hetja sem babblaði alveg út í eitt,vel þöglumælt.
Byrjaði nú samt morguninn á að fara í heimsókn í bekkinn til Marínar og fékk að fylgjast með einni kennslustund. Þetta er bara voða kósý hjá þeim og ekkert mikil læti. Allir voða duglegir.
Svo er nú Maggi búinn að vera eitthvað tæpur í maganum í dag. Veit ekki hvort hann fer í skólann á morgunn, og veit ekki heldur með Marín, ætlum bara að sjá til í fyrramálið.
Knús í vonda og leiðinlega veðrinu.....Dísa
Athugasemdir
Sendi hér með risaknús á Marín, ekkert smá sem hún hefur verið dugleg.Ég gæti ekki verið meira sammála þér í sambandi við þessan kæruleysisstíl,guð það er svo erfitt að horfa upp á þessu litlu grey svona "uppdópuð",ætli það sé hægt að fá svona stíl fyrir flug,ég væri nú alveg til í að vera bara svona ligeglad í vélinna á leið til Boston.
Knús á liðið
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:43
Æi, aumingja litla flísin. Ég er ekki viss um það að mitt móðurhjarta hefði þolað þetta. ég hefði örugglega grátið með henni (gerði það allaveg síðast þegar þurfti að sauma Kára)
Þið eruð algjörar hetjur og þau svo fljót að jafna sig, þessar elskur...
Hafið það gott, elskurnar knús frá mér...
Jenný (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 12:09
Æ litla vinkona mín að meiða sig svona, Ragnheiður Sól fann mikið til með henni og sagðist sko ekki vilja láta sauma sig svona því hún væri hræddi við það.
Vona bara að nefið sé ekki brotið og hún verði fljót að jafna sig á þessu.
Kærar kveðjur frá Soffíu
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:17
Langaði bara að segja hæ. Ég kíki regulega á bloggið og fylgist með þér og family :)
Bið að heilsa litlu Rósinni og öllum hinum.. Þú ert rosa dugleg að blogga frænka. Svo seturu inn myndir reglulega, þaggi?
Knús frá Róm.
Helena Auður (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:18
Knús knús til þín Marín mínkv Linda
Linda (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 18:08
Hæ hæ maður sér að það er nóg að gera hjá dagmömmunni....ekkert bloggað núna . jæja ákvað að kvitta samt fyrir innlitið á bloggið þitt
Sjáumst fljótlega
Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.