Nokkrar línur....

Já tíminn hreinlega flýgur frá manni!! Ekki búin að blogga í viku, ussuss.... Annars gengur bara allt sitt vanagang, Marín losnaði við saumana í dag og allt lítur bara vel út, er samt ennþá svolítið bólginn greyið. Ég búinn að vera eitthvað skrýtin í maganum reyndar í allan dag, flökurt og bara hálf drusluleg.

 Þóra Lind prinsessa er alveg einstök (hef ég nokkuð sagt það áðurLoL) kemur hérna kl 8 og fær sér morgunmat, svo leikum við aðeins og svo sofnar hún yfirleitt um hálf tíu í rúman klukkutíma og svo er hún sofnuð aftur milli 12 og 13. Nema í morgun var hún svo þreytt, foreldrarnir hafa eitthvað verið með hana á of mikilli keyrslu um helgina híhíh... en hún var sofnuð um leið og hún lagðist á koddan um 9 og svaf til 11, og svo var mín aftur sofnuð fyrir kl 1!!! Þetta er nú bara engu lagi líkt. Og aldrei grætur hún, nei og ekki einu sinni þegar hún kemur til frænku (sem betur fer) kemur alltaf glöð í fangið á mér, og svo vaknar hún bara hjalandi. Draumur í dós þessi snúlla.

Krakkarnir eru líka svo hrifin af henni, þau vildu bara að við ættum hanaSmileknúsa hana alveg í kaf. Fer oft með hana niður í rúm til Viktors ef hann er ekki vaknaður og leyfi Þóru að vekja hann, og þvílíkur gleði svipur á drengnum, ekki það morgunfýla hrjái hann litla stubbinn minn, alltaf hress og kátur á morgnana. EKki beint líkur systir sinni sem er núna á hátindi 6 ára gelgjunnar!! 

Marín er reyndar byrjuð í frístundar heimilinu 3 svar sinnum í viku, og finnst það alveg meiriháttar. Vill helst vera þar alla daga, og er alltaf fúl þegar ég sæki hana. Finn nú alveg mun á henni, en allar stelpurnar eru nánast í gæslunni, og einsog ég hef sagt áður er enginn hérna nálægt til að leika við hana svo hún hefur ekki aðlagast hópnum nógu vel. En núna er hún að mynda vinkonu tengsl sem er bara meiriháttar,fær þær í heimsókn hingað og svo fer hún líka til þeirra. Allt að smella hjá henni.

Maggi fór á James Bond núna í kvöld, þjálfarinn hans og sonur sem er vinur Magga buðu honum með í bíó. Og ég verð víst að sjá þessa mynd því hún er víst alveg geðveik sagði hann, þvílíkt ánægður með kvöldið.

Þóra systir er svo að fara til Boston á fimmtudaginn, verðu æði hjá þeim skötuhjúum enda æðislegt að koma til Boston. 

Já og Góga og Svali innilega til lukku með fallegu íbúðina ykkar, kíkti aðeins á þau í dag, og allt á fullu hjá þeim að taka upp úr kössum, ekki það skemmtilegasta! En gaman að fá þau í hverfið.

Axel svo að fara á rjúpu um helgina með Heimi austur, eins gott að við lesum ekki fréttir af tíndum rjúpnaskyttum á EskifirðiW00t nei nei.

Whell ætli ég fari ekki að koma mér einu sinni í rúmið á skikkanlegum tíma ( einmitt) ...knús Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt,kvitt.

Vona að Marín sé að koam til,og gaman að lesa að hún sé farin að mynda vinkonutengls.

knús á liðið

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband