14.11.2008 | 18:40
Kokki mættur í holtið...
Já Viktor kominn með strepta(o)kokka, fór með hann til læknis áðan. Hann var kominn með jarðaberjatungu og rauðhleyptur á bringu og maga. En hann finnur samt ekkert til í hálsinum. Svo ég er eflaust næst á dagskrá enda borðuðum við sama ísinn í daggáfuð ég. Vona bara að Þóra greyið sleppi, en hún var hér í dag.
Ég fór ekkert í foreldraviðtölin í morgun því Viktor byrjaði morguninn á því að æla, og var frekar slappur. Svo það var nú ekki sniðugt að láta Robba passa.
Marín í dekri hjá mömmu og pabba, ekki finnst henni það nú leiðinlegt.ónei, getur líka hjálpað til við að passa Smára Björnekki finnst henni það nú leiðinlegt heldur! Hann er hjá mömmu og pabba á meðan Þóra og Aron eru í Boston, segir mér nú hugur að eitthvað hafi verið verslað hjá þeim í dag í Outletinu sem þau voru eða eru reyndar enn í eflaust.
Maggi er á fótboltaæfingu, og ég bara hér í rólegheitum, Viktor að horfa á teiknimyndir. Veiðimaðurinn náði bara einni rjúpu í dag, svo eitthvað er nú veiðin dræm...leiðinlegt "hóst" ....ekki borða ég þessar blessuðu rjúpur,það er eitt sem víst er.
Við ætlum aftur á móti að borða hreindýrið sem hann skaut um daginn, fyrsta sinn sem það verður hreindýr hér á borðum um jól....nú bara veiðir maður sér til matar já og mamma og pabbi ætla að vera hjá okkur þessi jólin, tengdó voru hér í fyrra.
Annars bara kominn jólasnjórinn nánast, er bara að komast í jólafílinginn með þessum snjó. Nú ættum við öll bara að fara að lýsa hér allt upp í landinu og skella jólaljósunum upp,hvernig væri það nú?? Mér finnst það bara allt í lagi!!
Í morgun lágum við bara öll hér saman niðri í sófa að horfa á teiknimyndir,þegar ég stend upp og kíki að aðeins út um gluggann. Sé hér í garðinum lítinn hund eða kött,var ekki viss. Sá hann skjótast hér um, svo ég stekk upp og kíki hér út og sé að þetta er Bichon hundur lítill og blautur og kalla á Magga að vinkona Möndlu sé örugglega sloppinn út og sé hér fyrir utan (hvolpur sem hefur komið hingað í heimsókn)...ætla svo að hlaupa út þegar ég sé að útidyrahurðin mín er opin!!!! Shit hvað mér brá því Mandla helypur alltaf lengst í burtu ef hún sleppur út. Þetta var semsagt Mandla búinn að vera að dunda sér úti í bleytunni, rennandi blaut í svaka stuði. Náði henni sem betur fer strax, en guð má vita hvað hún var búinn að vera lengi úti??? Hurðinn hefur bara opnast óvart hjá okkur. Hefði ég fengið þokkalegt áfall hefði ég bara komið að hurðinni opinni og enginn Mandla úffff...
Jæja kannski kominn tími að huga að einhverju í matinn hérna áður en fótboltastrákurinn kemur heim.
Knús í kotið....Dísa
Athugasemdir
Hæ hæ Dísa mín...voða alltaf mikið um að vera hjá þér og gott að þú ert komin í jólaskapið
Kær kveðja í kotið og vona að þú verðir ekki lasin
kveðja Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 19:49
Nú var nóg að lesa, og það er aldeilis sem þið Þóra Lind knúsist og eygið góða daga, hún er engillinn sem ég var, les ég haha.
Jólasnjór, jólaljós og jólanadi, það er alveg ég þessa daganna og alveg sammála að lýsa upp bæinn og fá birtuna inn, kreppan er að fara ílla með alla en gleðin sem kemur af hátíðunum hjálpar manni að gleyma. Ég trúi því að kreppan á efir að fá fólk til að sjá hver réttu gildin eru og kanski að lífsgæða kapphlaup fólks hætti nú og við getum frekar einblínt á fjölskyldu og heilsuna.
Væri sko til í sörur hjá þér fyrir þessi jól. Á eftir að sakna þess að koma ekki í sörur og Lind súkkulaði. Langar líka mikið til að sjá frostrósir!!!!!
Knús til Viktors og von um skjótan bata........
Kvitteri kvitt Ásta
Ásta danaskvísan (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.