Yndislegt veður úti....

Var að koma inn úr klukkutíma göngu í geggjuðu veðri núna með hana Möndlu mína. Hún virðist nú ekki hafa fengið næga útrás því hún er í algjöru kasti hérna núna, hleypur um allt á milljón og urrar einsog vitleysingur!! Svo eflaust rotast hún eftir nokkrar mínútur.

Annars horfði ég aðeins á þennan blaðamannafund áðan með G.H.H og I.S.G. Ég get svarið að ég fæ svo mikinn kjánahroll stundum þegar blaðamennirnir taka til máls og reyna að spyrja einhverra spurninga. Mér finnst þetta alveg með eindæmum hérna, íslenskir blaða-sjónvarpsmenn vita aldrei hvað þeir eiga að spyrja um, virðast aldrei bara vera nógu upplýstir um hvað á að spyrja þegar kemur að svona beinum útsendingum. Kannski fyrir utan einn, hann sem er á Stöð 2 með Ísland í dag, man ekki hvað hann heitir í augnablikinu,allavega er hann ungur.(innskot eftir langt hugs,hann heitir Sölvi)

Þetta finnst mér alltaf einkennandi, og maður sér það líka oft á Geir og þeim sem liggja fyrir svörum að þeir hálfpartinn hlægja bara af þeim. Mættu alveg vinna vinnuna sína betur og koma sér aðeins betur inn í málin, í staðin fyrir að spyrja einsog vitleysingar og oft um eitthvað sem hefur löngu komið fram....og nú er ég barasta að koma í hringi með þetta, allavega fer þetta hrikalega í taugarnar á mér. 

Allir krakkarnir voru heima í dag, frí í skóla og leikskóla. Sigfús svo komin með streptakokka líka svo Þóra Lind kom ekkert í morgun þar sem Mummi var heima. En Viktor er alveg orðinn hress, var nú bara rétt slappur í einn dag, og er ofsa duglegur að taka pensilínið sitt,svo hann losar sig við þetta á no time. Er allavega orðinn ferðafær í leikskólann á morgun, og ekkert verið með hita síðan á laugardag.

Axel kom heim í gær úr veiðinni, fékk bara 2 rjúpur, en Heimir gaf honum 3 sem fara beint til tengdó..aldeilis almennilegur og bjargar þá jólamatnum hjá tengdó. 

Svo ætti Þóra og Aron að vera mætt upp á flugvöll í Boston núna. Lenda hér um 6 leytið í fyrramálið,svo það verður farið í Seljahverfið á morgun að skoða góssiðWink

Það var nú greinilega ekkert að virka að væla um kvitt hérna, nema eitthvað smá og þakka ég fyrir það. Knús Dísa

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já já gleymi oft að kvitta sorrý en þóra lind kemur í fyrramálið ofurhress góða nótt kv Linda

Linda rós (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 23:07

2 identicon

kvitti kvitt

Íris (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 09:30

3 identicon

Kvitteri kvitt og það er spáð snjókomu hér um helgina, ekki amalegt þar sem að serían á að fara á svalirnar hjá mér......

Guð hvað ég er fegin að vera í DK frá þessu neikvæða kreppu tali á Íslandinu góða.....

Ég kemst í hátíðar skap og úti er ...............tralalalalalalalala

Knús Ásta

Ásta danaskvísan (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 10:29

4 identicon

Æ hættið þessu krepputali nú, við getum hvort eð ekki gert neitt í þessum málum því nú ver og miður.  Já maður er alveg með vöðvabólgu dauðans og hausverk eftir því útaf þessum blessuðu ummælum út um allt .  ég ætla allavega og verð að vera jákvæð á að allt þetta blessist nú einhvern veginn.  

Kærar kveðjur og knús

Soffía vinkona 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 19:24

5 identicon

Vei fullt að lesa,vildi bara kvitta fyrir innlitið og takk fyrir heimsóknina í dag.

Knús Þóra litla sys

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 22:50

6 Smámynd: Linda P. Sigurðardóttir

Það er alltaf svo gaman að lesa fréttir af þér og þínum, ég er bara allt of ódugleg við að kvitta. En kvitta hér með.

Linda P. Sigurðardóttir, 19.11.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband