Helgin að ganga í garð...

Enn einn föstudagurinn genginn í garð, ekki að spyrja að því hvað tíminn flýgur,það verða komnir páskar áður en maður veit að LoL

Maggi minn og Róbert eru hjá mömmu og pabba núna, það var algjört skilyrði að þau myndu öll horfa saman á Pabbann. Maggi veit ekkert skemmtilegra en að horfa á eitthvað fyndið með ömmu sinni. Hann var einmitt síðustu helgj hjá Dóru frænku, fékk að gista hjá Guðrúnu Sól og þar horfði hann á þetta með þeim, og sagðist hafa hlegið og grátið allan tímann,allgjör snilld. Svo nú sitja þau eflaust í Kópalindinni með snakk og kók og hlægja úr sér allt vitLoL

Einsog ég segi þá líður vikan alveg ótrúlega hratt, litli engillinn minn hún Þóra Lind er alltaf jafn góð. Hafið þið einhvern tímann heyrt einhvern kvarta yfir því að barn sé of fljótt að sofna??? Ég tók tímann í morgun, snúllan var orðinn ansi þreytt enda klukkan að verða 10Grin, það tók hana 13sek að sofna og ég taldi hratt!!! Maður er bara rétt lagstur með henni og kviss bang búmm, sofnuð!! 

Fór annars með Magga og VIktor í klippingu áðanm, vá það er ekki gefið verð ég að segja...6000krónur takk fyrir!!! það væri nú skuggalegt að reikna það út hvað maður eyðir í klippingu á einu ári!! Spurning um að allir fari að safna núna.Og ekki er hundurinn ódýrari, með erfiðan feld sem þarf oft að klippa, það er sko ekkert 2svar á ári með hana takk fyrir. Ef gott á að vera þá helst á 5 vikna fresti og 5000kr skiptið. En þeir voru nú vel klipptir strákarnir, gullfallegir með sína herraklippingu og Viktor var einsog engill allann tímann...en það er ekki langt síðan ég þurfti að draga hann inn á hárgreiðslustofuna og það hágrátandi, ég kófsveitt við að halda honum í stólnum!! En hann hefur nú þroskast og sér loksins að hárgreiðslukonan er enginn læknir!! Það var varla að hann blikaði augunum allann tímann, svo stilltur var hannWink.

Maggi auðvitað reitti af sér brandarana, enda breytist hann alltaf í einhvern ofur töffara þegar hann mætir á hárgreiðslustofuna, vill fá strípur og harðasta gelið sem þær eiga og hefur alveg ákveðnar skoðanir á hvað á að geraLoLsnillingur!!

Marín og Viktor bæði sofnuð og Axel úti hjá vini sínum á spilakvöldi, svo ég er búinn að opna mér hvítvínsflösku aldrei þessu vant, er í svo lélegri æfingu að opna svona flösku að ég þrýsti tappanum ofan í flöskunaWinkskál!!

Litla-stóra 5 ára prinsessan hennar Dóru vinkonu átti afmæli í gær, svo við erum að fara í afmæli á morgun, alltaf gaman að fara í afmæli, hittast og borða ljúffengar veitingar að hætti Dóru!! Svo kemur Sigfús Árni hingað á morgun og ætlar að lúlla hér, hjónakornin að fara í heima-jólahlaðborð hjá Svölu og Heimi....það verður eflaust mjög rólegt hjá þeim "hóst" og "kafn"......Whistling

Svo ætla ég að stefna á að fara að dusta rykið af fínu útiseríunum mínum, og kannski að fara að skreyta pínu hérna inni, kíkja á jóladótið og sjá hvað ég á!! Ég hef nenfilega svo oft farið á 70% jóladóta útsöluna í Húsasmiðjunni eftir jólin og gert ansi góð kaup. Allt saman nýjasta jólatíska ennþá því það er alltaf sama jóladótið ár eftir ár í HúsasmiðjunniTounge eina sem breytist er verðið.

Whell, best að fara að kíkja bara á sjónvarpið....og hafa það bara x-tra kósý.

Knúsið nú alla vel í kringum ykkur....xoxo Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna hér búin að opna hvítvínsflösku ég var líka að koma frá svölu tókum eina hvítvín saman við vinkonurnarog vorum ekki lengi að því..............já það er ábyggilega mikill hlátur í kópalindinni núnajæja er að fara að sofa enda verður maður að vera úthvíldur fyrir morgun daginn.

knús í kotið Linda

Linda rós (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 22:41

2 identicon

skál-higg. Já það er sko ekki gefið að fara í klippingu og hér er enginn Birna. Ég dó þegar að ég lét mig hafa það að fara á eina stofu því ég neyddist og ég borgaði 1600 dkk fyrirlitun, klippingu, djúpnæringu og eitthvað efni í hár. dísús. Svo leyfði ég mér nú að kíkja á íslensku stúlkurnar á Aros og er þær með "kreppu" verð svo ég slapp með 700 og fékk líka litun og blokkun + efni í hár. Þetta er hrikalegt, ég ætla að safna. Svo læt ég búðalitinn duga þar til ég hitti hana Birnu mína.

Líst vel á jólin hjá þér, um að gera að lýsa upp slotið og skreyta aðeins, maður kemst í jólaanda gleði.

Við höfum það kósý saman en í sitthvoru landinu og ég með kók light.

Góða nótt og knús....Ásta

Ásta danaskvísan (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 22:45

3 identicon

Ég er einmitt búin að skreyta allt heima,á bara eftir að skella tréinu upp og skella pökkunum undir þá eru jólin komin

Guð hvað ég væri til í að vera fluga á vegg hjá mömmu og pabba núna sé þau alveg í anda,magga og Róbert skellihlæjandi og pabbi og mamma að grenja frá sér allt vit(hlátri þá meina ég) en meira samt mamma.

Knús í kotið,ég skála bara í vatni núna enda á að mæta í vinnu eftir 5 og hálfan tíma

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 23:38

4 identicon

Hæ hæ...bara að kvitta.

 Sjáumst

Kveðja

Soffía vinkona 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 17:49

5 identicon

Bara stuð á minni:)

Líst ykkur fænkum ekkert á að hitta okkur mæðgurnar, hvernig er það?

Gaman að kíkja hingað og lesa skemmtilegu færslurnar þínar.

kv.Tobba

Tobba (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 16:51

6 identicon

Jú Tobba mín, okkur líst sko rosa vel á það....þrifdagur í dag og eitthvað að skreyta. Ég sms-a á þig og við hittumst...kv Dísa

Hanna Dísa (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband