Já og enn ein vikan liðin....

Já talandi um hvað tíminn líður hratt, það er rúm vika síðan ég bloggaði síðast, ussusssei er bara ekki að ganga.

Vikurnar hreinlega hlaupa frá manni, maður er alltaf á einhverj flakki. Fórum í leikhús í gærkvöldi í boði Lindu og Mumma sem fengu boðsmiða frá SPROn og vildu ekkert nýta sér það. VIð sáum Fólkið í blokkinni. Það var bara mjög gaman, en reyndar þegar maður er nýbúinn að sjá Fló á skinni, þá er ekkert sem toppar það, og svo eru margir sömu leikararnir, einsog td. biskupssonurinn,man ekki hvað hann heitir, en hann sló þvílíkt í gegn í FLónni en í þessu leikriti er hann bara ekki með nógu krassandi hlutverk. Annars var þetta nú bara fínasta skemmtun. Fórum kl 22, svo það þurfti að setja öll börnin í pössun, Marín var hjá tengdó og strákarnir hjá Lindu. Svo það var bara aljgör lúxus hjá okkur hjónunum, sofið út og huggulegt.

Svo var afmæliskaffi hjá Daníel, frænda Axels, fengum þar góðar veitingar og höfðum það gott. Svo fór ég auðvitað til Lindu í kvöld einsog öll önnur sunnudagskvöld að horfa á Dagvaktina, er samt ekki eins ánægð með hana og NæturvaktinaCryingen samt alltaf gaman að horfa á þetta.

Nú er ég búinn að skreyta allt, aldrei sett ein mikið af ljósum í gluggana. Og ég er nú bara svaka ánægð með þetta, en aldrei hef ég skreytt svona snemma. Hef yfirlett verið að þessu í kringum afmælið hans Axels sem er 4.des. 

Allir eru bara hressir og kátir, og Viktor er svo heillaður af öllu jólaskrauti að það var alveg yndisleg þegar hann var að skoða þetta allt saman, bara endalaust vááááá hvað þetta er fallegt, allt svo fallegt finnst honum, en hann vill nú eiginlega skreyta herbergið sitt meiraWink

Nú ætla ég svo að fara taka aðeins til hérna fyrir utan hjá mér, hryllilega sem aðkoman hjá mér er ömurleg. Henda þessu grilli fyrir utan, og taka aðeins til. Þoli ekki aðkomuna hingað!!!! Get ekki beðið eftir að við förum í að gera pall og helluleggja, já hvenær sem það verður! Stefni samt á það í vör. Alltaf gott að hafa eitthvað til að stefna að.

Já Tobba mín, þetta er nú ekki hægt þetta hittingsleysi. Reyndar alltaf svo hrikalega kalt og manni langar bara ekkert í göngu með snúlluna, en þá bara bíð ég þér í kaffi frekar-ok?

Þóra Lind alltaf sami draumurinn og ég held ég sé nú bara í besta starfi í heimi ef starf skildi kallaLoL

Knús á ykkur öll,

Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að kvitta er að fara að vinna snúlla emur eftir smá  knús Linda

Linda Rós (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 07:25

2 identicon

Kvitt,kvitt

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 09:57

3 identicon

Voða falleg jólaljósin hjá þér Dísa mín, já ég kem í kaffi til þín, ekki spurning:)

Tobba (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 19:39

4 identicon

Hæ hæ, vá loksins kom blogg...ég búin að fara nokkrum sinnum inn á síðuna að kíkja eftir nýrri færslu

kvittetí kvitt

Soffía vinkona 

Soffía (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 19:50

5 identicon

Mikið er ég fegin að það eru fleiri í þessum sporum að tíminn fjúki frá þeim..

Hélt að þetta væri eitthvað aldurstengt...hahahaha

 Alltaf gaman að lesa bloggið þitt, mín kæra.  Nóg að gera á stóru heimili...

Jenný (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 09:24

6 identicon

Hæ - að kíkja......og lesa aðventubloggið.....gott að heyra að þið voruð ánægð með leikritið....vona að ég hafi ekki dregið úr þér þarna á laugardaginn...ha..ha..ha....það er rétt að þegar maður er búin að sjá Fló á skinni er svo erfit að toppa það :-)

Dóra (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband