8.12.2008 | 18:51
...
Fórum á Argentínu við hjónakorinin á laugardagskvöldið, á jólahlaðborð. Alveg meirháttar gott, og við algjörlega vorum að springa þegar við löbbuðum út Eftirréttarborðið var það besta sem ég hef fengið á svona hlaðborðum, en verst hvað maður gat nú kannski ekki alveg notið þess í botn, þar sem við létum kannski ekki líða alveg nógu langan tíma á milli aðal-og eftirréttanna.
Annars var þetta bara fínasta helgi, fórum nú aðeins í jólastemninguna í Kringlunni og hittum nokkra jólasveina sem vöktu mikla lukku hjá Viktor, hann er nú meira jólabarnið. Svo á sunnudag fór Axel til mömmu sinnar með Marín, en þar systir hans Axels líka og þau voru að gera Krúste (veit ekki einu sinni hvernig þetta er skrifað). Krúste er semsagt forrétturinn okkar á aðfangadag, búið að fylgja fjölskyldu Axels alla hans ævi, en þetta kemur frá Noregi held ég alveg örugglega. Lítur út einsog tartalettur, nema bara örþunnt og er djúpsteikt, svo eru hinar ýmsu fyllingar settar í þetta. Ofsa gott og orðið ómissandi hérna hjá okkur. Ætla samt ekkert að tala um fyllinguna sem við notum í þetta, það vita það nú þó flestir.
Axel er að skella sér núna í bíó á James Bond með Magga, Marín er hérna að læra og VIktor niðri að gera hundinn kolgeggjaðan held ég.
Dagarnir eru annars bara allir frekar rólegir, dúllan alltaf jafn góð, og alls ekki hægt að biðja um betra og skemmtilegra barn
Nú þarf ég bara að fara að huga að jólakortunum, svo í rólegheitum að fara bara að pakka inn gjöfunum, mér finnst það nú alltaf jafn gaman. Geri það helst seint á kvöldin þegar allir eru farnir að sofa, með krertaljós og kannski hvítvínsglas. Það er algört yndi.
Hafið það gott í snjónum, knús Dísa
Athugasemdir
Hæ hæ Dísa mín, og takk fyrir nýtt blogg, maður er bara orðin háður þessu já svei mér þá...
Kærar kveðjur í kotið ykkar
Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 22:54
Segi það sama og Soffía og JÁ Soffía æðislegar fréttir og barasta til lukku. Annars Dísa mín, þá var Argentína á þorláksmessu í 9 ár hjá mér, það var sko ómissandi og algjör hefð en nú er bara komin ný hefð en það algjörlega bráðnar uppí manni þetta flotta kalkuna hlaðborð og segi nú ekki um eftirréttina. nammmm
Nú væri ég til í frostrósir og Argentínu - hehehe......knús Ásta
Ásta danaskvísan (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 06:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.