Átakanlegur þáttur....

Er eiginlega alveg eftir mig núna!! Var að horfa á þátt um líknardráp á Sky Real Life. Úff þetta tók á verð ég að segja.

Það var fylgst með 2 fjölskyldum, annars vegar maður rúmlega sextugur með MND sjúkdóminn, fastur í hjólastól og gat sig ekkert hreyft,átti erfitt með að kyngja og andaði í gegnum súrefnisgrímu. Hann átti 2 uppkomin börn og eiginkonu. Hann vildi alls ekki deyja greyið maðurinn, en hann vildi heldur ekki lifa svona áfram og eiga von á kvalarfullum dauðdaga. Svo hann fór og hitti lækna í Sviss, þar sem fólki er hjálpað að deyja.

Svo var það hins vegar hjón rúmlega 70 held ég. Kallinn var búinn að fá 3svar sinnum hjartaáfall, og sagðist ekki getað notið lífsins nægilega, gat ekki stundað kynlíf lengur og ekki spilað tennis!!! Konan hans var fullfrísk, litu bæði glæsilega út, það var ekkert sem var að henni. Þau áttu 2 dætur og barnabörn, en konan sagðist elska dætur sínar en hún bara elskaði manninn sinn meira og það var ekki séns að hún ætlaði að lifa lengur en hann. Þau vildu deyja saman og fóru til Sviss að hitta læknana. 

Maður var alveg orðlaus að horfa á þetta, þessi hjón virkuðu fullfrísk, alltaf að kyssast, nutu sín að borða góðan mat og fara í labbitúra. Ég varð eiginlega reið að sjá þetta, þó svo að þau gætu ekki stundað kynlíf eða farið í tennis. Börnin og barnabörnin voru greinilega ekki næg ástæða til að halda sér á lífi. En þeim var neitað þegar þau hittu lækninn, og ég segi nú bara,ekki er ég hissa!! Það mátti ekki hjálpa fólki við að deyja sem voru fullfrísk, en svo kom nú reyndar fram í lokin að búið er að breyta reglunum svo ég held að hjónakornin ætli aftur, þar sem núna þarftu ekki að vera veikur.

En MND maðurinn, hann fékk já, og guð minn góður hvað þetta var átakanlegt. Maður fann svo hrikalega til með honum því hann vildi ekkert deyja. En lífið hjá honum var ekkert, og hann var ekki farin að þjást of mikið, svo hann vildi fara með reisn. Þennan mann skildi maður auðvitað. En ég verð að segja að mér fannst þetta ekki nógu hreinlegt og fallegt umhverfið hjá honum.

Þau hjónin mættu í einhverja íbúð, og hann lagðist í rúm sem var með gulu ullarteppi á. Kallinn sem gaf honum meðalið, var bara í einhverjum sjúskuðum fötum og æji ég ætla nú ekkert að tala um þetta meira, en ég átti von á hvítum rúmfötum og svolítið snyrtilegu umhverfi. Það hefði átt betur við. Allavega var þetta ansi átakanlegt.

Annars af einhverju skemmtilegra, ég vann í Happdrætti háskólans í kvöld jibbíí...enga milljón núnaLoL en ég fékk 2 vinninga á sama miðann. 2 lægstu en það er alltaf gaman að fá vinning, 5.000 og 15.000, alveg geggjað!!!  Ég er allavega voða glöð auðvitað.

Svo eru það mega óléttufréttir, má segja frá því núna en hún Soffía vinkona og Halli eiga von á TVÍBURUM, já takk, þvílíka lukkan. Ekkert smá sem tvíburafæðingar eru orðnar eitthvað algengar finnst manni, já og sérstaklega ef fólk ætlar að eiga 1 í lokinGrin en auðvitað er þetta algjör guðsgjöf og þau verða aldeilis rík, eru það nú þegar!! Við Dóra ætlum að vera voða góðar frænkurLoLþ.e ef þetta verða Jóhann og DóriLoL eða Dísa og Dóri haha...held að þetta verði strákur og stelpa.

Annars er bara allt fínt að frétta af mér og mínum, nema mamma og pabbi bæði veik. Pabbi búinn að vera hóstandi og slappur í langan tíma, sagði einmitt við hann í gær að hann hlyti að vera kominn með lungnabólgu, en hann fór til læknis í dag og er einmitt með lungnabólgu. Mamma alveg hrikalega slöpp, búin að vera með 40°hita og bara liggja fyrir. Ekki nógu gott, en ég sendi þeim hér með batakveðjurHeart þó pabbi sé nú nokkuð hress, og mætir auðvitað alltaf í vinnu!! 

Knús í rigningunni

Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kvitt,kvitt og Soffía ef þú lest þetta þá innnilega til lukku með bumbubúana 2

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 10:45

2 identicon

Hæ hæ....hmmm veit nú ekki með Jóhann og Dóra   en frænkur eru náttúrulega alltaf vel þegnar og svona skemmtilegar og góðar sem þið eruð...er bara ennþá betra.   Takk fyrir Þóra mín, ég les alltaf bloggið hjá henni Dísu minni, þetta er bara orðið svona partur af programmet

Knús og kveðjur í kotið 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 19:48

3 identicon

OH my.......Ég var að lesa að Angelina Jolie væri aftur ólétt af tvíburum....Soffía, þú getur það líka bara
Ásta og Victor....Það er flott.

Rigning???? Er ekki jólasnjór?

Knús úr rakanum og frostinu.....Ásta Marta

Ásta danaskvísan (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 18:18

4 identicon

Til hamingju með vinningana tvo. Ekkert smá heppin :)

Bið að heilsa á klakann!

Helena Auður (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband