Kokkaútskrift, matarást og góð þjónusta....

Fórum, við hjónin í kokkaútskriftarveislu hjá Heimi hennar Önnu Gullu frænku, Axel er reyndar ennþá þar, og ég búinn að skúra og ryksuga hér síðasta klukkutímannSmile. Fengum æðislegan mat, bjór, léttvín og bolla í boði, svo Axel er eflaust í stuði núnaTounge. Maggi og Marín voru hérna heima, þar sem þetta var haldið hjá Gógu og Svala í Marteinslauginni var stutt fyrir mig að bruna heim ef eitthvað kæmi upp á. Allt gekk nú vel, og þau systkin ofsa góð hérna heim, búinn að ganga frá öllu og gera fínt svo ég varð nú að klára dæmið og skúra.  Viktor var hjá uppáhalds frænda sínum honum Sigfúsi og endaði á að fá að sofa.

Annars verð ég nú að segja frá góðri þjónustu sem ég fékk í gær. En ég keypti mér há glans stígvél sem allir hafa nú séð sem þekkja mig. "Lét" Axel gefa mér þau í jólagjöf, en þau kostuðu þá 32.000 kr sem var geggjað verð fyrir ári síðan þó svo stígvél kosti þetta nú flest í dag og vel það. Allavega um daginn rifnaði upp úr saumnum aftan á báðum skónum á sama tíma, og rifa út frá því svo ég komst ekki í skóna og gat auðvitað ekki notað þá svona. Fannst þetta nú frekar léleg ending á svona dýrum skóm, svo ég manaði mig nú upp í að fara í Kultur og sýna þeim. Verð nú að segja að ég átti nú ekki von á að eitthvað yrði gert fyrir mig þar sem næstum ár er liðið frá því ég keypti skóna. 

Rekstrarstjórinn þarna tók við skónum og sagðist myndi senda þá til saumakonunnar og láta hana dæma um hvort um galla væri að ræða eða hvort nokkuð væri hægt að gera við þá, sem ég átti nú ekki von á. Nokkrum dögum síðar hringdi ég og hún sagði bara beint við mig, þú færð bara inneignarnótu, komdu bara og sæktu hana. Svo ég fékk skóna fullgreidda, ekkert smá ánægð með þetta, en mér hefur nefnilega oft fundist einsog maður sé hálfgerður glæpon ef maður þarf að skipta eða skila hlutum hérna á Íslandi! 

Axel fór svo í Kultur menn og lét dressa sig upp, það var alveg stjanað við hann, og það kann hann sko að meta, annað en ég sem vill bara fá að vera í friði þegar ég er að mátaToungeþoli ekki uppáþrengjandi afgreiðslukonur sem hanga yfir manni. En hann semsagt mátaði jakkaföt ( en til þess vorum við komin) og fékk auðvitað skyrtu með og bindi til máta og auðvitað keypti hann þetta allt saman, en hann sleppti reyndar skónum sem hann fékk til að máta með. Semsagt frábær þjónusta þarna í Kultur.....hef reyndar ansi oft labbað þarna inn án þess að vera boðin góðan daginn...enda lít ég ekki út fyrir að eiga millur í veskinu og á það nú heldur ekkertTounge svo þetta kom þægilega á óvart. Nú þarf ég bara að finna mér nýja skó, gaman gaman.

Yndislegt veður úti akkúrat núna, snjórinn yfir öllu og þvílíkt jólalegt. Ætla að hafa það gott á morgun, verð með Þóru Lind og Sigfús örugglega líka þar sem Linda og Mummi eru á fullu að undirbúa jólahlaðborð sem verður hjá þeim á morgun. Þvílík rausnarleg þessi hjón, en þau ætla að bjóða okkur systrum, ma+pa, foreldrum og bræðrum Mumma líka í heljarinnar jólahlaðborð!! Alveg ótrúlegHeartHeart 

Axel reyndar ansi óheppinn að missa af þessu, en hann er að bjóða starfsfólkinu sínu á jólahlaðborð á Fjörukránna, langaði að bjóða þeim í smá stemningu, og það er víst grýla þar sem býður upp á fordrykk og svo sjálfu Gylfi Ægisson og Rúnar Þór sem spila fyrir gestiLoL hann mæti bara í afganga til Lindu sinnar á sunnudag, enda með óbilandi matarást á mágkonu sinni InLove

Jæja segi þetta nú gott, yndislegt að fá kvitt "blikk"blikk"

Knús Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En æðislegt að fá þetta endurgreitt, ekki leiðinlegt að kaupa sér flotta skó núna:)

Já og takk fyrir okkur um daginn, gaman að hitta ykkur frænkurnar.

kær kveðja

Tobba

Tobba (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 12:52

2 identicon

kvitt kvitt Dísa mín.

Kveðja Soffía vinkona 

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 23:37

3 identicon

Takk fyrir kvöldið elsku systir vorum að klára að ganga frá öllu og klukkan ekki orðin 24.oo knús á línuna linda

Linda systir (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 23:46

4 identicon

Sæl Dísa mín,

Gaman að lesa bloggið þitt:-)

Hlakka til að sjá ykkur öll á jólaballinu

Sigga Þóra frænka (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband