18.12.2008 | 09:57
6.dagar til jóla...
Já einsog ég segi alltaf orðið, vá hvað tíminn flýgur. Hér eru bara allir í stuði í Grænlandsleiðinni og allir í jólaskapi og bíða spenntir eftir aðfangadegi.
Viktor fór í jólafötunum í skólann í dag, jólaball hjá honum. Litlu jólin verða svo hjá Magga og Marín á morgun og svo eru þau komin í jólafrí.
Það er alltaf nóg að gera hérna, í gær vorum við systur hjá mömmu og pabba að baka (eða reyndar að setja inní) sörur.Linda greyið reyndar orðin veik, en hún bara skutlaðist með súkkulaði til okkar og fór svo beint á læknavaktina.
Þær verða vel varðveittar þar sem mamma var nú ekkert að missa sig í bakstrinum fengum allar tæpar 40, svo það verður vel farið með þær. En þetta er alveg ómissandi að koma til mömmu og pabba og gera sörurnar. En auðvitað er öll vinnan á m&p, þar sem þau baka botnana, gera fyllinguna inní og bræða súkkulaðið. Við systur fáum svo góða þjónustu hjá þeim svo bara dundum við okku við að smyrja á þær og förum glaðar heim með afraksturinn og hreykjum okkur yfir því hvað við "bökum" góðar sörur hahaha.... Takk fyrir okkur elsku mamma og pabbi, þið eruð auðvitað best!!!
En einsog ég sagði var Linda lasin, en auðvitað er hún mætt í vinnu núna, brjálað að gera núna hjá henni, ekki að spyrja að hörkunni í henni. En við Þóra erum bara hér í rólegheitum, litla músin reyndar kominn á ansi mikið skrið svo nú verður að fylgjast vel með henni.
VIð vinkonurnar, Dóra og Soffía fórum í bió í fyrradag á jólamyndina Four Christmases. Var bara fínasta mynd, nema Vince Vaughn er eitthvað að pirra mig, finnst hann ekki alveg nógu góður og ekki nógu huggulegur miðað við þessar skvísur sem hann leikur á móti.
Furðulegt þegar ég sest hérna niður að blogga alltaf man ég aldrei hvað ég ætlaði að skrifa um, en já ég var nú ekki búinn að segja ykkur frá jólahlaðborðinu hjá Lindu og Mumma, eða var það? Allavega var þetta alveg geggjað, forréttarhlaðborð með fullt af kræsingum, aðalréttarhlaðborð og svo eftirréttar hlaðborð. Já bara einsog á 5 stjörnu veitingahúsi takk fyrir. EKki að spyrja að þvi þegar veislur hjá þeim eru annars vegar. Maður hreinlega rúllaði heim eftir allt átið!!!
Jæja nú vill snúlla litla leika við frænku og komast á gólfið svo ég ætla nú að sinna henni, þýðir ekkert að hanga á blogginu þegar maður er í vinnunni!!
Knús og góða helgi,
Dísa
Athugasemdir
Já það var gaman að koma heim í gær,með sörur í boxi,köku í poka,ný stígvél og nýjar buxur ekki amalegt það.Það er alveg á hreinu að við eigum bestu mömmu og pabba sem til eru.
knús í krús
Þóra litla sys (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 13:29
Hæ hæ
Já takk fyrir síðastjá við eigum sko góða foreldra takk fyrir elsku mam og pabb knús í kotið Linda
Linda systir (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 22:35
Þið verðið nú að deila sörum með mér - express sending takk fyrir. Nú sakna ég þess að sitja hjá þér Dísa mín og brgaða á sörum, Lind og Nóa með malt og appelsín......spjalla með jólatréið logandi - alltaf svo flott tré sem þú ert með....en ég baka bara súkkulaði og möndlu smákökur sem rjúka út.
Þóra og Maggi!!!! Er mér ekki boðið í næstu söruveislu? Þá bíð ég á leik - haha. Eigið yndisleg jól og njótið sörurnar
Ásta danaskvísan (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 05:08
Það er meira segja mynd af mér í albúm Dísu í öllu mínu veldi með allt gúmmulaðið fyrir framan mig í grænlandsleiðinni......nammmiiiiiii nammmm
Ásta danaskvísan (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 05:09
Það er aldeilis að þú ert með gott boð til mömmu og pabba haha...þú þyrftir að fá nokkur hundruð sörur!!! Mér finnst nú bara einsog það hafi verið í síðustu viku sem þú sast hérna í súkkulaðiveislunni ;o)
Nú eru sörurnar liggur við læstar í kistunni ;o) verða sparaðar alveg einsog hægt er, en ég er búinn að stelast í 2!! Kalla það nú bara nokkuð gott.
Takk fyrir kvittin, já þið systurnar standið alltaf fyrir sínu
Hanna Dísa (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 10:40
Hæ hæ Dísa mín, takk fyrir síðast. Hlakka til að koma í kotið þitt og fá Sörur he he he...þú tímir þeim nú örugglega ekki . Nei nei hlakka bara til að koma til þín í kósýheit, alltaf gott að kíkja á þig.
Jæja ég loksins búin að kaupa jólagjöf handa ykkur vinkonum mínum, úff þetta var doldið strembið .....en svo bara datt þetta loksins í hendurnar á mér þessi sniðuga gjöf, sem ég vona að þið eigið eftir að kunna vel við.
En allavega sjáumst hressar á sunnudaginn
Kveðja Soffía vinkona x 2 leynigestir
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.