23.12.2008 | 23:32
Gleðileg jól...
Elsku vinir og ættingjar ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. VIð tökum á móti nýju ári með bjartsýni að leiðarljósi og von í hjarta. Er alveg viss um að allt fari nú vel hjá okkur öllum, og við eigum bara eftir að vera reynslunni ríkari eftir þessa kreppu.
En annars er bara allt gott að frétta, nú bara bíðum við eftir jólunum. Ég er búinn að dekka upp jólaborðið, og á bara eftir að skúra yfir gólfin. Á morgun fer svo Axel einsog vanalega til mömmu sinnar og pabba, hittir systir sína og strákana hennar þar. Þar skiptast þau á pökkum og fá sér síld og rúgbrauð og krakkarnir leika sér. Ég verð hér í eldhúsinu að gera allt klárt. Bara gaman og notalegt
Krakkarnir bíða spennt eftir Kertasníki og eru tilbúinn með kerti í glugganum. Þau vita nefnilega að hann gefur nú yfirleitt eitthvað agalega fínt ef þau eru stillt og prúð.
Nú er ég bara með hvítvínsglas hérna og hlusta á brjálaða veðrið úti. Þvílíkt ömurlegt veður. En eitt sem ég gleymdi að segja ykkur, að ég hef ekki opnað eitt einasta jólakort, aldrei þessu vant. Nú er ég bara svaka spennt að lesa þau annað kvöld, þegar allt er komið í ró.
Vona að það verði ekki þessi svakalega rigning á morgun, og þetta rok!!! Á nú samt ekki von á öðru,því miður, en ætli við fáum þá bara ekki snjóinn og fína veðrið á gamlárs, vona það allavega.
Dóra og Soffía mínar elskulegu, komu hingað á sunnudagskvöldið, það var ofsalega kósý hjá okkur. Fengum okkur heitt kakó,sörur, æðislega köku og konfekt ( Ásta mín þú hefðir nú átt að vera ;o) )Skiptumst svo á pökkum og sátum hérna á spjalli langt frameftir.
Það er voðaleg kyrrð yfir mér núna, allt komið í ró, Maggi búinn að vera alveg einstaklega góður hérna og hjálpsamur í dag (hann ætlar sko að fá eitthvað gott í skóinn greinilega) Marín var með pabba sínum hja tengdó að hamfletta (eða hvað þetta er kallað) rjúpur. Allir eru hraustir, ég á yndislega og bestu fjölskyldu í heimi, einstaka foreldra,systur og vinkonur. Það er ekkert sem jafnast á við þetta. Ég er rík.
Knús elskurnar mínar og eigið yndisleg jól
Jólakveðja Dísa
Athugasemdir
Já gleðileg jól , voða er þetta fallega skrifað hjá þér Dísa mínvið hjónin vorum einmitt að klára all hérna hjá okkur svo nú er bara að fara að sofa ,sjáumst á morgun í röstí og sósu gerð knús Linda
Linda systir (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 23:43
ELSKU DÍSA OG FJÖLSK. HLÖKKUM TIL AÐ VERA MEÐ YKKUR Á MORGUN. JÓLAKNÚS.
mAMMA OG pABBI (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 00:18
Gleðileg jól elsku vinkona og takk kærlega fyrir síðast, já það er ekki neitt annað í stöðunni en að vera bjartsýn og vona bara að allt fari vel. Árið 2009 verður kannski strembnara en árið 2008 en það er fullt af skemmtilegu til að hlakka til. Maður gerir þá bara allt það sem skiptir mestu máli rækta, fjölskyldubönd og vinabönd . Gleðileg Jól öllsömul og hafið það sem allra allra best yfir hátíðirnar.
Kveðja Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 11:25
Gleðileg jól elsku besta systir,já við eigum sko bestu fjölskylduna.
Jólaknús í kotið frá litlu sys sem er alveg að breytast í konfektmola,uss ekki gott en æ það eru nú jól
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.