3.1.2009 | 22:04
Gleðilegt nýtt ár...
kæru vinir og fjölskylda. Alveg kominn tími á smá blogg núna á nýju ári 2009.
Aðfangadagur gekk bara mjög vel, en ég fór til Lindu og "við" (lesist sem Linda) gerði villibráða sósuna, alveg geggjuð og svo gerðum við rösty kartöflur sem eru eiginlega í algjöru uppáhaldi hjá mér. Þetta var alveg yndislega þægilegt að gera þetta svona saman,róar mig aðeins haha..
Svo kom ég heim og gerði sósuna fyrir öndina, undirbjó krúste (forréttinn) steikti grænmeti og gerði allt reddí. En við vorum semsagt með önd og hreindýr. Hreindýrið var hér á borðum í fyrsta sinn á aðfangadag, og vá hvað það var svakalega gott, það var eiginlega ekkert varið í andarbringurnar eftir að maður var búinn að fá sér hreindýr. Maturinn var semsagt geggjað góður, og meira að segja krakkarnir voru nú bara ágætlega dugleg að borða
Pakkaflóðið var alveg þokkalegt og tók sinn tíma að opna þetta allt saman, en mamma og pabbi skildu nú flest alla sína eftir heima hjá sér. Tengdó og amma Bíbí komu svo seinna um kvöldið, en mamma og pabbi fóru til Lindu. Fengum okkur ís,sörur og konfekt en svo á miðnætti kíktum við Maggi til Lindu og co. Allir fóru nú heldur betur sáttir í rúmið, og svakalega fallegar og flottar allar þessar gjafir sem við fengum. Ég fékk svakalega fallegan hvítagulls eyrnalokka með 3 demöntum, alveg geggjaðir frá Axel og krökkunum. Börnin gáfu okkur svo auðvitað fallegustu gjafirnar, Viktor málaði þetta flotta málverk sem fer hérna upp á vegg, Marín gerði æðislegt dagatal sem hún myndskreytti fyrir hvern mánuð og Maggi vefaði (vona að ég skrifi rétt) listaverk handa okkur.
Fórum svo í hamborgarhrygg á jóladag til tengdó með Jóhönnu systir Axels og hennar fjölskyldu. Auðvitað borðað á sig gat þar og haft það huggulegt.
28.des var svo jólaball sem er orðið árlegt hjá bræðrum pabba og þeirra afkomendum. Alveg meiriháttar gaman að hitta þau öll, enda alltof sjaldan sem við hittumst. Leigjum okkur sal, Jenna mætir með jólatré, jólasveinarnir mæta á svæðið og gefa krökkunum nammi og svo koma bara allir með veitingar á hlaðborðið okkar, alveg svakalega vel heppnað og börnin alveg með eindæmum góð, jólasveinnin hafði góð áhrif á þau
Á gamlárskvöld borðuðum við naut og svínasteik hjá mömmu og pabba, en afi og amma voru líka í mat. Horfðum svo á skaupið sem mér fannst alveg meiriháttar, frábærir leikarar allir saman, og fórum svo bara heim. Náðum í RObba frænda sem fékk að gista hérna, því það er nú eitthvað lítið sprengt á hans heimili fannst honum, svo hann fékk að gista hjá okkur. Tengdó voru svo hjá okkur fram á nótt á spjalli.
Nú er maður bara að jafna sig eftir allar steikurnar,jólaölið,konfektið og sörurnar... úff var einmitt með hangikjöt og uppstúf í kvöld,svo ég verð glæsileg á morgun.
Svo eru það auðvitða stóru fréttirnar sem ég fékk á Gamlársdag, en hann Gulli hennar Ástu Mörtu vinkonu er á leið til LIVERPOOL, spáið í þetta. Vona og veit ,að hann eigi eftir að slá í gegn, enda góður strákur. Ásta og Kristjana Marta fylgja honum,enda algjörir klettar bakvið hann. Svo nú verð ég að fara að safna mér fyrir ferð til Liverpool......alveg kominn tími á ég komist til Englands.
Nú verður bara takmarkið að fá mynd af mér með Gerrard!!!!
Jæja er örugglega að gleyma helmingum sem ég ætlaði að segja hérna, en það kemur þá bara næst... Enda þetta til heiðurs Gulla
Knús Dísa
Athugasemdir
Já takk Dísa mín, þú fékkst auðvitað fyrst fréttirnar og meiri segja á undan Gulla sjálfum - hahahaha, þá var ég líka búin að segja að þú fengir fyrst fréttirnar eins og alltaf. Eins og þegar að ég vissi að ég var ólétt af Kristjönu, þá hringdi ég fyrst í þig með óléttuprófið í hendinni og Matti vissi ekki neitt...hahaha, þá ertu nú hinn helmingurinn. Þetta er allt saman mjög spennandi en ég sit hér með blendnar tilfinningar og það er mikið að hugsa og gera og verður líf okkar lokaðara og strangara, svo nú lít ég á að mitt líf er loksins að byrja og höfum við virkilega lokað ákveðnum dyrum að baki. Það er kanski skrítið miða við að það verður lokaðara og strangara en þá erum við að uppskera og tökum einn dag í einu og eitt fyrir í einu. Gulli minn er líka alveg einstakur og hefur báðar fætur á jörðinni. En við eigum allavega eftir að vera saman í galsberg stúkunni og syngja saman never walk alone.....knús Ásta
Ásta Liverpoolskvísan (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:48
Já Ásta mín,er ekkert smá ánægð að fá fréttirnar fyrst!!! Þorði bara ekki að segja frá því á blogginu að ég hafi fengið fréttirnar á undan Gulla haha....alveg geggjað....knús Dísa ps já og Mamma og Pabbi hafa ákveðið að taka þig að sér sem fósturdóttur,eftir flotta tilboðið frá þér um daginn híhíhí....
Jóhanna Ásdís Magnúsdóttir, 3.1.2009 kl. 23:06
Hæ hæ og gleðilegt ár Dísa mín og fjölskylda....maður þarf sem sagt að verða voða frægur og soleiðis til að verða ættleiddur í þessa fjölskyldu, ekki svona kona sem á fullt af börnum og með 2 á leiðinni . Til hamingju elsku Ásta með strákinn þinn, sem er rosalega duglegur og flottur !! og gangi ykkur vel í nýjum heimkynnum.
Elsku Dísa mín, hittumst nú fljótlega, bið að heilsa í kotið.
Knús Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 00:49
Æði, þá fæ ég sörur. Er það ekki????
Soffía.....Þú verður að koma með strákanna núna og svo áttu bara heima upp á velli í eins og 14 ár og sumrin ónýt hjá þér vegna þess að það er ekkert hægt að plana vegna fótboltans, en kanski kemur út úr því fótboltastrákur með mikla framtíð og þá ættleiða Þóra og Maggi þig og ekki gleyma að Maggi er jú gömul stjarna á Íslandi í boltanum.
Áfram víkingur!!!!!! Knús á línuna.
Ásta danaskvísan (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 21:20
Aldeilis kominn pressa á mömmu og pabba hahaha....já Soffía mín þú verður að gera þeim eitthvað gott tilboð ;o) En með sörurnar sem allar eru búnar þá verðurðu að fá góðan skammt næstu jól Ásta mín....knús á ykkur!!
Jóhanna Ásdís Magnúsdóttir, 4.1.2009 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.