7.1.2009 | 20:54
Titilslaust.....
Dagmamman var í fríi í morgun, þar sem litla snúllan mín var send í rör í morgun. Já hún er búinn að vera með vökva í eyranu og búinn að sofa illa undanfarnar nætur.
Gleymdi einmitt að segja ykkur frá því að hún lúllaði hérna á nýársnótt, þar sem foreldrarnir voru í sínu árlega nýársboði. Hún var nú ekkert á því að leggjast í rúmið svo hún sofnaði hjá ömmu sinni sem var hérna í mat. Svo þegar ég var að fara að sofa um hálfeitt leytið vaknaði mín og gjörsamlega var á orginu til kl 3!!! Minnti mig óþægilega á gamla tíma verð ég að segja úfff....snúllan svaf svo til 7 og vaknaði þá hágrátandi. Fann það vel hvað ég er ekki á leiðinni í ungbarna andvökunæturnar aftur híhí....enda mín öll búinn að vaka heilu og hálfu næturnar, og býst ég við að ekki yrði breyting á ef 4 ða barnið kæmi
En semsagt ég ákvað að láta Axel vakna með krökkunum og ég fengi nú að sofa út. Og já það var sko sofið út, ég fékk áfall þegar ég vaknaði, klukkan hálf tólf!!! Ég var líka alveg eftir mig í allan dag, hef ekki sofið svona lengi í mörg ár held ég bara. Sofnaði um eitt leytið svona einsog vanalega, en ég er alltaf að fara allt of seint í rúmið, yfirleitt milli 1 og 2 og svo vaknað rúmlega 7. Svo mín hefur verið eitthvað langþreytt eftir jólafríið greinilega
Ég leyfði svo Sigfúsi að koma með okkur heim eftir leikskóla og Linda kom hingað um 6 að sækja hann, svo ég bauð þeim nú í mat bara. Við erum svo að spá í að fara í bíó núna klukkan tíu við systur aldrei þessu vant. Kreppu fimmhundruðkalla bíó
Afi mínn yndislegi var að leggjast inn á spítala í dag, er víst með þvagfærasýkingu og háan hita. Vona að hann verði nú fljótur að ná sér af þessu greyið kallinn. En ég er einmitt að fara halda upp á afmælið fyrir hann 27 feb þegar hann verður 80 ára. Verður með bara þokkalega stóra veislu fyrir vini og ættingja og það sem hann var nú glaður þegar ég sagði honum að veislan skildi haldinn hér. Linda sér svo um veitingar...en ekki hvað!! Ætli við látum ekki bara Þóru í veislustjórnunina
Svo verða bara allir að stilla á Hemma Gunn á sunnudagsmorgunin og hlusta á Gulla Liverpool stjörnu sem verður aðalgesturinn. Fjörið og fjölmiðlaathyglin er sko skollinn á, heldur betur. Ég gefst svo ekkert upp fyrr en ég fæ mynd af mér með Gerrard!!! Þá er mínu takmarki náð
Jæja best að sjæna sig aðeins fyrir bíóið,
Knús Dísa
Athugasemdir
Kvitt,kvitt
Er ekki alveg viss með þetta veislustjóradæmi,er frekar til í að vaska upp.
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 09:30
hæ hæ,, ég verð bara veislustjóri he he he, ef ég fæ eitthvað gott að borða í staðinn he he he, ein sem hugsar bara um mat, það er ekki ég sem er að hugsa svona mikið um mat alveg satt, það eru bumbubúarnir....alveg satt . Jæja ég er búin að hanga hér inni í 3 daga með hita og hausverk og er orðin nett pirruð, besti dagurinn í dag og ætla ég að fara í vinnuna á morgun, ég skal og tek þá bara hausverkjatöflurnar með
Líði öllum sem best...og hætta svo að tala um andvökunætur takk fyrir pent !!!
Kveðja Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.