....

Er orðin eitthvað löt við skrif hérna,kannski vegna þess að mér finnst ég aldrei hafa frá neinu merkilegu að segja. Lífið bara gengur sinn vanagang, og allir hressir bara.

Var allavega að kaupa meira myndapláss á síðuna svo það ættu að fara detta inn myndir á næstu dögum.

Þóra Lind auðvitað alltaf sami engillinn, farinn að bruna hér á rassinum út um allt,svo nú lítur maður nú ekkert af henni. Ef mig langar í tölvuna þá bara set ég hana hér hjá blaðagrindinni og þá er mín í góðum málumSmilesofi-bur_006.jpg

Talaði við Ástu mína í góðan tíma í gær, naumast alltaf nóg að gera hjá henni. Ekki nóg með að hún er búinn að ferðast til Liverpool að skoða aðstæður með Gulla, heldur kom hún beint heim í 8 próf á 4 dögum!! Einsog ég sagði við hana þá kæmist ég ekki yfir helminginn að öllu því sem hún kemur í framkvæmd. Allavega fór ég alveg á flug eftir að ég talaði við hana, sá fyrir mér góða vinkonu viku í Liverpool í lok sumars, kíkja á Anfield og fá mynd af mér með Gerrard LoL

Fór meira að segja að skoða flug og sé að það er flogið til Manchester sem er nú styttra frá Liverpool heldur en London. Maggi minn líka þvílíkt spenntur, enda er Ásta búinn að bjóða honum að koma til sín í smá fótboltakennslu, en hann er nú ekki að þora að fara einn litla músahjartaðBlush Spurði mig í gær hvort ég kæmi ekki með, bara svo hann hefði nú einhvern til að tala við á leiðinni!!

Nú er bara að safna sér og láta drauminn rætast. Alltof langt á milli þess sem við hittumst.

Svo er mín að fara í skvísu afmæli á laugardaginn, hlakka mikið til. Bryndís sem vann með mér í Austurbakka verður þrítug, verður heldur betur fjör.

Svo er nú Axel heldur betur að fara yfir um af spenningi yfir NFL, liðið hans er komið í undanúrslit fyrir superbowl, keppir á sunnudaginn og ég ætla meira að segja að horfa með honum!!! Hann hefði helst viljað fljúga til Arizona þar sem þeir eru að keppa um helgina, eða til FLorida í febrúar ef þeir komast í Superbowl.... ef við vinnum í víkingalottóinu þá er spurning hvort við skellum okkur haha!!!

Jæja litla snúllan er búinn að fatta það að blaðagrindin er ekkert lengur spennandi, og ef hún er að fara eittvhað af stað og ég kalla á hana, þá er sko tekið á rás og gefið allt í bot, litli grallarinnLoL

Knús Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeremís hvað hún er mikil snúlla á myndinni,enda ber hún nafnið Þóra muhahahahaha.

allavega vildi bara kvitta og láta þig vita að ég verð ehima í kvöld ef þig langar að kíkja í heimsóknLinda ef þú lest þetta þá ertu líka velkomin.

knús frá litlu sys.

Þóra litla sys (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 13:30

2 identicon

Dísa mín, mín er komin á bíl í Liverpool og það tekur 30 min að keyra á milli. Ég verð fyrsta mánuðinn að æfa mig ein á sjálfskipta bílnum í öllum hliðargötum bæjarins....Það er víst allt til vinstri og ég sagði við Gulla þegar að hann fór i gær að "hættan kemur frá vinstri" láttu ekki keyra á þig - haha en ég heimta bombuklúbb í Liverpool, það er á hreinu.

Þóra Lind er snúllan og rosalega eru hún og Sigfús lík.....knús til Lindu tölvulausa og fósturforeldranna :-)

Ég á mitt sæti á Anfield - hahaha og má fá 4 miða í viðbót svo "Þóra og Maggi", þið komið á leik og ég fæ sörur - hahahaha

Knús til ykkar

Ásta Liverpoolskvísan (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 16:36

3 identicon

MEINTI HÆGRI!!!!!!

Ásta (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 16:37

4 identicon

Ég vildi bæta við að gamni, þá fór Gulli á fysrtu æfinguna sína í dag og æfði með aðalliðinu og á morgun á hann að fara í fit test og hlaupa í 3 min og svo er tekið blóð úr honum og þar kemur fram hvernig súrefnið er í blóðinu upp á fit test.........Ég er ekki að skilja en allavega þá mundi læknirinn hjá Liverpool segja við mig að fara bara í gröfina. En mér var hugsað til Soffiu og bumbubúanna og bíð eftir stráknum - pressa pressa - hahaha.

Knús

Ásta danaskvísan (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 16:46

5 identicon

Hæ hæ , bara að kvitta fyrir mig...já já það hugsa voða margir um mig þessa dagana eða bumbubúana mína,  maður kann bara ekki að taka allri þessari athygli   fá brátt að vita strákur/stelpa eða stelpa/stelpa, eða strákur/strákur.  það eru víst ekki fleiri möguleikar.  En það sem skiptir mig mestu máli að allt sé í lagi hjá þeim.   

Á einhver afmæli hjá Þóru ?   Eða bara svona týpískt systraheimboð ?

Kveðja Soffía

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 18:12

6 Smámynd: Jóhanna Ásdís Magnúsdóttir

Nei nei ekkert afmæli, ég ætlaði bara að kíkja á hana.

Ásta, en geggjað að það er svona stutt, þá sækirðu bara prinsessuna þegar hún kemur ;o), er ekki sú besta í þessum lestum ein,einsog þú veist.

Já og svo er nú að hóa saman þessum bombuklúbb, hefur ekki verið klúbbur síðan ég veit ekki hvenær. Væri nú ekki leiðinlegt að halda klúbb í Liverpool og eins gott að það sé H&M þarna,á nú ekki von á öðru!!

Jóhanna Ásdís Magnúsdóttir, 15.1.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband