19.1.2009 | 21:10
Ný vika...
Jæja þá er enn einn mánudagurinn að renna sitt skeið. Og ný vika framundan með öllum sínum ævintýrum eða? Kannski bara alltaf same old
Fór í æðislegt afmæli á laugardagskvöldið, hjá Bryndísi skvísu sem var 30.ára. En við unnum saman og kynntumst í Austurbakka,frekar skemmtilega mynd hérna af okkur.
Heldur betur stuð, og bara stelpur úr öllum áttum. Skemmti mér nú alveg konunglega og var kominn heim að verða hálffjögur!! Maður gerir þetta auðvitað með stæl,loksins þegar maður fer eitthvað á skrall. Helga Braga mætti í afmælið til að skemmta, og hún var alveg meiriháttar. Við hlógum okkur allavega máttlausar af henni,og svo kenndi hún afmælisskvísunni smá trix í magadansinum. Og þar sem ég fékk hana nú í brúðkaupsgjöf sjálf frá Ástu vinkonu þá fékk ég auðvitað mynd af okkur saman,því það gleymdist alveg á brúðkaupsdaginn að mynda okkur með skvísunni.
Jæja þetta kemur nú held ég alltaf eitthvað asnalega út þegar ég set inn hérna myndir,allt á ská og skjön. En ég hendi kannski inn nokkrum myndum í myndaalbúmið.
Knús Dísa
Athugasemdir
Hæ! Það er alltaf svo gaman að lesa fréttir af þér og þínum, þó þér finnist það kannski bara hversdagslegt þá finnst mér alltaf svo gaman að fá að fylgjast með.
Flottar myndir hjá þér og mikið áttu nú myndarleg börn;)
Litla sæta skottan hennar Lindu er líka þvílíkt krútt.
Hafið það sem best!
Linda P. Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 23:34
Þú ert nú meiri skvísan á þessum myndum,samt meiri skvísa á seinni myndinni.Bara sæt.
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 09:20
Kvitt kvitt, nei nei hvaða vitleysa er í þér, það er alltaf eitthvað í gangi hjá ykkur, annaðhvort matarboð eða eitthvað annað skemmtilegt sem gaman er að lesa um. Allavega meira að gerast hjá þér en mér, svo ég skemmti mér vel yfir lestrinum. Alltaf svo ánægð þegar ég sé nýtt blogg
Kveðja Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.