Undur og stórmerki gerast enn...

Já það er ekki hægt að segja annað,því ég var mætt í World class ein og óstudd kl 6.30 í morgun,takk fyrir!!! Dóra vinkona fékk mánaðarkort sem hún mátti gefa einhverjum,þar sem hún er nú ein af þessum hörðu í ræktinniSmile. Svo það var bara vaknað hér fyrir kl 6, ætlaði reyndar að vakna rúmlega 6, en það var nú eitthvað lítið um svefn hjá mér. Týpískt hjá mér ef eitthvað er í gangi þá sef ég svo laust.

Þetta var nú bara voða hressandi, svona fyrir utan fæturna á mér sem eru alveg ómögulegir núna. Er búinn að vera hjá fótaaðgerðarfræðingi í rúmlega 2 ár, og núna er ég svo slæm að ég á erfitt með að stíga í lappirnar eftir að þær eru búnar að vera i hvíld,og sérstaklega er mér illt þegar ég fer framúr á morgnana. Fer allavega til hennar á fimmtudag og þá ætlar hún að segja til um hvort ég þurfi að fara til læknis og láta skera, man ekki alveg hvað hún talaði um að þetta væri, einhverjar taugar þarna!!

En vá hvað það er búið að fjölga heimsóknum á síðuna hjá mér en enginn nýr kvittar!! Hvað er nú það? Yfir 1000 flettingar á albúminu og yfir 100 nýjir gestir, hmmmm,kannski bara eina vitið að læsa þessu svo ég viti nú hver er hérna að skoða. En það er nú líka voða gaman ef fólk kommentar í myndaalbúminu, ég skrifa nú yfirleitt texta við hverja mynd en frá upphafi hef ég fengið koment á 2 myndir....er ekki að meina í athugasemdum heldur við myndirnarFrown

En auðvitað er það alltaf sama fólkið sem kvittar fyrir komu sína og ég er nú mjög þakklá fyrir það. Veit að þetta er nú ekkert stórmerkilegt hérna hjá mérTounge en greinilega einhverjir sem nenna að kíkja.

Svo er nú ekki öll sagan búinn með dugnaðinn í mér í morgun, haldið þið að ég hafi ekki farið í sund líka í kvöld!!!! Nú fær Soffía vinkona flog hahaha... en Linda reif mig upp frá matarborðinu og dreif mig með sér, en hún var með Sigfús og ég tók Viktor með. Svo það var nú ekkert verið í skriðsundinu,aðallega bara að slaka á í pottinum og innisundlauginni. Bara hressandi auðvitað. En ég stefni á fleiri sundferðir þegar ég get látið sjá mig svona á sundbolnum og liðið mannsæmandi vel með sjálfan migCrying.

Þóra Lind er kominn á fullt skrið, nice days are over hahaha...nú er mín bara á fullu að reyna að standa svo Dísa er hér á eftir henni tilbúinn að grípa hana ÞEGAR hún dettur, en hún er svo dugleg núna og alltaf að reyna að standa upp við allt þessi dúlla, Linda með stórar áhyggjur að ég fái leið á þessu, en hún þarf nú engar áhyggjur að hafa með það. Enda bræðir hún snúlla mín hvern sem hún hittir.

Jæja klukkan orðin rúmlega 11 og ég ekki einu sinni orðinn syfjuð,ég ekki skilja??? Því í gærkvöldi var ég að skúra og þrífa til að verða hálf tólf,sofnuð rúmlega tólf og vöknuð fyrir 6!!! Tek það fram að ég er nú ekki á neinum örvandi töflum hahaha....

Ætlum að bjóða tengdó í hreindýr um helgina, svo það verður "gúrme" veisla hérna á laugardagskvöldið. Ætla mér að vera dugleg að halda matarboð á þessu ári,já já ég lofa því!!!

BIð að heilsa í bili,

knús á línuna....kv Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt kvitt frá einni sem kíkir alltaf á bloggið.

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 08:24

2 identicon

Maður verður orkumeiri með hreyfingu og góð hreinsun heldur flæðinu gangandi, það þarf engar örvandi töflur heldur bara að láta líkamann framleiða það sjálft. Ég er búin að lifa á herbó te en nú er ég orðinn svo þreytt og yfir mig upptjúnnuð að ég er hætt að drekka það og eftir skóla á föstudag verður það fyrsta sem ég geri er að fara á góða æfingu og hreinsa mig og eiga svo góða svefn helgi.

Líst vel á þig. Æfing, sund og þrif.....en láttu skoða fæturnar svo þú hættir ekki og svo eru góðir skór líka mikilvægt.

Ég keypti mér 25.000 kr skó sem er bilun en það líkar passar bakið og allt hitt.

Knús

Ásta (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 09:19

3 Smámynd: Úrsúla Manda

Kvitt kvitt  Þú dugleg, segi ekki annað, ekki séns að ég gæti rifið mig á fætur fyrir klukkan 8:30 og jesús minn klukkan 6 er ennþá nótt Hanna Dísa!!!

Úrsúla Manda , 21.1.2009 kl. 21:59

4 identicon

Hef nú ekki kíkt inn hérna lengi .. en alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt !!

Knús í hús !

kv.  Erla

Erla Snorrad (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:59

5 identicon

Hæ hæ..... já nú er ég illa svekkt þú nennir aldrei í sund með mér....hélt við værum vinkonur ha !!!! Og svo bara bíðuru manni ekki einu sinni með þegar þú druslast í sundið....algjör sko .

Bæjó 

Soffía vinkona/sundkona

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 17:54

6 identicon

JJJJJJJJJJJJJJJjjjæja loksins komin með tölvuna í gang búin að vera tölvu laus í heilan mánuð omg ekki gott ,gaman að lesa aftur hjá þer dísa mín knús linda

Linda syst (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:25

7 identicon

Mikið ert þú nú dugleg í ræktinni...Ég vissi það !! Og takk fyrir að kalla mig "ein af þessum hörðu í ræktinni" en það er nú með allt...stundum klikkar maður og hef ekkert farið síðastliðna daga og bara borðað pönnukökur og súkkalaðirúsínur... :-(  en á morgun kemur nýr dagur..... :-) Knús og koss. Dóra

dóra (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband