25.1.2009 | 11:55
Sunnudagur til sælu...
Það er nú ekki vaninn að ég skrifi hér svona snemma dags er alltaf skrifandi hér um miðnætti.
Er nú bara nýkominn á fætur, og búinn að fá mér mitt sunnudagsristaða brauð og kaffi. Eina sem vantaði núna er Fréttablaðið,þar sem ég er hætt að vera áskrifandi af Mogganum. Svo það er bara tölvan í staðinn og tilvalið að blogga þar sem krakkarnir aldrei þessu vant eru bara niðri í rólegheitum.
Tengdó voru hér í mat í gær, vorum með hreindýr,alveg hrikalega gott,og svo góða bombu í eftirrétt. Ágætt að ég fór í ræktina í gærmorgun, og ég er nú bara að fíla þetta mjög vel. Marín og Viktor komu með mér og skemmtu sér svaka vel í barnagæslunni sem heitir Frissland.
Í gær fór ég svo líka í afmæli til Arons hennar Þóru, og það var ekki að spyrja að veitingunum þar, alltaf einsog fermingarveisla, og nýjar tegundir í hverju afmæli hjá henni. Takk kærlega fyrir okkur
Á fimmtudagskvöldið fór ég svo með Halldóru frænku á Vegamót. Sátum þar í góðu yfirlæti,fengum okkur salat,desert,kaffi og bjór, já já bara allur pakkinn tekinn kjöftuðum úr okkur allt vit, enda ekki farið svona saman í ár og aldir. Við sem vorum einsog samlokur fyrir nokkrum árum, en allavega var þetta alveg yndislegt, og ég ekki kominn heim fyrr enn rúmlega 1!!
Vona nú að mótmælunum sé eitthvað að linna, þetta var auðvitað hrillilegt í síðustu viku. Ég horfði einmitt á eittvhað myndskeið þar sem þessi unglingaskríll réðist á lögregluna til að fá útrás fyrir einhverri ótútskýranlegri árásar- og eyðileggingar þörf sinni. Algjör viðbjóður og ég var svo reið að sjá þetta, og hugsaði bara með mér að ef ég ætti nú son þarna í fremstu víglínu,þá vissi ég hreinlega ekki hvað ég myndi gera við hann!!! Ömurlegt að horfa upp á þetta.
Ég á einmitt vin í lögreglunni sem stórslaðaðist þarna í átökunum, svo maður verður ennþá reiðari. En þessu hlýtur að vera lokið, þessum skrílslátum því fólk er rosalega reitt yfir þessum slagsmálum við lögguna sem hefur ekkert gert af sér til að verðskulda þetta, heldur eru þeir að verja opinberar byggingar og okkur, þeir væru örugglega alveg til í það sjálfir að mótmæla friðsamlega niður í bæ,öllu þessu rugli sem gengið hefur yfir okkur. En þeir hafa ekkert val,allir á vakt.
En ég ætla nú í fyrsta sinn að labba niðrí bæ í dag, veðrið líka yndislegt og núna klukkan þrjú eru einmitt mótmæli - að mótmæla ofbeldinu og ég er til í að taka þátt í þeim mótmælum og get vonandi treyst því að geta labbað með börnin mín í friðsamlegu umhverfi. Annars verður brunað heim med det samme, ef einhver læti verða.
Eigið góðann dag,
knús Dísa
Athugasemdir
Kvittetí kvitt, vona að þú hafir komist óhult heim úr miðbænum mín kæra
Kær kveðja
Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 20:58
Flott með appelsínugulan borða. Heyr heyr !
Dóra (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:12
Kvitt,kvitt.
Hlakka til að sjá ykkur í kvöld
Þóra litla sys (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.