Föstudagur til frægðar...

Nei ætli það!!  Er bara búin að vera í algjörum rólegheitum hér í kvöld. Axel að vinna,enginn kreppa hjá honum, og krakkarnir niðri að horfa á DVD mynd sem ég leigði handa þeim. Eddi vinur hans Magga fær að gista hjá honum í kvöld. Keypti svo bara hamborgara og franskar handa okkur,hreinlega nennti ekki að elda.

Á morgun verða svo Marín og VIktor hjá tengdó, og Maggi fær að gista hjá Edda vini sínum.....en frúin ætlar að gefa kallinum bóndadagsgjöfina sína svona viku seinna!! Hann veit ekkert, en allavega er uppskriftin rómantík og kósýInLove. Veit bara ekki hvenær við fórum eitthvað saman út síðast? Finnst við aldrei gera neitt saman, alltaf að vesenast með barnapössun, og ekki nennir maður að hringja í foreldrana til að bruna hingað í 2 tíma til að komast í bíó, nei við förum bara í sitthvoru lagi...það er mikið auðveldara. En auðvitað þurfum við nú líka að hugsa um okkur og gera eitthvað saman, svo maður rotni nú ekki bara hér í hversdagsleikanum!

Annars bara allt fint að frétta, ég bara ánægð dagmamma með snúlluna mína og nú styttist í 1.árs afmælið hennar, og það verður auðvitað haldið hér hjá mér....eða þannig allavega 1sta af eflaust 2 afmlum sem hún fær, minna má það nú ekki vera. En hún verður auðvitað hér í afmælinu hans afa sem verður einsog ég hef sagt ykkur áður þann 27.feb þegar þau verða 80 og 1 árs.januar_2009_025.jpg

Hér er svo mynd af þeim sem ég tók í morgun, en við ætlum að nota mynd af þeim í boðskortin.

 

 

 

 

 

 

Kannski að ég reyni að henda inn einhverjum myndum, ef ég nennnnni.

Knús og góða helgi, allavega ætla ég að eiga yndislega helgi.

Dísa                     

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ babe..

 flott mynd af afa og Þóru Lind! Og vá hvað ég kannast við þetta með að gera allt í sitthvoru lagi.. ss bío og allt það. Það er bara svoo erfitt að biðja aðra um að passa skarann.. hihi. En maður verður að reyna að gera það einu sinni og einu sinni... njótið því kvöldsins elskurnar

Eva (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 15:28

2 identicon

Takk fyrir gærkveldið bara gaman að fara svona út og rifja upp gamla tíma í perlunni ,erum sem sagt komin heim eftir algjöra afslöppun ,dúllan þín úti að lúlla í vagninumknús Linda syst

Linda syst (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband