1.2.2009 | 21:17
Allt í steik...
...ekkert hér hjá mér, heldur fórum við í Perluna í gærkvöldi á Allt í steik. Byrjaði á því að láta skutla krökkunum til tengdó og fór svo í dekur bað. Axel vissi ekkert hvað við værum að fara að gera svo hann var bara sendur í sturtu og jakkafötin og svo færði ég honum bjór og við sátum hérna aðeins og spjölluðum á meðn hann velti fyrir sér hvert við værum að fara. Hann var alveg viss um að við værum að fara í leikhús og út að borða.
En svo pantaði ég leigubíl(þvílíkt rán) og eins gott að maður er ekki að stunda leigubílana hverja helgi!! Fórum á Hótelið 1919....já ja ekkert að gista - ekki svo gott, heldur voru Linda og Mummi þar, en Linda tók "grand" á þetta og fór með sinn í nudd um daginn og svo á hótel!! Allavega mættum við þangað, og Mummi vissi heldur ekkert hver var að koma. Fengum okkur fordrykk þar og spjölluðum, og svo var tekinn annar rándýr leigubíll upp í Perlu.Mummi reyndar var með það alveg á hreinu að við værum að fara í Perluna....veit ekki hvernig honum datt það í hug, en ég held að það sé nú ansi erfitt að koma honum á óvart!!
Fengum Parma skinku í forrétt, sem var alveg ágæt, svo kom humarsúpa, og já sú verst sem ég hef á ævinni smakkað, fékk mér bara eina skeið og svo gat ég ekki meir!! Mummi og Linda auðvitað orðlaus yfir matvendinni hjá mér, en reyndar var nú Axel alveg sammála að betri súpu höfum við nú smakkað.......súpan hennar mömmu kom upp í hugann minn..hefði verið betra að fá hana.
En aðalrétturinn stóð vel fyrir sínu, fengum okku öll naut og bernaise, alveg hrikalega gott. Í eftirréttin var svo Créme brule, sem logaði þegar það kom á borðið, svaka flott en ekki meira en það. Ég var nú samt vel södd, og allir bara mjög ánægðir. Þetta var rosa gaman, en Linda og Mummi voru nú vel lúinn....aðallega Linda eftir þetta svaka nudd sem þau fengu fyrr um daginn, skrúbbuð og nudduð i 2 tíma takk, og í einhverju sem líktist pungbindi einu fata!! Mummi kom með sýnishorn fyrir okkur
Svo er það superball á eftir, og þá er NFL lokið í bili...Ætla nú kannski að horfa aðeins með honum, alltaf svaka show á þessu og mikið fjör.
Á þriðjudaginn er svo frænkuklúbbur hjá mér, verður fjör einsog vanalega þegar við hittumst. En þessi klúbbur samanstendur af mömmu og hennar systrum, reyndar alltaf ein af tveim sem mæta þar sem Ásta býr á Neskaupstað og er nú ekki að gera sér spes ferð í klúbbinn því miður, og svo eru það dætur systranna.
knús Dísa
Athugasemdir
Jæja bara búin að blogga já takk fyrir gærkveldið,bara gamanbaður er enn lúinn í bakinu eftir nuddið góða ,,,,,,en mamma og pabbi ef þið lesið þeta eruð þið lang best þvílík forréttindi að eiga svona góða foreldra og ekki sjálfgefið að nenna að passa alltaf fyrir mann ,matur á fimmtudag fyrir ykkur svo knus til ykkar allra kv Linda
Linda syst (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 21:47
Þori ekki öðru en að kvitta fyrir innlitið.
Flott nýja lúkkið,hlakka til að koma í saumó á morgun.
Þóra Kolla (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 19:59
Hæ hæ Dísa mín, hvaða vitleysa, ég sem hef dáðst að hvað þið gerið mikið af því að fara eitthvað saman, matarboð, leikhús, utanlandsferðir allavega 1 sinni á ári. Þú ert bara eitthvað farin að kalka mín kærasta...ég held þið séuð svona á topp 10 með að gera eitthvað sniðugt saman, allavega hjá mér .
Kveðja
Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 12:27
En sætt hjá ykkur systrum að vera svona góðar við kallana ykkar:)
Algjörlega nauðsynlegt að lyfta sér aðeins upp.
Kær kveðja
Tobba
Tobba (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 00:05
Er endalaust allt í steik hjá þér,á ekkert að blogga?
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.