Allt og ekkert...

Hellú, já ég er enn á lífi. Hef bara ekkert að segja svo er þá ekki best að þegjaSmile

Hversdagsleiki minn er nú barasta ekkert spennandi, en það má nú kannski reyna að finna eitthvað sniðugt fyrir mína síþyrstu lesendur haha...

Einsog ég segi þá bara gengur lífið sinn vanagang, allir eru hressir, enginn pest mætt hingað sem betur fer. Varirnar á Viktor reyndar algjörlega að þorna upp og komið sár í bæði munnvikin, greyið á eiginlega bara erfitt með að tala almennilega. Svo það er borið á hann græðandi nokkrum sinnum á dag. Kannski ekki skrýtið að hann verði svona í öllu þessu frosti. Hvað er eiginlega með þennan kulda?? Hélt að það væri að hlýna svo mikið allsstaðar!!

Var með mömmu og pabba í mat á laugardagskvöldið, eldaði þennan fína kjúklingarétt. En þau stoppuðu nú ekki lengi þar sem mamma var búin að vera að vinna allan daginn og pabbi líka á helgarvakt. Marín fór svo heim með þeim- þar sem hún var búin að plata ömmu sína með sér í bíó á Skoppu og Skrítlu. Maggi gisti alla helgina hjá vini sínum, þeir eru orðnar algjörar samlokur þessir drengir og skiptast á að sofa hér eða þar um helgarLoL Hef nú á tilfinningunni að það þyki skemmtilegra að sofa hjá vininum þar sem hann á bara einn eldri bróðir, enginn lítil systkin að trufla.

Svo næstu helgi á Róbert "æskuvinur" hans Magga afmæli og þá fær minn að gista alla helgina, og er ekkert smá spenntur fyrir þv, þeir eru alltaf janfn yndislega góðir vinir, kynntust á leikskólanum 2 ára og hafa verið vinir síðan!! En aldrei búið í sama hverfi.

Skrapp aðeins áðan í heimsókn til Bryndísar vinkonu minnar, en þau hjónin voru að mála hjá sér stofuna í gráum lit, alveg geggjað flott og kósý og ég er nefnilega alveg veik að fara að mála. Alveg kominn tími á það, og ekki vitlaust að setja smá lit hér á veggina, ansi hvítt allt hérna!! Held að gardínurnar og lýsingin myndi njóta sín mikið betur. EN það er smá babb í þessu, Axel vill mála sjálfur en ég vill fá málara, þar sem þetta yrði í lit og það er svo ömurlegt þegar þetta er illa gert....já má lesa úr þessu að ég hafi ekki mikla trú á manninum hehe.. en auðvitað er hann ekkert menntaður málari og mér finnst bara ekkert hægt að líkja þessu saman. Nú verð ég bara að fara að safna, og það er örugglega hægt að fá málara á góðu verði í dagTounge En við sjáum hver stjórnar hér...hef á tilfinningunni að ég eigi ekki eftir að vinna þessa baráttu!!

Ásta mín er svo að fara til Liverpool í fyrramálið, þá flytur hún loksins þessi elska, búið að vera crazy að gera hjá henni og loksins að Gulli fær nú mömmu sína til sín. Ég óska að allt eigi eftir að ganga óendanlega vel hjá þeim, og Ásta mín ég vona að þú komist hingað heim um páskana, og þá bökum við mamma sörur fyrir þigSmile 

Dóra vinkona bauð svo okkur Soffíu í pönnsur og kaffi á laugardaginn, nammi namm....Soffía mín blómstrar alveg á meðgöngunni, komin með góða bumbu og ber þetta bara alveg svakalega velSmile Sátum og spjölluðum í góðan tíma, og krakkarnir léku sér saman..og kallarnir í vinnunni! Ofsa næs.

Svo styttist nú í afmælið, 17 dagar til stenu og nóg að gera í undirbúning. Þarf nú auðvitað að þrífa allt hátt og lágt, svo ég verði mér nú ekki til skammar!! EN þetta verður ofsa gaman og ég ekkert smá glöð að geta haldið þetta fyrir afa gamla og auðvitað prinsessuna mína Þóru LindHeart

Jæja alltaf getur maður nú rausað eitthvað um ekki neitt,haha...þangað til næst

Knús Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvitt,kvitt..................maður er bara alveg hættur að sjá ykkur,ratið þið ekki upp í Breiðholt lengur,þetta er gatan við hliðiná Kambaseli sem við bjuggum í mörg ár Ég man varla eftir því hvenær þið systur komuð síðast í heimsókn.

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:17

2 identicon

Hæ Dísa mín

blessuð leyfðu Axel að mála, hann massar það! Þú borgar honum svo bara í blíðu þá þarftu ekkert að safna:)

Tobba (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:42

3 Smámynd: Jóhanna Ásdís Magnúsdóttir

Heyrðu Þóra mín, já þetta er ekki nógu gott...og á nú líka við þig hmmm. Komum allavega á laugardaginn 

Og Tobba, það er nú frekar Axel sem þyrfti að borga mér fyrir að fá að mála hahaha...

Jóhanna Ásdís Magnúsdóttir, 11.2.2009 kl. 13:34

4 identicon

Kvitt kvitt altaf brjálað að gera hjá þérÞóra kolbrún Magnúsdóttir ég bý í maríubaug 95 jarðhæð ekki er nú oft drppað inn kv Linda

Linda syst (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 16:53

5 identicon

Halló er ekki alveg að skilja þetta með Axel .Hann málaði hjá okkur um árið og ég mæli með honum mjög vandvirkur

Mamma (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 17:35

6 identicon

Sammála mömmu þinni Dísa mín, ég held nú að maðurinn þinn sé bara mjög vandvirkur í því sem hann tekur sér fyrir hendur... og undir svona pressu frá þér þá held ég að hann vandi sig extra vel, nema að hann verði svooo skjálfhentur greyjið   Þrif þrif þrif....held þú þurfir heldur ekki að skammast þín neitt þar á bænum, alltaf fínt hjá þér Dísa !  Takk fyrir hólið um að ég beri þetta vel....mér finnst ég vera svo þreytuleg .  Ég skal bara koma og heimsækja ykkur allar systurnar fyrst þið fáið ekki neinar heimsóknir elskurnar mínar hí hi hí.

Og kveðjur til Ástu Liverpoolsku, (þetta var nú auðveldara þegar þetta var bara danska) og gangi ykkur allt í haginn í nýju höllinni ykkar. Þetta verður nú örugglega algjör draumur í dós, það er ég viss um.

Elsku vinkona sjáumst hressar fljótlega

Kveðja Soffía

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 18:12

7 identicon

Um að gera að eyða í kreppunni þegar að karlinn getur gert þetta.....hey trúa!!!! þú og þín þrif vínkona, það er með eindæmum og kjúllaréttirnir klikka ekki. Já, stefnan er heim um páskanna en þegar að ég leita eftir fari frá manchester til islands...gerist ekkert "internet explorer can not.....bla bla bla" en eins og mér er búið að líða þá er ég ekki alveg að meika þá hugsun núna að fljúga frá London, það er alveg 2.5-3 timi í lest (ég ekki geta).

Soffía, þú ert og hefur alltaf verið stórglæsileg með fallegu stóru brúnu augun og bumban alveg örugglega gefur þér fallegu óléttu geysluna, ég er sannfærð og væri gaman að fá bumbumynd....Takk einnig fyrir kveðjuna, jú allt hefst þetta og verður yndislegt þegar að fram líða stundir en þetta er mikil breyting og nú á aðeins 3 dögum finn ég hvað ég er að fara inní svakalega mikla breytingu en hún er jákvæð og ég nýti kraftana mína í uppbyggingu og aðlögun. Það er auðvitað yndislegt að fylgjast með drengnum sem gengur stórvel og fara svo á fund hjá Liverpool í dag og að þessir karlar sem teljast stórir og nöfn eru að springa yfir honum og að maður fái að heyra það. Ég er kanski ekki að fatta þetta allt, þó ég grínist með það og monti mig og þá aðallega við hana Dísu!

Annars þá er skólinn hjá Kristjönu FRÁBÆR og tekið svakalega vel á móti okkur og börnin og alles og þá fyrst andanði mín léttar en nú læt ég mér leiðast á hótelherbergi og dreymi um kjúllarétt og sörur.

Knús á ykkur öll Ásta

Ásta Englandskvísan (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband