14.2.2009 | 11:13
Afmælisstrákur..
Þessi litli yndislegi stubbur er 2 ára í dag. Sannkallaður Valentinus Elsku litli Smáralingurinn minn til hamingju með daginn þinn í dag, hlakka til að knúsa þig á eftir. Þessi strákur er alltaf svo yndislegur og góður
Semsagt við erum að fara í afmæli í dag, og það er alveg á hreinu að maður á ekki eftir að leggja af í dag. Alltaf einsog maður sé í fermingarveislu þegar kemur að afmælum hjá Þóru.
Vorum bara í kósýheitum hér í gær, Maggi hjá æskuvininum, Axel hjá mömmu sinni og pabba, svo við krakkarnir þessi 2 yngstu, fórum aðeins í Kringluna eftir að hafa skutlað Magga. Fengum okkur bara að borða þar og svo heim að horfa á Audda og Sveppa,með lítil Nóa páskaegg nammi namm. Smá forskot tekið á sæluna.
Keypti um daginn stórt og flott rúm (alveg einsog Marín á) handa Viktor, keypti það af Barnalandi með dýnu og mjög vel með farið á 15.000kr. Hann ekkert smá glaður og maður sér hann ekkert á nóttunni eftir að hann fékk það. Var vanur að koma alltaf uppí, sem okkur foreldrunum hefur nú alltaf fundist svo notalegt, svo nú er hans bara sárt saknað. Marín hefur reyndar aðeins notað tækifærið og komið undir morgun í smá kúr.
Mamma og pabbi fóru upp í bústað í gær,og ég eldaði fyrir þau nýjan kjúklingarétt sem þau tóku með sér...átti bara eftri að eldast aðeins í ofninum. Já Dísa er nú farin að færa sig upp á skaftið í matreiðslunni...þá kannski aðallega kjúlla réttunum sem Ásta englandsskvísa bíður spennt eftir að prófa.
EN takk fyrir öll kommentin, alltaf gaman að fá smá línur frá ykkur, og tala nu ekki um ritgerðirnar frá Ástu,....bara gaman og takk kærlega fyrir skrifin Ásta mín. Nú geturðu bara nýtt þér bloggið mitt til að blogga smá fá smá útrás fyrir skrifunum! Bara gaman að því.
Góða helgi öllsömul, ég ætla allavega að eiga notalega helgi,
Knús Dísa
Athugasemdir
Takk fyrir fallega kveðju elsku Dísa mín,hlakka til að sjá ykkur á eftir.
Knús frá fjölskyldunni í Kleifarseli
Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 12:23
Til hamingju með frænda litla elsku Dísa mín, og nota ég þá líka tækifærið og óska foreldrum Valentínusar til hamingju....voða finnst mér þetta stutt síðan, ég man sko alveg þegar hann fæddist .
Jæja kæru vinir, heyri í ykkur fljótlega
Soffía
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 12:59
Sammála...tíminn flýgur og til lukku og við allar með dag ástarinnar. Þið foreldrar hafið aldeilis verið búin að reikna daginn.
Já Dísa mín, takk fyrir það....ég kommenta bara "langt" og þarf ekkert að blogga sjálf, er líka búin að segja því starfi upp.
Þá liggjum við en hér á hótelinu og Kristjana orðinn fárveik með yfir 39 stiga hita og ælupest. Gulli fór að kaupa 7up og mcdonalds fyrir mig - nammi namm og kanski hjarta súkkulaði einhversstaðar svona mér til skemmtunar en sem betur fer er ég með flakkarann minn stút fullan af myndum. Þetta er nú meira meira.....knús á línuna Ásta
Ásta (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 14:46
Til lukku með snáðann
Úrsúla Manda , 15.2.2009 kl. 20:53
Takk fyrir okkur í kvöld alltaf jafn gott að koma í mat til ykkar .........knús Linda
Linda syst (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.