17.2.2009 | 22:59
Valentínus mætti á svæðið...
Jæja Marín er nú öll að hressast...var eiginlega bara hress í allan dag. Eitt er þó notalegt við það þegar hún fær hita, að mikið svakalega verður hún nú róleg og þægileg!! Dúdda mía..en kannski ljótt að segja svona Auðvitað verða nú flest börn svona, greyin liggja bara fyrir og eru til í að horfa á allt í sjónvarpinu.....svo róleg og góð.
Hef hana heima á morgun allavega, svo henni slái nú ekki niður.
Gleymdi nú alveg að segja ykkur frá rómantíska manninum mínum á Valentínustardaginn!! Já við erum nú svo sem ekki vön að halda hann hátíðlegan þó við höfum farið til USA nokkur ár í röð..hahaha... en allavega kom hann heim eftir vinnu með gjöf handa mér þessi elska. Gaf mér geggjaða leðurhanska sem mig er búið að langa mikið í (mamma fékk svoleiðis í jólagjöf) en ég var nú svosem alveg búinn að gleyma þeim. En ótrúlegt að hann skildi muna eftir þessu. En þeir eru svartir með glærum steinum efst, alveg meiriháttar flottir
Var annars að koma úr bíó, fór með Soffíu vinkonu á Bride Wars, meiriháttar skemmtileg mynd. Mig vantaði svo að komast út úr húsi í kvöld, enda búinn að vera hér einsog draugur á náttfötunum í 2 daga...og verð svo auðvitað líka heima á morgun.
Enívei, allt annars bara fínt. Og Ásta mín nú bíð ég spennt eftir fréttum frá Liverpool og mynd af höllinni og öllu nýja dótinu!!!
Knús Dísa
Athugasemdir
Kvitt kvitt fyrir innlitið á bloggið þitt og takk fyrir síðast.
Sjáumst
Soffía vinkona
Soffía vinkona (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 19:07
bara að kvitta fyrir mig ,og góða helgiknús linda
Linda syst (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.