Fyrsta tönnin,,,

Já það var einsog ég hafi fundið gull í morgun þegar ég var að gefa Þóru Lind grautinn sinn. Allt í einu heyrði ég klingja í einhverju og Axel hélt ég væri orðinn eitthvað rugluð því ég var svo glöð. Barnið að verða 1.árs eftri 3 daga svo það er ekki seinna vænna fyrir tönnslurnar að fara að birtast. Nú þarf ég að finna tanngjöf handa skvísunniSmile

Annars er hún frekar slöpp litla snúllan, búin að vera að drukkna í kvefi og með gröft í augaFrown en hún er hitalaus. Bara vonandi að hún verði orðin hress fyrir stórafmælin 2 á föstudag. 

Ekkert merkilegt að frétta svosem, allt á fullu bara í undirbúningi fyrir afmælin...eða þannig. Ég þarf nú bara að hafa hreint hús og aðeins að færa til hluti og gera gott pláss hérna svo allir komist nú vel fyrir. Þetta verða um 50 manns hérna, og við erum búin að fá Karlakór Reykjavíkur til að syngja fyrir afa. Það verður meiriháttar að sjá svipinn á honum þegar þeir mæta hingað, held að þeir verði allavega 12 stk.

Ég ætla nú að reyna að halda smá ræðu, og verð nú að reyna að grenja ekki einsog vanalega haha..eins gott að setja upp stálfeisið!! 

Var nú ekki búin að tala um hroturnar hérna...held ég, en Axel er held ég með Kæfisvefn..eða þjáist af. Ég var búin að eiga hér ansi margar andvökunætur, ekki getað sofnað og endað svo í sjónvarpssófanum og auðvitað crazy í skapinu. Það er EKKERT sem fer eins mikið í taugarnar á mér og hrotur...þó ég sé nú heldur betur alinn upp við þær haha..

Allavega er Axel farin að vakna upp og eiga erfitt með að sofa út af þessu, svo hann er að fara til læknis að láta kíkja á sig. Hann hefur svo svissað á rúmi við Marín, svo nú fá allir í leikskóla og skóla eflaust að heyra það að pabbi sofi ekki í sínu rúmi óbój!! Mjög skrýtið að segja góða nótt og fara í sitthvort herbergið!

Jæja snúlla litla vöknuð svo best að fara að sinna henni.

Knús Dísa.....sem vantar að vita hvernig ég læsi þessu bloggi???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nr.1 Til lukku með að finna tönnsluna

Nr.2 Ætlar þú ekki að gráta í afmælinu,hlakka til að sjá það.Ég verð með kameruna til að festa það á filmu muhahahahaha

Nr.3 Af hverju ætlar þú að læsa blogginu?

Alltaf gaman að kíkja hér inn,sjáumst allavega á föstudaginn

Þóra Kolbrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 13:04

2 identicon

Já þvílík lukka á heimilinu loksins kominn tööööööööönég er búin að vera halda að hun sé að fá tönn síðan 2.mán hahahaha..

Já bara farin að hlakka til kv Linda

Linda syst (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 16:27

3 identicon

Æði allt saman og loksins komst ég inn að lesa.....oh my, man maður eftir Þjóðleikhúskjallaranum og Bahamas ferðinni?????hummmmmm

Til lukku Þóra Lind með tönnsluna og nú bara að bíta :-))))

Knús á línuna

Ásta (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 11:29

4 identicon

Kvitt kvitt

Kveðja Soffía stórabumba

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband