Hæ hó og jibbijei...

17. júní á morgun og spurning hvort það rigni á okkur einsog vanalega. Veit nú ekkert hvað við gerum í tilefni dagsins, eina sem er ákveðið er að ég ætla að sofa út í fyrramáliðSmile

Amælið mitt var svo í síðustu viku, bauð nú engum en það er nú alltaf sami góði kjarninn minn sem mætir í kaffi. Bakaði eina köku, fékk svo þessa fínu köku frá Lindu sem var gerð af honum Valda vini mínum í bakaríinu, og svo bakaði mamma eina geggjaða sem sló nú alveg í gegn! Fékk fullt af fallegum gjöfum. Rúmföt frá mömmu og pabba,gjafabréf í Kringluna frá Axel og krökkunum, Leggings frá Þóru Lind minni, vatns-frysti karöflu frá Lindu og co, Peysu frá þóru og co, Lyklakippu með J skreyttum steinum og styrkjtar glossið frá Soffíu vinkonu, Elizabet Arden tösku með ilmvatni,body lotion og shower gel frá Dóru vinkonu, fallega skál frá ömmu og afa og hálsmen-kross frá Ástu vinkonu. Takk fyrir kærlega öllKissing

Svo skellti ég mér nú á djammið síðustu helgi með Gógu frænku, fórum á Nasa á 20 ára afmæli Fm 957. Það var svaka stuð, skemmtum okkur þvílíkt vel og ég hef nú sjaldan eytt eins LITLUM pening og þarna. Fengum far niðureftir og heim, Svavar Örn vinur hennar Gógu var ansi gajfmildur á barnum og svo fékk ég auðvitað frítt inn með Gógu og Svala. Tók nú sinn tíma að koma öllum út enda mikið fjör, og var ég ekki mætt heim fyrr en um hálffimm eftir gott hamborgara át í bílnum í boði SvalaLoL var bara ansi hress og kát með þetta, en ég hef ekki farið niður í bæ á skemmtistað í mööörg ár! Veðrið alveg yndislegt svo þetta var bara frábærlega vel heppnað hjá okkur frænkum!

Marín byrjar loksins í Íþróttaskóla Fram á mánudag, verður þar í 2 vikur, og ég held að það sé nú alveg kærkomið fyrir hana. Er nú farið að leiðast aðeins hérna heima með mömmu sinni og allir krakkar í einhverjum námskeiðum. Maggi byrjar svo líka í fótboltaskóla á mánudaginn. Viktor fær að fara í fótbolta og íþróttaskóla í eina viku, en hann byrjar reyndar ekki í  sumarfríi fyrr en 13 júlí.

En talandi um Viktor litla snillinginn minn, hann vildi ólmur láta taka hjálpardekkin af hjólinu sínu um daginn. Settist svo bara á hjólið og brunaði af stað!! Þurfti nú enga aðstoð við þetta og hjólar nú einsog brjá..... út um allt, og mamman með hjartað í brókunum!! En daginn eftir að hjálpardekkin voru tekin af, vöknuðum við öll við þjófavarnakerfið, minn maður búin að klæða sig og á leið út að hjóla fyrir allar aldir!! Þvílíkut spenningur hjá honumGrin

Ætla að eiga gott video kvöld í kvöld, er með barbeque kjúklingalæri inn í ofni núna, borðum frekar seint núna þar sem Axel er að vinna til 20. Semsagt bar kósý heit hér í rokinu núna.

Búin að laga athugsemdarkerfið á myndirnar,allavega þær nýjustu svo það á ekki að vera neitt mál núna.

Knús og eigið góðan 17. júní

Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jey nýtt blogg,alltaf gaman að lesa.það verður nú fínt fyrir Marín að komast á leikjanámskeið,miklu skemmtilegra en að hanga heima.

knús í kotið

Þóra Kolbrún (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 10:44

2 identicon

Kvitt kvitt

linda rós (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 16:33

3 identicon

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt. Kvitti kvitt :)

Íris Ósk (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband