Liverpool here I come ;o)

Jæja þá er ég búin að panta ferðina til Liverpool fyrir okkur Magga, ætlum að fara 17.ágúst og vera í viku í smá sælu þar. Verður nú gaman að koma í bítlaborgina,hitta Ástu mína og familí,fara í H&M og skella okkur á leik á Anfield og syngja You´ll never walk aloneTounge Hlakka sko mikið til!!

Annars er bara allt fínt að frétta úr þessari annrs leiðindar rigningu hérna, hvað er eiginlega málið með þetta veður!! Ég bara spyr? 

Marín byrjaði í íþrótta skóla i gær og mjög sæl og glöð með það, Maggi byrjaði líka í fótboltaskóla og er rosalega ánægður þar, svo fer hann á æfingu beint á eftir svo það er fótbolti frá 9-14 alla daga! Viktor minn er svo enn í leikskólanum og skilur ekkert í þessu að fá ekki að fara með safa og nesti á hverjum morgni og er bara hundfúll með það greyið, en hann fær nú að fara með Sigfúsi frænda sínum í íþróttaskóla í 1 viku þegar hann er komin í frí. Aðalsportið að fá að fara með safa og nestiWink

Við Linda skelltum okkur upp á Skaga á laugardaginn, en þar var Þóra og familí með Bjarka á fotboltamóti. Náðum reyndar ekkert að sjá snillinginn spila þar sem hann var búin þegar við komumFrownen við Linda og Þóra fórum í flottar búiðir þarna og nældum okkur í svaka fína pæju strigaskó! Fórum svo bara í Fellihýsið hjá þóru í kaffi, og létum fara lítið fyrir okkur með krakkaskarann muhahahaaa.

Svo styttist í N1 mótið hjá Magga á Akureyri, bíð spennt eftir því, verður svaka fjör. Hann er annars núna á fullu í Íslandsmótinu og þeir standa sig bara þvílíkt vel í hans liði,eru í 2 sæti núnaSmile Var einmitt að horfa á hann á Nesinu í gær á móti Gróttu þar sem þeir unnu 4-0. Svo eru fundarhöld,dósasafnanir, lakkríssafnanir og auðvitað allt hitt sem verið er að selja. Við höfum staðið okkur þvílíkt vel í þessu og fer drengurinn "frítt" á Akureyri, sem er bara frábært.

Nú styttist svo í að prinsessan mín hún Þóra Lind byrji á leikskóla, fékk inn um miðjan september og ég ætla að vera með henni í aðlögun-og að aðlaga mig líka haha. Hef nú grun um að Dísa frænka eigi eftir að sækja hana stundum!! Úff mér finnst þetta skrýtið, orðin svolítið háð þessu kríli mínu!

Svo bíður maður bara fram í október og þá kemur ný prinsessa í fjölskylduna hjá Þóru og Aron, bara yndislegt! Dísa litlaJoyfulLoLTounge

Skrapp svo í bíó með Dóru vinkonu í gær, hún bauð mér þessi elska svo ekki þarf ég að sjá á eftir peningum í þessa mynd haha...frekar léleg en samt alltí lagi að horfa á. Mestu skiptir nú bara að hafa farið út með góðri vinkonu og borða popp og risaópalLoL

Jæja, er að fara með Viktor minn í klippingu en Marín er hjá tannsa núna með pabba sínum og eins gott að það séu engar skemmdar!!

knús Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínt að einhver sé að fara í H&M,maður fær þig nú til að versla smá bleikt,er það ekki. Ég held að þú hafir meiri þörf fyrir aðlögun en Þóra Lind,hún á eftir að fíla sig með öllum krökkunum.

Jah þú verður bara að bíða fram í október til að sjá hvaða nafn litla snúllan á að fá,það er sko allt komið á hreint.............dadadarara

Þóra Kolbrún (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 15:20

2 identicon

Verður gaman hjá okkur :-) Maggi fer allavega x 2 á Anfield og ég vona að ég geti látið stærsta draum þinn rætast Dísa mín og smellt eins og einni af þér og Gerrard og þá verður hún líka stækkuð og sett yfir hjóna rúmið Axel til ánægju og yndi - hahahaha. H&M er ekkert svo sérstök en samt alveg hægt að finna sitt lítð af en Primark er að gera sig svo fer ég með þig í öll stóru mollinn......

Ég les alltaf bloggið en búin að vera ódugleg að skrifa - so sorry, nú bæti ég úr :-)

Takk fyrir mig á Íslandi og það er aldeilis búið að baka, djamma, DVD, og hvað eina.....Þið njótið ´lífsins.

Knúsar frá Ástu í rakanum sem lærir á nærbuxunum

Ásta í sólskininu (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 15:48

3 identicon

Innilega til hamingju með afmælið þann 10.júní. Betra er seint en aldrei að óska þér til hamingju;)

Ég verð svo að fara að skutla til þín hjólinu.

Linda (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 16:21

4 Smámynd: Jóhanna Ásdís Magnúsdóttir

Þóra mín ég held í vonina haha...Klara Dís er ofsa fallegt

Ásta mín það er nú hægt að segja um þig að þegar þú kvittar þá er það gert með stæl

Linda mín, takk fyrir kveðjuna, verður gaman að fá þig í kaffi loksins

Jóhanna Ásdís Magnúsdóttir, 23.6.2009 kl. 20:13

5 identicon

vó....bíó /popp/risaópal = p/&%/&%  ha ha ha ha ha aumingja Axel,  vona að ég komist með í næsta bíó.   Hlakka til að sjá ykkur fljótlega ;-)   Og ekki vera að tala um útlönd og H&M svona þar sem maður er í fráhvarfi á næstum hverjum degi mig langara í HMMMMMMMMM

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 15:14

6 identicon

Kvitt kvitt

Já það styttist að þú verðir frjálsknús Linda

linda rós (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 21:58

7 identicon

Þú verður að vera duglegri að blogga mín kæra....Nú er ég kominn aftur í bloggheiminn og linni ekki skrifum......koma svo skvís. Alltaf nóg að segja frá...

Ásta (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband