26.6.2009 | 20:26
Oggsuponsu...
Nú er pressa að skrifa hér um eitthvað sem ég veit nú barasta ekkert hvað á að vera?? Ásta mín það er svo spennandi að fylgjast með fólki í útlöndum, en hér er bara alltaf allt við það sama.
Annars missti ég símann minn í fyrradag í kaffibollann hjá mér....og já ég lýg því ekki!! Var að taka upp stóran kaffibolla og með símann í sömu hendinni. Var nú alveg kominn tími á nýjan, en ég ætlaði nú ekkert að kaupa nýjan fyrr en þessi myndi deyja. Hann er allavega búin að lifa ýmislegt af og var allur brotinn og ljótur en hef ég orðið fyrir stanslausu einelti með hann hahaha. Allavega fékk ég mér geðveikan síma í dag,bleikur Sony 3G Walkman sími get bara krúsað um á netinu,hlustað á útvarpið og hvaðeina. Annars kann ég ekki einu sinni að senda sms....smá vesen með stafina og þarf að hitta á Gógu eða einhvern sem kann á svona
Hitinn loksins að hækka hérna á landinu góða, alveg kominn tími til. Mikill raki í loftinu strax í morgun og fékk maður svona nettan "útlandarfílíng" . Erum líka að grilla akkúrat núna, og erum á góðri leið með að slá grill met þetta árið, Axel til mikilla ánægju!! Man þegar ég nennti aldrei að grilla hérna áður fyrr,og ef það var grillað þá var það Ali svínakótilettur - vel grillaðar og ekki beint mjúkar undir tönn
Krakkarnir sælir og glaðir hérna úti í góða veðrinu, og þarf liggur við að draga þau inn á kvöldin. Marin komin með "viðhengi" en það er strákur í næstu götu og þau eru saman út í eitt. Maggi að jafna sig í löppinni, man ekki hvort ég var búin að nefna það hér (ef svo ótrúlega vill til að einhver les hérna sem ekki er á Facebook) að hann fór á slysó um daginn, alveg að drepast í hælnum og gat ekki klætt sig í og úr sokkum. Það var tekin mynd og hann ekki brotin, þarf að hvíla löppina í nokkra daga og taka íbúfen. Bólgan er allavega að hjaðna, og honum líður betur enda ætlar hann að vera í góðu formi á Akureyri á miðvikudaginn.
Vona bara að foreldrarnir haldi sér á "mottunni! og missi sig nú ekki á hliðarlínunni....erum alveg með þjálfara sem sér um það, þurfum að passa okkur og hvaða skilaboðum við komum til krakkanna. Vera bara JÁKVÐÆÐ enda þarf nú ekki mikið til að þessir strákar láti pirringinn ná yfirhöndinni ef þeir eru undir. Ég er einmitt alltaf að pæla í því hvað handboltamenn eiga alltaf betra með að halda sér á mottunni heldur en fótboltamenn sem geta tuðað endalaust í dómaranum og hefnt sín út í eitt....skrýtið!
Lambafile grill lyktin á allan minn hug núnaenda klukkan að verða hálf níu og allir orðnir svangir svo ég hef þetta ekki lengra að sinni...
knús Dísa
Athugasemdir
Mér skilst að æskuvinirnir séu búnir að plana "sleepover" hér hjá okkur í dag, þeir eru svona hægt og bítandi að taka stjórnina á þessu sjálfir sýnist mér, haha! Það verður svo fjör hjá okkur í blíðunni á Akureyri....ég er búin að panta góða veðrið
Kv. Anna.
Anna (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 08:36
Já það passar,eru alveg ótrúlegir þessir drengir! Ég er nefnilega bissí í kvöld svo Maggi bara reddar sér greinilega.
Er farin að hlakka mikið til Akureyrar, og fínt að þú ert búin að panta góða veðrið.
Jóhanna Ásdís Magnúsdóttir, 27.6.2009 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.