Litli lygarinn...

Í dag 30.júní á elskulega og fallega vinkona mín hún Soffía afmæli, orðin árinu eldri en égTounge þó hún gæti nú alveg verið jafngömul mér haha... hlakka til að fara í veislu í kvöld en hún ætlar líka að skíra tvíburana sína, og það eru nú ekki ófá nöfnin sem ég er búin að giska á!!

Svo eru 13.ár í dag síðan elskulegasta amma mín dó, Linda systir var einmitt ólétt af Róberti þegar hún fór. Dó á leiðinni upp á spítala í sjúkrabíl á leiðinni á Akranes. Við öll á ættarmóti svo við sáum hana öll hressa og káta á föstudagskvöldi, en svo var hún dáin seint um nóttina. Sakna hennar ennþá og finnst sárt að hún hafi aldrei hitt börnin okkar systra, eða það sem meira er að þau hafi aldrei kynnst henni. Ætla að fara upp á leiði í dag og færa henni blómHeartHeartHeart

Í gær átti svo VIktor að fara með helming af deildinni sinni í Húsdýragarðinn. En þegar ég sótti hann og við að keyra heim þá sagði hann mér að hann hafi ekki fengið að fara í húsdýragarðinn þar sem hann var ekki með flíspeysu. Ég setti hann í léttan jakka enda var 15 stiga hiti þegar hann fór í leikskólann og spáin var enn meiri hiti..enda fór hitinn í 20 stig. Ég var alveg orðlaus og bara ekki að trúa þessu, hringdi út í leikskóla en þá var deildarstjórinn á hans deild farin svo ég talaði bara við leikskólastjórann sem vissi ekkert um þetta. Ég spurði Viktor margsinnis út í þetta og alltaf sagði hann það sama. Svo í morgun hringir deildarstjórinn hans, og sagðist nú frekar sár og reið. Hún væri með fullt af myndum af Viktor úr húsdýragarðinum og hann hafi skemmt sér mjög vel!!! Ég get svarið að ég vissi ekki hvað ég átti að segja, litla dýrið sat svo eins og steingervingur þegar ég talaði í símann og spurði hann í leiðinn út í þetta. Horfði bara ofan í diskinn sinn og skammaðist sín alveg þokkalega! Þessi börn mín....

Svo á ég auðvitað besta pabba ever og hjálpsamasta....hringdi í hann í gær því það er farið að ískra í bremsunum hjá mér og við á leiðinni til Akureyrar svo ég vildi láta kíkja á bílinn. Axel ekkert að hafa of miklar áhyggjur af þessu. Ætlaði að spyrja pabba hvert væri nú best að fara og hver væri með sanngjarnt verð, ef einhver veit um það er það pabbiLoL. Hann sagði bara beint, á ég ekki bara að koma eftir vinnu og fara með bílinn þinn og láta kíkja á þetta? Ég hélt einmitt að hann væri búin snemma þá og gæti farið áður en hann myndi sækja mömmu. Nei nei hann var hérna 5 min áður enn hann átti að sækja mömmu og svo fór hann með bílinn. En þar sem pabbi vinnur á nóttunni þá fer hann alltaf heim og leggur sig eftir að hann sækir mömmu. Enda þegar ég kom að sækja bílinn var hann ósofin og þokkalega þreyttur. Bremsuklossarnir alveg búnir og hann fékk tíma fyrir mig á miðvikudag!! Snillingur þessi maður og bestur í heimiInLove

Jæja best að sinna snúllunni minni, 

knús  Dísa


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Blessuð sé minning ömmu. Ég hugsa einmitt til hennar mjög oft og sakna hennar alltaf jafn mikið:-(

Jamm þessir pabbar redda manni sko alltaf:-) og Viktor aldeilis lúmskur, ótrúlegt hvað blessuð börnin taka upp á!

Bið að heilsa. Kveðja, Sigga Þóra

Sigga Þóra frænka (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 11:33

2 identicon

haha,Viktor góður hann er nú meiri púkinn,sé þig alveg fyrir mér í símanum alveg tilbúin að missa sig aðeins.

Já það er sko hverju orði sannara að við eigum sko besta pabbann í öllum heiminum.

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 12:20

3 identicon

Meiri gaurinn hann Viktor - hummmm. En mín bara dugleg að blogga og nóg að lesa fyrir mig...Kannast við "brjál" foreldranna á hliðarlínunni og meiri segja sendi kæru einu sinni niðrá KSÍ og fengu foreldrar rauða spjaldið og máttu ekki einu sinni mæta á heimaleik barna sinna. KSÍ sögðu líka þá að eftir að Eiður Smári varð frægur að þá eru dollarra merki í augunum á þeim og allir sjá sína syni sem Eið.......Gulli minn er brúnn og fallegur og fyrir mér er hann bara hann en elskan mín að hlusta á foreldra niðurlægja hann með fordómum og t.d að kalla hann grillaðan surt þá lét ég í mér heyra en annars fór þetta inn um annað og út um hitt.

Tilhamingju með allt og alla og knús til ömmu gömlu........

Takk fyrir að vera til staðar og hlusta ávallt á mig......Love Ásta

Ásta Englandskvísan (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband