7.1.2009 | 20:54
Titilslaust.....
Dagmamman var í fríi í morgun, þar sem litla snúllan mín var send í rör í morgun. Já hún er búinn að vera með vökva í eyranu og búinn að sofa illa undanfarnar nætur.
Gleymdi einmitt að segja ykkur frá því að hún lúllaði hérna á nýársnótt, þar sem foreldrarnir voru í sínu árlega nýársboði. Hún var nú ekkert á því að leggjast í rúmið svo hún sofnaði hjá ömmu sinni sem var hérna í mat. Svo þegar ég var að fara að sofa um hálfeitt leytið vaknaði mín og gjörsamlega var á orginu til kl 3!!! Minnti mig óþægilega á gamla tíma verð ég að segja úfff....snúllan svaf svo til 7 og vaknaði þá hágrátandi. Fann það vel hvað ég er ekki á leiðinni í ungbarna andvökunæturnar aftur híhí....enda mín öll búinn að vaka heilu og hálfu næturnar, og býst ég við að ekki yrði breyting á ef 4 ða barnið kæmi
En semsagt ég ákvað að láta Axel vakna með krökkunum og ég fengi nú að sofa út. Og já það var sko sofið út, ég fékk áfall þegar ég vaknaði, klukkan hálf tólf!!! Ég var líka alveg eftir mig í allan dag, hef ekki sofið svona lengi í mörg ár held ég bara. Sofnaði um eitt leytið svona einsog vanalega, en ég er alltaf að fara allt of seint í rúmið, yfirleitt milli 1 og 2 og svo vaknað rúmlega 7. Svo mín hefur verið eitthvað langþreytt eftir jólafríið greinilega
Ég leyfði svo Sigfúsi að koma með okkur heim eftir leikskóla og Linda kom hingað um 6 að sækja hann, svo ég bauð þeim nú í mat bara. Við erum svo að spá í að fara í bíó núna klukkan tíu við systur aldrei þessu vant. Kreppu fimmhundruðkalla bíó
Afi mínn yndislegi var að leggjast inn á spítala í dag, er víst með þvagfærasýkingu og háan hita. Vona að hann verði nú fljótur að ná sér af þessu greyið kallinn. En ég er einmitt að fara halda upp á afmælið fyrir hann 27 feb þegar hann verður 80 ára. Verður með bara þokkalega stóra veislu fyrir vini og ættingja og það sem hann var nú glaður þegar ég sagði honum að veislan skildi haldinn hér. Linda sér svo um veitingar...en ekki hvað!! Ætli við látum ekki bara Þóru í veislustjórnunina
Svo verða bara allir að stilla á Hemma Gunn á sunnudagsmorgunin og hlusta á Gulla Liverpool stjörnu sem verður aðalgesturinn. Fjörið og fjölmiðlaathyglin er sko skollinn á, heldur betur. Ég gefst svo ekkert upp fyrr en ég fæ mynd af mér með Gerrard!!! Þá er mínu takmarki náð
Jæja best að sjæna sig aðeins fyrir bíóið,
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2009 | 12:15
4.janúar 2009...
Hann elskulegi pabbi minn og besti afi í heimi á afmæli í dag!!! Hann er 59.ára og lítur ekki fyrir að vera deginum eldri en 50!!
Það er ekki hægt að hugsa sér betri pabba,tengdapabba eða afa en hann. Alltaf heiðarlegur,tilbúinn til að hjálpa manni,gefa manni góð ráð og líka að bara leyfa manni að gera sín mistök án þess að núa manni það um nasir
Við ætlum í afmæliskaffi til hans í dag,og gefa honum gott knús í tilefni dagsins.
Elsku pabbi við elskum þig af öllu okkar hjarta,og ég veit hreinlega ekki hvar við værum án þín
Kveðja frá okkur öllum í Grænlandsleiðinni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.1.2009 | 22:04
Gleðilegt nýtt ár...
kæru vinir og fjölskylda. Alveg kominn tími á smá blogg núna á nýju ári 2009.
Aðfangadagur gekk bara mjög vel, en ég fór til Lindu og "við" (lesist sem Linda) gerði villibráða sósuna, alveg geggjuð og svo gerðum við rösty kartöflur sem eru eiginlega í algjöru uppáhaldi hjá mér. Þetta var alveg yndislega þægilegt að gera þetta svona saman,róar mig aðeins haha..
Svo kom ég heim og gerði sósuna fyrir öndina, undirbjó krúste (forréttinn) steikti grænmeti og gerði allt reddí. En við vorum semsagt með önd og hreindýr. Hreindýrið var hér á borðum í fyrsta sinn á aðfangadag, og vá hvað það var svakalega gott, það var eiginlega ekkert varið í andarbringurnar eftir að maður var búinn að fá sér hreindýr. Maturinn var semsagt geggjað góður, og meira að segja krakkarnir voru nú bara ágætlega dugleg að borða
Pakkaflóðið var alveg þokkalegt og tók sinn tíma að opna þetta allt saman, en mamma og pabbi skildu nú flest alla sína eftir heima hjá sér. Tengdó og amma Bíbí komu svo seinna um kvöldið, en mamma og pabbi fóru til Lindu. Fengum okkur ís,sörur og konfekt en svo á miðnætti kíktum við Maggi til Lindu og co. Allir fóru nú heldur betur sáttir í rúmið, og svakalega fallegar og flottar allar þessar gjafir sem við fengum. Ég fékk svakalega fallegan hvítagulls eyrnalokka með 3 demöntum, alveg geggjaðir frá Axel og krökkunum. Börnin gáfu okkur svo auðvitað fallegustu gjafirnar, Viktor málaði þetta flotta málverk sem fer hérna upp á vegg, Marín gerði æðislegt dagatal sem hún myndskreytti fyrir hvern mánuð og Maggi vefaði (vona að ég skrifi rétt) listaverk handa okkur.
Fórum svo í hamborgarhrygg á jóladag til tengdó með Jóhönnu systir Axels og hennar fjölskyldu. Auðvitað borðað á sig gat þar og haft það huggulegt.
28.des var svo jólaball sem er orðið árlegt hjá bræðrum pabba og þeirra afkomendum. Alveg meiriháttar gaman að hitta þau öll, enda alltof sjaldan sem við hittumst. Leigjum okkur sal, Jenna mætir með jólatré, jólasveinarnir mæta á svæðið og gefa krökkunum nammi og svo koma bara allir með veitingar á hlaðborðið okkar, alveg svakalega vel heppnað og börnin alveg með eindæmum góð, jólasveinnin hafði góð áhrif á þau
Á gamlárskvöld borðuðum við naut og svínasteik hjá mömmu og pabba, en afi og amma voru líka í mat. Horfðum svo á skaupið sem mér fannst alveg meiriháttar, frábærir leikarar allir saman, og fórum svo bara heim. Náðum í RObba frænda sem fékk að gista hérna, því það er nú eitthvað lítið sprengt á hans heimili fannst honum, svo hann fékk að gista hjá okkur. Tengdó voru svo hjá okkur fram á nótt á spjalli.
Nú er maður bara að jafna sig eftir allar steikurnar,jólaölið,konfektið og sörurnar... úff var einmitt með hangikjöt og uppstúf í kvöld,svo ég verð glæsileg á morgun.
Svo eru það auðvitða stóru fréttirnar sem ég fékk á Gamlársdag, en hann Gulli hennar Ástu Mörtu vinkonu er á leið til LIVERPOOL, spáið í þetta. Vona og veit ,að hann eigi eftir að slá í gegn, enda góður strákur. Ásta og Kristjana Marta fylgja honum,enda algjörir klettar bakvið hann. Svo nú verð ég að fara að safna mér fyrir ferð til Liverpool......alveg kominn tími á ég komist til Englands.
Nú verður bara takmarkið að fá mynd af mér með Gerrard!!!!
Jæja er örugglega að gleyma helmingum sem ég ætlaði að segja hérna, en það kemur þá bara næst... Enda þetta til heiðurs Gulla
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.12.2008 | 23:32
Gleðileg jól...
Elsku vinir og ættingjar ég óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. VIð tökum á móti nýju ári með bjartsýni að leiðarljósi og von í hjarta. Er alveg viss um að allt fari nú vel hjá okkur öllum, og við eigum bara eftir að vera reynslunni ríkari eftir þessa kreppu.
En annars er bara allt gott að frétta, nú bara bíðum við eftir jólunum. Ég er búinn að dekka upp jólaborðið, og á bara eftir að skúra yfir gólfin. Á morgun fer svo Axel einsog vanalega til mömmu sinnar og pabba, hittir systir sína og strákana hennar þar. Þar skiptast þau á pökkum og fá sér síld og rúgbrauð og krakkarnir leika sér. Ég verð hér í eldhúsinu að gera allt klárt. Bara gaman og notalegt
Krakkarnir bíða spennt eftir Kertasníki og eru tilbúinn með kerti í glugganum. Þau vita nefnilega að hann gefur nú yfirleitt eitthvað agalega fínt ef þau eru stillt og prúð.
Nú er ég bara með hvítvínsglas hérna og hlusta á brjálaða veðrið úti. Þvílíkt ömurlegt veður. En eitt sem ég gleymdi að segja ykkur, að ég hef ekki opnað eitt einasta jólakort, aldrei þessu vant. Nú er ég bara svaka spennt að lesa þau annað kvöld, þegar allt er komið í ró.
Vona að það verði ekki þessi svakalega rigning á morgun, og þetta rok!!! Á nú samt ekki von á öðru,því miður, en ætli við fáum þá bara ekki snjóinn og fína veðrið á gamlárs, vona það allavega.
Dóra og Soffía mínar elskulegu, komu hingað á sunnudagskvöldið, það var ofsalega kósý hjá okkur. Fengum okkur heitt kakó,sörur, æðislega köku og konfekt ( Ásta mín þú hefðir nú átt að vera ;o) )Skiptumst svo á pökkum og sátum hérna á spjalli langt frameftir.
Það er voðaleg kyrrð yfir mér núna, allt komið í ró, Maggi búinn að vera alveg einstaklega góður hérna og hjálpsamur í dag (hann ætlar sko að fá eitthvað gott í skóinn greinilega) Marín var með pabba sínum hja tengdó að hamfletta (eða hvað þetta er kallað) rjúpur. Allir eru hraustir, ég á yndislega og bestu fjölskyldu í heimi, einstaka foreldra,systur og vinkonur. Það er ekkert sem jafnast á við þetta. Ég er rík.
Knús elskurnar mínar og eigið yndisleg jól
Jólakveðja Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.12.2008 | 00:42
Gubbupest...
Já hún er mætt á svæðið gubbupestin ojjjjj. Viktor byrjaði í nótt, rétt áður en við fórum upp í rúm. Sem betur fer vourum við enn vakandi því þetta var gjörsamlega út um allt hjá honum greyjinu!!! Kom sér vel að vera með teppahreinsivél. En shit hvað þetta er alltaf jafn ógeðslegt, við Axel kúguðumst til skiptis, þar sem það var ólíft í herberginu....já já ætli þetta séu ekki nægar upplýsingar fyrir ykkur, eflaust kominn með upp í kok að lesa þetta
Þegar Axel ætlaði svo að fara í vinnuna í morgun þá byrjaði hann svo hann fór beinustu leið aftur upp í rúm. Er búinn að vera slappur í dag, en bara skilað af sér einu sinni í viðbót í dag. Viktor aftur á móti búinn að vera hinn hressasti.
Marín hringdi í ömmu sína og afa í gærkvöldi til að fá að fara með þeim á flakk í dag, hún er ekki enn kominn heim, nældi sér í gistingu í leiðinni. Vinur hans Magga hringdi svo hingað í kvöld og bauð honum að gista svo ég skutlaði honum rúmlega hálf níu til hans.
Ætlaði svo að skella mér niður í Faxafen í 66°norður þar sem þeir eru með auglýst á heimasíðunni sinni að það ætti að vera opið til 22. En nei nei allt slökkt og enginn heima og ekki heldur á útsölumarkaðinum þeirra sem var líka auglýstur opinn. Djö.... var ég brjáluð, semsagt algjör fýluferð.
Er svo bara búinn að hafa það fínt hérna heima, ryksugaði og skúraði og gerði allt fínt. Viktor og Axel komnir upp í rúm kl tíu, og ég bara búinn að vera hér og klára að pakka inn öllum jólagjöfunum. Algjör rólegheitar sæla hjá mér, með malt og appelsín og bylgjuna
Mínar elskulegu Soffía og Dóra eru svo að koma hingað annað kvöld, ja eða í kvöld þar sem komið er yfir miðnætti. Ætlum að skiptast á pökkum og fá okkur eitthvað gúmmelaði sem ég á eftir að ákveða hvað verður.
Já svo settum við upp jólatréð okkar glæsilega í kvöld, ég er alltaf jafn ánægð með það, enda finnst mér það svakalega flott. Allt silfrað og fjólublátt einsog í fyrra. Viktor var alveg í essinu sínu að hjálpa mér, var hérna alveg á útopnu þessi snillingur. Ég hef nefnilega alltaf gert þetta að kvöldi til ein, og svo hafa þau vaknað að séð tréð. Maggi var nú ekki með mikla þolinmæði að skreyta, var ekkert of mikið að nenna þessu,setti ca 3 kúlur upp, en reyndar setti hann tréð samann með mér. En honum fannst nú bara skemmtilegast að leggjast í kassann undan trénu.
Nú ætla ég bara að fara að koma mér í háttin. Ætla að sofa vel og lengi
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.12.2008 | 09:57
6.dagar til jóla...
Já einsog ég segi alltaf orðið, vá hvað tíminn flýgur. Hér eru bara allir í stuði í Grænlandsleiðinni og allir í jólaskapi og bíða spenntir eftir aðfangadegi.
Viktor fór í jólafötunum í skólann í dag, jólaball hjá honum. Litlu jólin verða svo hjá Magga og Marín á morgun og svo eru þau komin í jólafrí.
Það er alltaf nóg að gera hérna, í gær vorum við systur hjá mömmu og pabba að baka (eða reyndar að setja inní) sörur.Linda greyið reyndar orðin veik, en hún bara skutlaðist með súkkulaði til okkar og fór svo beint á læknavaktina.
Þær verða vel varðveittar þar sem mamma var nú ekkert að missa sig í bakstrinum fengum allar tæpar 40, svo það verður vel farið með þær. En þetta er alveg ómissandi að koma til mömmu og pabba og gera sörurnar. En auðvitað er öll vinnan á m&p, þar sem þau baka botnana, gera fyllinguna inní og bræða súkkulaðið. Við systur fáum svo góða þjónustu hjá þeim svo bara dundum við okku við að smyrja á þær og förum glaðar heim með afraksturinn og hreykjum okkur yfir því hvað við "bökum" góðar sörur hahaha.... Takk fyrir okkur elsku mamma og pabbi, þið eruð auðvitað best!!!
En einsog ég sagði var Linda lasin, en auðvitað er hún mætt í vinnu núna, brjálað að gera núna hjá henni, ekki að spyrja að hörkunni í henni. En við Þóra erum bara hér í rólegheitum, litla músin reyndar kominn á ansi mikið skrið svo nú verður að fylgjast vel með henni.
VIð vinkonurnar, Dóra og Soffía fórum í bió í fyrradag á jólamyndina Four Christmases. Var bara fínasta mynd, nema Vince Vaughn er eitthvað að pirra mig, finnst hann ekki alveg nógu góður og ekki nógu huggulegur miðað við þessar skvísur sem hann leikur á móti.
Furðulegt þegar ég sest hérna niður að blogga alltaf man ég aldrei hvað ég ætlaði að skrifa um, en já ég var nú ekki búinn að segja ykkur frá jólahlaðborðinu hjá Lindu og Mumma, eða var það? Allavega var þetta alveg geggjað, forréttarhlaðborð með fullt af kræsingum, aðalréttarhlaðborð og svo eftirréttar hlaðborð. Já bara einsog á 5 stjörnu veitingahúsi takk fyrir. EKki að spyrja að þvi þegar veislur hjá þeim eru annars vegar. Maður hreinlega rúllaði heim eftir allt átið!!!
Jæja nú vill snúlla litla leika við frænku og komast á gólfið svo ég ætla nú að sinna henni, þýðir ekkert að hanga á blogginu þegar maður er í vinnunni!!
Knús og góða helgi,
Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.12.2008 | 00:34
Kokkaútskrift, matarást og góð þjónusta....
Fórum, við hjónin í kokkaútskriftarveislu hjá Heimi hennar Önnu Gullu frænku, Axel er reyndar ennþá þar, og ég búinn að skúra og ryksuga hér síðasta klukkutímann. Fengum æðislegan mat, bjór, léttvín og bolla í boði, svo Axel er eflaust í stuði núna. Maggi og Marín voru hérna heima, þar sem þetta var haldið hjá Gógu og Svala í Marteinslauginni var stutt fyrir mig að bruna heim ef eitthvað kæmi upp á. Allt gekk nú vel, og þau systkin ofsa góð hérna heim, búinn að ganga frá öllu og gera fínt svo ég varð nú að klára dæmið og skúra. Viktor var hjá uppáhalds frænda sínum honum Sigfúsi og endaði á að fá að sofa.
Annars verð ég nú að segja frá góðri þjónustu sem ég fékk í gær. En ég keypti mér há glans stígvél sem allir hafa nú séð sem þekkja mig. "Lét" Axel gefa mér þau í jólagjöf, en þau kostuðu þá 32.000 kr sem var geggjað verð fyrir ári síðan þó svo stígvél kosti þetta nú flest í dag og vel það. Allavega um daginn rifnaði upp úr saumnum aftan á báðum skónum á sama tíma, og rifa út frá því svo ég komst ekki í skóna og gat auðvitað ekki notað þá svona. Fannst þetta nú frekar léleg ending á svona dýrum skóm, svo ég manaði mig nú upp í að fara í Kultur og sýna þeim. Verð nú að segja að ég átti nú ekki von á að eitthvað yrði gert fyrir mig þar sem næstum ár er liðið frá því ég keypti skóna.
Rekstrarstjórinn þarna tók við skónum og sagðist myndi senda þá til saumakonunnar og láta hana dæma um hvort um galla væri að ræða eða hvort nokkuð væri hægt að gera við þá, sem ég átti nú ekki von á. Nokkrum dögum síðar hringdi ég og hún sagði bara beint við mig, þú færð bara inneignarnótu, komdu bara og sæktu hana. Svo ég fékk skóna fullgreidda, ekkert smá ánægð með þetta, en mér hefur nefnilega oft fundist einsog maður sé hálfgerður glæpon ef maður þarf að skipta eða skila hlutum hérna á Íslandi!
Axel fór svo í Kultur menn og lét dressa sig upp, það var alveg stjanað við hann, og það kann hann sko að meta, annað en ég sem vill bara fá að vera í friði þegar ég er að mátaþoli ekki uppáþrengjandi afgreiðslukonur sem hanga yfir manni. En hann semsagt mátaði jakkaföt ( en til þess vorum við komin) og fékk auðvitað skyrtu með og bindi til máta og auðvitað keypti hann þetta allt saman, en hann sleppti reyndar skónum sem hann fékk til að máta með. Semsagt frábær þjónusta þarna í Kultur.....hef reyndar ansi oft labbað þarna inn án þess að vera boðin góðan daginn...enda lít ég ekki út fyrir að eiga millur í veskinu og á það nú heldur ekkert svo þetta kom þægilega á óvart. Nú þarf ég bara að finna mér nýja skó, gaman gaman.
Yndislegt veður úti akkúrat núna, snjórinn yfir öllu og þvílíkt jólalegt. Ætla að hafa það gott á morgun, verð með Þóru Lind og Sigfús örugglega líka þar sem Linda og Mummi eru á fullu að undirbúa jólahlaðborð sem verður hjá þeim á morgun. Þvílík rausnarleg þessi hjón, en þau ætla að bjóða okkur systrum, ma+pa, foreldrum og bræðrum Mumma líka í heljarinnar jólahlaðborð!! Alveg ótrúleg
Axel reyndar ansi óheppinn að missa af þessu, en hann er að bjóða starfsfólkinu sínu á jólahlaðborð á Fjörukránna, langaði að bjóða þeim í smá stemningu, og það er víst grýla þar sem býður upp á fordrykk og svo sjálfu Gylfi Ægisson og Rúnar Þór sem spila fyrir gesti hann mæti bara í afganga til Lindu sinnar á sunnudag, enda með óbilandi matarást á mágkonu sinni
Jæja segi þetta nú gott, yndislegt að fá kvitt "blikk"blikk"
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.12.2008 | 23:19
Átakanlegur þáttur....
Er eiginlega alveg eftir mig núna!! Var að horfa á þátt um líknardráp á Sky Real Life. Úff þetta tók á verð ég að segja.
Það var fylgst með 2 fjölskyldum, annars vegar maður rúmlega sextugur með MND sjúkdóminn, fastur í hjólastól og gat sig ekkert hreyft,átti erfitt með að kyngja og andaði í gegnum súrefnisgrímu. Hann átti 2 uppkomin börn og eiginkonu. Hann vildi alls ekki deyja greyið maðurinn, en hann vildi heldur ekki lifa svona áfram og eiga von á kvalarfullum dauðdaga. Svo hann fór og hitti lækna í Sviss, þar sem fólki er hjálpað að deyja.
Svo var það hins vegar hjón rúmlega 70 held ég. Kallinn var búinn að fá 3svar sinnum hjartaáfall, og sagðist ekki getað notið lífsins nægilega, gat ekki stundað kynlíf lengur og ekki spilað tennis!!! Konan hans var fullfrísk, litu bæði glæsilega út, það var ekkert sem var að henni. Þau áttu 2 dætur og barnabörn, en konan sagðist elska dætur sínar en hún bara elskaði manninn sinn meira og það var ekki séns að hún ætlaði að lifa lengur en hann. Þau vildu deyja saman og fóru til Sviss að hitta læknana.
Maður var alveg orðlaus að horfa á þetta, þessi hjón virkuðu fullfrísk, alltaf að kyssast, nutu sín að borða góðan mat og fara í labbitúra. Ég varð eiginlega reið að sjá þetta, þó svo að þau gætu ekki stundað kynlíf eða farið í tennis. Börnin og barnabörnin voru greinilega ekki næg ástæða til að halda sér á lífi. En þeim var neitað þegar þau hittu lækninn, og ég segi nú bara,ekki er ég hissa!! Það mátti ekki hjálpa fólki við að deyja sem voru fullfrísk, en svo kom nú reyndar fram í lokin að búið er að breyta reglunum svo ég held að hjónakornin ætli aftur, þar sem núna þarftu ekki að vera veikur.
En MND maðurinn, hann fékk já, og guð minn góður hvað þetta var átakanlegt. Maður fann svo hrikalega til með honum því hann vildi ekkert deyja. En lífið hjá honum var ekkert, og hann var ekki farin að þjást of mikið, svo hann vildi fara með reisn. Þennan mann skildi maður auðvitað. En ég verð að segja að mér fannst þetta ekki nógu hreinlegt og fallegt umhverfið hjá honum.
Þau hjónin mættu í einhverja íbúð, og hann lagðist í rúm sem var með gulu ullarteppi á. Kallinn sem gaf honum meðalið, var bara í einhverjum sjúskuðum fötum og æji ég ætla nú ekkert að tala um þetta meira, en ég átti von á hvítum rúmfötum og svolítið snyrtilegu umhverfi. Það hefði átt betur við. Allavega var þetta ansi átakanlegt.
Annars af einhverju skemmtilegra, ég vann í Happdrætti háskólans í kvöld jibbíí...enga milljón núna en ég fékk 2 vinninga á sama miðann. 2 lægstu en það er alltaf gaman að fá vinning, 5.000 og 15.000, alveg geggjað!!! Ég er allavega voða glöð auðvitað.
Svo eru það mega óléttufréttir, má segja frá því núna en hún Soffía vinkona og Halli eiga von á TVÍBURUM, já takk, þvílíka lukkan. Ekkert smá sem tvíburafæðingar eru orðnar eitthvað algengar finnst manni, já og sérstaklega ef fólk ætlar að eiga 1 í lokin en auðvitað er þetta algjör guðsgjöf og þau verða aldeilis rík, eru það nú þegar!! Við Dóra ætlum að vera voða góðar frænkurþ.e ef þetta verða Jóhann og Dóri eða Dísa og Dóri haha...held að þetta verði strákur og stelpa.
Annars er bara allt fínt að frétta af mér og mínum, nema mamma og pabbi bæði veik. Pabbi búinn að vera hóstandi og slappur í langan tíma, sagði einmitt við hann í gær að hann hlyti að vera kominn með lungnabólgu, en hann fór til læknis í dag og er einmitt með lungnabólgu. Mamma alveg hrikalega slöpp, búin að vera með 40°hita og bara liggja fyrir. Ekki nógu gott, en ég sendi þeim hér með batakveðjur þó pabbi sé nú nokkuð hress, og mætir auðvitað alltaf í vinnu!!
Knús í rigningunni
Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.12.2008 | 18:51
...
Fórum á Argentínu við hjónakorinin á laugardagskvöldið, á jólahlaðborð. Alveg meirháttar gott, og við algjörlega vorum að springa þegar við löbbuðum út Eftirréttarborðið var það besta sem ég hef fengið á svona hlaðborðum, en verst hvað maður gat nú kannski ekki alveg notið þess í botn, þar sem við létum kannski ekki líða alveg nógu langan tíma á milli aðal-og eftirréttanna.
Annars var þetta bara fínasta helgi, fórum nú aðeins í jólastemninguna í Kringlunni og hittum nokkra jólasveina sem vöktu mikla lukku hjá Viktor, hann er nú meira jólabarnið. Svo á sunnudag fór Axel til mömmu sinnar með Marín, en þar systir hans Axels líka og þau voru að gera Krúste (veit ekki einu sinni hvernig þetta er skrifað). Krúste er semsagt forrétturinn okkar á aðfangadag, búið að fylgja fjölskyldu Axels alla hans ævi, en þetta kemur frá Noregi held ég alveg örugglega. Lítur út einsog tartalettur, nema bara örþunnt og er djúpsteikt, svo eru hinar ýmsu fyllingar settar í þetta. Ofsa gott og orðið ómissandi hérna hjá okkur. Ætla samt ekkert að tala um fyllinguna sem við notum í þetta, það vita það nú þó flestir.
Axel er að skella sér núna í bíó á James Bond með Magga, Marín er hérna að læra og VIktor niðri að gera hundinn kolgeggjaðan held ég.
Dagarnir eru annars bara allir frekar rólegir, dúllan alltaf jafn góð, og alls ekki hægt að biðja um betra og skemmtilegra barn
Nú þarf ég bara að fara að huga að jólakortunum, svo í rólegheitum að fara bara að pakka inn gjöfunum, mér finnst það nú alltaf jafn gaman. Geri það helst seint á kvöldin þegar allir eru farnir að sofa, með krertaljós og kannski hvítvínsglas. Það er algört yndi.
Hafið það gott í snjónum, knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.12.2008 | 11:31
4.des 1971...
Þá fæddist hann Axel minn.Þessi elska á afmæli í dag, og ég er nú búinn að baka fyrir hann aðeins og setja í heita rétti.
Til hamingju með 37.ára afmælið elsku Axel minn, við elskum þig af öllu okkar hjarta
xoxo...Knús Dísa,Maggi,Marín,Viktor og Mandla
Svo er bara að vona að hann kíki nú á bloggið mitt
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)