Jólalag...

Þetta hefur alltaf verið eitt af mínum uppáhalds jólalögum, vildi bara deila því með ykkurSmile

Knús Dísa

Svo er auðvitað þessi útgáfa líka, með Hr fallegum Wink set hana inn fyrir Ástu mína


Já og enn ein vikan liðin....

Já talandi um hvað tíminn líður hratt, það er rúm vika síðan ég bloggaði síðast, ussusssei er bara ekki að ganga.

Vikurnar hreinlega hlaupa frá manni, maður er alltaf á einhverj flakki. Fórum í leikhús í gærkvöldi í boði Lindu og Mumma sem fengu boðsmiða frá SPROn og vildu ekkert nýta sér það. VIð sáum Fólkið í blokkinni. Það var bara mjög gaman, en reyndar þegar maður er nýbúinn að sjá Fló á skinni, þá er ekkert sem toppar það, og svo eru margir sömu leikararnir, einsog td. biskupssonurinn,man ekki hvað hann heitir, en hann sló þvílíkt í gegn í FLónni en í þessu leikriti er hann bara ekki með nógu krassandi hlutverk. Annars var þetta nú bara fínasta skemmtun. Fórum kl 22, svo það þurfti að setja öll börnin í pössun, Marín var hjá tengdó og strákarnir hjá Lindu. Svo það var bara aljgör lúxus hjá okkur hjónunum, sofið út og huggulegt.

Svo var afmæliskaffi hjá Daníel, frænda Axels, fengum þar góðar veitingar og höfðum það gott. Svo fór ég auðvitað til Lindu í kvöld einsog öll önnur sunnudagskvöld að horfa á Dagvaktina, er samt ekki eins ánægð með hana og NæturvaktinaCryingen samt alltaf gaman að horfa á þetta.

Nú er ég búinn að skreyta allt, aldrei sett ein mikið af ljósum í gluggana. Og ég er nú bara svaka ánægð með þetta, en aldrei hef ég skreytt svona snemma. Hef yfirlett verið að þessu í kringum afmælið hans Axels sem er 4.des. 

Allir eru bara hressir og kátir, og Viktor er svo heillaður af öllu jólaskrauti að það var alveg yndisleg þegar hann var að skoða þetta allt saman, bara endalaust vááááá hvað þetta er fallegt, allt svo fallegt finnst honum, en hann vill nú eiginlega skreyta herbergið sitt meiraWink

Nú ætla ég svo að fara taka aðeins til hérna fyrir utan hjá mér, hryllilega sem aðkoman hjá mér er ömurleg. Henda þessu grilli fyrir utan, og taka aðeins til. Þoli ekki aðkomuna hingað!!!! Get ekki beðið eftir að við förum í að gera pall og helluleggja, já hvenær sem það verður! Stefni samt á það í vör. Alltaf gott að hafa eitthvað til að stefna að.

Já Tobba mín, þetta er nú ekki hægt þetta hittingsleysi. Reyndar alltaf svo hrikalega kalt og manni langar bara ekkert í göngu með snúlluna, en þá bara bíð ég þér í kaffi frekar-ok?

Þóra Lind alltaf sami draumurinn og ég held ég sé nú bara í besta starfi í heimi ef starf skildi kallaLoL

Knús á ykkur öll,

Dísa


Helgin að ganga í garð...

Enn einn föstudagurinn genginn í garð, ekki að spyrja að því hvað tíminn flýgur,það verða komnir páskar áður en maður veit að LoL

Maggi minn og Róbert eru hjá mömmu og pabba núna, það var algjört skilyrði að þau myndu öll horfa saman á Pabbann. Maggi veit ekkert skemmtilegra en að horfa á eitthvað fyndið með ömmu sinni. Hann var einmitt síðustu helgj hjá Dóru frænku, fékk að gista hjá Guðrúnu Sól og þar horfði hann á þetta með þeim, og sagðist hafa hlegið og grátið allan tímann,allgjör snilld. Svo nú sitja þau eflaust í Kópalindinni með snakk og kók og hlægja úr sér allt vitLoL

Einsog ég segi þá líður vikan alveg ótrúlega hratt, litli engillinn minn hún Þóra Lind er alltaf jafn góð. Hafið þið einhvern tímann heyrt einhvern kvarta yfir því að barn sé of fljótt að sofna??? Ég tók tímann í morgun, snúllan var orðinn ansi þreytt enda klukkan að verða 10Grin, það tók hana 13sek að sofna og ég taldi hratt!!! Maður er bara rétt lagstur með henni og kviss bang búmm, sofnuð!! 

Fór annars með Magga og VIktor í klippingu áðanm, vá það er ekki gefið verð ég að segja...6000krónur takk fyrir!!! það væri nú skuggalegt að reikna það út hvað maður eyðir í klippingu á einu ári!! Spurning um að allir fari að safna núna.Og ekki er hundurinn ódýrari, með erfiðan feld sem þarf oft að klippa, það er sko ekkert 2svar á ári með hana takk fyrir. Ef gott á að vera þá helst á 5 vikna fresti og 5000kr skiptið. En þeir voru nú vel klipptir strákarnir, gullfallegir með sína herraklippingu og Viktor var einsog engill allann tímann...en það er ekki langt síðan ég þurfti að draga hann inn á hárgreiðslustofuna og það hágrátandi, ég kófsveitt við að halda honum í stólnum!! En hann hefur nú þroskast og sér loksins að hárgreiðslukonan er enginn læknir!! Það var varla að hann blikaði augunum allann tímann, svo stilltur var hannWink.

Maggi auðvitað reitti af sér brandarana, enda breytist hann alltaf í einhvern ofur töffara þegar hann mætir á hárgreiðslustofuna, vill fá strípur og harðasta gelið sem þær eiga og hefur alveg ákveðnar skoðanir á hvað á að geraLoLsnillingur!!

Marín og Viktor bæði sofnuð og Axel úti hjá vini sínum á spilakvöldi, svo ég er búinn að opna mér hvítvínsflösku aldrei þessu vant, er í svo lélegri æfingu að opna svona flösku að ég þrýsti tappanum ofan í flöskunaWinkskál!!

Litla-stóra 5 ára prinsessan hennar Dóru vinkonu átti afmæli í gær, svo við erum að fara í afmæli á morgun, alltaf gaman að fara í afmæli, hittast og borða ljúffengar veitingar að hætti Dóru!! Svo kemur Sigfús Árni hingað á morgun og ætlar að lúlla hér, hjónakornin að fara í heima-jólahlaðborð hjá Svölu og Heimi....það verður eflaust mjög rólegt hjá þeim "hóst" og "kafn"......Whistling

Svo ætla ég að stefna á að fara að dusta rykið af fínu útiseríunum mínum, og kannski að fara að skreyta pínu hérna inni, kíkja á jóladótið og sjá hvað ég á!! Ég hef nenfilega svo oft farið á 70% jóladóta útsöluna í Húsasmiðjunni eftir jólin og gert ansi góð kaup. Allt saman nýjasta jólatíska ennþá því það er alltaf sama jóladótið ár eftir ár í HúsasmiðjunniTounge eina sem breytist er verðið.

Whell, best að fara að kíkja bara á sjónvarpið....og hafa það bara x-tra kósý.

Knúsið nú alla vel í kringum ykkur....xoxo Dísa


Yndislegt veður úti....

Var að koma inn úr klukkutíma göngu í geggjuðu veðri núna með hana Möndlu mína. Hún virðist nú ekki hafa fengið næga útrás því hún er í algjöru kasti hérna núna, hleypur um allt á milljón og urrar einsog vitleysingur!! Svo eflaust rotast hún eftir nokkrar mínútur.

Annars horfði ég aðeins á þennan blaðamannafund áðan með G.H.H og I.S.G. Ég get svarið að ég fæ svo mikinn kjánahroll stundum þegar blaðamennirnir taka til máls og reyna að spyrja einhverra spurninga. Mér finnst þetta alveg með eindæmum hérna, íslenskir blaða-sjónvarpsmenn vita aldrei hvað þeir eiga að spyrja um, virðast aldrei bara vera nógu upplýstir um hvað á að spyrja þegar kemur að svona beinum útsendingum. Kannski fyrir utan einn, hann sem er á Stöð 2 með Ísland í dag, man ekki hvað hann heitir í augnablikinu,allavega er hann ungur.(innskot eftir langt hugs,hann heitir Sölvi)

Þetta finnst mér alltaf einkennandi, og maður sér það líka oft á Geir og þeim sem liggja fyrir svörum að þeir hálfpartinn hlægja bara af þeim. Mættu alveg vinna vinnuna sína betur og koma sér aðeins betur inn í málin, í staðin fyrir að spyrja einsog vitleysingar og oft um eitthvað sem hefur löngu komið fram....og nú er ég barasta að koma í hringi með þetta, allavega fer þetta hrikalega í taugarnar á mér. 

Allir krakkarnir voru heima í dag, frí í skóla og leikskóla. Sigfús svo komin með streptakokka líka svo Þóra Lind kom ekkert í morgun þar sem Mummi var heima. En Viktor er alveg orðinn hress, var nú bara rétt slappur í einn dag, og er ofsa duglegur að taka pensilínið sitt,svo hann losar sig við þetta á no time. Er allavega orðinn ferðafær í leikskólann á morgun, og ekkert verið með hita síðan á laugardag.

Axel kom heim í gær úr veiðinni, fékk bara 2 rjúpur, en Heimir gaf honum 3 sem fara beint til tengdó..aldeilis almennilegur og bjargar þá jólamatnum hjá tengdó. 

Svo ætti Þóra og Aron að vera mætt upp á flugvöll í Boston núna. Lenda hér um 6 leytið í fyrramálið,svo það verður farið í Seljahverfið á morgun að skoða góssiðWink

Það var nú greinilega ekkert að virka að væla um kvitt hérna, nema eitthvað smá og þakka ég fyrir það. Knús Dísa

 

 


Kokki mættur í holtið...

Já Viktor kominn með strepta(o)kokka, fór með hann til læknis áðan. Hann var kominn með jarðaberjatungu og rauðhleyptur á bringu og maga. En hann finnur samt ekkert til í hálsinum. Svo ég er eflaust næst á dagskrá enda borðuðum við sama ísinn í dagSmilegáfuð ég. Vona bara að Þóra greyið sleppi, en hún var hér í dag.

Ég fór ekkert í foreldraviðtölin í morgun því Viktor byrjaði morguninn á því að æla, og var frekar slappur. Svo það var nú ekki sniðugt að láta Robba passa. 

Marín í dekri hjá mömmu og pabba, ekki finnst henni það nú leiðinlegt.ónei, getur líka hjálpað til við að passa Smára BjörnJoyfulekki finnst henni það nú leiðinlegt heldur! Hann er hjá mömmu og pabba á meðan Þóra og Aron eru í Boston, segir mér nú hugur að eitthvað hafi verið verslað hjá þeim í dag í Outletinu sem þau voru eða eru reyndar enn í eflaust.

Maggi er á fótboltaæfingu, og ég bara hér í rólegheitum, Viktor að horfa á teiknimyndir. Veiðimaðurinn náði bara einni rjúpu í dag, svo eitthvað er nú veiðin dræm...leiðinlegt "hóst" ....ekki borða ég þessar blessuðu rjúpur,það er eitt sem víst er. 

Við ætlum aftur á móti að borða hreindýrið sem hann skaut um daginn, fyrsta sinn sem það verður hreindýr hér á borðum um jól....nú bara veiðir maður sér til matarLoL já og mamma og pabbi ætla að vera hjá okkur þessi jólin, tengdó voru hér í fyrra. 

Annars bara kominn jólasnjórinn nánast, er bara að komast í jólafílinginn með þessum snjó. Nú ættum við öll bara að fara að lýsa hér allt upp í landinu og skella jólaljósunum upp,hvernig væri það nú?? Mér finnst það bara allt í lagi!!

Í morgun lágum við bara öll hér saman niðri í sófa að horfa á teiknimyndir,þegar ég stend upp og kíki að aðeins út um gluggann. Sé hér í garðinum lítinn hund eða kött,var ekki viss. Sá hann skjótast hér um, svo ég stekk upp og kíki hér út og sé að þetta er Bichon hundur lítill og blautur og kalla á Magga að vinkona Möndlu sé örugglega sloppinn út og sé hér fyrir utan (hvolpur sem hefur komið hingað í heimsókn)...ætla svo að hlaupa út þegar ég sé að útidyrahurðin mín er opin!!!! Shit hvað mér brá því Mandla helypur alltaf lengst í burtu ef hún sleppur út. Þetta var semsagt Mandla búinn að vera að dunda sér úti í bleytunni, rennandi blaut í svaka stuði. Náði henni sem betur fer strax, en guð má vita hvað hún var búinn að vera lengi úti??? Hurðinn hefur bara opnast óvart hjá okkur. Hefði ég fengið þokkalegt áfall hefði ég bara komið að hurðinni opinni og enginn Mandla úffff...

Jæja kannski kominn tími að huga að einhverju í matinn hérna áður en fótboltastrákurinn kemur heim. 

Knús í kotið....Dísa


LaSaRus mættur......

Reyndi að loka síðunni en auðvitað tókst mér það ekki - tölvunördinn ég!! Flaug eitthvað í mig um daginn að kannski væri bara ekkert sniðugt að hafa síðuna opna og leyfa öllum sem vilja, að skoða mig og mína og lesa um okkur, en ég sé til. Allavega þið sem kvittið-þið eruð æðiKissing

Viktor minn orðinn eitthvað lasinn, kominn með hita og var hálfræfilslegur í kvöld greyið. Axel á rjúpu og búinn að ná 2 en Heimir 7!! Ég þarf að fara í 2 foreldraviðtöl í fyrramálið, frí í skólanum á morgun og mánudag. Robbi frændi ætlar að redda mér, passar systur sína og Viktor á meðan ég fer upp í skóla.

Við Þóra Lind skelltum okkur í Smáralindina í dag, eða Debenhams öllu heldur. Náði að versla 1 jólagjöf, og þá á ég bara 3 eftir, ekki slæmt og desember ekki kominn. Eina sem ég spreðaði í var klósettbursti á 40%afslætti, báðir brotnir sem ég átti fyrir,spurning hvort maður sé að missa sig í klósettþrifunum á burstanum híhí..!!

Ekki að spyrja að frænku litlu, alltaf sami "svefn" engillinn. Alveg hreint ótrúleg. Sofnaði hér í morgun fyrir hálf tíu og vaknaði um 11. Ég gaf henni aðeins að borða og skipti um bleyju, og svo brunuðum við út. Við vorum ekki komnar upp í Smáralind þegar hún var steinsofnuð í bílnum, vaknaði nú við að fara í kerruna, en eftir smá rúnt var mín rotuð, alveg búinn á´ðíSleeping

Þóra og Aron eflaust lent í Boston núna, en greyið að fara á þessum tíma þegar dollarinn er shitt hár#$%$%# fannst mér hann nú dýr þegar ég var 112-114 kr en núna 137-139 ómægúd!!!!

Er kominn með hundleið á þessu krepputali,ótrúlegt hvað sumir eru rosalega svartsýnir á framhaldið, en kannski ekkert ótrúlegt...ég er bara Pollýanna og er bjartsýn, þýðir ekkert annað, annars verður maður bara ruglaður. Það veit enginn hvernig ástandið verður hér eftir 6 mánuði eða 1 ár og við erum ekkert betri með það að velta okkur uppúr öllu því versta sem getur gerst. Eina sem við getum gert er að passa upp á aurinn sem við eigum og fara sparlega, hugsa vel um fjölskylduna okkar. En auðvitað líður manni hræðilega með alla sem hafa misst vinnuna, ég er nú ekkert alveg blind á það,skil vel að fólk hafi áhyggjur, en einhvernveginn verðum við að halda geðheilsunni okkar, og ég trúi því bara að við förum í gegnum þennan skell, og rífum okkur svo vel uppúr þessu öllu saman,sterkari en nokkru sinni, við erum ekkert þekkt fyrir annað, enda Íslendingar duglegasta fólkið í öllum heiminumLoLog best,fallegust, stórust og allt það hahaha!!! 

Knús á alla sem hér lesa,verum góð við hvort annaðHeartHeartHeart Dísa


699 flettingar....

Já það eru 699 flettingar á albúminu mínu, 59 innlit og 1 kvitt!!!!! Voðalega væri nú gaman að sjá hver er að skoða hér......annars verður bara komið lykilorð á síðuna GetLost

Myndir...

Jæja náði að setja inn nokkrar myndir....þarf víst að kaupa mér stærra pláss til að koma inn myndum. Þurfti að eyða út nokkrum gömlum....njótið  knús Dísa

Nokkrar línur....

Já tíminn hreinlega flýgur frá manni!! Ekki búin að blogga í viku, ussuss.... Annars gengur bara allt sitt vanagang, Marín losnaði við saumana í dag og allt lítur bara vel út, er samt ennþá svolítið bólginn greyið. Ég búinn að vera eitthvað skrýtin í maganum reyndar í allan dag, flökurt og bara hálf drusluleg.

 Þóra Lind prinsessa er alveg einstök (hef ég nokkuð sagt það áðurLoL) kemur hérna kl 8 og fær sér morgunmat, svo leikum við aðeins og svo sofnar hún yfirleitt um hálf tíu í rúman klukkutíma og svo er hún sofnuð aftur milli 12 og 13. Nema í morgun var hún svo þreytt, foreldrarnir hafa eitthvað verið með hana á of mikilli keyrslu um helgina híhíh... en hún var sofnuð um leið og hún lagðist á koddan um 9 og svaf til 11, og svo var mín aftur sofnuð fyrir kl 1!!! Þetta er nú bara engu lagi líkt. Og aldrei grætur hún, nei og ekki einu sinni þegar hún kemur til frænku (sem betur fer) kemur alltaf glöð í fangið á mér, og svo vaknar hún bara hjalandi. Draumur í dós þessi snúlla.

Krakkarnir eru líka svo hrifin af henni, þau vildu bara að við ættum hanaSmileknúsa hana alveg í kaf. Fer oft með hana niður í rúm til Viktors ef hann er ekki vaknaður og leyfi Þóru að vekja hann, og þvílíkur gleði svipur á drengnum, ekki það morgunfýla hrjái hann litla stubbinn minn, alltaf hress og kátur á morgnana. EKki beint líkur systir sinni sem er núna á hátindi 6 ára gelgjunnar!! 

Marín er reyndar byrjuð í frístundar heimilinu 3 svar sinnum í viku, og finnst það alveg meiriháttar. Vill helst vera þar alla daga, og er alltaf fúl þegar ég sæki hana. Finn nú alveg mun á henni, en allar stelpurnar eru nánast í gæslunni, og einsog ég hef sagt áður er enginn hérna nálægt til að leika við hana svo hún hefur ekki aðlagast hópnum nógu vel. En núna er hún að mynda vinkonu tengsl sem er bara meiriháttar,fær þær í heimsókn hingað og svo fer hún líka til þeirra. Allt að smella hjá henni.

Maggi fór á James Bond núna í kvöld, þjálfarinn hans og sonur sem er vinur Magga buðu honum með í bíó. Og ég verð víst að sjá þessa mynd því hún er víst alveg geðveik sagði hann, þvílíkt ánægður með kvöldið.

Þóra systir er svo að fara til Boston á fimmtudaginn, verðu æði hjá þeim skötuhjúum enda æðislegt að koma til Boston. 

Já og Góga og Svali innilega til lukku með fallegu íbúðina ykkar, kíkti aðeins á þau í dag, og allt á fullu hjá þeim að taka upp úr kössum, ekki það skemmtilegasta! En gaman að fá þau í hverfið.

Axel svo að fara á rjúpu um helgina með Heimi austur, eins gott að við lesum ekki fréttir af tíndum rjúpnaskyttum á EskifirðiW00t nei nei.

Whell ætli ég fari ekki að koma mér einu sinni í rúmið á skikkanlegum tíma ( einmitt) ...knús Dísa


Slysó....

Já við Þóra Lind vorum ekki fyrr mættar í Ikea í dag, en Axel hringdi og sagðist vera á leið með Marín upp á slysó. Hún datt svona illa á risa stein í skólanum í dag. Djúpur skurður á vinstri hliðinni á nebbanum svo það þurfti að saum 4 eða 5 spor. Við þóra Lind kláruðum það sem við þurftum að kaupa og hittum á Axel og Marín á slysó, en þau voru þá rétt kominn inn. Litla greyið þvílíkt bólginn á nefinu, og í algjörum ham greyið. Ætlaði bara að fara heim og vildi fá plástur á þetta.

Læknirinn tók það nú ekki alveg í málSmile, og þegar róandi stíllinn sem hún fékk átti að vera farin að virka var byrjað að deyfa hana, en jesús minn hvað er erfitt að horfa á barnið sitt svona. Hún var svo hrædd greyið og ekki skrýtið því hún var sprautuð nokkrum sinnum með deyfingu beint í sárið og á alla kanta. Úffff... og svo var ég auðvitað með Þóru litlu sem var nú ekkert of spennt fyrir að vera þarna greyið. Svo var saumað og þá fann hún auðvitað ekkert fyrir þessu, og orðinn ansi sljó, róandi stíllinn loksins farin að virka. Og að hlusta á hana, ljótt að segja frá því en við foreldrarnir áttum alveg erfitt með okkur. Hún var svona einsog mamma sín á 8 glasi hahaha....þvílíkt fyndin (sem mamman er kannski ekki híhí) svo vildi hún bara fá að halda á Þóru Lind og sagðist ekkert vera dofin, en hún stóð nú samt varla í lappirnar. Algjör hetjaLoL sem babblaði alveg út í eitt,vel þöglumælt.

Byrjaði nú samt morguninn á að fara í heimsókn í bekkinn til Marínar og fékk að fylgjast með einni kennslustund. Þetta er bara voða kósý hjá þeim og ekkert mikil læti. Allir voða duglegir.

Svo er nú Maggi búinn að vera  eitthvað tæpur í maganum í dag. Veit ekki hvort hann fer í skólann á morgunn, og veit ekki heldur með Marín, ætlum bara að sjá til í fyrramálið.

Knús í vonda og leiðinlega veðrinu.....Dísa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband