21.9.2008 | 21:56
Kósýheit....
Ég er búinn að reyna nokkrum sinnum að setja inn myndir úr Köben ferðinni, en það er bara ekki að ganga, skil þetta ekki. Kannski skýringin að myndirnar af mér eru svo slæmar að þær bara nást ekki að festast hér á síðunni haha... veit að ég er búinn að fitna eftir að ég hætti að reykja en myndirnar ómægúd, ég myndast hræðilega!!!
Annars fín helgi að baki, var í afmæli hjá Ragnheiði Sól hennar Soffíu í dag. Mæting kl 1 og við fórum ekki fyrr en að verða 5. Fengum æðislega kjúklingasúpu og guðdómlegar kökur og við Dóra sátum auðvitað lengst, þegar ró var kominn á og allir farnir, alltaf gott að kjafta smá saman.
Í gær fór ég nú bara ekki út úr húsi, tengdamamma og Jóhanna komu hingað í kaffi, aðeins að kíkja á þetta litla sem ég verslaði í Köben, og veðrið svo ömurlegt að það var nú bara ekki farandi út úr húsi. Svo þetta er bara búinn að vera hin rólegasta helgi. Við höfðum auðvitað kósý kvöld hérna familían á föstudagskvöldið og horfðum á söfnunar þáttinn á Stöð 2. Gaman að segja frá því að Hreingernignarþjónustan styrkti söfununina um 50.000kr og erum við ofsa ánægð að hafa styrkt þetta góða málefni.
Nú styttist í Minneapolis hjá okkur hjónunum, bara 19 dagar takk fyrir og ég nýkominn heim svo næstu helgi erum við að fara á Fló á skinni og hlakkar mig mikið til, enda búinn að heyra að maður hlægi allan tímann. Ætlum að reyna að fara út að borða á undan, en við förum ekki fyrr en kl 22 á leikritið....hlakkar mikið til.
Núna er ég að kafna úr hausverk, hætt að sjá almennilega á tölvuna svo ég ætla að segja þetta gott í bili. Takk fyrir kvittin ykkar, svo ánægð með það þegar þið skiljið eftir spor ykkar hér á síðunni.
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.9.2008 | 10:41
Bombuferðin mikla...
Já það er greinilega margir sem bíða spenntir eftir Köben sögunni,aðallega þær sem voru þarna með mér og hafa upplifað ferðina kannski allt öðru vísi en ég hahaha...
Semsagt þá var vaknað hér á miðvikudags NÓTTU rétt fyrir 3, Linda kom svo og sótti mig að verða 4, en þá var hún búinn að sækja Svölu. Svo var brunað í Seljahverfið til Þóru og mættum við þar tímanlega kl 4.08 alveg á áætlun....en fórum ekki þaðan alveg á áætlun þar sem erfiðlega gekk að koma öllum töskunum fyrir í skottinu, munaði ekki miklu að við hefðum þurft að vekja Aron sem er víst snillingum í skipulagningu á röðun í skott. En allt hófst þetta nú á endanum, svo það var brunað til mömmu sem ætlaði að keyra okkur (vorum sko á hennar bíl). Þar voru akkúrat Dóra og Soffía að sækja Önnu Gyðu sem býr hinum meginn við götuna hennar mömmu. Náðum að skutla til þeirra einni tösku svo við kæmumst nú fyrir í bílnum almennilega. Ferðin gekk nú bara vel fyrir sig upp í Keflavík, og mikið, mikið hlegið
Dúlluðum okkur í fríhöfninni dýru, fengum okkur að borða, en þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk mér EKKI áfengis dropa fyrir flug....ég er alltaf svo stressuð fyrir flug, en núna var það bara vatn, ég er nú eitthvað að sjóast í þessu.
Lentum í fínu veðri í Köben, og þá var bara að ná okkur í leigubíl sem var ekkert grín 7 saman, ónei þessir leigubílstjórar sendu okkur fram og tilbaka í röðinni, voru greinilega ekki að nenna að taka svona margar töskur,og loksins enduðum við í 3 bílum og við Þóra hjá HR. Pirraða með eindæmum, við fórum fyrstar af stað en komum síðastar og borguðum næstum 100 dkr meira en hinar....en leigubílstjórinn spændi gjörsamlega af stað þar sem hann sá að hann var síðastur og við vorum að tala um verðið, og hann hefur greinilega skilið okkur helvískur
Semsagt loksins komnar í Swinget 21, við Íslandsbryggju og þar bjuggu nú bara íslendingar í þessum stigagangi. Maður og kona tóku á móti okkur sem voru alveg einstaklega almennileg og þægileg, og íbúðin , já sæll eigum við nokkuð að ræða hana.....alveg geggjuð og innréttuð eftir nýjustu tísku, allt grátt,svart,hvítt og rautt og ofsalega flott. Sko ekki leiðinlegt að fara í húsmæðraorlof og gista svona fínt og flott.
Röðuðum okkur niður í herbergi, við Dóra vorum saman (og vorum heppnastar) fengum sitthvort rúmið, Soffía og Anna Gyða sváfu saman, og svo Þóra, Linda og aumingja Svala sem svaf á milli þeirra systra í hjónarúminu, vel heitt og sveitt....svaf reyndar í stofunni síðustu nóttina greyið. Ásta kom svo á fimmtudagskvöldinu með góðu dýnuna sína og svaf í stofunni.
Byrjuðum á Fields mollinu, fórum beint í að fá okkur að borða, og spenningurinn orðinn þvílíkur að komast í H&M. En mín var orðin Friðbjörg fúla mjög fljótt þar sem ég fann mér EKKI neitt þarna....eitthvað furðuleg tískan núna. Vantaði alla kjólana sem voru í fyrra. Verslaði bara á krakkana þarna, en fann mér svo bara í VILA og Vera Moda-já akkúrat búðirnar sem eru heima, en það sem ég keypti mér er ekki til hér heima allavega.
Vorum þarna allan daginn, hittumst svo í Bilka kl 6 og versluðum í matinn, allar 7 saman....það var fróðlegt hahah...endalaust kallandi á hvor aðra, en Anna Gyða stormsveipur sem tekur 2 metra í hverju skrefi var fremst í broddi fylkingar
Komum þreyttar og sælar heim og elduðum okkur æðislega heimalagaða pizzu, með kertaljósum og hvítvíni, alveg meiriháttar næs og gott, flott hugmynd hjá Soffíu, og mikið betri en hjá mér sem ætlaði ekkert að elda heima. Enda vorum við lítið búnar að sofa og allar vel þreyttar. Lágum bara saman og höfðum það kósý það kvöldið.
Vöknuðum hressar og kátar, Soffía og Anna G, tóku lestina til Malmö, en við hinar héldum á Strikið. Eyddum þar öllum deginum og hittumst svo uppí húsi að taka okkur til fyrir kvöldið. Fórum á æðislegan ítalskan stað Vesuvio (ef ég stafa þetta rétt) þar sem þjónarnir ítölsku töluðu íslensku. Við báðum td um Garlic oil, og þjónnin "já hvítlauksolíu", og " ekki frábært bara geðveikt" Ásta mín hitti okkur svo þarna um 11 leytið og þá urðu miklir fagnaðarfundir, enda við ekki búnar að sjást heila meðgöngu og rúmlega það.
Skelltum okkur á Karókí bar þar sem 2 skvísur einokuðu tækið og sungu allt kvöldið, en þær voru líka það góðar að við vorum ekkert að skella okkur upp á svið, fyrr en langt var liðið á kvöldið en við vorum löngu farnar áður en lagið okkar komst að( líklegast sem betur fer fyrir aðra gesti) Skemmtum okkur svaka vel þarna og mikið hlegið.
Komum heim og Ásta bauð upp á Nachos og salsagúmmelaði, og svo smátt og smátt vorum við allar komnar í háttinn eftir frábært kvöld.
Föstudagsmorgunn runninn upp, og haldið á Strikið í strætó......nú fer ég aðeins að lýsa þessu með styttri setningum þar sem ég er búinn að skrifa svo mikið híhí...en semsagt við splittuðum okkur og við Ásta vorum saman, og ég aldeilis dressaði hana upp fyrir afmælið hennar, þvílíka skvísan, og ég græddi tax free. Vorum svo komnar upp í hús eftir búðarlokun, ansi þreyttar, en tókum okkur til og ætluðum á agalega fínan stað, Kaffi Luna, vorum komnar þangað um rétt fyrir 10. Við fengum okkur borð (tókum 2 leigubíla) og meðan við biðum eftir seinni leigubílnum þá semsagt lokaði eldhúsið, en þjónarnir voru nú ekkert að segja okkur frá því, voru búnir að láta okkur fá matseðla, og við loksins búnar að ákveða okkur. Fórum á barinn til að panta okkur matinn kl 22.12 en nei sorry búnir að loka eldhúsinu, við alveg brjálaðar og fúlar, þar sem hann sagði að allir lokuðu kl 22 nema 2 staðir. Við fundum annan þeirra Mama Rosa (en við Ásta og Þóra höfðum borðað þar fyrr um daginn) ekkert spes staður en við gerðum bara gott úr þessu, borðuðum þarna og fengum svo Mexico hatta á okkur og létum taka myndir af okkur,agalega fínar. Ekki var mikil orka eftir, svo við fórum bara heim þar sem Þóra var búinn að taka allt til, en hún vildi bara vera heima í kósý. Ég fékk nudd hjá Lindu og svo lágum við bara einsog skötur upp í sófa, lásum blöð og höfðum það gott.
Laugardagsmorgun vöknuðum við svo um 8 (nema ég ofurþreytt var vakin að verða 9), og þá var byrjað að taka sig til sem gekk nú ótrúlega vel, 8 skvísur í sturtu og taka sig til, blása og slétta hár mála sig og velja föt, þið getið ímyndað ykkur....en samt við vorum vel skipulagðar og enginn fékk að nota klósettið nema bara fyrir sturtu og svo auðvitað nr 1 og 2 svo var bara blásið hár og sléttað frammi við vinsæla stóra spegilinn sem tók af mann 10 kíló, lengdi mann og grennti.
Byrjuðum á Christianiu, fengum morgunsmókinn beint í æð frá þessu síkáta fólki sem býr þarna, úff, en þau eru ligeglad og við sáum bara hassmolana þarna úti á borði alveg einsog hundakex í útliti. Gengum þarna um allt, og svo var brunað á öðru hundraðinu í höll drottningarinnar til að sjá vaktaskiptin hjá vörðunum í hádeginu. Alveg fullt af fólki að fylgjast með, og þetta var bara voða gaman að sjá þetta, vorum þarna í sól og blíðu. Svo gengum við yfir í æðislega kirkju sem var þarna, settumst á bekk og fórum með bænirnar. Löbbuðum svo hjá flotta óperushúsinu, æðislegt svæði með flottum gosbrunnum. Splittuðum svo hópnum hjá Nýhöfn....við Soffía, Anna G og Þóra fórum á einhvern svaðalegan snobbstað, en það var enginn þarna inni þegar við komum en svo kom liðið sem var bara með D&G töskur ea Luis Vitton og í Armani kjólum...já já við fíluðum okkur agalega vel eða hittó, maturinn ekkert spes og auðvitað rándýr. Svo var bara labbað um í rólegheitum, þar til við hittumst svo við Ráðhústorgið um 5 leytið. Svala hafði farið að hitta vinkonu sína aðeins og Dóra hitt bróður sinn sem er í námi í Köben. Smá misskilningur var til þess að Dóra kom rétt yfir 5 og við allar farnar....ómæ, svo hún þurfti að taka strætóinn ein, og fór út á vitlausum stað en komst svo loksins heim greyið og Soffía með móral dauðans, en allt endaði nú þetta vel.
Byrjuðum að taka okkur til fyrir tívolí og dinner. En við fórum aftur á æðislega Ítalska staðinn og fengum okkur pizzu, geggjuð Pizza Parma sem ég mæli með ef þið farið þarna. Svo vorum við komnar í tívolíð um 9 og brunuðum þar í gegn, héldum fyrst að það lokaði í tækin kl 11 svo það var hlaupið um en tækin lokuðu svo ekki fyrr en 12. Ég, Linda, Svala og Dóra keyptum okkur dagspassa svo við gátum farið í öll tæki sem við vildum. Ég var skræfan í hópnum, þorði ekki í stóra rússíbanann en ég fór sko í margt verra en það, jesús minn og næstsíðasta tækið sem við fórum í var eitthvað tæki sem við sáum ekkert hvernig var, en það er skemmst frá því að segja að það fór á hvolf, hentist fram og til baka og í þokkabót var alveg að fara að loka og við fá í tækinu að gæinn sem stjórnar þessu hafði það x-tra lengi í gangi. Ég stóð eiginlega ekki í lappirnar þegar við löbbuðum úr því, við fórum nánast farnar að grenja og þegar við komum heim ældum við allar takk fyrir ojoj!!!!
Svo var byrjað að pakka þegar við komum úr tívolíinu (og búnar að jafna okkur) og taka til. Fórum ekki rúmið fyrr en um hálf 2, og vaknað um 6.30 ég reyndar fyrst og allar í sturtu og að klára að ryksuga og skúra. Kvöddum Ástu.....já ég gleymdi að segja frá því að áður en við fórum út á föstudagskvöldinu þá sungum við afmælissönginn fyrir Ástu sem verður 35 eftir nokkra daga, og stelpurnar gáfu henni svakalega flott málverk eftir Mæju, alveg einsog ég á, nema bara stærra, þvílíkt flott og málað sérstaklega fyrir hana og heitir Frjáls, mynd af henni og börnunum. Ég gaf henni svo æðislegt DKNY úr sem hún var bara svakalega ánægð með.
Komum vel tímanlega út á völlog svo var klukkutíma seinkun.....en við allavega gátum skoðað meiri búðir þarna og verlsað pínu meira, Svala sú eina sem þurfti að borga yfirvigt, var með tæp 2 kg, en Linda slapp sem var með 6kg held ég....Svala ekki sátt með þetta, enda ekki skrýtið og lét kellinguna sem rukkaði hana aðeins heyra það. Ég átti inni nokkur kíló, enda verslaði ég ekkert mikið og er líka að fara eftir tæpan mánuð aftur.
Mikil ánægja að lenda í Keflavík og fá alla fjölskylduna sína að sækja sig, yndislegt að knús krakkana sína þegar maður kemur heim, maður var farinn að sakna þeirra svo mikið og auðvitað kallsins líka alveg nauðsynlegt að fara svona aðeins frá, því það fær mann til meta helmingi meira það sem maður á hérna heim.
Knús á ykkur elsku vinkonum fyrir frábæra ferð, þið eruð æði!!
Love Dísa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.9.2008 | 23:21
Bless í bili....
Jæja, ætla bara rétt að kasta á ykkur kveðju áður en ég fer í háttinn, ætlaði reyndar að vera farin að sofa kl 22 en það gekk auðvitað ekki eftir. Verð sótt hérna í nótt kl 4 og við Linda,Svala og Þóra brunum til mömmu sem ætlar að keyra okkur upp á völl. Dóra, Soffía og Anna Gyða koma svo saman.
Annars var ég bara rétt í þessu að klára að skúra og ryksuga, já og klukkan rúmlega 11!! En það er nú bara af því að Axel stendur ekki í lapprinar núna eftir hreindýraveiðarnar, hann missteig sig svona illa og heldur að hann sé brákaður, fór upp á slysó í morgun en þeir vildu ekkert vera að mynda þetta....en hann er semsagt núna sárkvalinn, ég hef bara aldrei séð hann svona, stokkbólgin og getur ekki stigið í lappirnar. Alveg ferlegt ástand, svo ég er búinn að vera á þönum hér í allt kvöld.
Vona bara að hann fari nú að jafna sig og nái allaveganna að sofa í nótt.
En nú ætla ég að fara að REYNA að sofa eitthvað, er orðin spppppeeeennnnnt....alltaf æði í Köben.
Knús á ykkur öll, og ástarkveðja
Dísaxxx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.9.2008 | 18:15
Styttist í Köben...
Já núna eru bara 2 dagar í að mín verði á Strikinu með 8 hressum skvísum, verslandi í H&M,sötra bjór og sleikja sólina sem á að skína á okkur þarna. Bara yndislegt, reyndar eru fréttir um hátt verðlag, skelfilegt gengið á Dönsku krónunni, mótorhjólaklíku slagsmál og fleira skemmtilegt búið að tröllríða fréttunum, en við Bomburnar látum það nú ekki á okkur fá,ónei. Þetta verður bara alveg frábært.
Annars var helgin alveg svaka fína, Marín var hjá ömmu sinni, en pabbi var í veiði, svo hún hélt henni kompaní. Og ekki þykir Marín leiðinlegt að vera í Kópalindinni þar sem það er trampólín hjá nágrannanum og vinkona líka. Það er algjörlega það skemmtilegasta sem Marín veit um, og hvað þá að hafa vinkonu líka.
Axel átti frábæra helgi á Eskifirði með Heimi,fékk eina belju og kálf,svo það er þokkaleg hreindýra veisla hérna framundan(ekki mér til svo mikillar ánægju haha)..en reyndar er Axel alveg þokkalega lúinn eftir þetta, og lappirnar á honum eru eitt flakandi sár, enda tók þetta ekkert smá á. Þeir eru ekkert að fara auðveldu leiðina í þessum veiðum,ónei ekki á meðan Heimir er með,þá er þetta sko tekið með stæl og tekið á þvi,enda ekki við öðru að búast af þeim kraftakalli.
Er svo að fara í saumó til Lindu systir í kvöld-frænku klúbbur. Svo ég fæ mér göngu í kvöld svo ég geti fengið mér bombuna sem hún var að baka í dag,ómæ.
Sigfús var svo hér í nótt, ég náði í hann í gær og leyfði þeim samrýndu frændum að leika saman. Og það er orðið svo miki sport að fá að lúlla saman og ágætt að gera þetta svona þegar það er leikskóli....bara vaknað rice and shine og beint á leikskólann
Viktor fór svo í fyrsta sinn til tannlæknis í dag, og við erum að tala um barnið sem fær alltaf kast hjá lækni og í klippingu (nema síðast) að það heyrðist ekki í drengnum, stóð sig alveg einsog hetja og fékk meira að segja gula bananakremið einsog Maggi kallar það (flúorið) enginn skemmd og tennurnar og bitið bara einsog tekið upp úr bók!!! 100 %
JÆja best að halda áfram hér í eldamennskunni, maður verðu víst að elda fyrir kall og börn þó maður sé að fara í saumó.
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2008 | 23:04
...
Þá er Axel nýlagður af stað Austur, hann og Heimir verða semsagt á keyrslu í alla nótt. Það er bara vonandi þeirra vegna að þeir nái hreindýrunum, mér finnst þetta nú ekkert spes kjöt, en ætli ég smakki nú ekki allar útgáfur af hreindýri eftir þessa veiðiferð,gúllas,bollur og allur pakkinn Linda systir verður allavega glöð að fá hreindýr!
Hafði það annars ofur næs hérna í gær, en Linda kom hérna seinnipartinn og Viktor fékk að fara með henni heim og gista með frænda sínum. En það er nú þannig að þegar annaðhvort Marín eða VIktor eru ekki heima yfir nótt þá finnst mér ég bara verða að fara eitthvað út og gera eitthvað. Alveg ótrúlegt hvað allt verður rólegt hérna, svo við Maggi og Marín skelltum okkur á pulsubarinn og fengum okkur pulsu í kvöldmatinn, brunuðum svo til mömmu og pabba og sátum þar aðeins. Axel var að stússast eitthvað svo við vorum bara 3 og höfðum það ofsa gott.
Svo var nú gott að fá stubbinn heim eftir leiskóla í dag, sæll og glaður, en eitthvað hefur hann verið þreyttur því þegar ég var að ganga frá hérna eftir matinn í kvöld, um 8 leytið, fannst mér eitthvað skrýtið að ég heyrði ekkert í VIktor. Hann var þá litla músinn búinn að hátta sig (sem hann gerir nú aldrei óumbeðinn) og lagstur upp í rúm hjá pabba sínum sem var að hvíla sig fyrir keyrsluna í nótt. Minn bara alveg að sofna, en ég rétt náði honum til að bursta áður en hann sofnaði. Axel var löngu lagstur og sofnaður, svo ekki voru þeir einu sinni að leggjast á sama tíma.
Er svo að fara að passa litlu prinsessuna í fyrramálið, Linda ætlar aðeins að fara að vinna, svo verð ég líka með hana á laugardagskvöldið, bara gaman. Verst að ég gat ekki redda Þóru með Smáraling á morgun sem er lasinn heima
Svo er bara næstum því 5 dagar í Köben (alveg að koma miðnætti) er orðinn þvílíkt spennt að fara. Þetta verður alveg yndislegt hjá okkur vinkonunum, svona einsog síðasta helgi.....skemmtum okkur þokkalega vel,hlátur og grátur og allur pakkinn haha!!
Fór svo í fyrradag og hitti systir hennar Möndlu, en þær voru báðar í klippingu. Verð að sýna ykkur myndir af þeim við tækifæri (Axel er með vélina). Alveg ótrúlegt hvað þær eru ólíkar,dúddamía, Mandla er bara liggur við helmingi minni, með allt örðuvísi feld og andlit...ég er sko ánægð með mína litlu dúllu, en systir hennar var algjör dúlla líka. Mér finnst bara svo æðislegt hvað Mandla er lítil. Hún er eiginlega alveg óvenju lítil, er orðinn semsagt fullvaxta núna, fær kannski bara smá meiri fyllingu.
Jæja kominn tími bara á smá TV núna,
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.9.2008 | 23:18
Sitt lítið að hverju....
Jæja allir að verða vitlausir úr söknuði híhí...eða ekki. Allavega langt síðan ég hef látið í mér heyra. Nóg um að vera einsog alltaf, síðast vika fór aðallega í handboltalandsliðið, fórum fyrst og tókum á móti þeim við Hallgrímskirkju í þvílíkri stemningu, ég ætlaði ekki að trúa hversu margir voru þarna, en við systur fórum saman með menn og börn.Allir skemmtu sér glimrandi vel í rífandi stemningu.
Næsta dag var svo brunað með elsta soninn út á Nes þar sem hann fékk að hitta Guðjón Val, fékk eiginhandaráritun og mynd af sér. Svo var farið í Laugardalshöllina þar sem allir gæjarnir voru, og fékk þá Maggi að hitta GOÐIÐ sitt hann Björgvin Pál. Þegar hann hitti hann sagði hann orðétt við hann.
:Björgvin, þegar ég sá þig í marki á ólimpíuleikunum,þá ákvað ég að ég ætlaði að byrja að æfa mark í handbolta, því mér fannst þú svo rosalega góður og flottur. Og ég held að Björgvin hafi nú bráðnað við þetta, en hann þakkaði honum kærlega fyrir. Ég fór einmitt að spá í hvernig tilfinning þetta væri fyrir þessa stráka, að vera orðin svona mikil átrúnaðargoð, og svona miklar fyrirmyndir. Allt í einu ertu bara kominn á Ólimpíu leikana, slærð í gegn og verður svo dýrkaður og dáður og færð svona gutta til þín sem segja svona við þig, hlýtur að vera bara besta tilfinning ever!
Læt þessar myndir fylgja af Magga með hetjunum sínum! Þeir voru ekkert smá almennilegir og skemmtilegir þessir strákar, og takið eftir á myndinni með Guðjóni Val fékk Maggi að setju Silfrið á sig!! Og það var nú líka gaman að sjá hvað mæðurnar voru nú duglegar að fara með börnin sín í Höllina og fylgja þeim alveg upp að borði og fá áritanir hahaha!! Leiddist það nú ekkert held ég
Svo var auðvitað Bombu partýið um helgina hjá Lindu, mikið hlegið og grátið híhí...skemmtum okkur allar alveg rosalega vel og ekki orð um það meir.
Vorum svo í mat hjá tengdó áðan þar sem tengdapabbi á afmæli í dag, fengum grillaða hamborgara og svaka fína marengsbombu í desert .
Nú ætla ég að drífa mig í bað og ból, fór seint að sofa í gærkveldi þar sem við Linda ákváðum á síðustu stundu að skella okkur í rúmlega 10bíó á Sveitabrúðkaup, mjög skemmtileg mynd,góður húmor í henni.
Knús Dísa
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.8.2008 | 17:25
Fyrsti skóladagurinn....
Það var lítil stolt stelpa sem fór í skólann sinn í morgun með nýju fínu töskuna sína. Auðvitað labbaði ég með henni og stóri bróðir líka, sem er aldeilis búinn að segja henni frá hvernig allt virkar,hvað hún á að gera við hinar og þessar aðsæður ofl. Svo mátti mamman sko ekki koma og sækja hana, hún ætlaði sko að labba ein heim. Maggi er nefnilega aðeins lengur en hún í skólanum. Endaði reyndar á því að mamma vinkonu hennar keyrði hana heim.
Vinkonan kom svo hingað um 4 leytið til Marínar, og vinkona hans VIktors er hjá honum. Svona á þetta að vera, allir inn í herbergi að leika, alveg meiriháttar. Marín hefur nú ekki haft mikið af stelpum til að leika sér við greyið.
Núna semsagt eru 2 stelpur hér í heimsókn hjá sitthvoru barninu og þvílíkt næði hér hjá mér
Minni ykkur svo þið sem eruð í Bombuklúbbnum á partýið á föstudaginn hjá Lindu, verður svaka stuð hjá okkur jibbí!!
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.8.2008 | 18:40
Silfur strákarnir....
Ég vill byrja á að óska Íslendingum til hamingju með silfrið, ekkert smá frábær árangur hjá landsliðinu. Við vöknuðum kl 7 í morgun, fengum okkur egg og bacon, alveg grand á´ðí . Leikurinn byrjaði nú bara alveg ágætlega, en því miður voru bara Frakkarnir mikið betri í þetta sinn. Annars finnst mér þetta landslið innihalda alveg súper stráka, enda les maður það allsstaðar hvað þeir standa sig vel og koma vel fyrir, já það er sko ekki hrokann að finna í þessum strákum. Það féllu sko nokkur tár hérna við verðlauna afhendinguna í morgun
Einn af þessum strákum er búinn að slá í gegn á mínu heimili, Björgvinn Páll Gústavsson. Maggi er alveg heillaður af honum, (veit ekki hvort það er síða ljósa hárið) en allavega var hann á fullu alla leikina að herma eftir honum, og sagðist ætla að fara að æfa mark núna, ekki spurning. Vona bara að hann standi við það, annars var ég að lesa viðtal við mömmu þessa stráks, og það er greinilega mikið í hann spunið. Margir búnir að dæma hann í æsku, og sögðu að hann myndi bara enda í rugli og vitleysu, og greindu ofvirkur líka. Mamma hans tók ekki í mál að setja hann á lyf, og hvað ég er viss um að það sé rétt hjá henni þegar hún segir að það hefði örugglega eyðilagt hann. Er samt ALLS ekki að segja að það eigi við alla,það er fullt af börnum sem þurfa virkilega á lyfjum að halda, en það er bara ekki alltaf, sannar sig að mömmuhjartað veit yfirleitt best.
En svo var það menningarnóttin í gær, fórum loks út um hálf átta leytið. Skelltum okkur á Miklatúnið, og hittum Soffíu, Halla og krakkana þar. Vorum með þeim allan tímann og löbbuðum svo niður Laugaveginn, og niður á sjó að horfa á flugelda sýninguna. Alveg frábært veður og við skemmtum okkur bara ofsa vel. Ætla að setja inn nokkrar myndir núna ef ég nenni.... en ég var spurð hvað Axel hafi eldað handa mér á trúlofunar afmælinu......hann keypti Kentucky!!! En við erum nú ekki að halda upp á trúlofunar afmæli. Ein mynd af mér of fallegu börnunum mínum...knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.8.2008 | 18:34
Ég fann viðbjóðslegt dýr skjótast....
undan löppunum á mér þegar ég ætlaði að fara í Latabæjarhlaupið í hádeginu. Það hljóp undir pramma sem voru við húsið hjá mér. Ég var viss um að þetta var ekki köttur, hélt þetta væri rotta, og hringdi í Axel í móðusýkiskasti. Fór svo til nágrannanna við hliðina á mér, og þau sögðust hafa séð mink í nótt við gluggann hjá sér. Ég flippaði yfir um hreinlega!! Eftir smá tíma var öll gatan kominn út, og ótrúlegt en satt, náðist minkurinn og nú er hægt að lesa um þetta á mbl, og svo kom Stöð 2 hingað. Fréttirnar eru að byrja og gaman að sjá hvort ekki komi frétt um þetta. Þessi mynd er tekin af dýrinu inn í hundabúrinu mínu sem nú er í sótthreinsun, enda fýlan af þessu kvikindi VIÐBJÓÐSLEG og var hægt að finna hana langar leiðir. Ég sver það að ég er enn með hroll!!!!
Over and out, Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2008 | 17:23
Áfram Ísland...
Þetta eru nú meiri snillingarnir í Íslenska handbolta landsliðinu!!! Úfff hvað þeir eru búnir að standa sig hrikalega vel, við hjónin vorum að fara á límingunum hérna í hádeginu yfir leiknum. Mandla er farin að vita hvað er í gangi þegar handbolta leikur byrjar því að þá lætur hún sig hverja úr sófanum, en annars liggur hún ALLTAF hjá okkur ef við erum að horfa á sjónvarpiðskíthrædd við þessi læti.
En það verður semsagt brunch hérnar hjá okkur á sunnudagsmorgunin, egg og bacon og bara veisla. Verður gaman þegar við vinnum gullið hehe.
Annars var skólasetning í dag, eða við fórum og hittum kennarana hjá krökkunum. Líst bara ofsa vel á báða kennarana, en Maggi var að fá enn einn nýjann kennarann. Kennarinn hennar Marínar er gamall nágranni okkar úr Kambaselinu, stelpa sem ég"passaði" hóst"...er maður orðinn gamall!!! Mér finnst ég alltaf vera 25!!
Svo er Latabæjar hlaupið á morgun, Marín ætlar að hlaupa 1km og svo verðum við í bænum annað kvöld. Langar að fara á tónleikana á Miklatúni, og svo verður kannski bara handboltaleikurinn á stórum skjá þar á sunnudags morgunin, það væri nú geggjað ef fólk myndi safnast saman.
Takk fyri öll kvittin, og alltaf gaman að sjá ný nöfn í gestabókinni.....frænkur að kvitta sig inn,bara gaman að því .
Knús Dísa ................ÁFRAM ÍSLAND!!!!!! ps og já við hjónin eigum 11.ára trúlofunar afmæli í dag, það var Linda systir sem minnti mig á það híhí....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)