Marín mín 6 ára í dag...

Já litla skottið mitt orðinn 6.ára og á leið í skóla. Fyrir 6.árum síðan á menningarnótt vorum við Axel í Veghúsunum að spila rommý til 2 eða 3 um nóttina. Maggi var einmitt hjá Lindu systir,fékk að sofa þar. Ég rétt náði að sofa í ca klukkutíma og þá vaknaði ég við verki, en man nú ekki alveg hvenær ég fór upp á deild. Allavega fæddist prinsessan með keisara kl 14.03....ég var ekki látin ganga í gegnum sama hryllinginn og þegar ég var að eiga Magga, þarna var sko gripið fyrr í taumana og um leið og við sáum að þetta væri ekki að ganga var ég send í keisara.

Ég man að ég þurfti að fá að heyra 2svar að þetta væri stelpa, var búinn að fá að vita, en auðvitað er maður aldrei alveg pottþéttur með þetta. Ég var svolítiði stressuð því ég var búinn að troðfylla stóra kommóðu af fötum, og kaupa ansi marga skó, svo það hefði orðið dýrt ef þetta hefði svo verið strákur. En Marín mín hefur verið ansi fljót að öllu, byrjaði snemma að tala, var orðin altalandi um 1 1/2 árs, hætti snemma með bleiju og snuddu og varð svo stóra systir áður en hún varð 2ja.

afm�li 004Hér er hún í morgunn að fá pakkann frá okkur, fékk MP3 Hello Kitty spilara, held að það eigi eftir að slá í gegn þar sem hún elskar að hlusta á tónlist, þetta er pínulítið tæki sem hún getur haft í vasanum og er svo bara með heyrnatól í eyranu svo við þurfum ekkert að hlusta með  henni LoL Nú þarf bara einhver að hjálpa mér að setja inn lög á þetta tæki, þar sem ég kann ekkert á þetta.

 

Afmælið gekk ofsa vel, síðustu gestir fóru að verað hálf tíu, byrjaði kl 5, held að fólk hafi bara haft það ofsa gott hérna. Ég bakaði og bakaði, ótrúlegt hvað þetta tekur alltaf tíma hjá mér, var alveg á milljón í allan dag, í allt gærkvöldi líka og eitthvað á laugardaginn. Linda systir kom einmitt hérna í dag og hjálpaði mér helling. Ekki hefur maður kallinn heima til að hjálpa sér, þar sem hann er alltaf í vinnunni, brjálað að gera, en auðvitað getur maður nú ekki kvartað yfir því.

En vá hvað það er gaman að sjá svona margar athugasemdir, TAKK fyrir öll kvittinn, væri nú extra gaman að blogga ef maður fengi alltaf svona viðbrögð, hlýtur að vera gaman hjá þessum alvöru bloggurum sem fá fleiri tugi athugasemdi á hverjum degi, það allavega ýtir undir að maður bloggi ekki spurning!! 

Náði að selja sófasettið fyrir afa og ömmu í gær, lét þau ekkert vita-en þau voru á Stykkishólmi og en ég var með lykla. Svo þegar þau komu heim í dag,var sófasettið farið. Þau auðvitað alveg í skýjunum, enda fengu þau fullt verð (eða uppsett verð) fyrir settið.

Jæja nú held ég að ég skelli mér í bað, hvíli lúnar fætur Tounge, er búinn að ganga frá öllu hérna, en svo verða nokkrir krakkar hér á morgun hjá skvísunni. 

Knús og takk fyrir börnin í dag, æðislegar gjafir sem þau fengu

Over and out Dísa 


Nú lágu Danir loksins í´ðí....

Ég sver það að ef við hefðum tapað á móti þessum andskkkkkkxoxox Dönum þá hefði ég fríkað út!!!

Ég er gjörsamlega komin með bráðaofnæmi fyrir þessum Dönum þegar kemur að hanbolta. Já þeir eru eflaust með fallegasta liðið,mega eiga það, en það er nú ekki einu sinni hægt að njóta þess vegna þess hversu þvílíku andsk..leikararnir þeir eru,láta sig falla með þvílíkum tilþrifum sem bara sjást þegar Ítalir eru að spila fótbolta!! Shit hvað það var flott að við jöfnuðum þetta. Mandla greyið þorði ekki að vera nálægt okkur,lætin voru svo mikil.

En talandi um Möndlu, hún er semsagt á lóðaríi....og sú er á þörfinni núna greyið. Ég hélt hún ætlaði hreinlega upp á mig í gærkvöldi. Hún stekkur á mig,helst í andlitið á mér,vælir,klórar í mig og veit ekkert hvernig hún á að vera!! Aumingja hún að fá ekki neitt, en það kemur nú að því seinna,þegar ég er búinn að finna einhvern sætan Bichon fyrir hana.

Er á fullu í bakstrinum núna með nýju Kitchen Aid vélinni minni,súper góð!!

Varð bara að koma þessu frá mér með Danina,oj hvað þeir fara í taugarnar á mér núna, og þessi Spellenberger og Noddebro eða hvað sem þeir eiginlega heita sérstaklega þeir.

Knús Dísa 


Gúdden aften...

Hún Madda mín er komin með 6ára gelgjuna á háu stigi. Núna er hún búinn að vera í fríi í 5 vikur, og ég er farin að finna svakalegan mun á henni núna síðustu vikurnar. Er oft ansi upp á kant við mann þessa daganaW00t og með þessa "allt ómögulegt og ég ætla bara að gera og klæða mig í það sem mamma vill að ég geri EKKI "....já já stuð á litlu skvísunni. En reyndar finn ég nú alveg til með greyinu, það eru engar stelpur hér í götunni eða næstu götu!! Alveg ferlegt, svo það eina sem hún hefur oft að gera er að bögga strákana og fá athygli út á það. Vonandi að þetta breytist þegar hún byrjar í skólanum og labbar þá kannski aðeins lengra ef hún eignast góða vinkonu.

Annars er ég bara á Barnalandi að uppfæra auglýsingar,svara skilaboðum og búinn að selja skenkinn hennar Lindu allavega,vona að sófasettið hjá ömmu og afa fari fljótlega.....annars verða þau hérna stanslaust á línunni híhí,enda nú þegar búinn að kaupa sér nýtt sett, afi gamli er ekki vanur við að tvínóna við hlutina ónei. 

Og þar sem ég er svona mikið í auglýsingardálkunum þarna, þá er ég auðvitað alltaf að sjá allskyns dót til sölu......og varð 32.000kr fátækari í dag.....eða græddi 20.ooo kr....já betra að hafa það þannig. En ég lét langþráðan draum verða að veruleika og keypti mér rauða Kitchen Aid vél.....alveg ónotuð í  kassanum!! Ekkert smá heppinn. Djöööö sem mín getur farið að baka núna, og slegið alveg alla bakarana í familíunni út haha, eða ekkiTounge

Vélin verður testuð vel um helgina þar sem ég er með dobbúl barnaafmæli á mánudaginn,afmælisdag Marínar, en þá verður hún formlega 6 skísan þó hún haldi oft að hún sé 10LoL Hún er farin að syngja svoleiðis öll ensk lög og þegar hún sér myndbönd með einhverjum skvísum þá missir hún alveg augun, og dansar með. Td í dag var hún á fullu að syngja lag sem endalaust er verið að spila í útvarpinu " I kissed a girl and I like´d it"  Ekki beint smart!!! ÚFf og hún veit auðvitað ekkert hvað hún er að segja. 

Svo er ég að fara að passa snúllu litlu á morgun í hádeginu og svo fer ég í klippingu og þá ætlar Linda að sækja Viktor fyrir migWink gott að skipta þessu svona á milli okkar.

Knús Dísa

 


Veiðin er spennandi...."hóst"

Er á milljón núna á Barnalandi að selja allann fjxxxxx Tounge búslóðina hennar Lindu og svo eru amma og afi alltaf að selja eitthvað. Svo ég er á fullu að svara tilvonandi kaupendum og senda e-mail. Brjálað að gera hjá kellingunni, en ég var með alla familíuna í mat,komu allir nema Aron....mamma,pabbi,systur mágur og börn. Svaka fjör og góður matur, ég auðvitað með kjúklingarétt,en ekki hvaðLoL

Við Linda fórum í litun og plokkun í morgun heim til Önnu frænku,ofsa næs að fara bara svona í heimahús og gera þetta,svo á föstudag fer ég í langþráða klippingu og strípur,er orðinn einsog versti KR-ingur.

Nú ég vann svo í Háskólanum í gær-já sko Happdrætti Háskólans...ekki misskilja mig haha..15.oookall. Alltaf gott að vinna, þurfti að lesa ansi oft yfir sms-ið hvort það væru 3 núll í þessu eða 4!!

Svo er nú aldeilis búinn að vera læti í fjölskyldunni. Mumma mági var boðið í veiði í svaka fína Laxá sem er búið að mokveiða í þetta sumarið. Mamma,Pabbi og Linda eru búinn að vera bara á límingunum að fá laxafréttir,ég var einmitt með Lindu þegar fyrsta símtalið kom frá Mumma (fyrsta af ofsa mörgum híhí) Og já það vara kominn lax,jibbí kóla okei bæ....beint að hringja í Mömmu, en það voru svo mikil læti í Lindu að hún hringdi óvart í tengdapabba sinn...en auðvitað á tali því þá var Mummi auðvitað að hringja í hann. Náði svo sambandi við Mömmu,og ég heyrði í mömmu þar sem ég sat við hliðina á Lindu " er kominn lax??" Linda "já" mamma " en æði" "stór? " ohhhh en frábært og meiriháttar.....ég er búinn að hlæja mig máttlausa af þessu,því þau eru jafn spennt yfir þessu og barn væri að fæðast í fjölskyldunni. Og símtölin urðu nokkur því Mummi veiddi 4 laxa!!!

Núna í kvöld var líka ákveðið að þetta veiðihús sem Mummi var í verður pantað um leið og hægt er fyrir okkur öll næsta ár, við eigum að fara allar systur og mamma&pabbi, enginn börn og bara veiða og veiða.............ég fer bráðum að telja niður dagana af spenningi "hóst"LoL

Er pínu vonsvikin með kvitteríið hér á síðunni, þvílíkur fjöldi búinn að fletta hér í dag,og bara systurnar búnar að kvitta!!! Býst við að ég læsi síðunni næstu daga,svo ég geti fylgst betur með.

Eins gott að koma sér í háttinn svo maður geti vaknað kl 6 og horft á Íslensku handknattleiks snillingana okkar keppa.

Áfram Ísland....knús Dísa 


Lokkadagur....

Linda,Mar�n og BjarkiFrænka dagsins!!Já Linda Rós er sko frænka dagsins,ekki spurning. Hún fór með Marín og Bjarka í Smáralindina í dag og lét setja göt í eyrun. Hún er búinn að vera að spyrja Marín í marga mánuði hvenær þær ættu nú að fara og setja göt,og loksins var skvísan tilbúin. Þóra hélt nú að Bjarki myndi hætta við en hann hélt þetta út og eru þau frændsystkinin ansi lukkuleg með nýju lokkana sína.

Annars gleymdi ég nú að segja ykkur frá því að ég eignaðist lítinn frænda,þegar Góga og Svali eignuðust hann Val Daða,algjört bjútí þann 31.júlí. 

Svo missti Marín framtönn og lítur út einsog 2 séu farnar að minnsta kosti.

 

 

 

 

 

 

 

Nú er ég orðin svo sybbinn eitthvað að ég man ekkert hvað ég ætlaði að fara að skrifa um.....bæti þá bara við á morgun. Kannski að ég skelli inn núna nýjum myndum ef ég nenni.

Knús Dísa 

 

 

 

 

 

 

 


Kominn tími á smá fréttir...

já er það ekki?? Hef ekkert látið í mér heyra í 2 vikur!! En það er nú bara þannig að það er mikið að gera á stóru heimili, sumarfrí, gott veður, já og svo bilaði nú bloggið í einhvern tíma um daginn.

Við fjölskyldan erum búinn að hafa það bara mjög fínt í fríinu og þessu góða veðri sem er heldur betur búið að bjarga geðheilsunni. Axel hefur nú lítið komist frá, búið að vera mikið að gera hjá honum enda sumarfrí hjá starfsmönnum. En við höfum líka bara notað tímann vel þegar hann hefur komist frá, farið í góðar gönguferðir, og ís keyptur þetta sumarið í lítrataliTounge

Svefninn hefur aldeilis riðlast til, höfum ekki verið með neina "reglu" upp á síðkastið, börnin farin að sofa oft um hálf ellefu-ellefu, og svo höfum við sofið-eða krakkarnir í 12 tíma, semsagt oft til að verða ellefu. Ég oft komin á fætur um 9, og borða morgunmat og les blöðin í rólegheitum. En við höfðum svo mikið verið að fara í göngutúra á kvöldin, hér í hverfinu, elliðaárdal eða í bænum enda veðrið á kvöldin ekki boðið upp á að fara snemma að sofa.

Viktor fór í leikskólann í morgun kl 8.30 takk fyrir, Maggi á fótboltanámskeið, svo við Marín erum hér einar í kotinu ásamt auðvitað Möndlu litlu, sem er orðin kona!!! Byrjuð að lóða litla skvísan, og verð ég að segja að ég er mjög ánægð með hana, hafa komið 2 blóðdropará gólfið allar blæðingarnar hjá henni!! Svo dugleg að þrífa sig þessi elskaHeart

Svo byrjar skólinn hjá krökkunum eftir ca 2 vikur og þá verður rútínan kominn á full, og það er bara gott. Ég verð svo dagmamma í nóvember, ætla að passa litlu frænku frá rúmlega 8 til rúmlega 2. Það verður bara gaman að dúllast með hana, þó svo margir halda að ég sé eitthvað klikk híhí... Ég er greinilega búinn að gleyma "fikt" aldrinum, byrja að labba,teygja sig í allt og detta á hausinn úfff. Þetta verður bara gaman, enda er barnið svo stillt og gottsumar2008 098

 

 

 

 

 

 

 Styttist núna í fyrst skóladaginn hjá Marín, við fórum og völdum tösku um daginn,og shit þetta er ekki gefið 12.995 algjört brjálæði verð ég að segja. En það er búið að hæla þessum töskum mikið,og mér fannst ég nú verða að kaupa almennilega tösku enda er þetta smá spotti í skólann og mikið upp í mót. Svo á ég eftir að fara að versla allt hitt fyrir Magga og Marín, ætli sé ekki best að fara að drífa í því áður enn öll törnin byrjar í því og biðraðir um allt.

Svo styttist í Köben,mánuður þangað til jibbíí.. erum orðnar mikið spenntar allar,og svo mánuði eftir það förum við Axel í okkar ferð til Minneapolis. Svo erum Danskir dagar næstu helgi á Stykkishólmi og mig langar svakalega að fara þangað-er að spá í að fara, kemur í ljós en á mánudeginum 18, þá á Marín afmæli og ég ætla líklegast að halda bara afmælið þann dag, og þá fyrir VIktor líka, en hann fékk nú eiginlega ekkert afmæli þegar við vorum á Akureyri.

En jæja nú ætla ég að gera eitthvað með skvísunni minn.

Eigið góðan dag,

knús Dísa 

 


Litli prins orðinn 4.ára!!

Komin heim eftir yndislega helgi á Akureyri. Þetta var alveg meiriháttar,sól og sumar allan tímann.

VIð lögðum af stað 6 á föstudagsmorgunin, og ÉG keyrði alla leiðina, sem er alveg ótrúlegt!! Vorum komin ca kortér yfir 10, stoppuðum bara aðeins í Varmahlíð og fengum okkur ís. Mamma og pabbi voru ennþá, en fóru snemma á laugardagsmorgninum. Við sátum aðeins þegar við komum úti á svölum í steikjandi sól, en Mummi,ma+pa og Róbert voru að veiða. Þegar þau komu svo til baka fórum við í bæinn, og löbbuðum auðvitað göngugötuna, skoðuðum útsölur og settumst á kaffihús.

Um kvöldið buðust mamma og pabbi til að passa, svo við Linda,Mummi og Róbert skelltum okkur á Greifann. Það var alveg geggjað, fengum okkur meira að segja desert líka. Á laugardaginn fóru Axel og Mummi með eitthvað af krökkunum í sund, við Linda lágum í sólbaði á meðan, í algjörri steik.Löbbuðum svo í Glerártorg og skoðuðum þar. Það var aljgör steik úti, og svo fallegt og gaman að labba meðfram Gleránni, en vá hvað mér finnst þetta hættulegt svæði fyrir litla krakka.

Komum svo heim og stákarnir (aðallega Mummi) fóru að undibúa grill, en við Linda vorum flottar á því og skelltum okkur einar í sund!! Axel og Mummi að horfa á handboltann og krakkarnir að leika. Komum svo heim og borðuðum gott grill. Eftir að VIktor og Sigfús voru sofnaðir, fórum við í stóran labbitúr í flotta hverfinu þar sem Nonna húsið er ofl,en Róbert og Marín voru vakandi heima og að passa. Fengum okkur svo auðvitað Brynju ísSmile

Á sunnudaginn vorum við búinn að dekka upp afmælisborð fyrir Viktor sem var 4 ára.Hann opnaði pakkana sína, við gáfum honum hlaupahjól,Linda hjálm í stíl (Cars) og svo fékk hann flotta úlpu frá Mömmu og pabba.Fórum við familían niður í bæ, Mummi horfði á landsleik og Linda lá í baði með Þóru LindSmilebesta barni ever. Við löbbuðum í bænum, gengum upp kirkjutröppurnar og fengum okkur svo afmæliskaffi á BLáu Könnunni. Hittum svo Lindu og Mumma í Jólahúsinu, en þar var svo heitt að ég hef sjaldan vitað annað eins. Svo bara hinum meginn við veginn var útimarkaður hjá fólkinu í sveitinni, fengum alls kyns smakk, heimatilbúinn brauð,sultur og fullt annað. Alveg meiriháttar flott og gott, enda keyptum við líka ýmislegt. Semsagt alveg æðisleg ferð, og mig langaði sko ekkert heim í gær. Lögðum af stað rúmlega hálf 6, og vorum komin um hálf ellefu. Stoppuðum líka í Hreðarvatnsskála og borðuðum kvöldmat þar. 

Soffía náði svo í Möndlu fyrir mig, algjör lúxus og kom með hana hingað. Það gekk þvílíkt vel í pössuninni, Mandla var alveg meiriháttar góð, enda var hún sko í góðu yfirlæti í sveitinni með Lilju og hennar fjölskyldu. Held ég sé komin með góða fóstufjölskyldu fyrir Möndlu mínaSmile

En já litli prinsinn minn orðinn 4 ára, þessi litli grallari. Hann og Sigfús voru einsog eitt alla helgina. Þvílíkt góðir vinir, en grallarar eru þeir. Ekkert smá sem þeir eru góðir að leika sér, voru bara einir úti í fótbolta og á rólóinum.

Elsku Linda,Mummi,Robbi, Sigfús og litla besta prinsessa, takk fyrir æðislega helgi,þið eruð yndi!!! 

Knús Dísa 


Búinn að fá pössun

Þvílíka inniveðrið núna, ojjjj. Er notabene ennþá á náttfötunum og klukkan langt genginn í 5!! Soffía vinkona nýfarin, en hún kemur svo líklegast aftur í kvöld með Lilju frænku sinni sem ætlar að passa Möndluna okkar. En allavega, Íris takk kærlega fyrir boðið, vissi ekki einu sinni að þú væri að lesa hérna híhí...alltaf gaman að sjá nýja lesendur hér á svæðinu. Mandla hefði nú örugglega haft samt gott af því að fá smá "her" aga, er ekki orðin húsvön-hrein, ennþá!!

Lilju langar semsagt svo í Bichon og vill endilega passa, og fara með hana upp í sveit um helgina svo það er bara æði. Vona bara að Mandla hagi sér vel og pissi ekki alveg út um allt!!

Erum að fara til Akureyrar í fyrramálið, ætlum eldsnemma og vera mætt fyrir hádegi helst. Þar bíður okkar bara sól og sæla, mamma og pabbi verða líka fram á laugardag og svo ætla ég að halda pínu afmæli fyrir VIktor sem verður 4 ára á sunnudaginn. Búinn að kaupa fyrir hann Cars hlaupahjól, og minn verður ekkert smá ánægður með það, enda númer eitt á óskalistanum. Ótrúlegt að sjá þetta litla dýr bruna um á hlaupahjólinu hennar Marínar, og kom sko ekki til greina fyrir hann að fá með hjálpara dekki (svona með 2 hjólum að aftan) nei takk, það er sko bara smábarna, hann er sko að veðða fjöðáða!! litli smámælti snúllinn minnSmile

EN nú er bara verið að þvo þvott á fullu, börnin mín að slá met núna , búin að vera niðri í ca hálftíma núnaTounge

Heyri í ykkur eftir helgi,

knús Dísa 


Vantar pössun....voffa

Já nú er verið að fara um helgina til Lindu - jájá, við eltum bara Lindu og Mumma þetta sumarið, enda er það svo ódýrt og hentugt híhíhí....þurfum ekki að panta okkur íbúðir og bústaði heldur mætum bara í heimsókn. En já Mamma og Pabbi eru núna þessa vikuna á Akureyri og Þóra Kolla og familí eru í heimsókn þar núna, svo tekur Linda við íbúðinni á föstudag og þá erum við að spá í að fara. Ennnnnnnnnnnnn okkur vantar SVO pössun fyrir Möndlu, öll hundahótel yfirbókuð!!

Komum heim í gær eftir heimsókn í bústaðinn hjá L&M, Axel kom í eina nótt, en ég var með krakkana í 2 nætur. Höfðum það alveg æðislegt, spilað, legið í pottinum og slakað vel á,bara yndislegt. Ég eða við skulum geta keypt okkur bústað í framtíðinni, svo maður geti nú farið með Möndlu litlu, ég myndi eflaust vera þá bara upp í bústað allar helgar!!

Maggi minn er að fara í sumarbúðirnar á morgun, pínu blendnar tilfinningar hjá mömmunni, litli mömmstrákurinn að fara í 6 daga, hefur aldrei farið svona áður, svo ég vona bara að allt gangi vel, og auðvitað hefur hann gott og gaman að þessu.

En semsagt einn lítill Bichon óskar eftir ættleiðingu um helgina,
j�n� 2008 008

 

 

 

 

 

 

Knús Dísa 


Á leið í bústað....

Allt fínt að frétta héðan, við höfum það agalega fínt í sumarfríi við krakkarnir. Marín og Viktor eru búinn að fara 3svar á róló og finnst það alveg meiriháttar gaman,enda gott veður og gaman að fara með nesti, held að það sé aðal sportið. Fóru einmitt á róló í dag í 2 1/2 tíma takk fyrir og við Maggi fórum á smá flakk saman. Ekki oft sem ég næ honum með mér. Fórum í Rúmfatalagerinn,reyndar bara fyrir utan að skoða garðhúsgögn á útsölu, Pier,Toys´rus, og Smáralindina. Hann græddi nú aðeins, því við kíktum inn í eina unglingabúðina og þar sá hann drauma buxurnar sínar,niðurþröngar skjannahvítar Lee buxur, get svarið að mér fannst hann einsog barn sem ekki hefur fengið að borða dálítið lengi, er ekki alveg að fíla þessar niðurþröngu buxur. En ekki nóg með það heldur fékk hann skjannahvíta hettu peysu sem var öll í glansandi gull-lituðum stjörnum!! Þarf að setja inn mynd við tækifæri. Hann var alveg í skýjunum með þetta, aldrei vitað hann svona ánægðan með nokkur föt sem hann hefur fengið,svo það er nú fyrir öllu að hann sé sáttur.

Sigfús Árni er hérna hjá okkur núna,bauð Lindu og Mumma að hann væri hér í nótt, en þau eru núna kominn upp í bústað, Robbi er með mömmu og pabba á Akureyri svo þau eru bara 2 með prinsessuna sína, smá dekur hjá þeimHeart

Ég ætla svo að keyra með alla krakkana EIN nota bene, upp í bústað á morgun, Axel kemur svo seinni partinn. Ég er að spá í að vera í 2 nætur og hafa það notalegt í sveitasælunni, get ekki beðið eftir að fara, en Axel ætlar að vera eina nótt...þ.e. ef við fáum pössun fyrir Möndlu litlu.

Annars erum við hjónin búinn að liggja á netinu að skoða Florida-Orlando. Erum alveg sjúka að fara og erum búinn að vera að stefna á jólinn 2009. Svo erum við að fá einhverja bakþannka með það, spurning hvort það sé svo mikið af fólki, og endalausar biðraðir?? Veit ekki, en mig langar rosalega að vera þarna um jólin. Endilega ef einhver hefur verið þarna um jólin segið mér frá, og líka hvort Kissimmee svæðið sé ekki æðislegt.

Fékk svo skemmtilega heimsókn í gær frá Svíþjóð. Linda sem er vinkona mömmu og pabba kom með Steinar strákinn sinn sem er jafngamall mér, lékum okkur oft saman enda bara 4 dagar á milli okkar, og Steinar var með dætur sínar 2 Selmu og Stínu, og svo var systir hennar Lindu. Var alveg æðislegt að fá þau enda hress og skemmtileg, og Þóra systir kom líka með strákana sína. 

Axel er með Marín og Magga á landsleiknum, Ísland - Spánn, en Maggi labbaði inn í Vodafone í Kringlunni í gær, og kallaði Áfram Ísland yfir allt saman og fékk í staðinn 4 miða á leikinnLoL

Nú er best að fara að sinna litlu Knoll og Tott, meira stuðið á þessum strákum, eins gott að þeir vakni ekki um 5 leytið einsog hjá Lindu um daginn.

Knús Dísa 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband