14.7.2008 | 19:48
***
Átti þvílíkt náðugt gærkveldi, Viktor fékk að sofa hjá Sigfúsi, en Sigfús var hér á föstudagsnóttina. Alltaf gott að hafa svona skipti. Við Marín lágum upp í sófa eftir grill, undir sæng og horfðum á sjónvarpið, á meðan Maggi og Axel voru eitthvað að bralla. Marín fékk smá dekur greyið litla og fékk að lúlla í mömmu og pabba rúmi, og það virkaði vel á hana því hún svaf til 10.30. En þá var ég löngu komin á fætur og var á leið út, að ná í Viktor sem var að fara í klippingu. Linda var aftur á móti ekki alveg jafn hress, drengirnir í þvílíku stuði og vöknuð um hálf fimm, já og sögðu að það væri komin dagur!! Þeim tókst með herkjum að halda þeim upp í rúmi til hálf sjö, en þá gafst Linda upp og fór á fætur. Held að Viktori verði ekki boðið að gista á næstunni
Viktor fékk sumarklippinguna, alveg snoðaður nánast, svo skelltum við okkur upp í Kópalind til mömmu og pabba, en auðvitað komum við að tómum kofanum, krökkunum til mikillar mæði, enda nánast alltaf þegar við förum þangað eru mamma og pabbi ekki heima. Þá skelltum við okkur í Fjarðarkaup, og svo í Ikea þar sem við fengum okkur síðbúinn lunch. Viktor rotaðist auðvitað í bílnum, enda þokkalega þreyttur, og sofanði svo aftur hérna við sjónvarpið áðan og ég þurfti að vekja hann rúmlega hálf sjö.
Já og ekki má gleyma brúðkaupinu sem við fórum í á laugardagskvöldið hjá Dóru og Bjössa. Þetta var alveg æðislegt, rólegt og kósý, góður grill matur og skemmtilegar ræður. Ég fór auðvitað upp á svið og hélt smá ræðu, enda nánast systir mín sem var að gifta sig náði að grenja EKKERT á meðan ég talaði, svo það var mjög gott. Pabbi var veislustjóri og stóð sig þvílíkt vel, einsog hann hafi ekki gert neitt annað
Jæja Axel var að koma með Kentucky, nennti barasta ekkert að elda núna,
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.7.2008 | 09:49
Litla stelpan að verða stór....
Komnar inn nýjar myndir í albúm sumar 2008!!
Matarboðið í gær var að venju alveg geggjað, fórum afvelta heim, ég gat ekki einusinni klárað marengsbombuna sem við fengum, ætla í hádeginu í smá kaffi
En litla-stóra stelpan mín er sinn síðasta dag í leikskólanum í dag. Finnst þetta svolítið skrýtið, að hún sé að fara í skóla úff. Ég fór upp í bakarí til pabba, og náði í eina góða súkkulaðibombu sem Bjarki og Marín gáfu kennurunum sínum. Hér eru nokkrar myndir frá því . Knús Dísa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.7.2008 | 10:38
Mamma Mía....
Ég er alveg orðlaus enn og aftur yfir þessari veðublíðu. Þetta er bara alveg yndislegt. Maður er þvílíkt duglegur að fara í göngutúrana og bara að vera úti og leika sér. Í fyrrakvöld löbbuðum við einmitt um 8 leytið öll saman upp á íþróttavöll sem er úti í dal, krakkarnir bara á stuttbuxunum og við æfðum okkur í fótbolta og fengum okkur góðan göngutúr, sem endaði á ís upp í sjoppu og komum ekki heim fyrr en 10, og allir fóru sælir og glaðir í háttinn
Í gær tók ég svo Sigfús Árna og Þóru Lind með mér í göngu, og að sækja krakkan á leikskólann. Linda og Mummi notuðu tímann og fóru að versla í Bónus. Svaka fjör.
Fór svo á stórkostlega mynd í gærkvöldi með Dóru og Soffíu, Mamma Mía. Fengum allar nettann kjánahroll svona í byjun, og hlógum einsog brjálæðingar þetta er alveg yndisleg mynd!! Mæli alveg með henni, sérstaklega fyrir stelpur og Abba aðdáendur.
Svo er fjölskyldu dinner í kvöld hjá Lindu og Mumma, fáum bestu Humarsúpu í heimi...slurp slurp... og svo veit ég að það var bökuð kaka líka
Ætla að halda áfram að sleikja sólina hérna á fína "pallinum" mínum.
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2008 | 14:04
Komin heim....
Þá erum við komin heim eftir vel heppnaða helgi,heldur betur. Vorum komin um 6 leytið upp í Bjarkalund, og það sem við skemmtum okkur vel í frábæru veðri allann tímann. Maður er orðin vel "tannaður" enda sól allan tímann. Þvílík sæla, VIktor og Sigfús voru ekki búnir að hittast í viku, þar sem Sigfús er komin í sumarfrí, en þeir eru sko saman á deild. Við semsagt sáum þá varla alla helgina, voru alveg yndislegir saman litlu grallararnir. Kallarnir voru duglegir að spila blak, enda var útbúinn þessi svka fíni blakvöllur, og þetta var auðvitað einsog HM, það var allt gefið í þetta og líkamanum gjörsamlega fórnað fyrir leikinn, enn ekki hvað þegar kallar og sport eru annars vegar. Grilluðum góðan mat, "gæsuðum" Dóru og Bjössa, krakkarnir fóru í stultu keppni ofl., skelltum okkur í sund, og sleiktum sólina. Gat ekki verið betra.
Svo á Föstudeginum 4 júlí átti Góga frænka afmæli, og bauð okkur í æðislegan kökurétt og kaffi, og krakkarnir fengu heimabakaðar möffins og skinkuhorn, Takk kærlega fyrir okkur Góga mín
Þegar við komum heim á sunnudaginn var maður alveg búinn á því, komum ekki fyrr en um hálf 9 leytið, tengdó komu svo hingað um 10 þegar krakkarnir vour rétt að sofna svo það var nánast ekki gengið frá neinu fyrr en í gær, og ég er nú enn að. Er eitthvað slöpp núna, vaknaði með hausverk og líður einsog ég sé með hita, er kannski bara með síðbúinn sólsting híhí.
Við systurnar fórum áðan að kaupa brúðargjöf handa Dóru og Bjössa, sem eru að fara að gifta sig á laugardaginn. Skelltum okkur svo saman í lunch á Guliacan á eftir, mjög gott.
Nú er hausverkurinn að versna hjá mér, enda á meðan ég er að skrifa þetta er ég að hlusta á helv.... trampólínið hérna við hliðiná, en það er nú Trampólín báðum meginn við okkur, og þvílíkt sem mér leiðist hljóðið í þessu, og við erum að tala um að stundum er þetta til rúmlega 12 ákvöldin takk fyrir!!! ARRRGGGGG... skil vel fólk sem hefur þetta og finnst þetta æði, en mér finnst þetta ljótt og hávært. Ef ég ætti bústað, myndi ég alveg örugglega fá mér svona og hoppa á þessu, þ.e. ef ég væri ekki með nágranna en auðvitað langar krökkunum þvílíkt í þetta, en ég þrjóskast við og ætla ekki að fá mér svona.
Takk fyrir góðu kommentin, endalaust gaman að sjá hver les hjá mér.
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.7.2008 | 15:44
Ferðahelgi framundan....
Hef þetta stutt núna, ætla bara að óska minni elskulegu vinkonu Dóru innilega til lukku með daginn í dag og takk elsku vinkona fyrir gærkvöldið. Við Soffia vorum í mat hjá Dóru, alveg geggjaður kjúklingur, kartöflur sem slógu í gegn og svo desert bomba á eftir....úff við vorum vel saddar!! En nú er hún semsagt á leiðinni til Akureyrar á pollamótið.
Svo erum við að fara á Tútlumót á morgun, en það er semsagt stórfjölskyldan í mömmu ætt. Við höfum haft þetta árlegt í nokkur ár, en langamma var kölluð Tútla amma, en Túllu amma af sumum! Og er semsagt þetta skýrt í höfuð á henni. Alltaf svaka gaman, Svali og Heimir eru skipuleggjendur þetta árið og völdu slóðir Dagvaktarinnar að þessu sinni Bjarkalund einsog gott að við fáum gott veður.
Heyrumst hress og kát eftir helgi,
knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.6.2008 | 11:04
30.júní 2008...
Í dag 30.júní á mín yndislega vinkona Soffía 36.ára afmæli, við náum alltaf að vera jafngamlar í 20 daga Elsku besta Soffía mín, innilega til hamingju með daginn, vonandi að krakkarnir á leikskólanum verði góð við þig í dag. Ég kíki svo á þig í kaffi í dag eða kvöld, og eins gott að þú sért nú búin að baka eina köku
En í dag eru svo 12 ár síðan hún amma mín Jóhanna dó, svo óvænt þegar við vorum saman,öll fjöslkyldan á ættarmóti. Ég sakna hennar enn í dag og hugsa til hennar oft, og hvað það hefði nú verið gaman að ef hún hefði fengið að hitta barna-barnabörnin sín sem við systurnar eigum
Það er svo mynd af Magga í Mogganum í dag, á íþróttasíðunni,stór og flott mynd. Hann kom semsé sæll og glaður frá Eyum í gær, þar sem þeir feðgar höfðu það gott og gaman saman.En þeir voru valdi prúðasta liðið utan vallar, sem eru bara frábær verðlaun.
En nú er best að gera eitthvað hérna
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.6.2008 | 00:50
P.S I love you....
Þvílík snilldar mynd, er búin að bíða spennt eftir að geta leigt mér hana. Pantaði hana í dag og ég sé sko ekki eftir því. Ég auðvitað grét og hló og allan pakkann, og við skulum nú ekkert tala um bjútíið sem leikur í þessari mynd!!!Þvílík rómantík, alltaf gaman að horfa á svona myndir þegar maður er einn í kotinu (þ.e. án kallsins)
Strákarnir mínir koma á morgun sunnudag, þurfa að dúsa í eyjum til 4, en þá fara þeir með Herjólfi. Búið að vera svaka gaman, en ekki búið að ganga nógu vel hjá Frömmurunum því miður, allavega ekki ekki í A-liðinu hjá Magga. Nú þurfa þeir bara að æfa vel,og koma íþróttastarfinu hér í hverfinu á fullt skrið. Ekki nógu gott þar sem helmingurinn af Fram liðinu æfir í Safamýri en hinn helmingurinn í Grarfarholtinu, svo strákarnir æfa aldrei saman. En þetta er nú allt í uppbyggingu svo við bara bíðum þolinmóð eftir aðstöðunni sem okkur er lofað í Úlfarsfellinu.
Annars gerði ég ekkert sérstakt í dag, fór aðeins í Kringluna með Marín og Viktor en þeim finnst voða gaman að fara þangað á laugardögum og fara í Hagkaup á nammibarinn og fá laug.dags nammið. Kíktum svo í smá kaffi til ömmu Hönnu og afa Geira, og svo aðeins til tengdó. Eldaði svo kjúlla handa okkur og steikti grænmeti með, og svo bara franskar, ofsa gott og alltaf vinsælt.
Fékk e-mail í gær (eða fyrradag,komin sunnudagur núna) um að það sé búið að fella niður flugið til Köben sem við skvísurnar í bombuklúbbnum erum að fara í!!! Þetta var eftirmiðdags flug en við semsagt breytum því bara og förum kl 7 um morgunin hentar reyndar kannski ekki öllum vinnulega séð, en sumar ætluðu að vinna til hádegis, en ég vona að þetta reddist hjá skvísunum.
Svo bara þakka ég ykkur fyrir kvittið, Anna Gulla leynilesari gaman að fá kveðju frá þér. Annars heldur fólk að það þurfi að skrifa einhverja ritgerð, en það er nú alls ekki þannig (þó það sé svaka gaman auðvitað) en bara " hæ og bæ" er frábært.
Komin háttatími, klukkan að verða eitt!!
Knús Dísa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2008 | 10:02
Sól sól skín á mig...
Ég er eiginlega ekki að ná þessu með veðrið!! Ég held ég muni bara ekki eftir svona mörgum sólardögum í röð,þetta er alveg með eindæmum æðislegt. Ég er alltaf á leiðinni að fara að skúra og þrífa almennilega en er bara þokkalega ánægð með mig að geta verið frekar úti í sólinni. Rykið fer ekki neitt það er eitt sem víst er, það kemur rigningardagur það er líka eitt sem víst er, svo auðvitað á maður bara að njóta veðursins á meðan það er.
Kvöldin fara bara í börnin, fara auðvitað ekkert snemma að sofa þessa dagana á meðan það er svona bjart. Baðað á hverju kvöldi og haft það pínu kósý.
Soffía vinkona kíkti hingað í gærkvöldi, ég var reyndar alveg að leka niður en náði samt að horfa á Desperate housewifes þegar hún fór en svo var bara beint í rúmið. En í gærdag fórum við Linda í heimsókn til Jennu frænku okkar og sátum þar í steik á pallinum hjá henni og borðuðum kræsingar, þvílíkt notalegt. Svo löbbuðum við að sækja krakkana og ég borðaði hjá Lindu, við elduðum okkur heimatilbúna pizzu og pabbi kom í mat líka þar sem mamma er vinnandi öll kvöld.
Vildi að ég hefði haft myndavél með mér til Jennu en hún á hrikalega sætan langhund sem heitir Moli, og hann og Mandla voru í þvílíku stuði allan tímann, jeremías. Það hreinlega "sprautaðist" út Mola litla, já þarna út lillanum á honum haha. Mandla er nú svo ung og vitlaus að hún bara lagðist á bakið og var bara alveg til í fjörið, ég alveg á tauginni, en auðvitað hefði ég ekkert getað orðið amma þar sem Mandla litla er ekki orðin kynþroska. En það var mikið hlaupið hjá þeim og mikil ást.
Nú sitjum við Mandla hér í rennihurðar opinu á borðstofunni, og enn læt ég mig dreyma um pallinn sem ég hreinlega bíð eftir!! Hér er algjör steik , á hinum svölunum í forsælu er 14°hiti þannig að hérna mín megin er örugglega 20°
Já Anna Gulla frænka á stórafmæli í dag 30 áraheld ég bara , innilega til lukku með daginn (þó hún lesi nú aldrei hérna...)
Maggi keppti 3 leiki í gær, töpuðu einum og unnu 2, og hann skoraði 1 mark. Svaka fjör og fínasta veður þó sólin skíni nú ekki einsog hér.
Ætla að halda áfram að njóta sólarinnar í dag.
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.6.2008 | 10:21
Grasekkja....
Var að kveðja Magga og Axel, þeir á leið til Þorlákshafnar núna og svo beint í Herjólf. Verður fróðlegt að vita hvernig hafi gengið að gefa Magga sjóveikistöflur hann sem getur ekki gleypt hálfa íbúfen. En það fá semsagt allir strákarnir sjóveikistöflur, þau ætla ekki að vera með 37 stráka ælandi!! En þetta verður svaka gaman hjá þeim, Axel fær að gista í fellihýsinu hjá systur sinni, en hún er einmitt með Andra strákinn sinn sem er að keppa og alla familíuna. Áfram FRAM allavega
Pabbi hefði nú verið ánægður með okkur systrurnar í gærkvöldi...held hann hefði misst úr sér augun ef hann hefði keyrt hérna niður götuna í gærkveldi. Við Linda vorum úti að þrífa bílana okkar hátt og lágt, bóna,ryksuga og bara algjörlega teknir í gegn!!! Mummi kom svo labbandi með Þóru Lind í vagninum og tók stjórnina á þessu híhí... minnti svona á dæmi þegar kallinn á vera heim og þrífa og konan kemur heim og segir " kallarðu þetta að skúra???" Þú hefur sko ekki þurrkað af hérna"
Sátum svo aðeins á spjallinu og drukkum einn bjór, agalega fínt. Svo fór ég bara í að pakka niður fyrir ferðina hjá strákunum.
Mandla fór í klippingu í fyrradag og er orðin svona meira Bichon leg, búin að eldast alveg um 1 ár, algjör dúlla. Er að spá í að fara á Hundasýningu um helgina og sjá systir hennar sýna eða keppa þar. Hún var sú eina af þeim þrem sem var með tennurnar og bitið í lagi.
Jæja nú ætla ég að gera fínt hjá mér, verð með skipulagið alveg á hreinu hérna þar sem maður er grasekkja fram á sunnudag!!
Knús Dísa
ps Soffía mín innilega til hamingju með stóru stelpuna þína í gær, sendi bara sms í gær, en síminn þinn er örugglega einhversstaðar á góðum stað svo mikið að gera í gærkveldi að ég náði ekkert að hringja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.6.2008 | 12:36
Stutt vinnutörn...
Komin í frí haha!! Þetta var aldeilis vinnutörnin hjá mér eða hittó. Var að bætast við starfsfólk hjá okkur, og 2 eru að fara heim um miðjan júlí svo við erum pínu yfirmönnuð í augnablikinu. Svo nú er bara unnið heima við
Bjarki Már hennar Þóru systir ætlar að gista hjá okkur í nótt, en hann ætlaði sko heim með okkur eftir grillið í síðustu viku og var komin inn í bíl greyið. Svo ég var búin að lofa honum að koma í þessari viku. Ætla að taka hann með eftir leikskóla og svo fara þau frændsystkinin saman í leikskólann í fyrramáli,bara gaman
Við förum í dag á Ásvelli þar sem Maggi og Róbert eru að fara að keppa á móti Haukum, tek allan skaran með í góða veðrið svo það verður æðislegt. Ætli við förum svo ekki bara á Kentucky á eftir, væri góð lausn fyrir mig. Fer svo á hundanámskeið í kvöld,svo það verðu líklegast Axel sem þarf að koma krakkaskaranum niðu híhí...en hann fer nú létt með það.
Væri nú alveg yndislega gaman ef fólk nennti að kvitta hjá mér, það er búið að vera ansi mikið rennerí á síðuna, og ég tala nú ekki um skoðun á albúminu hjá mér, en þið sem eruð nú alltaf dugleg að kvitta Stórt knús á ykkur....Soffía,Þóra,Linda og Linda ofl.
Styttist núna í sumarfrí hjá krökkunum 14 júlí sem þau byrja, Maggi er núna á Smíðaverkstæði og svo alltaf æfingar kl 2 svo hann hefur það bara fínt litli unglingurinn minn.
Er farin að njóta góða veðursins,
knús Dísa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)