Færsluflokkur: Bloggar
9.4.2008 | 21:11
Sól sól skín á mig....
Hitamælirinn á svölunum hjá mér kl 19 sýndi 15,7° spáið í þessu!! Í gærkvöldi leið manni einsog það væri aðfangadagskvöl,ekta jólasnjór. Núna bókstaflega öskrar veðrið á mann að koma út og vera úti í göngu og anda að sér ferska loftinu.
Enda stóðst ég ekki mátið eftir kvöldmat að skella mér í einn göngutúr með Marín,þar sem Axel er á leið á fund núna. Alveg yndislegt veður,ekta gönguveður.
Bombuklúbbur í gærkvöldi hjá Dóru,auðvitað borðað á sig gat,alltaf jafn gaman að fara í klúbb og hitta skvísurnar. Erum enn að reyna að finna okkur gistingu í Köben,en það er pínu erfitt þar sem við erum 8,yfirleitt gert ráð fyrir 6 eða færri
Orkan er enn alveg svaka fín,mér líður bara rosa vel og bara held að ég verði að trúa því að þessa töflur séu að virka svona vel,og það sem meira er,mér finnst sykurþörfin hafa minnkað alveg svakalega belívitornot.....nú bara hljóta kílóin að detta eitt og eitt,komin tími til!!!!
En svo svona til að forðast allan misskilning með þessi þrif hérna,þá er ég sko enginn Bree Van De Kamp eða hvað hún heitir. Held að ég sé bara komin með drasl og skítugt gólf á heilann. Heimilið mitt er sko ekkert steriliserað,en þar sem ég er með svona skemmtilega svartar flísar sem ALLT sést á þá þarf ég að skúra hér á hverjum degi ef vel á að vera. Svo þessi þrif sem ég er alltaf að tala um er bara svona týpísk,ganga frá fötum og dóti út um allt,setja í vél og ganga frá þvotti og klósett þrif. Þetta eru svona basic þrif. Æj þetta er bara það sem við erum allar alltaf að gera
Maggi minn ennþá lasin,er samt ágætlega hress,á eftir að mæla hann í dag en held hann sé nú allur að koma til. Ætla allavega að hafa hann heima á morgun.
Mandla mín sem ég er nú barasta ekkert búin að tala um held ég í mörg blogg í röð,er alveg æði. Algjör prakkari, það skemmtilegasta sem hún gerir þessa dagana er að stökkvað upp í klósettpappírinn og draga hann eftir öllu hér algjör villingur. Axel nýtur góðs af eyrnahreinsun frá henni ojojojojo....fer alveg inn að heila liggur við,og ætlar alltaf hreinlega að éta hann ef hún kemst í andlitið á honum. Svo emjar hann alveg úr hlátri og kitli þegar hún byrjar,skil ekki hvernig hann getur þetta
Amma og afi komu hérna í dag,færðu mér rós og svo bað afi mig um að auglýsa fyrir sig dekk til sölu á netinu,sumardekk.....svo ef ykkur vantar dekk þá er ég semsagt með ein til sölu sem voru á Hondu Forrest (held ég) nánast ónotuð,enda keyrir maðurinn varla nokkurn skapaðan hlut,má alls ekki við því að missa af stæðinu sínu út á plani. Og svo ef hann fer niður á Laugaveg þá tekur hann strætó!!!!
Svo er það James Blunt,djössins verð er á þetta,en ég bara verð samt. 14900 dýrustu miðarnir og svo 12.900.....mig langar ekki í ódýrari en það því þá er maður á einhverjum skíta stað.
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 23:07
Uppfull af orku...
já ég veit ekki hvað er að gerast?? Klukkan að verða 23.00 og ég í fúllesving! Trúi ekki að þetta Metasys sé strax farið að virka-ef þið þekkið það ekki þá eru þetta einhverjar megrunar og orku töflur.Reyndar er þetta svona megrunarplan í 3mánuði,en nenni nú ekki að fara út í smáatriði.
Frá því um hálf níu í kvöld er ég búin að ryksuga,skúra,ganga frá þvotti,taka úr uppþvottavél og ganga frá endalausu magni af fötum hér og þar. Það skiptir engu máli þó að maður gangi frá öllu á morgnana þegar börnin eru orðin 3,þetta er stanslaus vinna!
Annars fór ég með Viktor í 3 1/2 árs skoðun í hádeginu og það gekk svona glimrandi vel,eða þ.e.a.s. þegar barnið fékk loksins málið. Já hann opnaði ekki munninn fyrr en eftir ca 10 min. Og eftir það gekk allt einsog í sögu og hann svaraði nánast öllu rétt ein það eina sem hann vildi ekki gera og sagðist ekki kunna var að teikna strák!!
En ég gerði mig nú að þokkalegu fífli,jesús minn eini. Þegar læknirinn kom að skoða Viktor þá var hann að spyrja mig um heilsufarið og hvort hann væri ekki hraustur. Jú jú ég hélt það nú ekkert vesen,og svo spurði hann mig hvort hann hafi eitthvað verið með í eyranu eða fengið rör og ég hélt nú ekki það var bara systir hans sem fékk rör og var eyrna barn. Svo kíkti doktorinn í eyrað og fyrsta sem hann sagði,"já þarna sé ég eitt rör!!!!!!! " ég var einsog fífl og get sagt ykkur það að ég man ekki enn eftir því að Viktor hafi fengið rör?????
Maggi greyið ennþá veikur,hann hnerrar stanslaust og hóstar litlum þurrum hósta alveg útí eitt. Ætla með hann á vaktina á morgun og láta kíkja á hann.
Jæja þetta var nú bara svona smá aukablogg,takk þið sem kvittið (nánast alltaf sama fólkið) alltaf gaman og fær mann til að langa til að segja ykkur fréttir af mér og mínum.
Orku knús, Dísa xxx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.4.2008 | 09:53
Helgin í öllu sínu veldi...
Jæja langt síðan síðast,gengur bara ekki. Alveg ágætasta heldi að baki verð ég að segja,einu barni færra á föstudagsnótt, og einu okkar færra á laugardagsnótt en fengum annað í staðinn
Maggi fékk að sofa hjá vini sínum á föstudaginn,fór til hans beint eftir æfingu og borðaði þar. Við hjónakornin fengum okkur göngutúr með gríslingana og komum við á videoleigunni og náðum okkur í mynd. Höfðum svo pínu kósý kvöld og horfðum á mynd og borðuðum nammi.
Á laugardaginn var ég komin fyrir hádegi niður á laugaveg með Marín og Viktor,hittum svo Axel sem var aðeins að vinna á laugaveginum. Fórum á útsölumarkað hjá Englabörnum og yfirhafnir keyptar á öll börnin,gerðum mjög góð kaup. Komum svo heim og Axel fór með Marín til ömmu og afa í Máshólum þar sem hún ætlaði að gista. Viktor og Mandla fóru með svo ég var ein í kotinu. Ætlaði að skella mér í smá kaffi til mömmu og pabba,en þau auðvitað ekki heima svo ég hringdi í Soffíu og ætlaði að fá mér kaffi hjá henni.Hún var á leið í Ikea svo ég bara skutlaðist með henni þangað þar sem ég hef ekki komið þangað lengi.
Til að gera langa sögu stutt,hittum við þar Dóru vinkonu sem var búin að reyna að koma til okkar beggja,þannig að við vinkonurnar enduðum allar saman í Ikea mjög óvænt og fengum okkur að borða þar saman á eðal veitingastaðunum í Ikea. Grænmetisbuffið klikkar ekki
Guðrún Sól frænka fékk svo að gista hjá Magga,sem um kvöldmatarleytið var orðin hálfraddlaus og slapparalegur. Ég mældi hann og minn komin með 39,3°. Þau frændsystkinin voru svo voða góð hérna saman,og fóru frekar snemma að sofa þar sem Maggi var svo slappur. Kvöldið var bara alveg hið rólegasta þar sem Marín mín var ekki heima og það munar nú um minna híhí...það er bara allt svo þvílíkt rólegt þegar annaðhvort Marín eða Viktor eru ekki heima,manni finnst maður varla bara getað hangið heima,langar bara alltaf að skreppa eitthvað í heimsókn. En við lágum bara öll upp í sófa og höfðum það voða gott.
Vaknaði svo um 9 á sunnudagsmorgunin með Viktor,vorum bara að slæpast hér um,en þegar Axel fór á fætur lagðist ég aftur upp í og náði að dotta þangað til það var hringt í mig um hádegið og þá drullaðist ég nú á fætur enda sólin úti og ekki hægt að liggja lengur. Fórum bara í bíltúr,fengum okkur í ,fórum í Ellingsen og Blómaval/Húsasmiðjuna og svo til tengdó að sækja Marín og þá var friðurinn úti
Skelltum okkur aðeins til Þóur sys þar sem Axel var ekki búin að sjá húsið hjá þeim eftir breytingu,algjör skömm af honum
Pabbi kíkti svo aðeins á okkur,mamma að vinna...en ekki hvað. Hryggnum skellt inn í ofn,bakaðar kartöflur og ferskt salat og steikt grænmeti namminamm. Lét svo Axel um uppvaskið eða (uppþvottavélainnkastið) og ég fór til Lindu sys að horfa á Sjálfstætt fólk,en komst svo að því að þátturinn var í opinni dagskrá en Þóra Lind búin að stækka eitthvað svo mikið, brosir út i eitt og er bara algjört bjútí.
Þannig var nú þessi helgi,bara ofurfín í alla staði. Maggi auðvitað heima,geltandi greyið út í eitt og með hita, svo er Viktor að fara í 3ja og1/2 árs skoðun kl 1. Ég auðvitað að þrífa núna þangað til ég sæki hann.
knús Dísa
ps. Erla já við verðum sko að fara að hittast,ég finn einhvern góðan tíma og bíð þér í kaffi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2008 | 21:58
Morgunpirringur.....
Finnst svo langt síðan ég bloggaði eitthvað, var núna að koma frá Lindu þar sem ég er fasta gestur þar öll fimmtudagskvöld,horfðum saman á Hæðina. Mér finnst þetta hrikalega skemmtilegur þáttur,en hef samt eiginlega orðið fyrir vonbrigðum með stílinn. Svolítið spes og þá kannski sérstaklega hjá "kassa" parinu er ekki alveg að gera sig finnst mér. Listaverkið sem þau voru að gera við ganginn með kopar kössunum og liturinn á veggnum,jesús minn eini!! Say no more...,
Er frekar sybbinn núna,Axel var svo yndislegur í morgun að hleypa Möndlu út á svalir kl 6 í morgun og gleymdi að taka kerfið af,þannig að allir vöknuðu auðvitað við djöfulsins lætin í kerfinu!!! Viktor og Marín vöknuðu auðvitað og komu upp í og sénsinn að fá þau til að sofna. Ég hélt ég færi yfir um í pirrningumlangaði að sofa lengur,en þau 2 saman upp í rúmi er =vakna!!! Ég þrjóskaðist við að ligggja lengur,og Marín fór þá bara upp og ristaði sér brauð með osti og marmelaði!! Drullaðist loksins á fætur,ungfrúmorgunfúlpunkturis.
Viktor var líka orðin þokkalega þreyttur hér í kvöldmatnum,sefur vonandi til 8 á morgun,það væri ljúft þar sem Maggi fer alltaf seinna í skólann á föstudögum.
Ekki mikið annað sem ég nenni að babbla um núna,leyfi ykkur að sjá hérna myndband með litlum snillingi.
Góða nótt og knús á línuna...kv Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2008 | 21:11
Ég er í djúpum....
Hér kemur svarið úr gátunni!
Hún vonaðist til þess að maðurinn kæmi í jarðaför systur sinnar,þess vegna drap hún hana!
EF þú gast rétt þá hugsarðu einsog geðsjúklingur. Þetta próf var gert af Bandarískum sálfræðing til að athuga hvort fólk hugsi einsog morðingi. Margir fjöldamorðingjar hafa verið látnir taka þetta próf og svöruðu þeir allir rétt.
Ef þú hins vegar svaraðir ekki rétt,gott hjá þér og gleður mig að vera vinur þinn. Ef vinir þínir fá bingó við þessari spurningu,þá mæli ég með því að þú skiptir um vinahóp og haldir ákveðni fjarlægð frá þeim.
Ég er semsagt í slæmum málum með ykkur sum!!! Gott að Axel svaraði þessu ekki rétt haha!! Soffía þú ert bara svaka "sækó" og mamma ég ætla rétt að vona að þú hafir bara verið að herma eftir Soffíu en ekki fattað þetta sjálf.
Annars bara allt fínt að frétta, við Maggi nýkomin inn úr dósa og flöskusöfnun fyrir Fram,fjáröflun fyrir Shell mótið í Eyjum. Við tókum Grænlandsleiðina og náðum ekki að klára hana þar sem við gjörsamlega troðfylltum vinnubílinn hans Axels og það bara eftir nánast eina götu. Held að einn pabbinn í hópnum sem bauðst til að lána bílskúrinn sinn undir flöskurnar og telja þær hafi séð illilega eftir því!! Þetta á eftir að fylla heilan gám og gamana verður að sjá hvað við söfnuðum fyrir mikið.
Fékk nánast sjokk á laugardaginn í matarboðinu hjá mömmu og pabba,vorum að horfa á upptöku frá frænku-systra og mæðgna ferðinni sem við fórum í til Akureyrar árið 2000!!! Ég var ca 20 kílóum léttari með svaka stutt og ljóst hár,(þetta var eftir að ég tók herbóið með stæl) og verð bara að segja að ég leit mjög vel út!!!!!!!! Sit hérna núna með eitthvað kínverskt detox,grænt te,búin að fara í 2 labbitúra í dag,svo þetta var þokkalegt spark í rassinn. Skal ná mér aftur svona.
En þið semsagt sem svöruðuð "rétt" ættuð nú að fara að athuga ykkar gang!! híhí...
knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.3.2008 | 00:00
Gáta...
Sá þessa gátu eða próf á einni bloggsíðunni og langar að leggja hana fyrir ykkur. Ef þið vitið svarið(hafið séð þetta) ekki segja frá og skemma,en endilega giskið einsog þið getið ÖLL. Kem svo með svarið þegar ég hef fengið einhver viðbrögð
Þetta er raunverulegt sálfræðipróf sem byrjar svona:
Það var einu sinni kona sem var í jarðaför móður sinnar. Í jarðaförinni hitti hún mann sem hún hafði ekki séð áður. Þessi maður var svo fallegur að konan hafði aldrei séð annað eins. Hún hélt ekki vatni yfir þessum draumaprins og varð ástfangin upp fyrir haus. Hún komst þó aldrei í það að fá hjá honum símanúmerið vegna anna í jarðaförinni. Nokkrum dögum seinna drap konan systur sína.
Spurningin er,af hverju drap konan systur sína?
(bætt við, EKKI kíkja á athugasemdirnar og herma,þið verðið að skrifa það fyrst sem ykkur dettur í hug)
knús Dísa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
28.3.2008 | 11:00
Enginn verður af einum bita feitur...
og "Hægara er að kenna heilræðin en halda þau". Þessa málshætti fékk ég, get ekki sagt annað en að þeir eigi vel við mig.
Álagið á heimilinu er búið að aukast ansi mikið eftir komu Möndlu litlu.....jájá halda allir núna að ég sé að gefast upp. NEI það er nú ekkert þannig, er sko alveg þess virði litla dúllan,en gmg hvað tuðið í mér er búið að aukast,og var ekki ábætandi. Marín er með hundinn límdan við sig stanslaust þegar hún er heima, sleppur henni ekki,og það kostar þvílíka tuðið í Magga. Viktor á það svo til að taka aðeins of fast utan um hálsin,svo Mandla hefur alveg grátið undan honum já hann Viktor minn sem ég hélt altaf að yrði algjört gull,svo rólegur og góður.....nei ég hafði ekki alveg rétt fyrir mér. Reyndar ef hann væri einkabarn þá væri þetta öðruvísi (reyndar með þau öll) en litla frekjurassgatið á systkin sín sérstaklega. Getur fengið algjört kast ef systir hans vogar sér að fara "hans" megin út úr bílnum. Má þakka fyrir að hafa ekki fengið bílhurðina beint í fésið á sér. Og ef einhver dirfist að opna útidyrahurðina (ef einhver er að koma) á undan honum!! En svo auðvitað getur hann kelað við mann alveg út í eitt,of alltaf að bræða mig og segir mamma þú ert svo sæt
En í þessu kemur málshátturinn góði "Hægara er að kenna heilræðin en halda þau". Það er alltaf svo auðvelt að sjá vandamálin hjá öðrum og gefa góð ráð,einsog ég hef oft fengið, og gefið líka sjálf. Allir eiga við sín vandamál að stríða og svo auðvelt alltaf að gefa öðrum góð uppeldisráð.Ég á líka alveg auðvelt með að sjá vandamálin sem aðrir gera í uppeldinu,og gefa ráð en svo er að halda hlutina út. Hlutirnir eru ekki alltaf eins einfaldir og þeir líta út fyrir að vera. En við getum öll gert betur,það er alveg á hreinu. Ég þarf að fara að setja mér markmið og fara eftir þeim.
Vera þolinmóð,samkvæm sjálfri mér,ekki æsa mig,og aftur vera þolinmóð.
Veit líka alveg að þegar liggur vel á mér,þá liggur yfirleitt vel á börnunum. Finnst ég vera farin að hafa óþekktina í þeim á heilanum!! Æj þetta umturn alltaf á þeim þegar við erum innan um annað fólk. En þetta er semsagt það sem liggur á mér núna,eftir smá óþekktar tímabil núna. Einsog þessi grey geta nú verið yndisleg og góð. En semsagt öll dýrin í skóginum eru ekki alltaf vinir,þarf að breyta því. Vera jákvæð núna, skemmtileg helgi framundan. Fermingarveisla á morgun hjá Daníel,frænda Axels og svo förum við beint í mat til mömmu og pabba á eftir. Það verður æði.
Er ég orðin svona neikvæð eða hvað - þegar ég fer að lesa hérna yfir þetta hjá mér??? Svo er ég alltaf að lesa hjá öðrum síður og þar er allt svo jákvætt og börnin svo góð og lalaala,svo kem ég með mitt kvart og kvein en lofa ykkur næstu daga skrifa ég bara jákvæðar fréttir af okkur.
Enblína á það góða,ætla að gera það
knús á ykkur öll og góða helgi
Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2008 | 19:47
Sinfó....svona leiðinleg!!
Marín Rós fór á tónleika með Sinfoníu hljómsveitinni í morgun,með leikskólanum,og við matarborðið áðan vorum við að spyrja hana hvernig hafi verið á tónleikunum. "Leiðinlegt,það var ekkert að gera nema sitja og hlusta, það var svo leiðinlegt að við vorum næstum því sofnuð" þvílíkt menningarleg!!
Við Maggi fórum í gær að keyra út ýsuna sem kom loksins, fórum út um allan bæ og á einum staðnum sem ég stoppaði,sem var hjá fyrrverandi samstarfskonu minni,töluðum við aðeins um bloggið mitt og hennar og svo skaut hún á mig að ég talaði nú bara ekkert um börnin mín heldur bara nýja hundinn híhíh....já já kannski svolítið satt.Enda er hún nýja barnið á heimilinu,og hinir villingarnir mínir eru auðvitað alltaf jafn yndisleg þessar elskur,en sérstaklega þegar þau sofaallavega svona rétt eftir páskana þar sem mikið fjör er búið að vera á heimilinu.Og auðvitað er x-tra áreiti að vera með hvolp sem krakkarnir geta varla séð í friði,þó aðallega Marín,hún heldur að þetta sé bara nýja leikfangið hennar sem hún getur dröslast með allan daginn.En æj hún er nú samt voða góð við hana og orðin ofsalega háð litla dýrinu.
Sá í athugasemdunum að það eru nokkrir sem vilja endilega láta bjóða sér í matjájá það kemur að því.Aldrei að vita nema maður lífgi upp á mataklúbbinn með Soffíu og Dóru og köllunum auðvitað,og svo fimmtudags familíu dinnerinn sem við vorum með á tímabili. Þó varla að maður leggi í það með alla þessa yndislegu litlu villinga sem umturna einu húsi á mettíma
Annars er maður alveg að verða vitlaus í þessum skítakulda,kemst varla lengra en upp í næstu götu í göngutúr,djössins rokið!! Hafði það líka bara kósý í dag og var að passa minnstu prinsessuna hana Þóru Lind,hún svaf á bringunni á mér og ég horfði á Opruh ohhh það gerist varla betra en það.
Jæja allir gríslingarnir eru saman í baði og allt orðið brjálað
knús Dísa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2008 | 10:15
Súkkulaðieitrun...
Yndislegt að vera komin í rútínuna aftur,úff allt þetta súkkulaðiát og krakkarnir í stuði eftir því.
Grillið hjá Lindu var var alveg meiriháttar,en páskadagurinn byrjaði á heimsókn frá Mumma og pabba sem komu að horfa á enska boltann,svo þeir kallarnir lágu hérna og horfðu á 2 stórleiki. Má segja að þeir hafi gripið okkur í bólinu,lágum enn upp í rúmi kl 12, ég auðvitað búin að fara fram í páskaeggjaleit með krökkunum en skreið svo aftur upp í (fékk mér auðvitað fyrst páskaegg í morgunmat).Mjög gott.
Mandla er auðvitað algjör gullmoli,en líka smá prakkari sem elskar að bíta pabba sinn í nefið!!
Er eitthvað hrikalega löt núna,ætli það sé ekki bara líkaminn sem er orðin uppgefin eftir allt þetta súkkulaðiát ég gæti alveg gubbað þegar ég hugsa um allt þetta súkkulaði sem runnið hefur niður hjá mér ojjjj. Nú verður tekið á því ( jájá heyrt þennan áður).
En já man eftir kommnentunum sem ég fékk um öndina og veislumatinn frá Soffíu og Jenný. Já þið hefðuð bara átt að smakka,stóð líka í eldhúsinu í 3 tíma,en í gær var ég með alveg geggjað vel heppnaðan mat,og aldrei heyrt krakkana mína hrósa mat svona mikið,öll 3 takk fyrir!! Var með veislukjúklingin eða hátíðar-man ekki hvort það ,með fyllingu.h-Hef reyndar haft svona áður nema í gær þá bara bráðanaði hann hreinlega í munninum,svo mjúkur og góður,steikti æðislegt grænmeti og setti svo rjóma og rjómaost með kryddblöndu útá grænmetið ,svo í eldfast mót og ost yfir,algjört sælgæti!! Gerði svo gott ferskt salat og hvítlauksdressingu,aljgört namminamm.
Er að fara að setja inn nokkrar myndi
Knús Dísa FEL
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.3.2008 | 17:34
Gleðilega Páska....
Kominn tími á smá fréttir ekki satt Við erum nú bara búin að hafa það ofsa fínt þó Axel sé eiginlega búin að vera vinna aðeins of mikið,en ekkert við því að gera auðvitað. Fórum í afmæli í gær til ömmu Hönnu og þar var öll familían mætt,sátum í um 3 tíma því það var svo gaman að hitta alla. Nú þarf ég eiginlega að hugsa hvað við séum búin að vera að gera hmmmmmmmmmmm...er orðin svo gleymin.
Allavega er Mandla dúlla alveg að slá í gegn þessi dúlla,er alveg yndislegust og heillar alla sem hana sjá auðvitað. Svaf alveg til 8 i morgun,en þá þurfti mín að komast út að gera sínar þarfirjá það er ekkert sofið út þessa dagana, en alveg þess virði!!
Vorum í dag í páskaeggjaleit í Elliðaárdalnum, fórum með Lindu og familí,allir fundu egg og fengu í staðinn lítið páskaegg og svala. Alveg svaka fínt og svo fengum við okkur smá göngutúr í góða veðrinu, reyndar pínu lúmskt kalt. Svo er ég bara búin að standa hér við eldavélina að elda einsog jólin séu að koma. Algjör jólamatur,andarbringur,röstý kartöflur,sultaður laukur og fleira og fleira namminammm. Kósý stemmning í kvöld fyrir framan kassann með fjölskyldunni,á morgun grillum við svo hjá Lindu,ohh hlakkar til að fá grill.
Þið sem kvittið alltaf,takk fyrir kærlega,alltaf gaman að sjá hverjir kíkja við þetta þarf nú ekki að vera einhver ritgerð
bara svo ég sjái nú hverjir nenna að lesa.
Gleðilega páska annars allir saman,borðið nú yfir ykkur af páskaeggi á morgun.Ég fæ númer 7 frá Nóa og það á sko eftir að renna ljúflega niður slurp slurp....
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)