Færsluflokkur: Bloggar

Sitt lítið af hverju....

Yndislegur dagur að kveldi komin,Maggi situr við hliðina á mér og er að læra ljóð utan,Marín og Viktor sofnuð og yngsta dýrið,hún Mandla í nettu kasti. Hún er farin að færa sig upp á skaftið heldur betur,leggur Magga í pínu einelti þegar hún er í köstunum sínum. Stekkur á lappirnar á honum og reynir að éta á honum fæturna og náttbuxurnarTounge gerir þetta aðallega við hann,því hún finnur greinilega að Maggi er eittvhað óöruggur við hana. Nú hleypur hún hérna um allt,móð og másandi og urrar í þokkabót einsog hún sé orðin 5 áraLoL bara skemmtileg.

Við Linda,Mummi og Axel vorum að ákveða að skella okkur til Minneapolis,svona nokkrun veginn. Munar ansi mikið á fargjaldinu þangað miðað við Boston. Þetta eru svosem sömu búðirnar allsstaðar,en í Minneapolis eru engir skattar á neinum fatnaði,munar um þaðWinkþetta er svona algjör shopping borg. Við fáum okkur auðvitað bíl og keyrum allt sem viljum fara,verður alveg geggjað,við förum allavega,sjáum svo hvað Linda og Mummi gera. Þóra og Aron eru búinn að panta sér ferð til Boston,fengu hana á góðu verði,allt búið að hækka núna. 

Svo er það Köben með bombuklúbbnum í sept,svo það er nóg að hlakka til.

Fór í Ikea á sunnudaginn með Marín,fann svona svaka fína hillu samansetta,í sýnishorna deildinni svo ég hringdi í Axel og hann og VIktor komu á vinnubílnum til að sækja hilluna. Keypti líka bleika kommóðu í stíl við skrifborðið hennar undir sjónvarpið og aðra mottu,svo herbergið hennar er orðið svaka flott.

Á miðvikudaginn fer ég svo með Marín og Viktor upp í bústað til mömmu og pabba,ætlum að fara bara strax eftir vinnu hjá mömmu,en Axel þarf að vinna og Maggi að keppa á fimmtudagsmorgunin,svo þeir ætla að vera heima feðgarnir með Möndluna. Það verður yndislegt að komast í sveitasæluna,ætla að hafa það svakalega gott.

Langar að benda ykkur á sem EKKI hafa smakkað Ben & Jerry´s ísinn að láta það ógert. Þvílíkt sem ég er orðin húkt á þessu,Karmel Sutra og New York eitthvað ,það ætti bara að banna þetta. Dollan er ekki nema yfir 1000 kaloríur!!!! Ég er farin að stelast stundum í hádeginu í svona ís,í staðinn fyrir hádegismat,enda er ég auðvitað algjör sjúklingur,en hey ég gat þó hætt að reykja og eitthvað verða ég að fá í staðinn. Ekki tekið smók síðan 7 janúar ca á miðnætti!!!!

Veðrið er barasta æði núna,vildi að ég kæmist út í göngu og þá helst í seljahverfið með Þóru,en Axel eitthvað að bónvesenast. 

Pétur sem er búin að vinna hjá okkur í rúmt ár var að kveðja okkur,eigum eftir að sakna hans,enda búin að standa sig svakalega vel. Aldrei að vita nema hann komi aftur. Ætlar að fara til Póllands aftur og taka einhver próf-meiraprófið allavega.

Nú er bara framundan að koma sér í hellulagnir,verðum að fara að drífa í því. Næst á dagskrá að panta gröfu og rumpa í burt stóru steinunum,allt að gerast vonandi....fljótlega.

knús Dísa....og ég var nú að kíkja á myndaalbúmið hjá mér og sá þar einhverjar athugasemdir sem ég vissi ekki af,gaman að því. Og Jenný ég skil ekki að þér finnist við allar svoan líkar á myndinni!! En fyndið hvað við erum allar með sitthvoran hárlitinGrin


Gleðilegt sumar...

Það er búinn að vera föstudagur hjá mér í 3 daga finnst mér og loksins komin laugardagurTounge frí í leikskólanum miðv,fim og föstudag....ekkkert smá mikið fjör.

Erum bara búinn að vera á flakkinu síðustu daga,fórum í Ikea við Linda systir og ég keypti skrifborð, stól og mottu,bleikt auðvitað handa Marín. Nú þarf skvísan að fara að æfa sig fyrir skólann í haust.

Á sumardaginn fyrsta fórum við að horfa á Magga keppa,snillingurinn hélt áfram að skora og bætti  4 mörkum á reikninginn.Fengu svo að velja sér eitthvað á útsölunni í Dótabúðinni í Smáralindinni í tilefni dagsins. Ég var eitthvað svo mikið i símanum þegar þau voru að velja sér og greinilega ekki alveg í sambandi,því Viktor fékk búning.....Djöfulinn sjálfanDevil,og valdi sér svo í þokkabót áður en hann fann búninginn,sprotann eða hvað þetta er sem djöfullinn heldur alltaf á,svartur með rauðum gaffli á endanum-skiljiði??!!! Ég var alltaf að vesenast að finna stærð sem passaði  og leyfði honum svo bara að velja og þetta var semsagt útkomanFrown

Stórfamilían var svo öll í mat hjá Þóru og Aron-þ.e. við systurnar, mamma og pabbi. Fengum svaka gott grill sem mamma og Þóra buðu uppá,Linda gerði salatið og ég Desertin,ohhh það var ekkert smá gott að fá grill. Þarf að fara að fjárfesta í einn einu grillinu núna. Mikið fjör enda,2 hundar og 6 bör, en Robbi og Maggi voru einir heima þar sem þeir voru á æfingu og ekkert spenntir fyrir þessu matarboði, orðnir svottan unglingarLoL

Var svo að koma úr Kolaportinu,með Marín og Viktor, skelltum okkur svo aðeins í Kringluna að útrétta aðeins og erum nú komin heim og krakkarnir farnir út að hjóla í þessu geggjaða veðri.

Maggi fór að horfa á æskuvin sinn Róbert Snæ keppa í fótbolta og svo koma þeir hingað og fá að gista saman.

Eitt GEGGJAÐ lag hérna í lokin,en þetta var m.a. sungið af nemedunum hennar Svölu í brúðkaupsveislunni síðustu helgi............þvílík snilld.

Knús Dísa oh virkar ekki lengur en prófa þetta

http://www.youtube.com/watch?v=T2NEU6Xf7lM

 

 


Myndir...

Var að bæta í brúðkaups albúmið og gerði nýtt,apríl 2008.

Kvitta svo takk,

Knús Dísa.........................er með áskorun til þeirra sem hafa aldrei (eða sjaldan)kvittað en skoða alltaf,er svo forvitin að sjá hverjir skoða því það eru sko fleiri en kvitta. 


Brillup-ið....

Meiriháttar kvöld að baki, glæsilegt brúðkaup í alla staði í gær hjá Heimi og Svölu. Athöfnin sjálf var bara sú skemmtilegasta held ég sem ég hef upplifað,presturinn séra Vigfús var alveg meiriháttar og sló í gegn. Allt svo létt yfir þessu,lét alla klappa,bæði fyrir brúðhjónunum og svo söngkonunni henni Sessu (held ég fari rétt með) sem var í Idolinu einu sinni. Hún söng alveg ofsalega fallega,og fékk tárin til að streyma.....og það var bara byrjunin hjá mér, en ég kem nú betur að því síðar.

Svo var haldið í veisluna, Linda sveitt upp í sal að fylla á allt gúmmulaðið,og Mummi að fara yfir um af stressi greyið,en hann var veislustjóri. Það er bara skemmst frá því að segja að þau leystu þessi verkefni alveg eins og best verður á kosið,maturinn var geggjaður og veislustjórnin 1sta flokks.

Svo hélt pabbi hennar Svölu ræðu,og í byrjun var hann svo hrærður greyið þegar hann var að segja frá því að stoltur faðir leiddi dóttur sína inn kirkjugólfið,hann þurfti að stoppa,og táraflóðið hjá mér byrjaði,en sá hélt flotta ræðu og skemmtulega,sem betur fer grét ég ekki allan tímann.

Því næst komu upp á svið,kennarar sem vinna með Svölu,en þær fengu 2 stráka sem Svala kennir til að spila og syngja. Þeir voru 2 á rafmagnsgítar og sungu,þvílika snilldin,ég fékk gæsahúð og tárin byrjuðu aftur að streyma,þetta var svo sérstakt hjá þeim og vel gert,söngurinn og spilið alveg svakalega sérstakt og ég get eiginlega ekkert lýst þessu. Enda fengu þeir þvílíka klappið og stappið og voru kallaðir upp og sungu aukalag á dönsku..en ekki hvað fyrir dönsku kennarann. Eitt er allavega víst að þessir strákar falla ekki hjá Svölu í ár!!!!

Rebekka Ýr dóttir Svölu og Heimis sem er 7 ára,kom svo upp á svið og söng ein og óstudd,með engan undirleik "Nína"......á þá byrjuðu tárin aftur að streyma hjá mérWinkog þið sem eruð núna að hugsa,hvað var hún eiginlega búin að drekkar,þá skal ég segja ykkur það að 1 og 1/2 freyðivíns glas fór ofan í mína á meðan á öllu þessu stóð og gos með matnum....bjórinn kom seinnaTounge

Fékk líka að heyra það frá Gógu og Önnu Gyðu að það hafi ekki verið hægt að horfa á mig,á meðan á þessu stóð.

Ætla nú ekkert að fara yfir allt brúðkaupið í smáatriðum,en þetta var alveg frábært,drakk alveg nokkra bjóra og svo skelltum við Þóra,Aron,Soffía og Anna Gyða okkur á ball. Ætluðum að fara á Sálina í kópavoginum og vorum komin þar fyrir utan þegar við heyrðum í útvarpinu, eurovision lagið okkar í ár,og svo var sagt frá því að Eurobandið væri á Broadway og frítt inn, en þetta var rúmlega 1. Svo við bara brunuðum á Broadway í staðinn þar sem við vorum með Þóru einkabílstjóra.....bæðevei takk elsku Þóra mín fyrir skutlið á ballið og svo heimkeyrsluna lika knúsknús!!

Drifum okkur beint á dansgólfið og þá er hljómsveitin að kveðja í bili,voru á leið í pásu. Svo við fórum bara öll á barinn og fengum okkur bjór. Það var nánast tómt þarna,svo ekki var skrýtið að frítt var inn enda spiluðu þau svo bara til rétt rúmlega 2 takk fyrir!! En við dönsuðum allan tímann allavega,já og Elín Eva gaman að sjá þigToungeGrin 

Og það skemmtilegasta við þetta er auðvitað,að endilega þurfti að vera einhver á videokameru fyrir ofan okkur,og í endann segir Friðrik Ómar okkur að vera í svaka stuði því þeir ætluðu að senda þetta til Serbíu,semsagt lagið This is my life,eða videoið þar sem við vorum öll að dansa og syngja einsog brjálæðingar,jebb alveg meiriháttarCrying

Dagurinn í dag bara búinn að vera ágætur,fórum í Holtagarðana familían,besta við þá ferð voru Bæjarins bestu namminamm. Við Axel fórum svo núna í kvöld að þrífa eina hárgreiðslustofu,og svo er bara verið á leið í bælið núna fljótlega.

Hér er svo ein mynd af kvöldinu,bombuklúbburinn,athuga hvort ég nenni að setja inn myndir.

apríl 2008 057

Knús og tak fyrir allt kvittið,

Dísa 


Brúnkumeðferð og streptókokka...

Gvuuuuð hvað mér leið hræðilega í þessu brúnkusprey dæmi. Sko, við erum að tala um pínulítið herbergi ca 1X2 og við erum 3 þarna inni,ég,Þóra og svo skísan að spreyja okkur. Við Þóra með net um hausin,á naríunum einum fata,og gardínur (einsog ég er með á efri hæðinni) sem sveifluðust fram og til baka og mikil mildi að enginn gekk framhjá...sá hefði gengið á ljósastaurinn og rotað sigLoL tók mynd af Þóru með símanum hjá mér þegar hún var með lokuð augun og set þau á netið á eftir híhíhíh,,,,,,,,............bara djók!!!

Semsagt svo byrjar hún að spreyja mann,og þá koma í ljós ÖLL þau hár sem þú ert með á líkamanum. Því þau verða svona pínu svört,svona einsog liturinn haldist ofan á hárunum. Og já ég verð að segja að ég er nú barasta aðeins loðnari en ég hélt,shit þegar ég horfði niður á brjóstin og td lappirnar well say no more!!!! Ég er semsagt apiW00t

Birtan var auðvitað ansi mikil svo maður sá sig agalega vel, og oj ekki fögur sjón,en sem betur fer þó þetta væri agalega myndarleg kona sem var að spreyja okkur,þá var hún alveg einstaklega þægileg og almennileg (einsog myndarlegar konur séu allar leiðinlegar haha). Nú má ekkert vera að vinda tusku eða koma nálægt vaskinum,bara takeaway í matinn. Enda má það líka alveg þar sem ég var á læknavaktinni og er komin með streptókokka takk fyrir!! 

Er búin að vera eitthvað illt í hálsinum þegar ég vakna á morgnana,með hausverk og pínu löt,svo það er ekki furða.....svo var það kúlan á hálsinum,bara bólga en ekki æxli hjúkkit.

Næ að taka 2 pensilín töflur í kvöld og svo allar 3 áður en ég fer í brillupið á morgun,ekki séns að ég sleppi þvi,pensilínið hlítur að vera farið að virka og drepa niður bakteríuna,svo ég sé ekki að smita. Allavega líður mér alveg vel,hellist svona annars lagið yfir mig einsog ég sé með hita.

Annars var það ekki meira í bili,bara 2 blogg í dag,væri nú munur ef þið nenntuð að kvitta hjá mér elskurnar mínar sem nennið að lesa.

Við Þóra verðum alla vega mega flottar á morgun,einsog nýkomnar frá Jamaica Cool

Knús í krús....Dísa 


Kýli,kúla,kíli.....eða hvað??

Aldeilis lélegheit í mér núna,ekki búin að blogga neitt í 5 daga og býst við að mínir æstu lesendur þyrsti í smá fréttirToungeeða ekki...

Allavega er ég eitthvað skrítin í hálsinum núna,komin með einhverja kúlu,og finn aðeins til þegar ég kyngi. Búin að vera svona í nokkra daga,nema kúlan bættist við í morgun,vona að þetta sé ekki eitthvað æxliW00t. Ætla skella mér til doktorsins á eftir. Er líka að fara í brúnkuklefa-eða spray eða hvað þetta heitir,með Þóru systir,en ég hef aldrei farið í svona áður og eiginlega kvíður hálpartinn fyrir. Veit ekkert hvernig útkoman verður,en maður fær víst að ráða hvernig lit maður vill og við Þóra ætlum að fá okkur Blanco negro!!! Maður verður að vera brúnn og fínn,Bombubrúðkaup á morgun....Svala skvís og Heimir að fara gifta sig loksins eftir 17.ára samveru!! Hlakkar svo til.

Við hjónin fórum á Kringlukast í gærkvöldi,hentum krökkunumn til ömmu og afa sem búa eiginlega við hliðina á Kringlunni. Keyptum bara handa þeim McDonalds og létum þau borða hjá Öog A. Við keyptum mjótt svart bindi á Axel,það eina sem hann vantaði uppá. Hittum svo Soffíu vinkonu sem var að kaupa sér buxur,og við enduðum öll saman á Kaffi París og fengum okkur smá snarl. Agalega fínt. 

 Krakkarnir fara allir í næturpössun,fattaði svo að ég hef ekki hugsað fyrir henni Möndlu minni,en ég vona bara að hún fái að vera hjá tengdó líka úpps....hún er svo góð greyið.

Annars eru krakkagríslingarnir alltaf jafn hressir,verð nú samt að viðurkenna að morgnarnir eru barasta ekkert spes. Fyrst er byrjað á að rífast um hver á að halda á hundinum," ég,nei ég,nei þú ert alltaf með hann, látið hann niður,neiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii osfrv." mjög gaman,Maggi alltaf pirraður komin á það stig að hann pirrast yfir öllu sem við segjum og gerum,systir hans sérstaklega,Marín er ungfrú morgunfúl.is, og hreinlega urrar á mann,og fer ALDREI í þau föt sem ég hef valið á hana,þau eru alltaf óþægileg.Þegar hún byrjar morgunin svon,fer ég bara út úr herberginu og læt hana sjá um sjálf,hún er orðin ansi góð í að velja á sig,þó að stundum sé þetta aljgört slys hjá henni!!! Já já þetta er ansi mikið fjör en auðvitað verður maður bara að halda ró sinni Devil eða reyna það allavega.

Allavega skemmtileg helgi framundan,ekki oft sem manni er boðið í brúðkaup,alveg meiriháttar.

Knús og verið góð við hvort annað,og góða helgi InLove

 


Afmæli...

Sigfús Árni frændi Lindu og Mummason á afmæli í dag, 4 ára. Elsku frændi innilega til lukku með daginn þinn. Krakkarnir fóru einmitt í afmæli í dag,og ég kíkti svo í kaffi þegar ég náði í þau.  

Helgin búin að vera bara svaka fín auðvitað, Soffía vinkona kíkti aðeins í kaffi í dag,og að klippa fyrir mig klærnar á Möndlu. Annars er ég ekki búin að gera neitt sérstakt í dag,fyrir utan að kíkja í smá afmæliskaffi. Mamma og Pabbi,sjaldséðu í meira lagi, komu hérna við áður en þau fóru til Sigfúsar í grillveislu.

Í gær kom Jóhanna systir hans Axels og Andri Már aðeins í heimsókn til okkar, en svo hittum við þau aftur ásamt Daníel á Ruby Tuesday um kvöldið,svo við fengum okkur borð saman og höfðum það ágætt á þessum líka ekki mikið spes stað. Veit ekki hvað við biðum lengi eftir matnum sem var svo ekkert spes og fokdýr,krakkarnir sem unnu þarna allir undir 20 held ég voru að kafna úr fýlu flest þeirra því það var svo mikið að gera. Einsog það er nú gott að fara á þennan stað í USA,ekki hægt að líkja þessu saman.

Fórum svo bara heim, Axel þurfti að vera að skjótast að bóna nokkrar ferðir á einni hárgreiðslustofu,en þess á milli kom hann heim og við vorum að þrífa hér aðeins,ryksuga og skúra frameftir öllu,þvílíkt dugleg og orkumikil hjónin. Vorum að til að verða 2,en þó ekki að þrífa allan tímann.......Whistling

Krakkarnir bara hressir,Maggi fer loksins í skólann á morgun, og Marín og Vitkor skemmtu sér já alveg svakalega vel á Skoppu og Skrítlu í gær,bara mjög góð sýning hjá þeim og góður húmor. 

Veðrið alveg geggjað núna,bíð eftir að Axel komi heim,skrapp á smá fund,mig langar í smá göngu núna.

Knús Dísa 


Dóra frænka og næturmartraðirnar......

Dóra greyið í sjokki yfir því að hún hafi verið svo hræðileg við mig, hún var auðvitað 8 árum eldri en ég,og ég var endalaust hjá ömmu og afa og ekki skrítið að hún yrði stundum dálítið afbrýðsöm.

Ég sá allavega Dóru í hyllingum þegar ég var lítil,langaði að verða alveg einsog hún,og eiga nákvæmlega eins föt og hún,og ég gat ekki beðið eftir að stækka svo ég myndi nú passa í fötin hennar. En Dóra var á gelgjunni og var oft stuttur þráðurinn hjá henniLoL(ég hlæ alveg núna þegar ég hugsa um þetta). Næturnar voru erfiðastar.... ég átti mjög erfitt með að sofna,var alltaf í rúminu hennar Dóru sem átti herbergi við hliðina á ömmu og afa. Hún var yfirleitt einhvarsstaðar úti að skemmta sér,semsagt lá ég alltaf andvaka mjög lengi,var með áráttu líka,þurfti alltaf að blikka augunum á mér svona 20 sinnum því annars hélt ég að þau myndu límast saman!!! Svo kallaði ég alltaf reglulega til ömmu og afa, "eruð þið sofnuð"??

Allavega mátti ég ekki hreyfa mig mikið upp í rúmi þegar Dóra var þar,en ég var og er með þann kæk að þurfa nudda saman tánum og iljunum þegar ég fer að sofa. Dóra var gjörsamlega brjáluð og dúndraði oft í mig og sagði mér að vera kjurr!! Þá auðvitað var ennþá erfiðara að sofna því ég var svo stressuð......guð þegar ég fer að hugsa um þetta,aumingja ég á taugunum,og aumingja Dóra að þurfa alltaf að vera með mig upp í rúmi hjá sér. Þetta er alveg stórkostlegt. 

Þannig var nú þetta svona í stórum dráttum LoL Dóra mín ég vona að það sé nú í lagi að gera þig svona að söguhetju í blogginu mínSmile, þetta voru nú ekkert allt slæmar minningar,alltaf gaman þegar þú varst að passa okkur í Dvergabakkanum,og svo urðum við nú bestu vinkonur eftir að þú komst af gelgjunniTounge

love u knús Dísa 


Helgin framundan...

Búin að selja dekkin fyrir afa Wink tók ekki langan tíma hjá mér,hann vildi fá 35.000 en ég seldi þau á 27.000 kr. Búið að sækja þau og borga svo ég er mjög sátt. Auðvitað það fyrsta sem afi sagði,og hvað tekurðu fyrir þetta,veit ekki hvort maður á að móðgast eða hvað,einsog maður geti ekki gert neitt án þess að fá eitthvað í staðinn og hvað þá fyrir afa sinn. En hann er nú bara svona kallinn og ég er bara voða ánægð að hafa getað selt þetta á Barnalandi fyrir hann, hafði barasta ekkert fyrir því.

Veislan í gær hjá Þóru var hreinlega einsog hún væri að bjóða í 50 mann fermingarveislu.Jesús minn eini,þvílíkar kræsingar og hvert öðru betra sem maður fékk sér. Takk kærlega fyrir mig og minn Þóra mín.... vaknaði líka með þokkalega bólgin í morgun og giftingarhringurinn fór ekkert á puttann í allan dagWoundering 

Mamma var ekki í afmælinu í gær,maður fer að hætta að þekkja kellinguna,þvílíkt sem hún er alltaf vinnandi. Já það er af sem áður var með þessar ömmur og afa,alltafvoru þau heima til að taka á móti manni í kaffi og leyfa manni að setja rúllur í hárið á sérSmilebaka pönnsur og svoleiðis. Nú eru allir svo hressir langt fram eftir öllu,vinna út í eitt og úti um allar trissur,meira vesenið. Ekki það að þau séu nú ekki dugleg foreldrar mínir þegar tími gefst en, bara svona yfir höfuð hvað allt er orðið breytt bara frá því ég var lítil og það er nú ekki langt síðanTounge maður hreinlega bjó hjá ömmu og afa og vissi ekkert skemmtilegra en að vera með ömmu á meðan afi var að vinna. 

Reyndar í mömmu ætt,var ég mjög heppinn,Anna,Góga og Helena voru auðvitað fyrir austan og engin önnur barnabörn svo ég var ansi mikið hjá þeim,Halldóru frænku til hryllilegrar mæðu,jesús minn ég gæti nú skrifað heila bók um það haha,en líka hjá hinum ömmu og afa,ómetanlegt. Já tímarnir breytast og mennirnir með,þannig er þetta nú bara. 

Er að fara á Skoppu og Skrítlu með leikskólanum í hádeginu á morgun. Og svo á Sigfús afmæli á sunnudag og þá fara krakkarinr í afmæli.... þetta er það eina planaða með þessa helgi.

Knúsíkrús, Dísa 

 

 


Þóra Kolla 28!!!!!!!!!!!!!!!!!!! (breytt og bætt við)

 

Þá er komin 10.apríl og mín elskulega minnsta systir á afmæli í dag. Elsku Þóra Kolla mín innilega til lukku með daginn þinn,orðin 28 skvísan og færist nær fertugsaldrinum!!!

Var einmitt að tala um það við Þóru og stelpurnar í bombuklúbbnum í fyrradag að ég myndi eiginlega ekkert eftir Þóru,td þegar hún var yngri eða á gelgjunni. Þá sagði hún að hún hafi bara verið svo stillt að það hafi ekkert farið fyrir henni. Ég held að það sé bara málið,hún var ekkert að bögga mig þegar ég var á minni gelgju,hefur bara verið svona einstaklega þægileg.

Man reyndar eftir því þegar hún fæddist,ég fékk ekki að sjá hana upp á fæðingardeild þvi hún var á vökudeildinni með nál í hausnum-það man ég. Svo man ég líka að ég fékk læknisdót því þegar Þóra fæddist,því þá þurftum við að losa okkur við páfagaukinn (veit ekki afhverju) svo ég fékk þetta læknisdót. Svo man ég eftir að ég var að labba með hana í kerru niðrí bökkum,þar sem við bjuggum,og ef hún var spurð af því hvað hún héti þá sagði hún "Þóþa tomba" haha... svo söng hún líka dálítið hátt í kerrunni og ég dauðskammaðist mínTounge

 

Allavega elsku Þóra mín,hlakka til að koma í kaffi í kvöld

love u knús Dísa 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband