Færsluflokkur: Bloggar

Til sölu....

Maggi minn bað mig um að skrifa hér nokkrar línur sem á að hljóða svona:

"Drengurinn minn er að selja til að komast á Shell mótið í eyjum í sumar.

Það er hægt að kaupa:"

Humar í skel      3400 kr 1kg 

Humar pillaður   3600 kr 1 kg 

Rækjur              1500 kr 1 kg 

Ýsa                   1500 kr 1 kg 

 

Koma svo og styðja við bakið á stráknum Wink

Knús Dísa og Maggi 


Afmælisbarn dagsins...

Þann 3.mars árið 1976 fyrir nákvæmlega 32 árum skaust í heiminn lítil og nett skvísa.Stóra systir var örugglega voða glöð að fá hana til sín þar sem það var nú ekkert mál að eiga svona stillta og góða systir sem gerði ekkert annað en að sofa. Nágrannarnir horftðu víst steinhissa þegar verið var að taka barnið úr vagninum af svölunum eftir kvöldmat. Já það fór ekki mikið fyrir henni í þá dagaTounge

Svo komu unglingsárin og þá fór að lifna yfir skvísunni,(verð að hoppa yfir nokkur ár þarna þar sem ég man voða lítið eftir þeim) En hún var nú alltaf svo saklaus litla stelpan,og átti nú gott skap með mömmu sinni (annað en þessi stærri) svo hún fékk að vera heima þegar mamma og pabbi fóru í bústað eða eitthvað þessháttar. Get sagt það fyrir víst að foreldrarnir voru ekki komnir nema upp á Nesti Ártúnshöfða þegar hálfur Seljaskóli var mættur á svæðið,brunablettir í teppi og svaka fjör. En hún kunni að þrífa litla skvísan,og einhvern veginn á hún auðvelt með að hafa fólk á sínu bandi svo það var bara ekkert hægt að skamma hanaSmile henni var fyrirgefið enda var það ekki erfitt,hún bara brosti og lofaði öllu fögru og þá var ekki erfitt að fyrirgefaInLove

Mér hefur oft verið sagt frá því að við rifumst einsog hundur og köttur á þessum unglingsárum en ég hreinlega man voða lítið eftir því, við unnum lengi vel saman í bakaríum og Perlunni, og í dag erum við perluvinkonur. Og ekki gæti ég hugsað mér lífið án þess að hafa systir mína hér í sama hverfinu(og ekki skemmdi fyrir þegar þær voru báðar hérna í hverfinu) og í daglegu sambandi.

Elsku Linda mín, ég óska þér innilega til hamingju með daginn þinn. Hafðu það nú gott með litlu prinsessunni þinni sem er alveg yndisleg.Sé þig svo seinna í dag.

Hlustið vel á videoiðLoL

 

Knús Dísa 

 


Loksins....

Jæja þetta gengur ekki lengur þessi stífla,verð nú að fara að segja ykkur einhverjar fréttirWink

Axel er búinn að vera að vinna um helgina,en í gær fór ég með Marín og Viktor að labba upp og niður laugaveginn,gáfum öndunum brauð-eða tjörninni réttara sagt.Endurnar voru heldur betur vel mettar enda meiriháttar gott veður úti,langur laugardagur í búðunum svo ekki vantaði fólkið í bæinn og auðvitað taka allir með sér brauðpoka á tjörnina í leiðinniSmile. Fengum okkur auðvitað bæjarins bestu og kók, og ekki vantaði röðina þar,en pulsann hverrar mínútu virði. Svo var haldið upp laugaveginn og brunað í Faxafenið í bestu ísbúðina og keyptur ís.

Dunduðum okkur svo bara hérna heima í að gera ekki neitt. Axel kom heim um kvöldmatarleytið,og þá var borðað og svo stóðst ég ekki mátið að fara að kíkja á litlu prinsessuna,tók mína prinsessu með þar sem hún lofaði að verað svaka prúð og stillt.Hún var líka búin að spyrja ansi oft hvenær hún mætti fara til Lindu og sjá litlu frænku. Ég sagði við hana að Linda þyrfti að hvíla sig í rólegheitunum en Marín sagði að Linda væri nú alveg búin að hvíla sig nógu mikið upp á spítala!! Stoppuðum aðeins hjá Lindu og fengum að knúsa frænku litlu fallegustuInLovehún er algjört yndi.

Í dag er svo ömurlegt veður!!! Hvað er eiginlega í gangi með þennan snjó?? Er orðin alveg hundleið á þessu,komið gott. Maggi fór  hálf níu í morgun með rútu upp í Borganes að keppa,og hitti svona vel á að Axel er akkúrart að bóna í Borganesi svo hann er þar líka og nær að horfa á leikina. Ekki var ég að nenna að fara í þessari færð.

Er alltaf að hugsa um að ég þurfi nú að fara að fá mér bók til að skrifa alla gullmolana hjá henni Marín. Hún spáir svo mikið og spekúlerar að það hálfa væri nóg. En svo gleymi ég þessu alltaf sem hún er að segja,því miður. Hún er nefnilega algjörlega óstöðvandi þegar við erum í göngutúrum saman,getur kjaftað stanslaust í klukkutíma eða tvo,ekk málið og það sem kemur upp úr henni er oft voða skondið. Annars er hún á "deyja" tímabilinu núna. Talar um það mörgum sinnum á dag að hún vilji ekki að ég deyji á undan sér,hvað á hún að gera ef við Axel deyjum bæði,í hvern á hún að hringja. Og svo er hún svo tilfinninganæm oft að hún bara tárast kannski þegar hún er komin upp í rúm og segir við mig"mamma mér þykir svo rosalega vænt um þig" . Svo er hún búin að ákveða að eftir 20 jól veðurð hún orðin mamma. Það eru voða miklar pælingar um allt sem hún gerir eftir 20 árLoL svo ætlar hún að verða læknir og flugmaður. 

Jæja, núna eru þau í mömmuleik saman Marín og Viktor,hún komin í háhælaða skó af mér og stjórnar bróðir sínum ansi móðurlega"svona elskan mín" "komdu elskan"......manni hlýnar alltaf um hjarta rætur þegar þau leika sér svona fallegaKissing það er sko ekki á hverju degi,best að njóta þess á meðan það er,læt fylgja mynd af þeim,þetta er týpískur mynda svipur á Marín.

Knús Dísa 

 óframkallað 2007 seinni hluti 060

 


Brandari dagsins...

Er ekki í neinu blogg stuði svo ég set bara brandara sem ég fékk í dag í staðinnTounge

Allt gott að frétta,litla frænka er með eindæmum falleg og yndisleg.Fór í dag og í gær og hinn...ég verð orðin þessi uppáþrengjandi frænka sem er stanslaust í heimsókn híhí... 

 

 

Hrein og fersk eftir sturtubað, stend ég framanvið spegilinn, kvartandi við karlinn minn yfir alltof smáum brjóstum.  

Í stað venjulega svarsins um að þau væru ekki neitt smá, breytir hann út af venjunni og kemur með tillögu.  

"Ef þú vilt að brjóstin stækki, skaltu daglega nudda salernispappír á milli þeirra í nokkrar sekúndur."  

Þar sem að ég vildi reyna hvað sem væri, sótti ég mér blað af salernispappír og stóð síðan framan við spegilinn, nuddandi því á milli brjóstanna minna.

"Hvað tekur þetta langan tíma?"  Spurði ég.  

"Þau munu vaxa þeim mun meira sem þú gerir þetta oftar," svaraði kallinn minn.

Ég hætti.

"Trúirðu því virkilega að mér nægi að nudda klósettpappír á milli brjóstanna daglega til þess að fá þau til að stækka?"

Án þess að líta upp svaraði hann,

"Það virkaði á rassinn á þér, ekki satt?"


Hann lifir enn og með mikilli sjúkrameðferð getur verið að hann gangi á ný, jafnvel þótt hann muni áfram fá sína næringu um strá.

Heimski, heimski karl.  

 

Knús og góða helgi,

Dísa 


Nýjar myndir...

Komnar myndir af prinsessunni og fleiri myndir....

Knús Dísa 


Prinsessan er fædd..

Eftir langa bið (fannst mér og fleirum) fékk ég loksins símtal frá Mumma um að litla prinsessan sé kominSmile Linda fór semsagt upp á deild 7.15 í morgun og ég fékk símtalið rétt fyrir 10 en hún fæddist kl 9.!! Hún er 3655gr og 51 cm eða um 14 og 1/2 mörk. Svo ég var nú bara nokkuð nálægt þessu með stærðina,skeikaði um 1/2 mörk og 1cm!!

Mamma hringdi einmitt í mig alveg á límingunum um 9 leytið,að athuga hvort ég væri eitthvað búin að heyra,og skildi nú ekkert í þessu að hún væri nú ekki látin vita af þessari "seinkun" haha..síminn ekki búin að stoppa hjá henni í morgunLoLen þetta tekur nú allt sinn tíma.Mummi hefði nú alveg getað létt okkur biðina og verið með símann inn á skurðstofu og látið okkur vita þetta "live"....híhí enda erum við mæðgurnar ekki beint þekktar fyrir þolinmæði í svona málum.

Ætla að fara að heimsækja þær mæðgur eftir hádegi,get bara ekki beðið eftir að sjá litlu dömuna,ohh það verður æði.

En elsku bestu Linda,Mummi,Róbert og Sigfús innilega til lukku með prinsessuna ykkarInLove

Knús Dísa 


Komin heim...

Komin heim fersk og fín og Visa kortið brunnið upp til agnaTounge Mikið verslað og 7kg í yfirvigt en ekkert rukkuð aldrei þessu vant,vorum reyndar önnur í röðinni að tékka okkur inn.

Veðrið lék nú ekki við okkur þessa ferðina,rigndi svoleiðis eld og brennistein liggur við,þvílík og önnur eins rigning. Maður þurfti bara að hlaupa inn í næstu verslun og bíða enda var regnhlíf það fyrsta sem ég verlsaði mér á Glasgowskri grundLoL

Fórum á æðislega veitingastaði,Ítalskan,spænskan og Kínverskan sem voru allir alveg meiriháttar. Mikið drukkið af Frappuzino á Starbucks og bláberjamuffins líka namminamm. Hittum Barry og Julie á laugardeginum og fengum okkur nokkra drykki,löbbuðum svo í Ítalska hverfið í Glasgow sem er alveg meiriháttar og þvílíku veitingastaðirnir. Fórum og drukkum ennþá fleiri drykki og svo á Ítalska veitingastaðinn.Á þessum ítalska voru svona hálfgerðir smáréttir í boði og við völdum okkur nokkra og smökkuðum svo bara á öllu. Get reyndar ekki sagt að við höfðum verið pakksödd af þessu en allvega var þetta mjög gott. Fylgdum svo Barry og Julie út á lestarstöð um 11 leytið og fengum okkur svo Mc Donalds á eftir híhí...mjög gott.

Ég svaf alveg einsog engill allar næturSleeping en Axel aldrei þessu vant svaf ekki alveg jafn vel og ég. Rúmin á hótelinu voru frekar litil og stutt svo lappirnar á Axel stóðu alltaf út úr rúminuWink en ég stillti alltaf vekjaraklukkuna  á 9 til að fara í sturtu og svo morgunmat,já morgunmaturinn var tekin með stæl,ekta english breakfast!! Egg,beikon,bakaðar baunir og ristað brauð,og skolað niður með grapesafa og kaffiJoyful

Verð nú að segja að ég dauðskammaðist mín þarna eitt sinn. Ég búin að fara í mínu fyrstu H&M ferð og verslaði alveg þokkalega + einhverjar aðrar,nema stundum skiptum við liði og Axel fór eitthvað á rölt á meðan ég var að versla.Og í eitt sinn þegar við vorum að hittast eftir splitt þá hafði Axel farið í Video eða DVD búð og verlsað sér 5 diska. Og um leið og ég sá það byrjaði ég að tuða,ha enn fleiri diskar Axel?? Vá þetta er alveg 10.000 kall þessir diskar,og þú horfir aldrei á þetta hmmmmm svo bara fékk ég nett samviskubit yfir tuðinu í mér haha, ég alltaf á flippinu að versla og svo þegar hann greyið fær sér nokkra DVD byrja ég að tuða!!!! Ekki hægt... 

Fór svo á Selfoss í dag og tók auðvitað Soffíu vinkonu hundasérfræðing með. Hundurinn sem ég ætlaði að velja var auðvitað valinn af fólkinu sem hafði fyrsta valrétt, en ég fékk mína litlu,og það er reyndar sú sem ég féll fyrir fyrst. Hún fékk nafnið Soffía Mandla í Ættbókina sína en verður nú bara kölluð Mandla býst ég við þar sem hitt er ansi langt. Hún er algjör rúsína eða bara algjör Mandla og ég get ekki beðið eftir að fá hana.

Svo kemur barasta litla frænka í heiminn í fyrramálið f.h. já Linda bara mætir upp á spítala 7.15 og ferlið fer í gang og lilla litla mætir á svæðið,ohhhh ég er svo spennt að sjá hana,spái því að hún verði 15.1/2 mörk og 52cm. En hvenær hef ég svo sem rétt fyrir mér!!! Ég verð allavega mætt upp á spítala líklegast rétt eftir hádegi þó svo að það sé einhver heimsóknartími millii 5 og 7!! Je right þá eru börnin komin heim og ég veit ekkert hvort að Axel verði komin eða hvenær hann kemur svo ég geti farið.

Jæja börnin þurfa að fara að komast í rúmið,

knús Dísa

og ps.. ég er sko ekkert ánægð með hversu lítið er kvittað hérna hjá mér!!! 


Bless í bili...

Jæja nú er að komast spenningur í mína,Glasgow í fyrramálið og Edinborg í hádeginuCool ætlum bara að byrja þar og klára H&MHeart my favorite!!

Allt annars bara að verða reddí,ekki mikið pakkað niður frekar en vanalega þegar maður fer til Glasgow í rómantíkina og huggulegheitin.

Fékk innlegg í skóna mína  sem ég náði í, í morgun. Fótaaðgerðafræðingurinn sem ég er hjá mældi með því fyrir lappirnar á mér, og svo gott fyrir bakið lika en vá hvað þetta er dýrt!! Borgaði 22 þúsund rúmar fyrir 1 tíma þar sem mælt var fyrir og svo bara að sækja innleggin. Eins gott að þetta virki eitthvað. Svo bíð ég bara spennt eftir voffanum mínum,er orðin svo hrikalega spennt að ég er bara einsog smábarn eiginlega að bíða eftir jólunumTounge en ég fæ að vita núna um helgina hver var valin fyrst og svo fæ ég.

Hef þetta ekki lengra að sinni,best að sinna börnunum áður en ég fer, sé þau ekki fyrr en á mánudagsmorgun þar sem við komum svo seint á sunnudag.

Bless i bili, læt heyra í mér á mánudag endurnærð og hress 

Knús Dísa 


Syfja í roki og rigningu..

Er að drepast úr sifju núnaSleeping gæti alveg sofnað aðeins,svaf eitthvað svo illa í nótt,alltaf vaknandi. Gekk líka erfiðlega að sofna þar sem ég var í frænku klúbbi í gær og drakk 2 bolla af kaffi,og það kostaði sitt.Skemmtum okkur rosa vel saman frænkur og systur hjá Önnu Gullu frænku yfir góðum kræsingum og spjalli. Ekki séns að leggjast upp í rúm fyrr en ég var búin að skanna fasteignasíðuna á mbl og finna nokkrar eignir fyrir Gógu frænkuTounge var búin að lofa því enda vel vakandiW00t

Styttist í Glasgow,bara 2 dagar takk fyrir,oh þetta verður draumur í dós og algjör sæla. Ætlum að hitta Barry og Julie á lagardeginum og fara svo út að borða með þeim um kvöldið og svo fékk Barry miða á Celtic leik fyrir okkur á sunnudaginn, er ekkert geggjað spennt fyrir því en læt mig nú hafa það.

Svo bara bíð ég eftir sms-i frá Lindu sys um að hún sé að fara upp á deild,þetta má ekki klikka litla frænka,ég er búin að segja svo lengi að þú komir 19 feb.

Er ekki alveg nógu ánægð með útkomuna úr nafnakönnuninni,þó svo að ég hafi nú átt von á að Emma tæki þetta enda ofsa fallegt nafn. En Mandla er bara geggjað nafn og passar svo vel við þetta krútt.Og auðvitað vel ég bara það sem ég vill,einhver spurði hvort Axel fengi engu ráðið og hvað hann myndi vilja. Honum fannst sniðugt að skíra Fía í höfuðið á Soffíu vinkonu þar sem það var hún sem kynnti okkur fyrir þessari tegund og er búin að hjálpa okkur mikið í þessum hundamálum. Kannski að hún verði bara skírð í ættbók Víkingslækjar (það er ræktanda nafnið) Soffiu MandlaSmile

knús Dísa 


Skoðanakönnun...

ENDILEGA takið þátt ;o) og tillit til útlits voffa. Lítil hvít og óhemju fallegInLove

Kjósið fallegasta nafnið hér rétt fyrir neðan....

knús Dísa 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband