Færsluflokkur: Bloggar
15.1.2008 | 14:07
Andleysi.....
Já það er eitthvað andleysi yfir mér núna, alveg að drepast úr nennissekki veiki.
Kenni reykingunum um,eða réttarasagt reykleysinu!! já nú hef ég EKKERT reykt síðan niðurtröppunin endaði fyrir 8 dögum,var að reykja að því ca 2 á dag. En búin að vera hrein í 8 daga!! Og mig langar í ennþá á hverjum degi,en þessi hraði hjartsláttur hefur nú lagast en eitthvað þarf nú að koma í staðinn og það er nartið!! Jesús einsog það hafi ekki verið nóg fyrir, nei nú er ég bara sjúk og verð að fá eitthvað og sérstaklega á kvöldin. Skapið á mér er heldur ekki upp á það besta,mér finnst ég alveg hrillilega þung,stuttur þráðurinn í mér. Gerði mér ekkert grein fyrir þessu strax,og ætla mér alls ekki að vera svona pirruð en??? Mér semsagt líður einsog ég hafi misst bestu vinkonu mína sem ég á aldrei eftir að hitta aftur alveg með ólíkindum,afhverju get ég ekki verið einsog mamma sem slökkti í 1.júni og hefur ekki langað í síðan???? Hvernig í andsk..... er það hægt,ég bara spyr. Er bara ekki að skilja þett.
En það er sagt að þetta taka ca 3 vikur fyrir líkamann að losa sig við eitrið svo ég verð bara sterk. En þetta er erfitt þegar manni langar svona í, en ég er að hugsa um heilsuna,var hvort eð er með í maganum í hvert skiptið sem ég fékk mér sígó yfir hvað ég væri nú að gera mér. Svo voru krakkarnir (aðallega Maggi) að spyrja mann hvenær ég ætlaði að hætta,og hvort ég ætlaði bara að deyja alveg hræðilegt.
En ég ætla mér að halda þetta út,auðvitað, en ég þarf nú að fara að taka mér taki í namminu og nartinu. Er að fara núna að skella mér í góðann göngutúr í snjónunum,er búin að vera á leiðinni í 2 klukkutímaen læt verða af því núna.Svo er bara að skella sér sund,get ekki komið mér á þessar stöðvar. Axel og strákarnir í vinnunni hjá honum voru reyndar að fá sér kort,hefði kannsi bara átt að skella mér með þeim
Líkaminn á mér er reyndar ekkert upp á sitt besta,eða þar að segja bakið á mér. Í gær var ég einsog ég væri komin 8 mánuði á leið með grindarlos. Þvílíkur seiðingur í mjóbakinu og bara hálfgerðir túrverkir eða vægir hríðarverkir,en ég er ekki á blæðingum,ekki með egglos,ekki komið að fyrirtíðarspennu alveg. Er þarna á milli hef reyndar ekkert losnað við þetta grindarlos-gliðnun síðan ég átti Viktor. Það gerist víst stundum að það hverfur ekki í fæðingunni.
Jæja, gönguskórnir kalla. ætla að drullast út í góða göngu.
Knús Fúldís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.1.2008 | 12:51
Ekki bíllaus lengur...í bili
Fór og fékk mér bílaleigubíl í fyrradag,var nú bara ekkert smá heppin.Fengum glænýja Mözdu bara beint úr kassanum,7manna og svaka fínan bíl. Og í þokkabót þarf ég ekkert að borga á milli á þessari leigu. Fékk bara bíl sem hentaði og ekkert vesen
Gerði geggjaða japanska kjúklingasalatið í gær,bauð Þóru systir og strákunum. Höfðum það voða gott hérna,og borðuðum á okkur gat. Axel kom svo rétt eftir að við vorum búnar að borða. Þóra búinn að skrá mig inn á e-bay og pay-pal svo nú get ég farið í hennar spor og pantað úr mér allt vit.
Og auðvitað þurftum við að prófa þetta í gær og buðum í eina kúaskinn mottu alveg geggjaða,og ég semsagt fékk hana á 120 dollara. Motta sem kostar alveg hátt i 100 þúsund kallinn héra,þetta er auðvitað bara bilun þessi verðmunur. Nú þarf Þóra bara að koma í kvöld og kenna mér hvernig ég borga þetta ekki það að ég gæti ekki reddað mér í þessu,bara öruggara að hafa einhvern hjá sér sem kann þetta.
Smári Björn skartaði auðvitað sínu fegursta hér í gær,brosti með sínum sætu tönnslum á milli þess sem hann fékk að borða algjört gull þessi drengur. Og Bjarki var alveg ofsalega góður og þau frændsystkinin stofnuðu hér hljómsveit,voru með trommur,hljómborð og gítar og spiluðu af okkur eyrun
bara fyndin.
Jæja nú er bara verið að bíða eftir kallinum og reyna að koma sér eitthvað út,vantar að kaupa dýnu í rúmið hans Magga sem vælir yfir sinni á hverju kvöldi,finnst hún alveg ómöguleg.
Þangað til næst,
knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.1.2008 | 00:25
Bílaleysi.....
Var að lesa bloggið hjá Ástu vinkonu dönsku, og þar var hún að skrifa um hvað væri gott að komast í dönsku rútínuna,fara í strætó,labbba og þ.h. Sagði einmitt svo réttilega að hér á Íslandi færi maður ekkert ef maður hefur ekki bíl.
Þannig er einmitt farið fyrir mér núna,bíllinn var loksins að komast á verkstæði og verður, ég veit ekki hvað lengi. Er búin að hafa bíl í láni sem betur fer hjá einum stráknum sem vinnur hjá okkur þar sem okkar var óökufær ,en semsagt missti hann í gær. Þannig að í dag þurfti ég að labba með krakkana í leikskólann allt uppímót,með vindinn í andlitið og ég hálfvorkenndi krökkunum svona snemma að morgni, þuftum að vera mætt tímanlega þar sem Viktor var að fara í fyrsta tónmenntar tímann sinn Ég hafði auðvitað mjög gott af þessu og fékk mér stóran göngutúr í heimleiðinni. En svo var ég bara heima og var alveg ómöguleg yfir tilhugsuninni að komast ekki neitt!! Axel þurfti svo að skjótast heim til að skutla Magga til tannlækniS. Marín fór svo í afmæli og ég og Viktor skelltum okkur til Lindu og borðuðum hjá henni brakandi góðan kjúlla
fengum svo far hjá mömmu heim þar sem hún var með Sigfús í ísbíltúr (eða afi þar að segja) og var að skila honum þegar við vorum að fara. Þanngi að þetta var með eindæmum rólegt hjá okkur Lindu,bara við tvær og Viktor sem var ofsa góður svona einn í rólegheitunum.
Ætla að redda mér bílaleigubíl á morgun,en já það er frábært að VÍS reddar okkur bílaleigubíl í 5 daga,Toyota Yaris takk fyrir. Er ekki alveg að sjá það fyrir mér að koma 2 bílstólum og einu barni í viðbót (þó hann sé grannur) fyrir í þessum bíl. Svo ég þarf eitthvað að fixa þetta og fá mér bíl sem allir komast fyrir í. En þetta er alveg frábært að fá bíl í 5 daga eða hittog, biðin eftir að komast á verkstæði er nú bara hátt í mánuður,svo einhverjir dagar í að gera við!!! Alltaf hægt að stóla á tryggingarnar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2008 | 23:40
Skoðanakönnun???...

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2008 | 23:33
Gamlárs og fleira...
Jæja best að stikla á stóru um það sem búið er að gerast síðustu daga.
Á gamlárskvöld voru mamma og pabbi hjá okkur, borðuðu æðislegan mat og mamma átti nú stóran hluta af því. Þegar þau mættu var einsog starfsmaður frá einhverri veisluþjónustu væri að mæta á svæðið spurning hvernig maður á að taka þessu hmmm.... að maður kunni ekkert að elda eða?? Mér finnst ég annars alveg ágætis kokkur og fer batnandi með hverju árinu,þó að mér finnist ekkert geggjað að elda svona veislumat. En ég get það nú alveg
Foreldrarnir mínu gistu svo hér,þar sem við fengum okkur rauðvín með matnum (en ekki ég auðvitað) og skáluðum í kampavíni kl 24, og enginn keyrir eftir einn!! Og mamma er auðvitað með leigubílafóbíudauðans, já hún heldur að allir leigubílstjórar séu bara xxxx og xxxx ætla ekki útí það en það er bara fyndið að hún hreinlega fer ekki í leigubíl.Spurning hvort það sé hægt að senda hanaí einhverja meðferð til að komast yfir þetta. Allavega fór nú bara vel um þau held ég,mamma svaf uppí hjá Marín og pabbi í Magga rúmi og svo ætlaði Maggi að sofa á dýnu á gólfinu. En þar sem Maggi var ekki sofnaður áður en afi Maggi kom niður var hann ekki lengi að mæta inn til okkar með dýnuna þar sem afi var farin að hrjóta um leið og hann lagðist á koddann
svo hann setti dýnuna inn til okkar og við sváfum þar 4,Viktor á milli okkar einsog vanalega.
Svo kom nýársfagnaðurinn hjá Lindu og Mumma sem ég var búin að segja ykkur frá, bara geggjað í alla staði. Og þynnkan entist í 2 daga. Eins gott að maður fær sér bara almennilega í glas ca 2 svar á ári.
Í gær átti svo minn elskulegi pabbi afmæli orðin 58 og lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 45!! Fengum auðvitað geggjaðar kræsingar einsog vanalega,börnin öll alveg upp á sitt stilltasta einsog vanalega híhí...eða ekki. Nema auðvitað gullmolinn hann Smári Björ, jesús minn eini að ræða um það barn,"já fínt já sæll,eigum við eitthvað að ræða það" hann er bara einstakur,ekki hægt að fá nóg af honum þessari elsku.Hann er bara mesta og besta krútt ever,enda er ég með hann í fanginu hérna á myndinni á forsíðunni en ekki hvað. En hann mætti nú koma oftar í heimsókn til frænku sinnar,og brosa til mín aðeins með sínu fallegasta brosi. Eins gott að börnin mín lesi ekki þetta blogg,þau yrðu bara afbrýðsöm
en þau eru auðvitað yndislegust líka,allavega þegar þau sofa haha!!
Svo í kvöld vorum við í mat hjá tengdó,hamborgarhryggur og heimalagaður ís, úff ég er að springa eftir allan þennan veislumat síðustu daga,eins gott að fara að taka sig á í þessu og koma sér í form. Hætt að reykja,eða reyndar búin að fá mér 1-2 á innsoginu síðan ég ákvað að hætta 2jan,bara til að trappa mig niður. En þetta er erfitt en ég get ætla og skal!!!!! Hana nú,kemur ekki annað til greina.
Robbi frændi var að koma fyrir ca klukkutíma,fá að lúlla hjá frænda sínum. En Linda og Mummi voru með Sigfús litla upp á slysó þar sem hann var með eindæmum óheppinn og datt á hníf,sem var í uppþvottavélinn-sem var opin. Greyið,en hann var voða stoltur þegar hann kom hérna,þegar þau voru að skutla Robba hingað. Sýndi okkur sárabindið og stóð sig víst einsog hetja. Hann er líka bara yndislegur-svona þegar hann og Viktor uppáhalds frændi er ekki nálægt,þá verður allt kreisí.
Jæja þá er ég búin að stikla á stóru og já ekki gleyma því að nú ætti hún Ásta mín að vera komin heim til sín, fór í dag eftir jólafrí á Íslandi. Hennar verður sárt saknað,enda hitti ég hana alltof lítið enda með eindæmum vinsæl.
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.1.2008 | 16:11
Nýársfagnaður....
Það er örlítil þynnka í gangi núna, vorum loksins boðin í árlega Nýársfagnaðinn hjá Lindu og Mumma.Þau ásamt öðru pari skiptast á að vera með þetta boð,og bjóða svo sitthvoru parinu og mikil leynd yfir þessu öllu saman,þ.e. hverjum hver er að bjóða En ég sagði loksins var okkur boðið og það er mikið rétt,búið að vera í 5 ár!!!! En þetta var semsagt alveg geggjað,þvílíkur matur og vín og allt í boði Lindu og Mumma.
Byrjuðum að fá humar í hvítlauk í forrétt með hvítlauksbrauði og salati,svo kom smá jarðaberja sorbet á milli sem var svakalega gott. Aðalrétturinn var svo andarlæri-og bringa, rustý kartöflur,sósa,sultaður laukur og grænmeti,jesús hvað þetta var gott!! Eftir rétturinn sprengdi mann svo gjörsamlega, en það var frönsk súkkulaði kaka,volg, með rjóma og fullt af ferskum ávöxtum alveg hrikalega góð.
Svo var bara drukkið það sem manni langaði í,allar tegundir til ekki að spyrja af því sátum svo til held ég að verða 4 og þá löbbuðum við heim. Fékk lánaða gönguskó hjá Lindu og veðrið alveg geggjað svo þetta var ekkert mál að labba. Enda var maður bara í þokkalegu ástandi verð ég að segja. Þó svo heilsan í dag sé ekkert spes,þreyta yfir manni. Elsku Linda og Mummi takk kærlega fyrir okkur
Nenni ekki meira í bili,
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2007 | 00:04
Jól og áramót...
Jæja nú er árið að líða sitt skeið,og þetta ár 2007 bara búið að vera nokkuð gott verð ég að segja.
Allir hraustir og heilbrigðir,keyptum nýtt hús sem okkur líður ofsalega vel í og var gjörsamlega hannað einsog eftir okkur sjálf. Nóg að gera í fyrirtækinu og fjölgaði starfsmönnunum úr 1 (Axel) og mér svona 1/5 af starfsmanni í 6 og 1/5. Semsagt 5 nýjir starfsmenn sem standa sig svakalega vel og fyrirtækið blómstrar sem aldrei fyrr enda hefur Axel gott orð á sér í hreingerningarbransanum.
Jólin voru ofsa góð og notaleg,mikið af fallegum gjöfum sem við fengum öll,og krakkarnir alsælir með allt sem þau fengu. Viktor var orðin svo spenntur litla greyið á aðfangadag að hann borðaði 1 krúste í forrétt og sat ekki með okkur til borðs í aðalréttinum krakkarnir fengu að opna einn pakka fyrir mat og Viktor lék sér að dótinu sem hann fékk á meðan við borðuðum. Það var hreinlega ekki hægt að skikka greyið til að sitja með okkur. Hvernig á maður að skilja alla þessa bið allan daginn þegar maður er bara 3ja!! En það var svo mikið stuð á meðan við opnuðum pakkana, en ég náði nú að fylgjast með öllu og frá hverjum hver gjöf var
Nú bara bíð ég eftir að rútínan byrji aftur, já þetta er orðið gott. Uppeldisleysið er orðið gott í bili,vakandi fram eftir öllu, nartandi í konfekt,ömurlegt veður svo ekkert hægt að fara út að leika í dag og eirðarleysið eftir því. Axel vinnandi einsog brjálæðingur núna svo ég er hér oft komin að því að missa vitið,þegar þau eru farin að slást við hvort annað,og grenjandi undan hvort öðru. Já ég veit bara ekki hvað fór úrskeiðis í þessu uppeldi en svo er öll gremja horfin úr manni þegar þau lúlla ljúft á koddanum þessar elskur. Annars detta þau nú oft í það líka að geta leikið sér einsog englar saman. Maður á svo sem ekkert með það að vera að kvarta á meðan maður á heilbrigð börn,en maður gerir það nú bara samt!! Endalaust vanþakklæti í manni hmmm....
Mamma og pabbi verða hjá okkur í mat annað kvöld,bara gaman. Mamma auðvitað kemur með einhvern helling með sér einsog vanalega. Alltaf jafn þægilegt að fá þau í mat ekki mitt uppáhald að vera að elda svona "gúrme"mat,þó svo að hann heppnist nú alltaf vel hjá mér verð ég að segja. En ég þjáist af krónískri minnimáttarkennda yfir svona veislu mat,og þeir sem þekkja mig vita af hverju
Jæja hef þetta ekki lengra í bili, Óska ykkur öllum nær og fjær Gleði og hamingju á nýju ári og megi það verða ykkur öllum sem ánægjulegast. Veit að ég ætla að eiga frábært ár,hætta að reykja,hreyfa mig slatta á hverjum degi,og vera í fínu formi þegar ég held brjálað partý í sumar á 35 ára afmælinu mínu og vera betri mamma,eiginkona,systir,vinkona og .........allt annað sem ég er.
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.12.2007 | 12:46
Systra kærleikur....
Ég mátti til með að segja ykkur frá heimsókninni sem ég fékk rétt áðan. Litla systir hún Þóra kom hingað færandi hendi með innpakkaðan silfur bikar með áletruninni "Heimsins besta systir" og svo er lok á honum og ég á að geyma skartgripina mína í honum. Ohhh þetta er svo fallegt og alveg yndislegt að fá svona gjöf þar sem hugurinn á bakvið er svo fallegur,takk takk elsku Þóra mín. Ég fékk bara tárin í augun þegar þú fórst. Og svo er hin systir mín núna að búa til fyrir mig röstí kartöflur og sultaðan lauk (en ég ætlaði nú að komast til hennar áður en hún verður búin að því) langar að gera þetta með henni.
Og ég bara skammast mín núna þar sem ég er ekkert að gera neitt fyrir þær,nema bara hugsa fallega til þeirra akkúrat núna
En ég á heimsins bestu systur, og hvað er dýrmætara en það að eiga systur sem eru bestu vinkonur manns líka. Ómetanlegt...... elska ykkur út í geim og aftur til baka lífið væri sko tómlegt án ykkar
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.12.2007 | 01:35
Gleðileg jól...
Jæja þá fara jólin að detta inn með öllum sínum kósý heitum - eða hvað,börnin mín þá aðallega Marín og Viktor eru ekki alveg að höndla þetta við Axel erum eiginlega búin að vera í kasti hérna yfir henni Marín. Hún er svo spennt að hún hoppar nánast allan daginn,talar út í eitt og þvílíka vitleysan sem vellur upp úr henni haha...bara fyndin. Maggi er öllu rólegri þó hann sé spenntur en hann einhvern veginn nær að halda ró sinni. Og Viktor já hann er bara í súkkulaði ham þessa dagana með allt þetta konfekt,hann hreinlega "engar" (elskar) súkkulaði og reyndar mandarínur líka og það er ekki mikil hollusta sem hægt er að koma ofan í barnið,og spenningurinn alveg að fara með hann
Ég reyndar voða heppinn á aðfangadag,fæ að vera hérna í rólegheitum að elda og malla allan daginn þar sem Axel fer í smá pakkaleiðangur með krakkana og endar svo hjá mömmu sinni og pabba ásamt systir sinni og hennar börnum í síld og pakka skiptum. Svo fara krakkarnir bara beint í jólabaðið þegar þau koma heim og í fínu fötin. Tengdó verða svo hérna hjá okkur í mat og svo á jóladag förum við í mat til mömmu ásamt mínum elskulegu systrum og þeirra fjölskyldu,og það verður bara gaman þar sem ég hef ekki verið hjá mömmu og pabba á jóladag (en hinar systurnar alltaf) í 9 ár takk fyrir. Höfum alltaf verið hjá tengdó en þar sem þau eru nú hjá okkur á aðfangadag ákváðum við að þetta árið yrðum við í Kópalindinni.
Sjænuðum allt hér í dag (reyndar runnin upp aðfangadagur þegar þetta er skrifað) versluðum inn og túlipanar keyptir. Fórum ekkert á laugaveginn því miður fannst mér,en við fórum í gærkvöldi,löbbuðum aðeins og fegnum okkur að borða á Indókína. Kom við í Trippen skóbúðinn þar sem Soffía vinkona var að vinna og reyndar Anna Gyða líka,og þær auðvitað "náðu" að selja mér eina skó. Alveg geggjaðir og ég fékk voða fínan afslátt eða Axel þar að segja þar sem það var nú hann sem gaf mér skóna
Óska ykkur öllum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Vona að þið hafið það öll jafn gott og ég og mín fjölskylda.
Knús og kossar,og njótið ykkar út í ystu æsar einsog ég ætla að gera
Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.12.2007 | 10:36
Rauðhærð!!!...
Jebb mín fór í klippingu og litun í gær og frúin orðin rauðhærð í stíl við kallinn verð að segja að mér bregður enn þegar ég labba framhjá speglinum! Annars hefur mig lengi langað að gera þetta en aldrei þorað. En í gær þegar ég mætti til hárgreiðslukonunnar minnar til 15 ára þá bara tók ég þessa ákvörðun og hún bara gapti á mig" ætlarðu að verða rauðhærð?? og ætlarðu að vera semsagt á línunni hjá mér yfir öll jólin??" já já og svo fékk ég nett í magann en svo kom önnur sem vinnur þarna og ég búin að kynnast vel og sagði mér endilega að gera þetta og hún yrði sko að sjá þegar ég væri búin.
Ég var svo hrillilega stressuð og sagði þeim að hafa áfallahjálp tilbúna þegar handklæðið yrði tekið af mér. Annars er þetta ekkert eldrautt,svona orange rautt og bara gaman að breyta til,komin tími til eftir 34 ár er það ekki??
Lífið gengur annars sinn vanagang-eða ekki,börnin að missa sig í jólaspenning og litla trippið svo ánægt að fá ekki kartöflu í skóinn en það gerðist 2svar,en 1 sinni hjá 2 eldri. Og svo þegar hann fékk eitthvað annað í skóinn varð hann svo glaður að hann er vaknaður fyrir allar aldir að kíkja í skóinn. Sá á eftir að sofa út eftir þetta skó dæmi.
Var svo að fá ljósið mitt upp í gær yfir borðstofuborðið,og það er algjörlega geggjað!!! Ekkert smá flott....
Ásta danska kom í kaffi á fimmtudaginn og ég fyllti borðið af öllu því súkkulaði sem ég átti,rjómabombu og jólaköku. Hún orðin þessi þvílíka skvísa og lítur ekkert smá vel út pæjan,alveg á blómstrinu og gerir ekki annað en að kaupa föt,sem er bara löngu tímabært að hún missi sig aðeins í þeim málunum.
Á sunnudaginn fórum við Soffía svo í brunch til Dóru vinkonu, höfðum það voða gott. En einmitt á leiðinni þangað þá var ég að hlusta á Valdísi Gunnars og Siggu Beinteins en þær voru að tala um þá sem minna meiga sín og geta ekki haldið gleðileg jól,og tárin byrjuðu bara að streyma hjá mér. Ég skil ekki hvað er að gerast með mig en mér finnst ég alltaf vera að tárast þessa dagana,þ.e yfir svona hlutum. Td. bara ef ég er að hlusta á Hjálpum þeim,lesa um einhvern sem á bágt eða bara að hvað sem það er sem viðkemur jólunum og þeim sem minna meiga sín.
Það eru svo margir bara hérna á Íslandi sem eiga það ekki svo gott og kvíður fyrir jólunum,og ég held að maður verði aðeins að staldra við og bara hugsa um það hvað maður hefur það ótrúlega gott,að geta keypt jólagjafir,matinn og skrautið og allt sem tilheyrir,en fyrst og fremst að eiga heilbrigð börn,og fjölskyldu en ekki td. að þurfa að eyða jólunum upp á spítala.Við erum hér í neyslubrjálæði og þar er ég enginn undantekning, en bara að muna að þakka fyrir allt sem maður á og vera þakklátur. Margir sem vildu eiga svona óþekk börn sem rífast og slást - semsagt heilbrigð börn en ekki börn sem eru að berjast fyrir lífi sínu með alls kyns sjúkdóma.
Nú er liti prinsinn minn að suða um peru sem ég á skræla og hefur enga þolinmæði að bíða á meðan ég skrifa hérna, er svo að fara með Magga í klippingu á eftir, og svo er bara að bíða eftir jólunum og hafa það næs.
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)