Færsluflokkur: Bloggar
19.12.2007 | 00:11
Frænku og frænda hittingur...
Jæja er ekki komin tími á nýja færslu eða hvað? Var að vinna í morgun á milljón og svo brunaði ég í Bónus að versla aðeins inn,enda komin tími á það og skellti mér í eina búð að klára smá jólagjöf og beint heim að ganga frá. Svo var brunað á leikskólann á síðustu stundu og sótti krakkana sem voru alsæl eftir jólaball á leikskólanum þar sem þau dönsuðu í kringum jólatré og hittu líka jólasveinin sem gaf þeim pakka sem þau máttu opna,og fengu þau bæði svaka fínar bækur í gjöf
Gerði svo smá marengs-rjóma-snickers-jarðaberja og makkarónu bombu,þar sem ég átti von á frændfólki mínu úr pabba ætt. Semsagt við krakkarnir ætlum að halda jólaball milli jóla og nýárs og hittast þessi fjölskylda sem nánast aldrein hittist því miður,en svo loksins þegar við hittumst þá er alltaf þvílíkt fjör hjá okkur og endalaust hlegið
En svo rétt áður en þau komu öll komu hér mamma og pabba þvílíkt færandi hendi að ég átti bara ekki til orð!!!! Mamma semsagt búin að vera á milljón heima eftir vinnu að baka SÖRUR fyrir mig kom með botnana alveg tilbúna og svo með kremið inní allt reddí fyrir mig að setja á, jahérna hér,ég var bara orðlaus,og svo ekki nóg með það þá fékk ég líka lagterturnar geggjuðu!!! Ef ég á ekki bestu mömmu og pabba þá bara veit ég ekki hvað, takk fyrir mig elsku mamma og pabbi. Axel auðvitað baunaði á mig hvurslags dekur rófa maður er alltaf!! Einsog hann hafi efni á því, gullrassinn hennar mömmu sinnar og ömmu sinnar líka híhíhí....

Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2007 | 23:57
Mér líður svo vel....
núna, allt orðið svo hreint og fínt og ég var að klára að skreyta jólatréð. Geri það alltaf svona viku fyrir jól og ég verð að segja að ég er alveg svakalega sátt við það. Reyndar þegar Maggi sá mig vera að setja það upp þá fannst honum það hafa minnkað ansi mikið frá því í fyrra?? Hann greinilega búin að stækka svona mikið á árinu
en tréð er held ég um 180cm.
En þetta gekk nú ekki þrautalaust fyrir sig skal ég ykkur segja, ég var svo sniðug að kaup fullt af kúlum -fjólubláum, en það er liturinn í ár, silfrað og fjólublátt! Alveg geggjað og glær ljós. Allavega kúlurnar fjólubláu og einhverjar glimmer stjörnur ofsalega fallegar keypti ég í Ikea og guð minn góður að þræða helv.... böndin á kúlurnar það er KLEPPS vinna.
Byrjaði á því að Axel ætlaði að sleppa voða vel (einsog vanalega þegar kemur að jólaskreytingum) að hann tók með sér kassa með fullt af kúlum og sagði "ég skal gera þetta niðri" á meðan hann var að horfa á Ameríska fótboltann. En það leið ekki á lengi þar til hann byrjaði að kalla upp að þetta væri ekki hægt, ég auðvitað sagði honum bara að vera þolinmóður einu sinni og kveikja vel á ljósunum svo hann sæi þráðinn vel,sem bæðevei er jafn þunnur og hár á höfði okkar
Svo byjaði ég að þræða glimmer stjörnurnar sem ég ætlaði mér að koma á tréð því þær eru svo fallegar. En ómæ, hélt ég yrði ekki eldri en þetta voru 24 stykki takk fyrir. Komst svo loks upp á lagið og á meðan ég gerði 24 þá náði Axel að klára 2!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Kom svo loksins upp, en þá var hann að gera þetta þannig að hann var að reyna að binda hnút einsog þegar maður byrjar á að reima skóna sína þ.e. fyrsti hnúturninn,ef þið skiljið í staðinn fyrir að setja báða endana saman og gera þannig skiljú
Svo ég sendi hann aftur niður, og aftur byjraði tuðið "ég get þetta ekki" og kom hérna upp með kassann með þrjátíu og eitthvað kúlum í haha....
Þannig að ef einhverjum vantar ca 50 fjólubláar kúlur þá má sá hinn sami eiga þær+plús eitthvað annað glimmer skraut sem var í pakkanum.Ég náði held ég að gera ca 10 kúlur + 24 stjörnurnar.
En ég held að ég verði að ryksuga upp glimmer alveg næstu vikurnar
Annars var þetta bara hinn fínasti dagur sem byrjaði á að við Soffía fórum í Brunch til Dóru,ég bara með VIktor og Soffía barnlaus svo það var voðalega næs. Fengum nýbakaðar heilsu bollur,kaffi,og allskyns smákökur. Áttum alltaf eftir að gefa Selmu Katrínu ofurrassgati afmælisgjöfina sína. En Axel fór með Magga að keppa í fótboltamóti og Marin fékk að fara með.
Svo var eiginlega bara legið í leti í rigningunni,eldaði læri,brúna sósu,bakaðar kartöflur og steikt grænmeti,ofsa gott.
Nú held ég að tími sé komin á koddann góða,endilega verið dugleg að sýna mér hverjir lesa hérna.
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.12.2007 | 20:05
Sykurbrjálæði og jólaspenningur....
Hef þetta stutt núna, hef bara smá tíma á meðan allir krakkarnir eru saman í baði-já við erum sko með stórt bað.
Allavega eru þau öll búin að vera heima í dag í þessu brjálaða veðri, og í einu orði sagt snarxxxxxx!!!!
Ég hef bara sjaldan vitað annað eins, hef varla séð hana Marín svona en hún getur hreinlega ekki staðið kjurr heldur er bara einsog hún sé með gorma undir fótunum. Þvílík áhrif sem það hefur á hana að fá þetta súkkulaði úr dagatalinu strax á morgnana + og plús allur jólaspenningurinn. En það er bara búið að vera þvílíkt eirðarleysi í þeim öllum,rifrildi,öskur,hopp og læti og ég er BÚIN á því. Ekki svo sem bætti úr því að ég ætlaði að vera ofsa góð mamma og gerði heitt súkkulaði,vöfflur og rjóma í hádeginu handa þeim og Róberti frænda sem ég sótti rétt fyrir hádegi enda leiddist honum greyinu einum heima.
Svo varð allt brjálað hér þegar þau fréttu að Róbert og Sigfús væru að fara sofa hjá ömmu sinni og afa,grenjað hér í hálftíma eftir að þau fóru og ég var leiðinlegasta og ósann gjarnasta mamma í heimi að leyfa þeim ekki að fara bara líka og sofa hjá ömmu og afa
Hafði baðið handa þeim vel heitt en mér heyrist nú öllu að það sé ekkert að róa þau og mig hlakkar ekkert til að fara að skúra veggi og gólf inn á baði. Geðheilsan er alveg að bresta hjá mér það er bara ekkert hlustað á mann nema í 1 mínútu og þá er allt gleymt sem maður sagði.
Sé fram á þrif í allt kvöld,ryksuga,ganga fr,setja í vél og skúra og ef ég klára það á góðum tíma þá er aldrei að vita nema ég skelli bara upp jólatrénu hérna ein með sjálfri mér en Axel er enn að vinna og verður í allt kvöld.
Verð að segja að ég verð illa svikinn af jóla ef hann kemur ekki með stórar kartöflur í skóinn í kvöld...
knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.12.2007 | 19:09
Rólegtheit og kósý á heimilinu....
Var hringt í mig úr leikskólanum í dag -í hádeginu og ég beðin um að sækja Viktor,þar sem hann var lystalaus og með 38,2 kommur. Þannig að við áttum voða kósý dag undir teppi og horfðum á Dýrin í hálsaskógi 2 svar í röð Hann er reyndar hinn hressasti núna en ég var búin að láta þær á leikskólanum vita í morgun að ég væri viss um að hann færi að verða veikur,búin að vera hóstandi svolítið á kvöldin og nóttinni en alveg hitalaus,mældi hann meira að segja í morgun til öryggis áður en hann fór í leikskólan og minn bara slétt 37.
Erum núna 2 heima í rólegheitunum þar sem Axel fór með Marín og Magga í 6 bíó á boðssýningu sem við unnum miða á. Ætluðu svo að fá sér bæjarins bestu á eftiruppáhladið mitt. En ég fékk nú bara ristað brauð og Viktor er hér við hliðina á mér og er að reyna að skófla í sig skyri. Matartímarnir hans taka allt upp í klukkutíma ef hann er ekki mataður (já litla barnið) en hann vill helst láta mata sig þegar allir eru búnir að borða. Hann er sko ekki að nenna að borða hér í kvöldmatnum.
Hef nú ekkert heyrt frá mömmu enn vona að hún hafi ekki fengið slag......en ég verð með einhverju móti að gera meiri sörur. En það er smá misskilningur hjá þeim sem lesa,en ég er EKKI búin með allar sörurnar,setti í frystir sem ekki verða snertar fyrr en Ásta danska kemur,en þær sem fóru inn í ísskáp eru búnar....það var meira en helmingurinn
Var að spjalla í símann áðan við Ástu mína og hlakka ofsa mikið til að sjá hana og bjóða henni í kjúlla,en henni finnst ég gera besta kjúllann já já alveg satt!!
Jæja litli prinsinn minn er hér að gera allt annað en að borða og bíður eflaust eftir að mamma mati litla strákinn sinn, en ég er alveg með það á hreinu að hann verður söngvari þegar hann verður stór því að hann syngur STANSLAUST allan daginn litla krúttið.
2 gullkorn frá Marín hérna í lokin,en fyrir ca 1-2 árum síðan komu langamma hennar og afi í heimsókn og hún var að sýna þeim nýja úrið sem amma Þóra hafði gefið henni og langamma sagði voða áhugasöm við hana, og gengur það??(úrið) og Marín leit á hana stórum augum og lagði það á gólfið og sagði NEI það gengur ekki og alveg steinhissa á löngu að spyrja svona asnalegrar spurningar.
Svo um daginn þegar átti að setja skóinn út í glugga þá sagði ég henni að hlaupa upp í skáp og ná í skó og bað hana um að koma ekki með skítuga eða blauta skó. Svo kom mín með skó og sagði "þessi er sko alveg tandur þurr"
knús Dísa
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2007 | 21:16
Söru-æði...
Ég hef stórar áhyggjur af þessu söru-köku áti á mér,þær eru svo hryllilega góðar þetta árið að við hjónin erum bara á beit og búin með skammtin sem fór inn í ísskáp. Setti smá í poka inn í frystir og verð að hemja mig
Annars hringdi ég rétt í þessu í pabba og mamma ekki heima-var í Smáralindinni svo ég notaði tækifærið til að til að segja pabba að ég yrði að fá annað sörukvöld fá að vita hvað ég ætti að kaupa í þetta og bað hann svo að skjóta þessu að mömmu ungfrúbissí.is svo hann gæti tekið það mesta af kastinu sem hún fær hahaha..... hann sagðist ætla að skjóta þessu að henni úr hæfilegri fjarlægð
svo þegar ég tala við hana þá verður hún komin yfir mesta sjokkið. Það er ekki nóg með að hún sé að baka þetta fyrir okkur og sig heldur líka eitthvað fólk út í bæ,og svo eru þau að gera lagterturnar hvítu sem eru ómissandi um jólin,það gera þau líka fyrir okkur systurnar og sjálfan sig.Enda hef ég ekki enn farið með börnin að skoða jólalandið hjá þeim,hef ekki lag það þau.
Vann í allan dag í klósettum og vöskum og eftir viku verð ég orðin kengboginn líklegast eins hringjarinn frá Notre Dame. Væri gaman að telja öll þessi klósett,hmmmmm....í fljótu bragði myndi ég giska á ca 60 spáið í því hvað þetta er gaman eða hittó.... annars dreymdi mig engann kúk né klósett um daginn þegar ég átt von á því og vann ekki heldur í Happdrætt Háskólans í fyrradag, hélt ég myndi fá milluna.
Ætlaði annars að eyða þessu kvöldi í að setja myndir inn í jólakortin sem voru tilbúnar í dag úr framköllun og hringdi í Axel ca 20 mín áður en hann lagði af stað heim og bað hann um að koma við í Hans Petersen og sækja þær og jú jú ekkert mál.....en auðvitað hr gleyminn.is auðvitað steingleymdi því. Ekki svo sem að það hafi neitt komið mér á óvart, bíð bara eftir símatalinu frá honum þegar hann segist vera í Hveragerði,þegar hann ætti að vera á heimleið..
Knús Disa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.12.2007 | 18:50
Danskar hakkbollur...
Slapp vel í dag vinnulega séð þurfti að mæta á fótaaðgerðastofuna mína kl 1 og þar sem við vorum á svo góðu róli þá þurfti ég ekkert að mæta aftur
. Enda er sko kraftur í þrifunum þegar við hjónin mætum á svæðið, allir vinna og ekkert hangs.
Annars ilmar allt hérna núna af yndislegri hakkbollu lykt,jummíjummí en ég kom við í Kjöthöllinni held ég að það heiti þarna á Háaleitisbrautinni þar sem ég er í fótaveseninu og keypti svona tilbúnar Danskar hakkbollur úr kjötborðinu með papriku og lauk og svo eru þær kryddaðar líka,alveg hrikalega gott með brúnni sósu og lífrænt ræktuðum kartöflum enda var góð matarlystin á liðinu!!
Gleymdi að segja ykkur frá jólastemmningunni hjá mömmu og pabba í gær,en ef einhver er ekki búin að komast í jólaskapið eða kemst ekki í jólalandið í Hafnarfirði þá get ég selt gegn vægu gjaldi skoðunarferð til mömmu og pabba,jesús minn eini þvílíka skrautið!! Dáist af þeim að nenna þessu, en ég verð líka að fara að drífa mig með krakkana til þeirra að sjá sjá og leyfa þeim aðeins að káma út ömmunni til mikillar gleði.
Var ekki fyrr komin heim úr vinnunni og nýbúin að hugsa með mér að nú hlyti nú kílóin að fara að fjúka þar sem þetta er nú þokkaleg líkamsrækt í vinnunni og ekki er maður að narta í sælgætið og súkkulaðið í vinnunni, þegar ég "datt"ofan í söru-dollunaog það var ekki að spyrja að þvi,missti mig aðeins en mér hefur aldrei fundist þær svona góðar úfff, var fljót að setja stóran slurp í poka og inn í frystir.
Jæja unglingurinn var að koma af fótbolta æfingu og best að hita upp Dönsku hakkbollurnar fyrir hann
knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2007 | 23:15
Langur vinnudagur..
híhí...já já mín fór að vinna í dag skúra,skrúbba og bóna!! Rice and shine kl 7 og þá var Axel farin svo það var bara skipulagið að koma öllum út á réttum tíma og vera mætt sjálf á réttum tíma. Og auðvitað gekk þetta allt upp og enga hnökra að finna á minni. Mætt til vinnu 8.45 og bara á skrúbbinu til 4,já þetta eru viðbrigði fyrir mína,og verð nú að viðurkenna að þetta er langt frá því að vera draumadjobbið verð ég að segja hólímólí. En hvað gerir maður nú ekki fyri kallinn sinn,ja það er ansi margt,ensvo sem ekki einsog ég fái það ekki vel launað og jújú er auðvitað að þessu fyrir okkur bæði þá svo ég tali alltaf um fyrirtækið hans,en ekki okkar.
Svo þegar heim var komið og mín ætlaði að skella sér bað fyrir sörubaksturinn þá uppgvötaði ég það mér til mikillar mæðu að það voru fimleikar á dagskrá hjá snúllunni,ohhh var ekki að nenna því en auðvitað var henni skutlað í fimleika enda elskar hún það alveg litla prinsessan. Kom svo heim og kíkti aðeins í tölvuna og sá þá mér til mikillar mæðu(líka) að foreldrum og systkinum var boðið að horfa á í dag og ég komin heim og nennti ómögulega að skutlast strax aftur þar sem ég var búin að fá Axel til að sækja hana. En allavega reddaðist það að pabbinn gat horft aðeins á sjúkkitt!!!
Ekkert varð að baðinu,því Lindu lá svo á að fara snemma til mömmu og pabba og fá pulsu í matinn að ég bara rétt náði að skipta um föt áður en hún var mætt á svæðið. Kítkum aðeins í Betra líf þar sem Lindu vantaði leggings buxur við kjólinn sem MAMMA keypti handa HENNI. Já það vottar aðeins fyrir pínu öfundsýki frá okkur hinum afgangs systurunum verð að segja það. En já þetta er bara svona og við Þóra verðum bara að sætta okkur við það að engir kjólar voru keyptir handa okkur
Við fengum allavega sörurnar okkar og þær eru góðar,ekkert smá þægilegt system að búið er að baka fyrir okkur botnana og við bara skellum súkkulaði mallinu á svo dýft í súkkulaði bræðing,og allt reddí. Mamma og pabbi stjana við okkur alveg!! Takk takk fyrir okkur mamma og pabbi ef þið lesið?
Svo var nú samt hápunkturinn að Smári litli ofur dubba krútt mætti líka en fékk nú ekki að fá mikið súkkulaði frá frænku sinni því mamman vara alveg með rannskóknar augun í hvert skiptið sem ég hélt á honum svo greyið fékk nú eiginlega ekkert en slefaði alveg út um ef hann heyrði í sælgætis bréfi. Hann er allavega ekki eitt af þeim börnum sem verða ofvirkt ef hann fær smá sykur,nei langt í frá...ef ég gæti verið garenteruð að fá svona barn ætti ég örugglega 6 stykki þvílíkt barn, ekki hægt að fá nóg af honum
sjáið hann á myndinni með mér á forsíðunni.
Jæja nú ætla ég í baðið mitt langþráða,ekki seinna vænna og skella mér svo í rúmið.
Vinnudagur á morgun,og jesús ef mig á ekki bara eftir að dreyma klósett í nótt-og ef svo er þá bara vona ég að það verði kúkur í þeim því það boðar bara peninga....... já og dregið á Háskólanum á morgun,vann einmitt á sama tíma í fyrra!!!
Góða nótt og sweet dreams,
knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.12.2007 | 17:27
Sunnudagur til sælu..
Jæja var að koma heim úr Smáralindinni, já við enduðum þar ég Marín og Viktor. Ætluðum í heimsókn til mömmu og pabba og skoða jólalandið hjá þeim en auðvitað komum við að tómum kofa. Meira hvað þessir foreldrar mínir eru aldrei heima hjá sér. Krökkunum langaði svo að sjá allt jólaskrautið hjá þeim,ætli ég fái ekki þokkalega minnimáttarkennd eftir að ég hef komið þaðan annað kvöld þegar ég fer í sörubaksturinn.
Verð að viðurkenna að ég hef nú oft skreytt meira heldur en þetta árið,veit ekki afhverju ég er svona hálf löt við þetta núna. En ég er nú að spá í að fara niður í Húsasmiðju á eftir og kaupa seríu á svalirnar til að lýsa þetta aðeins upp hjá mér.
En einsog ég sagði þá vorum við í Smáralindinni og sáum rétt siðustu 20 min, af jólasýningunni sem er þar núna. Þegar Trölli stal jólunum,þetta var svaka flott sýning og svo var jólasveinn og Hara systurnar sungu. Krakkarnir voru allavega stjarfir yfir þessu.Náði að klára jólagjöfina til pabba frá krökkunum. En svo hittum við einmitt mömmu og pabba og Viktor alveg brjálaður að fá ekki að sýna afa sínum pakkann sem hann átti að fá og skildi ekkert í þessu!
Fórum svo í vöfflur og kaffi til Dóru og Bjössa þar sem ég var að sækja magga sem var aldeilis búinn að vera í góðu yfirlæti hjá þeim og fékka að vaka til 2 takk fyrir og þokkalega ánægður með það.
Axel er enn í Cruste (lesist Krúste) bakstri upp í Máshólum, og er búin að vera þar síðan á hádegi. Það er greinilega nóg bakað. Namminamm....en ég ætla nú ekkert að vera að segja ykkur sem ekki vita hvað við setjum í cruste-ið þið sem ekki vitið því þá mynduð þið halda að við værum eittvhað rugluð!! En cruste eru svona í laginu einsog tartalettur,og svipað og þunnt djúpsteikt orly deig en samt ekki. Erfitt að lýsa þessu og svo setur fólk þær fyllingar í sem þeim finnst best....
Svo er bara vinnan á morgun með Axel,svo nú er eins gott að maður læri að fara snemma að sofa en ekki að ganga 2 einsog alla aðra daga!!
Verið nú dugleg að sýna mér hverjir lesa hér,endilega
knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.12.2007 | 11:19
Jólastemning..
Já við fengum jólastemninguna beint í æð í gær. Löbbuðum upp og niður laugaveginn í frosti en samt yndislegu veðri. Breyttist aðeins planið þar sem við ætluðum öll að fara en amma og afi komu hingað til að gefa Axel afmælisgjöfina sína og tóku Magga og Marín með sér heim þar sem þau vildu endilega fara með þeim. Þannig að þetta var alveg yndislega kósý bara ég og Axel og Viktor í kerrunni.
Allir voru í svo góðu skapi í búðunum og buðu upp á piparkökur og svo var fullt að fólki að selja heitt kakó á laugaveginum,ohh þetta var svo næs. Viktor var kominn í hálfgert pipaköku sjokk því hann fékk sér smakk í öllum búðum en svo allt í einu sagði hann mér er illt í maganum og ég sagði "já ég var búin að segja þér að þú fengir illt í magann" en það dugði ekki lengi hjá honum því um leið og hann sá hjálpræðisherinn með pipakökur á borði sagði hann "mér er ekki illt í maganum lengur" bara yndislegur.
Svo kom coka cola lestinn með allri sinni dýrð og Viktor var alveg stjarftur að sjá jólasveininn sem vinkaði honum út um bílrúðuna og svo löggurnar sem vinkuðu líka. Þetta var svakalega flott og að sjá lestina svona á Laugaveginum en ekki bruna framhjá hérna í hverfinu einsog við höfum séð síðustu ár.
Annars sváfum við fjölskyldan til hálf ellefu í morgun,en Maggi fór til Guðrúnar Sólar frænku og svaf hjá henni.Þvílík sæla Axel er núna á leið til mömmu sinnar og með systur sinni og þau eru að fara gera Cruste sem er dönsk hefð og við borðum alltaf í forrétt á aðfangada alveg geggjað gott.
Jæja nú ætla ég að fara að gera eitthvað með gríslingunum, sem eru að borða morgunmatinn sinn núna en Marín er búin að smyrja ristað brauð fyrir sig og Viktor,duglega stelpan.
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.12.2007 | 00:27
Fullkomin hamingja..
Í gærkvöldi þegar ég var að skrifa jólakort og í morgun þá fer maður að hugsa svo mikið. Já hugsa um hamingjuna og það kemur viss friður yfir mann við þessa kortagerð og maður verður pínu meir alltaf.
Allavega er ég svolítið búin að vera hugsa um það hvað það er sem gefur lífinu gildi,hvað er það sem gefur manni hamingju og frið-alsælu. Og ég hef komist að því að það eru þessir litlu hlutir sem maður tekur oft sem sjálfsögðum hlut.Td einsog þegar börnin liggja sofandi í rúminu og maður finnur friðinn frá þeim,þeim líður vel og eru örugg. Líka þegar við hjóninn situm saman hér á kvöldin eftir að hann kemur úr vinnunni og við spjöllum um daginn og veginn,að sitja við kertaljós og rólega tónlist og skrifa jólakort til allra þeirra sem mér þykir vænt um,þegar vinkona eða systir hringir bara til að heyra í mér en ekkert endilega til að segja neitt merkilegt,þegar Viktor kemur til mín og segir ég "enga" þig mamma,þegar Marín tekur utan um mig og segir mér þykir svooooooo vænt um þig mamma,þegar ég segi við Magga farðu nú að sofa Maggi minn og hann segir já og labbar inn í rúm án alls mótþróa og svona mætti lengi telja. Að eiga heilbrigð börn,eiginmann,mömmu,pabba,systur og ömmu og afa sem alltaf eru dugleg að kíkja í heimsókn og fá kaffi þetta er ómetanlegt!
Þetta eru þessir litlu hlutir sem ylja manni um hjartarætur og færa manni hamingju
. En ekki veraldlegir hlutir sem veita manni einna stundar ánægju. Reyndar verð ég líka að nefna nýja húsið mitt sem mér líður svo ofsalega vel í, hér finn ég mikinn frið og hef varla horft á sjónvarp síðan ég flutti.Er einhvern veginn bara í rólegheitum hér uppi og finn líka að hjónabandið hefur líka notið góðs af sjónvarpsminnkuninni. Við sitjum frekar hér uppi og spjöllum saman.
Á Kristnibrautinni leið mér alveg vel en það var alltaf einsog ég fyndi fyrir einhverjum þar,já einhverjum sem er ekki hér í jarðnesku lífi. Samt leið mér ekkert illa - en mér líður samt svo vel hérna í Grænlandsleiðinni og það er líka svo ofsalega góður andi hér. Hér bjó ofsa gott fólk á undan okkur en í Kristnibrautinni var frekar fúlt fólk sem bjó þar og þess vegna var bara ekki sami góði andinn þar.
Já jólaandinn er að færast yfir mig heldur betur og þetta er svo skemmtilegur tími . Á morgun ætlum við að labba laugaveginn og fá okkur heitt kakó öll saman. Svo einsog ég sagði áður þá er það sörubaksturinn á mánudaginn hjá mömmu og pabba sem mér finnst alveg meiriháttar.
En áður en ég fer að verða væmnari þá er best að halda áfram að pakka inn og skrifa kort,ein með sjálfri mér og útvarpinu allir sofnaðir,snjórinn úti og stillt veður ahhh þetta er fullkomin hamingja
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)