Færsluflokkur: Bloggar
7.12.2007 | 09:48
Myndir
Jæja nú hef ég verið að rembast við að setja inn myndir hér á síðuna en vá það tekur heila eilífð að hlaðast inn. Svo er ég ekki alveg nógu sátt við hvernig þetta kemur út þ.e með albúminn. Kannn ekki alveg nógu vel á þetta og spurning um að bíða bara eftir að Ásta danska mætir á svæðið
Náði að taka myndir í gær fyrir jólakortin og gekk alveg ágætlega þangað til ég var komin á mynd nr ca 20 þá var unglingurinn orðinn frekar pirraður og fannst þetta asnalegt og leiðinlegt. En ég hlýt að geta notað eitthvað af þessum 28 myndum sem ég tók.
Náði líka að skrifa heil 17 jólakort,úff og er auðvitað ekki hálfnuð með þetta en ég var kominn með rasssæri sem er afleiðing síðustu meðgöngu,en ég get ekki setið of lengi.
Annars flýgur tíminn alveg ótrúlega frá manni í desember og maður fær alltaf svona nettann fiðring í magann þegar maður hugsar um allt sem þarf og á eftir að gera sem er nú samt bæðevei ekkert svo mikið. Ætla að pakka inn gjöfum um helgina og klára jólakortin,labba upp og niður laugaveginn á laugardaginn með familíunni,Axel fer í Krúste gerð með mömmu sinni og systir á sunnudag og þá ætla ég að gera eitthvað kósý með krökkunum á meðan. Langar helst að fara í leikhús en við sjáum til með það.
Já og svo er það árlegi Söru baksturinn hjá mömmu á mánudaginn,þar sem við systurnar mætum saman. Alltaf gaman af því og erum við búnar að plana alltaf að mæta til mömmu þó svo hún sé kannski ekkert alltaf búin að plana að hafa okkur en þetta er ómissandi hefð finnst mér og hana nú.... en það er kannski ekkert hægt að kalla þetta bakstur því mamma og pabbi eru alltaf búin að baka kökurnar og við setjum bara kremið inn í svo súkkulaði. Alveg yndislegt!!
Jæja best að fara að gera eitthvað hér,er að fara að vinna á mánudaginn-skemmtilegur tími eða hittog, svo best að láta hendur standa fram úr ermum í dag og um helgina.
Góða helgi allir 3 sem lesa híhí..
knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.12.2007 | 19:32
Myndataka...
Jæja, sýnist nú að einhverjir séu búnir að kíkja hér inn en enginn skilur eftir sig spor gaman væri nú að fá að sjá hverjir eru að kíkja.
Annars hefur verið nóg að gera hér í Grænlandsleiðinni síðustu daga. Barry,Julie og Megan dóttir þeirra (vinafólk okkar frá Skotlandi) voru hér frá fimmtudegi til sunnudags.Við skemmtum okkur voða vel og vorum svo heppin að tengdó sátu hér á laugardagskvöldið og við gátum farið út að borða. Skelltum okkur á Geysi og fengum okkur jólahlaðborð sem var voða gott. Drukkum nokkra bjóra og á eftir fórum við aðeins á Rex og fengum okkur Mojito namminamm.... svo var skundað heim og drukkið Finlandia Mango fram á nótt,þó allt hafi nú verið rólegt og gott. þó að þessi upptalning á áfengi sé nú einsog drykkja yfir allt árið hjá mér svona að meðallagi
Er búin að skreyta svona nánast allt,svo er auðvitað alltaf verið að skúra og þrífa enda veitir ekki af þó að flestir haldi nú að ég sé með krónískt þrif æði! Nema kannski fyrir utan mömmu sem hélt nú alltaf að ég myndi nú enda sem mesti sóðinn í fjölskyldunni og búa í einhverri óþrifinni íbúð alla ævi. En mömmum getur nú skjátlast sem betur fer....
Akkúrat núna er ég að ærast yfir hérastubb bakara söngnum og enginn heyrir í mér þarna niðri best að fara niður og kanna hvað er í gangi og setja börnin í einhver hrein föt og reyna að taka myndir af þeim fyrir jólakortin,á eflaust eftir að ganga með eindæmum vel jeright!! Að ná 3 gríslingum öllum góðum og fínum brosandi með opin augun á sömu sekúndunni ómæ.
Þangað til næst
knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.12.2007 | 15:48
Kaupæði..
Jæja ég missti mig aðeins áðan, fór í Kringluna að redda nokkrum jólagjöfum.Vantaði fyrir starfsfólkið okkar og aðeins handa pabba.
Auðvitað endaði ég á að kaupa aðeins á mig í leiðinni,fór nefnilega í Kultur búð sem ég hef eiginlega ekkert efni á að fara inn í, en ég er búin að vera að leita af glans stígvélum útum allt og ekki fundið nein til að "láta" Axel gefa mér í jólagjöf. Hef oft heyrt sögur af konunum sem versla þarna,þær eiga svo nóg af peningum að það er nóg fyrir afgreiðslukonurnar að segja þetta er geggjað þú verður að fá þér svona og þær bara kaupa án þess að máta. Varð líka vitni að þessu í dag.
Allavega var að koma sending af glansskóm og ég auðvitað þurfti að máta, en það var nú hægara sagt en gert. Jesús minn eini að troðast í þetta,en hún stóð yfir mér afgreiðslukonan og sagði mér að troðast því þetta eru stígvél með engum rennilás og allt stoppa við hælin. Ég var alveg með skítinn í brókunum að rífa blessuðu stígvélin sem kostuðu ekki "nema" 32.000 kr. Hún hélt áfram nei nei þú rífur þau ekkert það hafa allir þurft að troðast svona í þau. Og auðvitað hélt ég áfram að troðast og orðin pungsveitt af öllum rembingnum og eldrauð í framan og varð hugsað til allra kellingann sem ég hef heyrt um í þessari búð sem bókstaflega rífa fötin upp úr kössunum áður en þau komast í hilluna því þær VERÐA að fá þau í safnið.
Allavega ég komst auðvitað léttilega í þetta eftir allt saman,hringdi í Axel og sagði honum að ég væri búin að redda jólagjöfinni fyrir hann og auðvitað að fá "leyfi" kostuðu bara 30.000kr já ég tók bara 2.000 kall af og það er nú ekki mikið!! Og þessi elska sagði mér að kaupa þá ef mig langaði í þá.
Var ekki lengi að skella mér að afgreiðsluborðinu og einhvern veginn þvældist einn kjóll alveg "óvart" með ég bara varð að fá hann....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2007 | 10:55
Prufa
Jæja þá lét ég verða að því að stofna mitt eigið blogg loksins. Hef nú ekki látið neinn vita af því einsog er,en væri nú alveg stórkostlegt ef einhver myndi rata inn á þetta svona óvart! Meira að segja Axel veit ekki af þessu né mínar bestu vinkonur eða systur.
Allavega er ég nú bara að prófa mig áfram núna og sé hvernig þetta gengur hjá mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)