Færsluflokkur: Bloggar
22.6.2008 | 02:17
Næturblogg...
Brá nú aðeins þegar ég kíkti á klukkuna rétt í þessu,alveg að verða 2!! Hélt hún væri rúmlega 12??
Er semsagt búin að vera að þrífa hér allt hátt og lágtryksuga,skúra,þurrka af og setja í nokkrar vélar og ganga frá þvotti... já ég var sko ekki að nenna þessu í dag eða fyrradag....í sólinni,bara nokkuð ánægð með mig að geta bara látið þetta eiga sig á meðan sólin skín.
Fékk líka að sofa til rúmlega 10 í kvöld, Marín og Viktor bæði komin upp í og Axel var farin að vinna þegar við vöknuðum,þvílíkt næs. Sat svo hér á verðandi pallinum mínum og sleikti sólina á meðan krakkarnir léku sér úti.
Kíkt svo til tengdó og þar var algjör steik í garðinum, en Marín var búin að vera að væla um að fá að sofa síðan síðustu helgi og fékk að lúlla núna í nótt. Við VIktor og Mandla sátum aðeins í garðinum og ég bara fékk smá lit eftir daginn. Fór svo aðeins með Viktor í Kringluna og hann var einsog ljós þessi litli grallari sem ég á. Þegar við erum svona 2 saman þá bara breytist hann í annað barn.Fengum okkur nammi fyrir kósý kvöld í kvöld á nammibarnum í Hagkaup og kíktum aðeins í búðir og leiktæki. Það bara hefur ansi mikið oft að segja þegar svona stutt er á milli barna einsog Viktor og Marín, og líka þegar það er sitthvort kynið. Allt annað finnst mér þegar það voru 4 ár einsog hjá Marín og Magga.
En auðvitað er allur gangur á þessu, mín börn allavega eru einsog hugur minn þegar þau fá að vera ein og njóta sín, og breytast svo í litla villinga þegar þau eru saman...eða svona most of the time. Gátu td. fengið sér labbitúr hérna saman í dag hönd í hönd og þá bráðnar maður alveg, og svo næstu mínútu eru þau virkilega farin að slást, svona er kannski bara systkina ástin
Í gær (föstudag) fór ég svo með Magga í leiðangur að kaupa eitthvað fyrir afmlispeningana sína. Hann var bara búin að eyða eitthvað smá, var búin að kaupa sér baðminton sett með neti,svaka flott hérna úti í garði, og svo vildi hann sko endilega kaupa eitthvað handa henni Þóru Lind,var alveg gallharður á því og vildi gleðja Lindu. Vorum ekki alveg í réttu búðinn eða Hagkaup þ.a.s. svo ég var alltaf nei ekki þetta því það var barasta ekkert flott til fannst mér. Endaði á að kaupa 2 samfellur með Mínu mús, og 2 ofsa fallega smekki með Mínu líka og var voðalega stoltur af sér.
Allavega fórum í Toys´r´us og það gekk nú ýmislegt á og minn maður alveg orðin brjálaður út í mömmu sína, fannst hann bara ekki mega kaupa NEITT takk fyrir, en það sem hann vildi var Risa trampolín drasl..nei takk.. og svo risa Pool borð sem kæmist ekki einu sinni fyrir í herberginu, en hann hélt nú að það kæmist sko fyrir. Það semsagt rauk alveg úr honum og ég gat ekki annað en brosað, búðarráp er ekki hans sterkasta hlið. Svo er hann nú þannig að hann leikur sér nánast ekki með neitt sérstakt dót, enginn spil eða þess háttar svo það er voða erfitt að kaupa handa honum dót. Hann hefur bara alltaf verið svona, vill bara vera úti að hjóla, í fótbolta eða playstaiton þó svo það sé nú takmarkað sem hann fær að vera í því, allavega yfir sumartímann.
En verslunarferðin endaði semsagt á því að hann fékk sér gat í eyrað, já já þið lásuð rétt, keypti sér voða fínar græjur-CD og útvarp, og svo PS 2 leik. En allt í einu þegar við vorum komin í Smáralindina fór hann að tala um að hann ætlaði sko að fá sér göt, svo ég spurði hvort hann vildi skella sér á það núna, og átti nú ekki von á að hann segði já en hann var til svo það var ekki aftur snúið.
Hló nú alveg nokkrum sinnum að honum þarna inn í Mebu, en það var voða ung og sæt stelpa að afgreiða hann. Maggi byrjaði á því að segja henni í hvort eyrað hann ætlaði að fá gatið í, og ætlaði sko ekki að fá það í "homma" eyrað....vissi ekki að hann spáði eitthvað í svoleiðis en afgreiðslustúlkan var nú alveg með það á hreinu í hvort eyrað átti að skjóta. Minn maður var nú dálítið stressaður en þóttist nú vera voða cool fyrir framan sætu afgreiðslustúlkuna. Svo spurði hann hvort þau væru með Bling bling??? Og ég bara - ha hvað er það?? jú þá er það svona "demantur" stór og helst bleikur!!!! Þá ætlaði hann sko að fá sér svoleiðis, en skvísan sagði að hann yrði nú að vera með þennan lokk í 4-5 vikur (mjög plein silfraður steinn) svo var hann voða mikið að spjalla við hana og hún og önnur sem var að vinna þarna voru farnar að brosa allan hringinn af drengnum. Svo þegar við vorum að fara þá gekk hann til hennar og spurði " verður þú hérna eftir svona 4 vikur??" já hún bjóst nú við því ...."okey við sjáumst þá eftir ca 4 vikur"
Ætli það sé ekki best að koma sér í bólið núna, þó ég sé barasta ekkert þreytt...
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2008 | 17:09
Komin aftur...
þó svo að ég hafi nú ekki farið neitt. Skvísan auðvitað byrjuð að vinna svo það eru nú viðbrigði verð ég að segja. Annars er þetta nú alveg ágætt fyrir utan að sólin er búin að skína síðan ég byrjaði að vinna, svo maður er alveg í steik. Kláraði einmitt snemma í dag og brunaði til Lindu og Þóru Lind á pallinn í smá sól. Litla frænka alltaf jafn mikil perla,brosir bara og hlær. Meira hvað maður fær fráhvarfs einkenni ef maður sér ekki litlu frændsystkin sín reglulega, er þá að tala um þessi sem eru undir 3ja
Smári Björn og Þóra Lind. Maður verður alveg húkt á þessum gullmolum. Trúi ekki að það komi ekki fleiri lítil kríli hjá systrum mínum, Þóra verðu nú að koma með eina Dísu litlu
Á 17.júní fórum við ekki í bæinn aldrei þessu vant. Skelltum okkur á slóðir Bubba og fórum að veiða í Meðalfellsvatni (vona að þetta sé rétt hjá mér,annars fæ ég að heyra það)... ég veiddi reyndar ekkert,var aðallega að passa Þóru Lind, en Linda og familí fóru og mamma og pabbi. Þóru og familí var sárt saknað( einna helst Smáralings ) nei nei bara að djóka. En þau voru í bústað.
Er byrjuð á hundanámskeiði með Möndluna mína, hún er auðvitað best og flottust þarna,hálf hrædd við ágengnina í hinum voffunum. En þetta er rosa gaman.
Er svo að fara í kvöld í grill til Þóru, við öll samheldna familían, já maður er sko heppin með systur og fjölskyldu og eflaust öfundaður af mörgum. Veit ekki hvernig lífið hjá manni væri ef maður ætti ekki systur sínar og þeirra fjöslkyldu,þó svo að maður eigi góða vini. Erum ansi dugleg að hittast og það er sko fjör þegar við hittumst allar með gríslingana, bara gaman.
Styttist í Eyjar hjá Magga, Axel fer með honum í þetta sinn. Ég verð bara að viðukenna að ég er ekki að nenna með alla krakkana og svo kostar það efaust hálfa hendina á manni. Bátur og gisting, ekki nenni ég að húkkast í tjaldi ef það yrði svo rigning og rok allan tíman ussuuuss nei takk.
Jæja nú þarf ég að fara að klæða gengið, eigum að mæta í grill kl 6!!
Over and out,
knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.6.2008 | 00:25
James Blunt....snillingur
Ohhhhhh ég fór á James Blunt í kvöld, já svona líka óvænt. Þóra systir fékk gefins 3 miða og bauð okkur systrunum, en ekki hvað. James Blunt er GEGGJAÐUR, þvílíkur söngvari, röddin er alveg yndisleg, skil ekki fólk sem finnst hann vera vælari. Eina leiðinlega við þessa tónleika, var fólkið á staðnum sem gat ekki setið í sætunum sínum þessa tæpu 2 tíma. Þvílíkt og annað eins ráp og óstundvísi á Íslendingum, alveg óþolandi, ég meina er fólk ekki að fara á tónleika??? Ekki er maður svona þegar maður fer í bíó eða í leikhús. Hefði átt að hætta gos og bjórsölunni eftir að tónleikarnir byrjuðu.
Allavega er ég skýjunum og er bara ennþá meiri aðdáandi núna
Ekkki verið mikið um blogg núna þar sem frúin er farin að vinna, jebb svona líka gaman að byrja að vinna í sumarinu og sólinn,þrífa skrifstofur sem eru 30°heitar, ekki það að ég eigi von á að einhver vorkenni mér hahaha... er að leysa af núna eina hjá okkur sem er í fríi, og svo verð ég áfram eftir því sem þarf.
Afmælisdagurinn á þriðjudaginn var alveg meiriháttar. Við systurnar fórum saman á 19 hæðina í Turninum í lunch. Vá það var ekkert smá flottur matur, og flottur staður. Við vorum nú þokkalega heppnar þar sem við höfðum ekkert pantað borð, en það er allt uppfullt þarna alla daga, en þar sem við mættum svo snemma fengum við borð með því skilyrði að við yrðum ekki lengur en klukkutíma. Svo fórum við á 20 hæðina með Sigga sem er einn af eigendunum og yfirkokkurinn, en við unnum með honum í Perlunni á sínum tíma. Hann sýndi okkur glæsilega salinn þarna, og ekkert smá mikil flottheit. Ef ég væri ekki búin að gifta mig,þá yrði sko veislan haldin þarna, ekki spurning.
Nú áfram í afmælisdeginum, eftir lunchinn fór Þóra aftur að vinna og við Linda og Þóra Lind fórum á smá flakk, og svo náði ég í allar kökurnar sem Linda var búin að dunda sér að gera fyrir mig og setti á þær ávexti og súkkulaði. Um kvöldið komu svo, Tengdó, mamma og pabbi, Linda og familí,Soffía, amma og afi. Svaka fjör og fínt.
Jæja nú er komin tími fyrir vinnandi konuna að fara að sofa, svo er bara helgin framundan jibbíjeij.
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.6.2008 | 00:34
Hún á ammæl´í dag....
Jebb þá er kominn 10.júní og ég orðin 35.ára, nánar 00.05 eftir miðnætti á hvítasunnudag 1973 fæddist ég. Mamma mátti eiginlega ráða hvort ég fæddist 9 eða 10 júní og auðvitað valdi hún flottari dagsetninguna.
Axel að vinna núna í alla nótt,svo ég er að fara að kúra með lillanum mínum honum Viktori.
Heilsan er öll að komast í lag, en Linda systir er búin að baka fyrir mig einsog herforingi í kvöld á meðan ég var á Hvolpa námskeiði í 3 tíma. Og ekki nóg með það, þá passaði hún fyrir mig á meðan og ég fékk börnin afhent nýkomin úr sturtu, búið að setja shampó og alles, og komin í náttfötin. Það verður ekki mikið þægilegra en þetta,ómæ hvað hún á inni hjá mér, og svo var Þóra líka búin að spyrja hvort hún ætti að baka fyrir mig, þessar systur mínar eru ótrúlegar en ég afþakkaði, enda ætlaði ég nú að gera þetta sjálf.
Knús á ykkur öll.
kv Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.6.2008 | 11:00
Amælispartý hjá frúnni....
Þetta er semsagt veisluborðið A´LA Linda og Mummi, þvílíkt sem borðið var flott, og góður matur. Maturinn var á gólfflísum,þeim sömu og eru á gólfinu hjá mér,hrikalega töff. Elsku bestu Linda og Mummi ég þakka ykkur alveg endalaust fyrir allt saman,veit ekki hvernig ég get borgað ykkur þetta.
En þá að afmælinu. Það var alveg brjálað stuð og bara 90 og eitthvað prósent mæting. Bauð upp á Mojito bollu og svo Finlandia Cranberry bollu,Gin, bjór og hvítvín. Allir skemmtu sér ofsalega vel held ég bara, og oft á minn kosnað "hóst"... Ég sýndi mikla tilfinninga takta þegar ég tók upp pakkana og las á kort,en förum ekkert nánar út í það "roðn". Fékk alveg svakalega flottar gjafir, Takk allir kærlega fyrir mig. Svo kom nú aðalatriði kvöldsins, Þóra systir las upp bréf frá Ástu Mörtu vinkonu í Baunalandinu sem því miður komst ekki í afmælið, er að klára síðustu prófin núna í vikunni þessi elska. Allavega fékk ég langt og fallegt bréf frá henni sem endaði með setningunni " Mér þykir óendanlega vænt um þig og get ég ekki annað sagt en að þú ert traustur vinur og með þeim orðum vil ég biðja alla um að skála og taka saman lagið Traustur vinur getur gert kraftaverk", og í þeim töluðu orðum var rennihurðin dregin frá og inn gekk Hreimur úr Landi og sonum með gítarinn og söng fyrir mig....Þvílíkt flott!!!!!!!!! Hann var æði og allir sungu með, Takk enn og aftur Ásta mín.
Svo var drukkið og drukkið og aðeins of mikið, úffffff ég er sko ekki í æfingu.
Dagurinn í gær var HELL, ég hélt ég yrði ekki eldri, bara gullfoss og geysir allan daginn. Var svo "heppin" að það komu hérna nokkrir við í gær að sækja bílana, og fengu að sjá mig upp á mitt versta híhí...en reyndar komu bjargvættar hér, Dóra og svo Soffía og þær rusluðu öllu leirtaui í uppþvottavél,hentu dósum og plastglösum og gengu frá matarborðinu, TAKK dúllurnar mína, og ég sat og horfið á sem segir ýmislegt um ástandið á mér.
Kvöldmaturinn var Kentucky yfir handboltaleik og undir sæng, ég náði að halda niðri einum Twister.En svo hresstist ég um níu leytið loksins, og þá var öllu rumpað af hérna. Gat ekki hugsað mér að hafa húsið í svona óreiðu. Skúraði nokkrar umferðir og þurrkaði af og gerði allt hreint og fínt. Um ellefu leytið þegar Axel fór að sofa kom salt og nammi þörfin hjá mér og svo langaði mig í eitthvað gott að drekka svo ég fór út í búð og keypti mér frostpinna,tópas,popp og appelsín. Lagðist svo upp í sófa og horfði á sjónvarpið til 1 og borðaði popp og nammihugguleg.
Svo er afmælisdagurinn á morgun, þá ætla ég nú að bjóða ömmu og afa í kaffi og auðvitað hverjum sem vill koma.
Knús á línuna og enn og aftur takk fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.6.2008 | 21:43
Einn góður...
Pétur fór á Gaukinn og hitti þar unga ljóshærða gellu sem honum leist vel á.
Ef ég borga þér fimmhundruð kall, viltu þá koma í rúmið með mér ?
Auðvita ekki, hreytti stúlkan út úr sér.
Nokkru seinna kom Pétur aftur til stúlkunar og spurði nú:
Munduru sofa hjá mér ef ég borgaði þér eina milljón ?
Stúlkan hugsaði sig lengi um og sagði svo: Já.
Gott, sagði Pétur.
En ef ég borga þér þúsund kall ?
Nei sagði stúlkan.
Hverskonar stelpa helduru eiginlega að ég sé ?
Það er komið á hreint.
Nú er bara að semja um verðið.
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2008 | 13:17
Sex and the city...
Á sunnudagskvöldið bauð Soffía vinkona okkur öllum í Bombuklúbbnum á Sex and the city. Mættum galvaskar í 9 bíó sem okkur þótti allgjör snilld,enda fáránlegt að hafa breytt þessu á sínum tíma. Allt uppselt, en Soffía var með boðsmiða sem þurfti að skipta út í afgreiðslunni. Og það sem merkilegt er við þetta að það var nánast ekkert að fólki á svæðinu. Það eru heldur betur breyttir tímar, nú kaupa allir miða á midi.is og mæta bara með útprentun 5mínútur í bíó!! Maður er ekki alveg í tækninni.
Við létum nú ekki þar við sitja heldur brunuðum upp í Háskólabíó og fengum miða þar á 10 sýningu, og þetta var sko alveg þess virði, vourm semsagt í bíó stússi frá hálf níu til hálf eitt!! Myndin var alveg geggjuð, þvílíkt sem ég og við allar skemmtum okkur vel, en við Anna Gyða felldum nú nokkur tár auðvitað,bæði sorgar og gleði, við erum svottan væluskjóður,eða kannski bara svona tilfinninganæmar En Soffía mín og Halli (sem fékk nú þessa boðsmiða) ástarþakkir fyrir okkur, veit að ég tala fyrir hönd okkar allara
Nú er svo bara afmælisundibúningur að komast í hámark, er reyndar að fara að passa Þóru Lind aðeins á meðan Linda fer í fótsnyrtingu, svo á morgun er það litun og plokkun hjá okkur systrum, ég fer svo í klippingu á fimmtudag, svo er bara að versla inn á fimmtudag, þrífa allt og gera huggulegt hér fyrir utan á föstudag, og reyna vo sað vera ekki í miklu stressi á laugardaginn
Jæja Linda er að koma og sækja mig, ætla að labba úti með Þóru á meðan hún lætur fixa fæturna á sér.
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.5.2008 | 17:18
Kósý kvöld í kvöld...
Afmælið gekk svakalega vel, verð að segja að þetta var nú bara eitt þægilegasta afmli sem ég hef haldið. Strákarnir voru bara út í garði í bongó blíðu, borðuðum pizzu þar, Liverpool köku sem sló í gegn snakk,hlaup og ís. Svo var leikið í löggu - bófa, eltingaleik,stórfiskaleik og fótbolta. Svo komu ömmur og afar, og systur okkar Axels. Mjög fínt bara í alla staði og drengurinn orðin vel efnaður eftir þetta afmæli þar sem hann fékk peninga frá nánast öllum.
Nú styttist bara í næsta afmæli, það verður fjör þá. Næsta vika fer örugglega öll í undirbúning og þrifBara gaman. Varð nú ekki af ósk minni að lóðin yrði tilbúin, ætla nú samt að gera þetta eitthvað huggulegt hérna fyrir framan,ekki veitir af.
Var að koma úr nýju Krónunni áðan,gerði bara svaka góð kaup þar,stór og flott búð þar fannst mér. Fór svo með krakkana í Intersport,það var ekki alveg það auðveldasta,eyddi öllum tímanum nánast í að leita af einhverju barninu. Maggi var aðeins að versla sér fyrir afmælis peningana, keypti sér svona fótbolta dress, sem allir eru í núna, svart Hummel og svaka fínt og markmanns hanska.
Jæja hef þetta ekki lengra að sinni, kósý kvöld í kvöld. Ætlum að grilla og hafa það gott í kvöld.
Knús Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.5.2008 | 00:27
Gullmolinn minn.....
Fyrir 10.árum síðan var ég stödd upp á fæðingardeild. Frumburðurinn var á leið í heiminn,eða kannski ekki. Ég var sett af stað kl 20 á fimmtudegi minnir mig (er orðin svo gleyminn), 28 mai og þá búin að vaka nánast í 1 og hálfan sólarhring. Minnið er farið að bresta ansi mikið hjá mér, ekki skrýtið eftir að ég sprengdi eflaust ansi margar heilasellur þann 29 maí. Var kominn 2 vikur framyfir.
Vakti nánast alla þessa nótt, belgurinn var sprengdur nokkrum sinnum, eða klórað í hann. Allur dagurinn gekk á með hríðum,það var svo rúmum sólarhring eftir að ég var sett af stað,tangir,rembing í nærri klukkutíma,ekki orðin þurr tutla á líkamanum á mér,ég gat varla talað þó ég heyrði í fólkinu í kringum mig,nokkur tár en enginn öskur að ég var loks drösluð á skurðstofuna.
Get ekki lýst sælunni að fá mænudeyfinguna,þó svo ég væri á kafi í rembing og mátti ekki hreyfa mig,úff mér verður eiginlega illt þegar ég hugsa um þetta,ekki auðvelt að þurfa að liggja hreyfingarlaus,en vera með barn komið nánast alla leið og þurfa að rembast og rembast.
En allt þetta gekk svo loks að óskum,frumbuðurinn minn leit dagsins ljós,með ílangt höfðu eftir að vera fastur í grindinni svona lengi,mamman var svo bólginn í framan, var einsog tungl í fyllingu og ég er EKKERT að ýkja, mamma fékk sjokk þegar hún sá mig.
Auðvitað gleymdust allar heimsins þjáningar þegar maður fékk barnið sitt í fangið, frumburðinn sem var svo velkominn í þennan heim. Það kom aldrei neitt annað til greina en að skíra hann Magnús,það var jafn öruggt og ég væri kona.
Elsku Maggi minn,þú varst alltaf ofsalega góður og skemmtilegt barn. Varst svo góður við systur þína þegar hún fæddist,aldrei neitt vesen. Þú ert svo fallegur og hjartahlýr strákur,hefur svo óteljandi oft fengið okkur til að hlæja. Þú ert knúsari,finnst gott að fá faðmlag og koss, og ert viðkvæmur þótt þú sért ofsalega mikill töffari stundum. Átt örugglega eftir að halda áfram að vera jafn góður og þú ert í fótboltanum, kæmir mér svo ekki á óvart að þú yrðir leikari, eða kannski spilir bara með Liverpool,aldrei að vitaeða Arsenal fyrir afa. Hér er svo mynd af nöfnunum.
Elskum þig af öllu okkar hjarta stóri strákur, og innilega til hamingju með 10.ára afmælið
knús Mamma og pabbi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.5.2008 | 15:23
...
Er núna í afmælisundirbúningi á fullu, Maggi á fimmtudaginn og svo ég þarnæstu helgi. Ætla að vera með krakkaafmæli á eftir skóla á fimmtudaginn og ætli ég bjóði svo ekki ömmunum og öfunum um kvöldið.
Er orðin eitthvað leið hérna á þessu bloggi og finnst ég ekki hafa neitt að segja,svo þá er kannski komið mál að þegja.
Knús í bili Dísa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)