Færsluflokkur: Bloggar

Ristað brauð og Simmi og Jói...

Já mér finnst laugardagsmorgnar langbestir, ef ég fæ að sofa til að verða 9, fá mér ristað brauð með osti og marmelaði,kaffibolla og hlusta á Simma og Jóa,gerist ekki betra. Nema akkúrat núna er ég frekar fúl með þessa tónlist sem þeir eru að spila, skil ekki alveg,þar sem þeir hafa alltaf verið með svo góð lög,en núna ætti auðvitað bara vera spiluð Euorvision tónlist!! Koma manni í stuðið fyrir kvöldið.

Annars held ég að pabbi sé þokkalega fúll út í mig núnaGrin, jebb það gerist nú ekki oft verð ég að segja, en ég fór í gær í heimsókn til þeirra þar sem Maggi svaf hjá vini sínum og Axel að vinna. Fór semsagt með nýja kjólinn minn og nýju skóna, og ég sver það að það þurfti nánast átök við að koma mömmu úr fötunum hahaha!! Hún var sjúk og ætlar að fá sér svona kjól á mánudaginn takk fyrir, og pabbi sér fram á verða ansi mörgum þúsundköllunum fátækari og allt mér að kenna, já og skórnir hún hreinlega tróð sér í þá,(ristin eitthvað hærri á henni en mér) og það var bara auðvitað einsog walking on air að ganga á þeim. Bjúti er ekki alltaf pain.

Tinna frænka var tvítug um daginn, og ætlar að halda boð í dag kl 5. Ég ætla að reyna að mæta þangað í smá stuð fyrir Eurovision í kvöld, þetta er svona stelpu partý.

Amma mín yndislega var að laga fyrir mig 2 götótta kjóla í gær, og ekki nóg með að ég sótti þá í gærkvöldi saumaða saman,heldur var hún búin að þvo þá líka og hengja upp á herðatré. Og ég meira að segja fór bara með kjólana í hádeginu í gær, þvílíka þjónustan, ekki að spyrja að því. En hinn nýji Tounge kjóllinn minn sem ég fékk mér í staðinn fyrir þann sem rifnaði í Rúmfatalagernum (var ég ekki búin að segja ykkur frá því?) rifnaði hjá mér í fyrradag. Hann er svolítið víður og festist í einni höldunni á eldhúsinnréttingunni og rifnaði svona vel. Svo var hún að gera við semsagt kjólinn sem rifnaði í Rúmfó, svo nú eru þeir báðir hreinir og fínir og reddí. 

Jæja, krakkarnir að gera hundinn crazy, heyrir bara lætin i Möndlu sem hleypur hér um einsog hún eigi lífið að leysa.

Áfram ÍSLAND í kvöld, shitt hvað ég er spennt!!!

Knús Dísa 


This is my life.....

Hrikalega var ég ánægð í gærkvöldi með Friðrik Ómar og Regínu, finnst þau ekkert smá flott og standa sig vel. Þetta var svo öruggt hjá þeim, og þvílíkt sem ég öskraði þegar VIÐ komumst áfram. Kominn tími til að litla Ísland sé með í aðalkeppninni.

Jæja en semsagt var ég mætt niður í Juniform að skoða kjól kl 11. En hún var semsagt að fá nokkra kjóla, en dísús það er setið um þetta hjá henni,þvílíkur snillingur sem þessi manneskja er hún Birta og almennileg. Ég gerði góð kaup hjá henni, keypti mér kjól sem ég á pottþétt eftir að geta notað mikið, en ég var semsagt að versla fyrir stórafmælið mittTounge og fékk mér leggings líka. Fór svo í Kringluna og keypti mér flottustu flottustu skó ever, og við ætlum EKKI að ræða hvað þeir kostuðu eða hvar þeir fást híhí...sjáið bara í afmælinu nanananabúbú...

Nú bíður maður bara þvílíkt spenntur fyrir Eurovision kvöldinu,ohhhh það verður bara gæsahúð dauðans að sjá þau á sviðinu og taka þetta alveg í rass*****. 

Annars er bara allt fínt að frétta,krakkarnir í stuði einsog alltaf,Mandla bara yndilseg,já og Axel auðvitað líkaWink og ég farin að hlakka til afmælisins einsog lítil smástelpa, það máGrin

Linda og Mummi farin upp í bústað, fóru í gær,og það er bara tómlegt hér í Grafarholtinu verð ég að segja. Við Linda erum ansi duglegar saman á daginn, ég veit nú ekki hvernig hún væri sú ofvirka ef hún hefði mig ekki hérna þó ég segi sjálf fráTounge og ég auðvitað líka voða glöð að hafa þær mæðgur heima. 

En eftir þetta verslunaræði á mér í morgun er best að fara að gera eitthvða hérna svona rétt áður en ég sæki krakkana.

Þeir sem skamma mig fyrir þessi kaup hjá mér i dag,verður eitt út úr athugasemdunum híhí... maður er nú 35 einu sinni á ævinni!!

Góða helgi öll sömum

knús Dísa 


Helgin...

Jæja komin mánudagur og þá fer maður að þrífa eftir helgina Frown skyldi ég geta skrifað eina fæslu án þess að minnast á þrif eða mat...hmmm leyfðu mér að hugsa Nei ætli það!! Jú við skulum reyna.

Búin að hafa það bara þokkalegt, sló met í að tala við mömmu og pabba í síma síðan á fimmtudag. Fyndið en þegar þau eru erlendis þá erum við í stöðugu sambandi,sms og síma. Þau semsagt komu heim i gærkvöldi eftir velheppnaða ferð held ég bara,allavega sló kínastaðurinn góði í gegn. Kíkjum eflaust til þeirra eftir leikskóla í dag,en reyndar er útskrift hjá Marín í leikskólanum og foreldrar mæta með eitthvað gúmmelaði með sér.

Fórum á laugardagsmorgunin að horfa á þá frændur Magga og Róbert keppa síðasta leikinn sinn á Reykjavíkurmótinu, enduðu með silfur strákarninr,ekkert smá flott hjá þeim Frömmurum. Eftir það fórum við í Húsdýragarðinn (veit ekki hvernig mér datt það í hug). Það vantaði ekki fólkið þar, fórum ekki í nein tæki,lofaði þeim að við færum seinna þegar ekki væri svona mikið af fólki. Fengum nú samt blöðrur,pulsu og kók.

Á laugardagskvöldið var ég svo að passa litlu prinsessuna,Þóru Lind. Algjör engill,og maður fékk svona nettann fiðring og flashback,sérstaklega þegar hún grét og ég þurfti að labba um með hana,þá þekkti ég mig núLoL Finnst bara hálfasnalegt að sitja kjurr með börnin!! Linda kom svo og sótti hana,en ég hefði nú alveg verið til í að láta hana bara lúlla hjá mérInLove hún er svo góð.

Í gær fórum við Viktor og Marín í kaffi í hádeginu til ömmu Hönnu og afa Geira. Amma var að koma úr sauðburðinum og bauð okkur í vöfflu kaffi. Fengum aldeilis fína hlaðborðið þar,og Marín og Viktor dunduðu sér úti á svölum að þrífa og þvo steina. Marín er algjör steinakelling,spáir voða mikið í hverjir eru sléttir og fallegir, og hirðir oft upp steina til að gefa ömmu sinni. Allavega voru þau í essinu sínu með fötu og vatn og öllum steinum raðað upp á borð, já það þarf ekki alltaf eitthvað flókið dót til að leika sér.

Í gærkvöldi vorum við búin að díla við Magga um að passa aðeins krakkana,eftir að þau yrðu sofnuð,því okkur langaði svo hjónakornunum aðeins í göngutúr. Þegar við vorum að labba út um dyrnar hringdi Linda sem ætlaði einmitt að biðja mig um að koma í göngu, en þau hjónin enduðu með okkur í göngu með Þóru Lind í vanginum. Tókum svaka góðan hring, i gegnum hverfið og upp á Reynisvatn, Mummi kíkti aðeins á stöðuna í vatninu og fékk veiðifílíngin alveg beint í æð.

Þegar við komum svo heim,pantaði ég ferðina fyrir okkur til Minneapolis 10.október,bara næs. Og svo er það Köben með bombunum áður,eða 10.sept. Aðeins of stutt á milli verð ég að segja. 

Jæja,best að hífa upp um sig brækurnar og fara að .....

Knús Dísa 


Veðurblíðan...

Jæja er í algjöri óstuði með þetta blogg núna,veðrið svo gott að hugurinn er alltaf útiJoyful

Var að koma frá mömmu og pabba,þau eru að fara til Glasgow í fyrramálið. Verður æði hjá þeim í góða veðrinu, en ég var semsagt að teikna upp fyrir þau smá kort af helstu búðunum og götunum.

Í gærkvöldi fórum við Soffía og Dóra í göngu upp og niður laugaveginn, fengum okkur svo kaffi á Sólon, þetta var alveg æðislegt í geggjuðu veðri,hreyfðist ekki hár á höfði. Annasrs eru síðustu dagar bara búnir að vera voða þægilegir,við Linda höfðum farið í göngu á hverjum degi held ég bara og svo eitthvað að flakkast.

Var einmitt á flakki í dag, verslaði aðeins inn fyrir afmælið mitt!!! Já það verður partý 7.júní (svona rétt áður en ég verð orðin 35) bara gert fyrir Lindu systir að halda þetta svona snemma þar sem Mummi verður í veiðiferð helgina eftir. Keypti allt í Neon bleiku thank you,geggjaður litur. Hlakkar svo til að halda loksins partý,hef ekki gert það síðan ég veit ekki hvenær,ekkert innflutningspartý hér eða á Kristnibrautinni, svo það er aldeilis komin tími á gott partý.

Axel er í vinnunni núna, og mig langar sko í göngutúr núna, labba af mér ísinn sem Linda og Mummi komu með upp í Kópalind áðan,gleymdi að segja ykkur það. Þau mættu til að kveðja, og Linda sem er í átaki með mér mætti með ís, heita karmellu sósu og Nóa kropp!!! Það er ekki hægt að vera í megrun,átaki að hvað þetta kallast með henni,við erum líka alveg skelfilegar saman,ekki hægt að kenna henni um þetta allt saman.

Whell,já Jenný þú sérð mig skemmtilega fyirir þér hahaha..... gribba ársins, ónei, ég beið hérna með pakka handa kallinum,ermahnappa sem ég var búin að grafa í upphafsstafina hans, og ilmandi hús af hreinlæti. Já og hvað fékk svo frúin, ja það er nú það hmmmm, bara ekkert. Það er af sem áður var, að maður fengi einhverjar gjafir svona þegar kallinn kemur frá útlöndum. Jú ég lýg nú,ég fékk Lindt súkkulaði kúlurnar mínar.

Knús Dísa 


Skúra,skrúbba og blablabla...

Ætti að vera komin í rúmið en ákvað að skrifa nú aðeins fyrir ykkur síþyrstu lesendur mína,sem hungrar í smá fréttirLoL

Man ekki hvort ég sagði ykkur að Maggi byrjaði að gubba síðustu nótt og var heima í dag,alltaf jafn yndislegt að vakna við þessi skelfilegu óhljóð,og enginn Axel til að hjálpa til.Ælan lá svona alveg frá herberginu hans og allan ganginn,og svo á klósett gólfið og pínu lítið fór svo í klósettið sjálf. Já það er alveg stórmerkilegt hvað þetta þarf alltaf að gerast á nóttunni!!

VIð Linda löbbuðum svo til Tobbu í dag,en við vorum allar að vinna saman i Perlunni hér í denn,sælla minninga. Vorum að skoða prinsessuna hennar sem fæddist í mars en átti að fæðast í maí.Spáið í því,algjör hetja og þvílíka dúllan. En svo lítil,en samt búin að stækka heilan helling,ji hún var bara einsog dúkka....takk fyrir okkur Tobba mín, já og gott að rétturinn var góðurWink Halli stóð sig vel á Hæðinni (kallinn hennar Tobbu) aðaldómarinn!!! Ég fór einmitt til Lindu með alla krakkana að horfa á lokaþáttinn,fór bara með krakkana í náttfötunum,nýkomin úr baði,svo þau voru reddí beint í háttinn þegar ég kom heim.

Svo síðan börnin sofnuðu er ég bara búin að vera að skúra,skrúbba,bóna....nennti þesssu ekki í dag í góða veðrinu,notaði frekar daginn í labbitúr og útiveru. En semsagt ryksugaði allt og skúraði,setti í vélar,tók sturtuna í gegn,pússaði gler og blebleble....þvílíka orkan núna.

Kallinn að koma heim á morgun,eins gott að hafa hreint fyrir hreingerningarmanninn,einmitt!! Hann hringdi í mig úr H&M og ég lóðsaði honum í gegnum þetta,náði að versla fyrir tæpar 300 evrur svo það er bara glæsilegt. Hlakka til að sjá hann,eða allavega það sem keypti híhíhí..

Knús Dísa  


Veislan heldur áfram....og uppskrift

Þar sem ég er alltaf að tala um mat og veislur,ætla ég að deila með ykkur einni uppskrift. Hrikalega gott og einfalt. Passlegt fyrir 5-6manna fjölskyldu,ekki allt fullorðnir samt.

 

ca 6 kjúklingabringur

ca 200 gr Mango Chutney (lítil krukka)

1. Msk Karrý

1 Matreiðslurjómi 

4 hvítlauksgeirar 

 

Aðferð: Skerið bringurnar í smáa bita og steikið á pönnu í smá olíu. Bætið svo smátt skornum

hvítlauk út í rétt áður en kjúklingurinn er fullsteiktur.Kryddið eftir smekk.

Hellið rjóma,Mango og karrýinu saman og hrærið og látið aðeins malla.

Nauðsynlegt að hafa hrísgrjón og ferskt salat með feta osti með.Smile

Verði ykkur að góðu. 

 

Veislan heldur svo áfram hjá mér,er að fara í frænku,systra og mæðgna klúbb í kvöld  hjá þóru svo það verður eitthvað gúmmulaði þar ef ég þekki mína réttTounge 

Takk fyrir kvittið

knús Dísa 


Systra dinner og vinkonu lunch....

Það var aldeilis fjör hérna í kvöld, systurnar komu í mat með krakkana,en kallarnir voru skildir eftir heima-eða í vinnunniTounge Borðuðum svaka góðan kjúklingarétt og svo kom Þóra með þvílíka bombu í eftirrétt.....það er líka mergrunarlausi dagurinn í dag um allan heimGrinvissuð þið það ekki?? Ég tók Bjarka með mér heim úr leikskólanum,og ég bara vissi ekki af krökkunum hérna niðri á meðan ég var elda, en svo byrjaði nú fjörið  þegar líða fór á. Fengu ávaxtaskál fyrir mat,svo matinn,og svo hafrakodda,eða LGG og einhver peru og blebleble....kunna sér ekki hóf,frekar en við systurnar!!

Kallinn kominn til Amsterdam,heyrði í honum áðan og hann hefur það bara mjög fínt. Fór beint á sýninguna með ferðatöskuna og alles eftir flugið og var svo úti að borða í kvöld í boði einhvers fyrirtækis sem hann verslar við. Hann er búin að finna H&M svo ég er glöðTounge

Dóra vinkona kom hingað í hádeginu með þennan fína lunch frá Jóa Fel( úps byrja ég aftur að tala um mat...sorry mamma)og fullan poka af fötum á Magga, en við semsagt höfðum það voða fínt í hádeginu,og ekki slæmt að fá svona heimsendingarþjónustu - lunch og vinkonuspjall,já og Dóra TAKK fyrir kvittið,loksins Wink

Finnst orðið svaka mikið rennerí hérna á síðuna allt í einu,skil ekki?? Og ekki fjölgar kvittunum neitt,hmmm spurning um að fara bara að læsa síðunni svo ég viti hverjir koma hingað við,eða allavega smá partur. Enidlega látið vita af ykkur þið leynilegu lesararWink

Ætla að fara að koma mér í bælið,það verður eflaust þétt skipað rúmið í nótt....Marín sagðist ætla að skríða upp í, í nótt,og Viktor steinsefur þar núna.

Knús Dísa 


Kellingin í Nóatúni..... ómægúd

Gleymdi að segja ykkur frá þvi í dag, en við Linda fórum í Nóatún eftir göngutúrinn í dag til að kaupa okkur brauð og meðlæti. Nema hvað að ég er búinn að finna þetta fína brauð og spyr konu bakvið bakaríis hornið hvort hægt sé að fá brauðið niðursneitt? Já hún hélt það nú,kom beint úr uppvaskinu með gulu gúmmíhanskana,þurrkaði þá aðeins og tók við brauðinu. Ég gapti af undrun á hana,og skyndilega missti málið. Linda kom þá akkúrat og sá að hún var að setja brauðið í skurðarvélina með fínu gúmmí hanskana á höndunum!!!!!!!!!! Linda spurði hana hvort hún ætlaði virkilega ekki að taka hanskana af sér??? Konan sem var örugglega milli 40 - 50 varð mjög hissa og aumingjaleg,sagðist bara vera í vatninu og hvort að við vildum frekar að hún notaði bara hendurnar (án hanskanna) Linda spurði hvort hún væri nú ekki með plast-einnota hanska. Konan (sem ég var farin að vorkenna) var svo aumingjaleg eitthvað, en sæjuð þið ykkur í anda mæta inn í Jóa Fel og skvísurnar kæmu bara beint úr uppvaskinu með gulu eða bleiku gúmmíhanskana og afgreiddu ykkur þannig?? Don´t think so!!!

Annars setti ég inn nokkrar myndir í mai albúm

knús Dísa 


Amsterdam...

Það var rosa gaman á Víkingshátíðinni á laugardaginn,pabbi fór heim með gullmedalíu frá KSÍ,flottastur!! Fengum gott kaffi og með´í og áttum góðan dag. Þessi  kaka var geggjuð!!mai 2008 061

 

 

 

 

 

 

 Í gær var svo nánst bara hangið hérna heima,Marín kom úr bústaðnum rétt eftir hádegi og við tvær skelltum okkur til Lindu og horfðum á hæðina kl 4. Ég ælta að kjósa Begga og Pacas,annars hef ég orðið fyrir vonbrigðum með ýmislegt í þessum þætti,keppendurnir bara alls ekki að gera sig finnst mérCrying

Við Linda skelltum okkur í langan og góðan göngutúr fyrir hádegi. Löbbuðum niður í kirkjugarð,keyptum 2 álfa til að setja á leiðið hjá ömmu og afa. Komum svo heim og fengum okkur lunch,svaka fínt. Dóluðum okkur bara hérna í dag systurnar og höfðum það gott.

Axel á leiðinni til Amsterdam á sýningu í fyrramálið og kemur ekki aftur fyrr en á föstudag. Næ að senda hann aðeins í H&M á föstudaginn...en ekki hvaðLoL 

Mandla prakkari ársins,gerir ekki annað en að tæta klósett pappír um allt húsAngry en annars er hún auðvitað algjört bjútí sem bræðir alla sem hana sjá,stækkar alveg svakalega,eiginlega einum of.Hér er svo ein sjálfsmynd af okkur mæðgunum...þangað  til næst knús Dísamai 2008 043


Víkingur orðin 100 ára...

Já við erum á leiðnni í Víkina á eftir að fagna 100 ára afmæli Víkings. Fer með pabba fyrst upp í bakarí að sækja afmæliskökuna,þarf 2 jeppa undir hanaWink....já ég er sko komin á jeppa. Á miðvikudaginn bara kvissbammbúmm,Axel prófaði Lincoln Avigator,svartur,dökkar rúður,6 manna,DVD,leðuklæddur og svaka fínn. Gerðum tilboð sem var tekið og án þess að Audi-inn hafi verið skoðaður hjá okkur af þeim,Glitnir átti Lincolninn. Ég fékk að fara upp í bústað á nýja bílnum,Axel var eftir og þreif Audi-inn hátt og lágt og skilaði honum svo á föstudaginn.

Já ég fór upp í bústað til mömmu og pabba á miðvikudaginn,við keyrðum í samfloti um hálf fimm leytið,bara ég Marín og Viktor,mamma og pabbi. Axel og Maggi voru heima,en Maggi var að keppa á fimmtudags morgunin og Axel að vinna. Þetta var alveg svakalega fínt,fórum í menningarferð á Þingvelli á fimmtudaginn,ég hef ekki komið þangað í held ég síðan ´97 "roðn". Ég er nefnilega með Þingvallar fóbíu!! Allavega þegar kemur að því að fara með börnin mín þangað. 

Málið er að þegar ég var ca 6-8 ára þá kom held ég í fréttum,eða einhver sagði mér (eða laug) að stelpa hefði dottið niður í gjótu þarna og dáið-eða horfið? Veit ekki hvort þetta er satt eða ekki,en allavega hefur þetta setið svona á sálinni á mér,og ég fæ alltaf sting í magann þegar ég hugsa um að fara með börnin mín á Þingvelli,ótrúlegt, ég er svo skrýtin.

Reyndar fórum við upp á svona útsýnis pall,þar sem var búið að girða af þar sem fólk átti að standa, enda bara þverhnípi (hvernig sem þetta er skrifað)niður. Og þarna var fólk komið inn fyrir handriðið með dóttur sína ca 7 ára!!!!!!!!!!!!! Éf hefði getað öskrað á þau,meiri andksotans vitleysan,og núna þegar ég skrifa um þetta og bara hugsa um þetta þá fæ ég alveg í magann. En þarna er mikið fallegt auðvitað og pabbi sagði mér hvað allt hét og hvað var gert hvar í gamla daga,alveg einsog ég væri 6 ára LoL og vissi ekki neitt. Svo voru þau alltaf alveg í sjokki þegar þau sáu rjúpu,átti að rífa upp myndavélina og taka myndir,en mér fannst þetta ekkert merkilegt,bara einsog að sjá máv,eða eitthvað álíka haha.... ég og fuglar,það er eitthvað sem þau gera mikið grín af mamma og pabbi. Ég viðurkenni að ég þekki nánast ekkert af þessum fuglum. En mamma og pabbi, ég lærði nú alveg heilmikið á þessu Grin um fjöll,fugla og ÞingvelliBlush takk takk.

Kom heim semsagt í gær,og varla komin inn um dyrnar,þá gubbaði Viktor hér á forstofu gólfinu. Marín var eftir upp í bústað,heppin skvísan, svo það er nú bara ég og strákarnir hér,þokkalega rólegt baraSmile. En VIktor gubbaði aftur í nótt,og enn og aftur segi ég,hvernig er hægt að vera ekki með vatnssugu og mann sem kann á hana. Þvílík snilld þegar ælan fer í sængina og á dýnuna og gólfið....ojjjjjjjj en auðvitað liggur fólk ekkert með svona græju,veit það vel,en þvílíkan snilldin. Hann er allvega eld hress núna og við ætlum sko að fagna með Víkingunum okkar í Víkini,ekki allir sem eiga afa og pabba sem er leikjahæsti Víkingurinn frá upphafi,geri aðrir betur. 

ÉG ólst upp á fótboltavellinum,fannst það alveg meiriháttar,og minningarnar eru sterkar úr búningsherbergjunum,þar fór maður alltaf með pabba eftir leiki,fékk kók eða appelsín,það var toppurinn og hlustaði á þá fagna,því auðvitað unnu þeir nánast alltaf. Pabbi er og verður alltaf Víkingur,stendur með sínu félagi í blíðu og stríðu,og þannig er þetta með mennina af hans kynslóð,þeir eru tengdir blóðböndum við félögin sín, þá voru menn í þessu af ástríðu en ekki fyrir peninga einsog í dag að menn skipta um félög einsog nærbrækur. 

Áfram Víkingur,

knús Dísa 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband