Stórveislan....

Kominn tími á að segja ykkur frá stórveislunni góðu sem var hér á föstudag.

Skemst frá því að segja að hún heppnaðist alveg meiriháttar vel, fólkið byrjaði að streyma korteri áður en afmælið byrjaðiSmile Það var alveg fullt hér bara nánast út að dyrum, boðið var upp á hvítt,rautt,bjór og gos...og svo auðvitað a´la Lindu hlaðborð, og mamma gerði æðislegar roast beef snittur og glæsilega rjómaköku!! Veislan byrjaði kl 19, pabbi var veislustjóri og hélt skemmtilega ræðu og bauð fólkið velkomið, svo hélt ég ræðu um 19.30 og það skemmtilega var að einn af meðlimum í Karlakórnum fóstbræðrum býr hérna beint á móti mér, svo þeir hittust þar allir og í lok ræðunnar hjá mér komu þeir allir strollandi hér yfir götuna 17s stk takk fyrir, og sungu hér 4 eða 5 lög. Hljómurinn var alveg meiriháttar, enda hátt til lofts. Afi og amma sátu alveg stjörf held ég bara, og Þóra Lind líka í fanginu á langafa sínum. Hún fékk líka eitt lag spes fyrir hana. Semsagt alveg geggjað, og gæsahúðin flaug hérna um loftin er óhætt að segja. 

Svo komu fleiri ræður, og börnin hennar Halldóru frænku færðu afa sínum bikar, áletraðan besti afi í heimi. Langafabörnin sem voru hér, Maggi,RObbi, Ísabella, Sunna Þórey,Mikael Máni og Guðrún Sól sungu svo afmælissöngin og Sunna Þórey spilaði undir á ....oh hvað heitir hljóðfærið Básúna eða trompet eða eittvhvað álíka. Alveg meiriháttar hjá þeim.

Svo fór eldra fólkið að tía sig heim um 22, en familían, börnin hans afa og barnabörn sátu hér til ca 1. Ég var nú oriðin þokkalega syfjuð og nennti  nú ekki mikið að ganga frá, þó svo að allir voru búnir að hjálpast mikið að, með diska og glös í uppvaskinu. 

Vaknaði svo hress og kát um hálf níu, og allt orðið skúrað,skrúbbað og hreint kl 11Smile

Amma og afi komu svo hingað í kaffi á mánudagsmorgninum og voru bara alveg í skýjunum. Þessu myndu þau aldrei gleyma, svo ég er svakalega glöð með þetta og allir auðvitað líka. Linda var svo líka með afmælisveislu á laugardeginum svo það var þokkalega mikið að gera hjá henni, var orðin föl einsog draugur greyið þegar hún fór heim eftir afmælið haha...en blés nú samt varla úr nös, og finnst þetta ekkert mál!!

Svo var afmæli hjá Lindu í gær og Þóru Lind, mamma svo í næstu viku, amma í lok mánaðarins....og svona heldur þetta áfram!! Stanslausar veislur.

Var svo með Þóru og familí í kjötsúpu hér á mánudagskvöldið, bara gaman, svo það er alltaf nóg að gera. Sem er bara gott.

Núna langar mig að skella mér á fló á skinni aftur, er einhverjum sem langar með mér??? En var svo líka að panta mér miða á milljarðarmærina, mamma,pabbi,Linda og Mummi ætla með okkur í apríl. En amma og afi gáfu mér einmitt boðsmiða í leikhús.

Ásta vinkona sendi mér sms í gærkvöldi, var á fysta leiknum sínum á Anfield af mörgum....shit hvað mig hlakkar til komast þangað,hvenær sem það verður, og verður auðvitað skemmtilegast þegar Gulli verður komin í aðalliðið!!! Þá verð ég mætt á hliðalínunaGrin

Jæja best að gera eitthvað hérna á meðan snúlla litla sefur.

Og kvitta takk!!

Knús Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að kvitta jeb mikið búið að vera að gera kv Linda

Linda syst (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:23

2 identicon

Já þetta var æðislegt... frá a-ö! Takk enn og aftur fyrir okkur

Eva (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 22:48

3 identicon

Bara kvitta fyrir innlitið.

Þóra litla sys (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 11:03

4 identicon

Kvitt kvitt..

 Soffía vinkona

Soffía (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband