Rólegur laugardagsmorgun..

Já þetta er bara notalegt hérna hjá mér núna. Sváfum til rúmlega hálf tíu við Viktor, Marín,Maggi og æskuvinum Magga eru enn sofandi ásamt Axel sem er að kafna úr kvefi greyið.

Fyrsti í afmæli gekk ofsalega vel, vantaði nú samt nokkra svo þetta voru nú ekki svo margir. Var bara með pulsupartý og svo nokkrar kökur á eftir Smile. Aðalkakan var súkkulaði kaka með mynd af Gulla og Gerrard hvorki meira né minna!!

Maggi fékk svakalega fínar gjafir og er ofsalega sáttur. Fékk fullt af pening, drauma fótboltamöppuna með fótboltaspilum frá Þóru og co, flott föt frá ömmum og öfum, flottasta LIverpool pólóbol ever og allskyns Liverpool dót frá Ástu og co ásamt pundum til að versla sér þegar hann mætir til Liverpool,DVD og einsog áður sagði fullt af peningum. Takk fyrir drenginn kærlega allir sem komu.

Nú bara bíð ég eftir sólinni svo ég geti nú notað pallinn minn aðeins betur, tók nú ekki langan tíma að gera þetta, 3 vikur þar til pallurinn var kominn upp og hellulögn reddý, geri aðrir betur!! Svo var bara smá fínisering sem var eftir. Verð að segja að við erum ótrlúlega ánægð að hafa ráðist í þetta og byrjað. Nú verður bara farið sparlega á næstunni enda ástandið í landinu ekki gott!

img_1246.jpgSvo er hún elskulegasta Þóra mín líklegast að fara í leikskóla í haust!! jesús, ég held að ég eigi eftir að hafa meiri "áhyggjur" af henni en mamman. Litla snúllan að fara úr verndaða umhverfinu hjá frænku,  og ég held að henni líði nú bara ofsa vel hérna. Stekkur allavega enn í fangið á mér þegar hún kemur þessi elskaSmile það verða alldeilis viðbrigði fyrir hana að vera svo með öllum þessum krökkum, en auðvitað bara gaman, og gangur lífsins að byrja á leikskóla.Svona líður henni og Möndlu voða vel, liggja saman á gólfinu...algjörar dúllur.

Ásta mín kominn í heimsókn frá Liverpool og bara yndislegt að sjá skvísuna. Við eigum eftir að taka skvísudag á laugaveginum og kíkja aðeins í búðirLoL fara á kaffihús og hafa það gott. Svo er bombuklúbbur á næstunni, ætlum að hittast hjá Svölu og slútta fyrir sumarið!

img_1350.jpgSet inn eina mynd af fallegustu tvíburum landsins,við Dóra vinkona vorum búin að skíra þau Dóri og DísaTounge en stákurinn er nær á myndinni og stelpan fjær. Alveg yndisleg börn og Soffía og Halli gætu ekki verið heppnari.

 

Knús og góða laaaanga helgi..

kv Dísa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jibbýkóla nýtt blogg

Takk fyrir hádegismatinn í dag,vona að þú hafir náð að sóla þig smá á pallinum.

Þóra Kolla (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 17:45

2 identicon

Hádegismat hva mér ekki boðið en gaman að þú ert farin að blogga aftur miklu skemmtilegra algjör forréttindi að fá að vera hjá þér með snúlluna elsku besta systirkv linda

linda rós (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 09:23

3 identicon

takk fyrir okkur á laugardag.  Virkilega notalegt að setjast niður yfir "hollum" og góðum kökum, þær bestu :-) Knús og kv. Dóra

dóra (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 20:41

4 identicon

Gaman að sjá nýja færslu hjá þér ....maður var nú bara næstum búin að gleyma að þú bloggaðir það er orðið svo langt síðan síðast

Kær kveðja 

Soffía

Soffía vinkona (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband