Afmæliskveðja..

Þá er það elsku mamma mín sem er 55.ára í dag. Gæti nú ekki verið heppnari með mömmu og ömmu barnanna. Elsku bestasta mamma mín við óskum þér innilega til lukku með daginn þinn, mætum svo í veislu til þín og fáum heimsins bestu humarsúpuna þína namminamm.

Þú ert alveg yndisleg, og við elskum þig af öllu okkar hjarta. Smelli hérna inn mynd af henni með nöfnunni sinni..... Eigðu góðan dagInLoveIMG 3739


Nýjar myndir..

Var að setja inn 2 myndaalbúm, afmælið og jan og feb 2009. Var bara svo bissí í afmælinu að ég gelymdi að taka meira af myndum Frown

Er annars að baka núna, má ekkert vera að blogga, Bombuklúbbur á morgun!!

knús Dísa


Stórveislan....

Kominn tími á að segja ykkur frá stórveislunni góðu sem var hér á föstudag.

Skemst frá því að segja að hún heppnaðist alveg meiriháttar vel, fólkið byrjaði að streyma korteri áður en afmælið byrjaðiSmile Það var alveg fullt hér bara nánast út að dyrum, boðið var upp á hvítt,rautt,bjór og gos...og svo auðvitað a´la Lindu hlaðborð, og mamma gerði æðislegar roast beef snittur og glæsilega rjómaköku!! Veislan byrjaði kl 19, pabbi var veislustjóri og hélt skemmtilega ræðu og bauð fólkið velkomið, svo hélt ég ræðu um 19.30 og það skemmtilega var að einn af meðlimum í Karlakórnum fóstbræðrum býr hérna beint á móti mér, svo þeir hittust þar allir og í lok ræðunnar hjá mér komu þeir allir strollandi hér yfir götuna 17s stk takk fyrir, og sungu hér 4 eða 5 lög. Hljómurinn var alveg meiriháttar, enda hátt til lofts. Afi og amma sátu alveg stjörf held ég bara, og Þóra Lind líka í fanginu á langafa sínum. Hún fékk líka eitt lag spes fyrir hana. Semsagt alveg geggjað, og gæsahúðin flaug hérna um loftin er óhætt að segja. 

Svo komu fleiri ræður, og börnin hennar Halldóru frænku færðu afa sínum bikar, áletraðan besti afi í heimi. Langafabörnin sem voru hér, Maggi,RObbi, Ísabella, Sunna Þórey,Mikael Máni og Guðrún Sól sungu svo afmælissöngin og Sunna Þórey spilaði undir á ....oh hvað heitir hljóðfærið Básúna eða trompet eða eittvhvað álíka. Alveg meiriháttar hjá þeim.

Svo fór eldra fólkið að tía sig heim um 22, en familían, börnin hans afa og barnabörn sátu hér til ca 1. Ég var nú oriðin þokkalega syfjuð og nennti  nú ekki mikið að ganga frá, þó svo að allir voru búnir að hjálpast mikið að, með diska og glös í uppvaskinu. 

Vaknaði svo hress og kát um hálf níu, og allt orðið skúrað,skrúbbað og hreint kl 11Smile

Amma og afi komu svo hingað í kaffi á mánudagsmorgninum og voru bara alveg í skýjunum. Þessu myndu þau aldrei gleyma, svo ég er svakalega glöð með þetta og allir auðvitað líka. Linda var svo líka með afmælisveislu á laugardeginum svo það var þokkalega mikið að gera hjá henni, var orðin föl einsog draugur greyið þegar hún fór heim eftir afmælið haha...en blés nú samt varla úr nös, og finnst þetta ekkert mál!!

Svo var afmæli hjá Lindu í gær og Þóru Lind, mamma svo í næstu viku, amma í lok mánaðarins....og svona heldur þetta áfram!! Stanslausar veislur.

Var svo með Þóru og familí í kjötsúpu hér á mánudagskvöldið, bara gaman, svo það er alltaf nóg að gera. Sem er bara gott.

Núna langar mig að skella mér á fló á skinni aftur, er einhverjum sem langar með mér??? En var svo líka að panta mér miða á milljarðarmærina, mamma,pabbi,Linda og Mummi ætla með okkur í apríl. En amma og afi gáfu mér einmitt boðsmiða í leikhús.

Ásta vinkona sendi mér sms í gærkvöldi, var á fysta leiknum sínum á Anfield af mörgum....shit hvað mig hlakkar til komast þangað,hvenær sem það verður, og verður auðvitað skemmtilegast þegar Gulli verður komin í aðalliðið!!! Þá verð ég mætt á hliðalínunaGrin

Jæja best að gera eitthvað hérna á meðan snúlla litla sefur.

Og kvitta takk!!

Knús Dísa


Og enn af afmælum..

sumar2008_011.jpgÞá er það þessi elska sem á afmæli í dag. Elsku Linda mín orðin 33.ára skvísa. Gæti nú barasta ekki verið heppnari með systur,nágranna og vin. Hún treystir mér fyrir dóttur sinni alla daga,sem er bara meiriháttar fyrir mig.

Alltaf svo hjálpsöm,og duglegSmile Eigðu nú yndislegan dag Linda mín, við Þóra Lind komum svo í afmælið í kvöld...hún verður hjá frænku í allan dag, já og ekkert vesen með það svo þú getir nú aðeins andað.

 

Knús Dísa stóra systir


Veisla ársins...

januar_2009_022.jpgÞau eiga afmæli í dag, þau eiga afmæli í dag.

Þau eiga afmæli þessar elskur! Þau eiga afmæli í dag.

Veiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii. Já dagurinn er runninn upp, 80,og 1 árs afmæli hjá afa og langafa stelpunni hans.

Elsku litla snúllan mín, innilega til lukku með daginn þinn, Dísa er svo heppin að fá að passa þig alla daga, enda ertu orðinn algjör Dísu stelpu. SKil ekkert í því að þú varst ekki skírð Þóra DísLoL

Allt á fullu í undirbúningi hér, en þó allt á áætlun. Þóra sefur núna og ég skutla henni heim þegar hún vaknar. 

Bara eftir að fínisera hér, skúra yfir gólf og þá er allt reddí.

Knús Dísa


Leiðrétting..

Bara svo það sé alveg á hreinu þá er það Karlakórinn Fóstbræður, en ekki Karlakór Reykjvíkur sem mæta hingað á föstudaginnSmile. Rétt skal vera rétt...en afi veit auðvitað ekki neitt!!

Halda áfram í tiltektinni!!

Knús Dísa


Fyrsta tönnin,,,

Já það var einsog ég hafi fundið gull í morgun þegar ég var að gefa Þóru Lind grautinn sinn. Allt í einu heyrði ég klingja í einhverju og Axel hélt ég væri orðinn eitthvað rugluð því ég var svo glöð. Barnið að verða 1.árs eftri 3 daga svo það er ekki seinna vænna fyrir tönnslurnar að fara að birtast. Nú þarf ég að finna tanngjöf handa skvísunniSmile

Annars er hún frekar slöpp litla snúllan, búin að vera að drukkna í kvefi og með gröft í augaFrown en hún er hitalaus. Bara vonandi að hún verði orðin hress fyrir stórafmælin 2 á föstudag. 

Ekkert merkilegt að frétta svosem, allt á fullu bara í undirbúningi fyrir afmælin...eða þannig. Ég þarf nú bara að hafa hreint hús og aðeins að færa til hluti og gera gott pláss hérna svo allir komist nú vel fyrir. Þetta verða um 50 manns hérna, og við erum búin að fá Karlakór Reykjavíkur til að syngja fyrir afa. Það verður meiriháttar að sjá svipinn á honum þegar þeir mæta hingað, held að þeir verði allavega 12 stk.

Ég ætla nú að reyna að halda smá ræðu, og verð nú að reyna að grenja ekki einsog vanalega haha..eins gott að setja upp stálfeisið!! 

Var nú ekki búin að tala um hroturnar hérna...held ég, en Axel er held ég með Kæfisvefn..eða þjáist af. Ég var búin að eiga hér ansi margar andvökunætur, ekki getað sofnað og endað svo í sjónvarpssófanum og auðvitað crazy í skapinu. Það er EKKERT sem fer eins mikið í taugarnar á mér og hrotur...þó ég sé nú heldur betur alinn upp við þær haha..

Allavega er Axel farin að vakna upp og eiga erfitt með að sofa út af þessu, svo hann er að fara til læknis að láta kíkja á sig. Hann hefur svo svissað á rúmi við Marín, svo nú fá allir í leikskóla og skóla eflaust að heyra það að pabbi sofi ekki í sínu rúmi óbój!! Mjög skrýtið að segja góða nótt og fara í sitthvort herbergið!

Jæja snúlla litla vöknuð svo best að fara að sinna henni.

Knús Dísa.....sem vantar að vita hvernig ég læsi þessu bloggi???


Við eigum afmæl´í dag...

Það var þann 22.feb 1997 sem þetta small saman hjá okkur Axel á Þjóðleikhúskjallaranum undir dúndrandi diskótónumSmile

Ég bjó hjá ömmu og afa á þessum tíma, og fékk svo símtal á sunnudagskvöldinu frá Axel þar sem hann bauð mér í Regnbogann og einhverja langa og leiðinlega mynd, minnir mig. Uppfrá því voru örlög okkar ráðin, og höfum við nú gengið í gegnum hóla og hæðir. Við svona byrjuðum þetta á veseninu má segja, en alltaf verður þetta betra með hverju árinu. Gott að verða alltaf betri og betri vinir, hamingjusamari og ánægðari með hverju árinu sem líður. Allavega erum við sátt og samlynd, en mættum nú kannski rækta okkur aðeins betur - gera eitthvað meira bara við tvö. En við erum nú bara ansi heimakær og líður vel hérna saman. Höfum líka verið svo heppinn að komast til útlanda 2 saman á hverju ári - í mörg ár svo það bætir nú upp fyrir ýmislegt. Erum bara alveg fullkomnir ferðafélagar saman og ég ekkert smá heppinn að eiga svona "Moll" glaðan mannInLove

Erum á leiðinni núna í bollu kaffi hjá þóru systir, öll familían. Marín búin að halda ömmu sinni kompaníi um helgina á meðan pabbi er búinn að vera að drukkna í bollubakstri greyið kallinn!! 

Þóra Lind kom svo hingað kl 9 í morgun, já dagmamman er í vinnu um helgar líka haha. En Mummi var að keppa (eða liðið hans) á Ísafirði í gær og svo auðvitað ófært, en Linda þurfti að mæta í vinnu í morgun svo snúllan kom auðvitað til frænku sinnar. Er reyndar frekar slöpp litla snúllan, alveg að drukkna í kvefi greyið. 

Viktor heldur að hann sé Íþróttaálfurinn, flýgur hér í orðisins fylltu um allt, uppá sófum og borðum og borðar epli og bananaWink. Maggi var með vin sinn hér í nótt, það eru stanslausar gistingar hjá þessum drengjumCool

Jæja, best að drífa sig út í góða veðrið og fá sér bollu!!
Knús Dísa


Valentínus mætti á svæðið...

Jæja Marín er nú öll að hressast...var eiginlega bara hress í allan dag. Eitt er þó notalegt við það þegar hún fær hita, að mikið svakalega verður hún nú róleg og þægileg!! Dúdda mía..en kannski ljótt að segja svonaErrm Auðvitað verða nú flest börn svona, greyin liggja bara fyrir og eru til í að horfa á allt í sjónvarpinu.....svo róleg og góð.

Hef hana heima á morgun allavega, svo henni slái nú ekki niður.

Gleymdi nú alveg að segja ykkur frá rómantíska manninum mínum á Valentínustardaginn!! Já við erum nú svo sem ekki vön að halda hann hátíðlegan þó við höfum farið til USA nokkur ár í röð..hahaha... en allavega kom hann heim eftir vinnu með gjöf handa mér þessi elska. Gaf mér geggjaða leðurhanska sem mig er búið að langa mikið í (mamma fékk svoleiðis í jólagjöf) en ég var nú svosem alveg búinn að gleyma þeim. En ótrúlegt að hann skildi muna eftir þessu. En þeir eru svartir með glærum steinum efst, alveg meiriháttar flottirInLove

Var annars að koma úr bíó, fór með Soffíu vinkonu á Bride Wars, meiriháttar skemmtileg mynd. Mig vantaði svo að komast út úr húsi í kvöld, enda búinn að vera hér einsog draugur á náttfötunum í 2 daga...og verð svo auðvitað líka heima á morgun.

Enívei, allt annars bara fínt. Og Ásta mín nú bíð ég spennt eftir fréttum frá Liverpool og mynd af höllinni og öllu nýja dótinu!!!

Knús Dísa


Veikindi..

Marín mín liggur nú alveg bakk greyið, fór í skólann í morgun og bara alveg hress nema hún sagðist finna til í hálsinum þegar hún kyngdi. Kom svo heim um hálf 2 hin hressasta, en svo bara um 3 leytið lá mín bara í sófanum dormandi! Þá vissi ég nú að eitthvað var nú ekki einsog það átti að veraSmilemín ekki alveg vön að leggjast bara í sófann og sofna.

Axel er líka búinn að vera slappur, fór á Læknavaktina á sunnudag til að athuga með streptakokka en ekkert fannst. Bara pest. Svo ætlaði hann í vinnuna í morgun en um leið og hann var búinn að skutla Viktor kom hann bara heim, orðið flökurt líka og svaf þetta svo bara úr sér held ég í dag. Ég bara alltaf með smá óþægindi í hálsinum,finn til þegar í kyngi en ekkert alvarlegt...ég næ nú aldrei að verða eitthvað almennilega veik!! Bara alltaf einhver smá skítur í mér.

Svo hér hefur heldur betur verið letidagur í dag, ég er ennþá bara í náttfötunum liggur við. Fór bara rétt út úr húsi til að skutla Magga og Robba í sundWink

Man nú ekkert annars frekar en vanalega hvað ég ætlaði að skrifa meira um...kemur þá bara næst

Knús Dísa


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband